Tíminn - 05.06.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.06.1982, Blaðsíða 11
■ Elsta Ijósmynd á íslandi. Hún er af séra Guttormi Pálssyni i Vallanesi (1775-1860) ■ Einstæð mynd frá uppboði á strandgóssi á Eyrarbakka, liklega 1903. Það er til marks um heimildagildi Ijósmynda að 28 þekktir. Eftirvæntingarsvipurinn leynir sér ekki, enda var franskt koniak meðal uppboðsvamingsins. á myndinni era Danskir landmælingamenn að störfúm árið 1912. ENGIN LYSING KEMURI STAÐ GODRAR MYNDAR Litid vid á myndadeild Þjóðminjasafnsins, þar sem myndfjöldinn skiptir hundruðum þúsunda ■ í myndadeild Þjóðminjasafnsins eru elstu og stærstu myndasöfn á íslandi. Myndafjöldinn nemur hundr- uðum þúsunda, ef allt ertalið. Þessum myndum hefur veríð safnað fyrst og fremst vegna þess heimildargildis, sem þær hafa. Þvi að engin lýsing, hversu skilmerkileg sem hún er, á manni eða umhverfi getur komið i stað góðrar myndar. Það er Halldór J. Jónsson, cand mag. sem haft hefur veg og vanda af flokkun og skipulagningu þessa mikla safns og fyrír nokkru báðum við hann að leyfa okkur að líta inn á safnið og ræða við okkur um þennan mikla fjölda gamalla mynda. Varð Halldór vel við þessari ósk okkar og fyrst spurðum við hann hvernig myndimar væru flokkaðar. „Myndirnar eru af ýmsu tagi“, segir Halldór. „Það fer mest fyrir Ijósmynd- um, bæði kopíum og þó aðallega negatífum sem flest eru varðveitt á glerplötum. Meðal þeirra merkileg- ustu eru svonefndar sólmyndir (daguerrotyp, ambrotyp) frá elsta skeiði ljósmyndunar. Hver mynd var aðeins gerð i einu eintaki. Þær eru mesta fágæti en safnið á samt nokkra tugi af þeim, að vísu misvel á sig komnar. Auk ljósmynda eru í myndasöfnun- nm ýmsar prentmyndir (grafískar myndir), svo sem steinprent, kopar- stungur, tréristur, einnig teikningar, vátnslitamyndir og málverk. Ekki má gleyma póstkortunum sem hér er gott safn af. Skipting myndasafnsins Mannamyndasafnið. í þvi eru nú um 32.000 skráðar myndir. Það á sér lengsta sögu þvi að Matthías Þórðar- son stofnaði það 1908 og sýndi þarsem i öðru mikla framsýni, þviað mynda- söfnun var þá alls ekki orðin jafnsjálf- sagður og viðurkenndur þáttur í safnstarfi og nú er. Ef ætti að telja upp mestu kjörgripi mannamyndasafnsins vandast málið. Ég nefndi áðan sólmyndirnar frá því fyrir miðja 19. öld. Rétt er að nefna t.d. gömlu „portrettin“ frá 17. og 18. öld eftir prestana Jón Guð- mundsson í Felli, Hjalta Þorsteinsson ■Stephan G. Stephanson á rúgakri sinum í Kanada. Hann er lengst til hægri á myndinni, en til vinstri Sigurjón Jónsson frá Viðimýri. Sonur Stephans G. stendur fyrir miðju. ■ Þannig hugsuðu menn sér að Hafnarfjarðarborg mundi lita út árið 1985. Byggingarstillinn er ekki fjarri lagi hjá spámnninum, höfundi þessa póstkorts frá 1935, en „gömlu Fordarnir“ á götunni líkjast lítið bilum nútimans. nema af fáum íslendingum fyrir ljósmyndaöld, en eftir að hún gengur í garð fyrir alvöru hér á landi á árunum 1860-70, verður mikil breyting á. Við teljum að elsti fslendingur sem Ijósmynd er til af hér sé sr. Guttormur Pálsson í Vallanesi. Hann var fæddur 1775, d. 1860. 2. Ljósmynda- og prentmyndasafn- ið var stofnað og eru nú í þvi um 5.000 skráðar myndir, mjög fjölbreytilegar að efni. í þvi eru myndir af stöðum, mannvirkjum, atburðum, híbýlum, vinnustöðum, einnig gamlar vatnslita- og grafíkmyndir sem erlend- ir ferðamenn og listamenn hafa gert á fyrri tið, einkum á seinni hluta 18. aldar og 19. öld. Okkur finnast myndir erlendra manna oft athyglisverðari en myndir íslendinga því að okkur finnst meiri sparisvipur á mótífavali islenskra ljósmyndara fyrri tiðar. Þegar mynd var t.d. tekin af heimilisfólki á sveitabæ urðu allir að vera prúðbúnir. íslendingar tóku ógjaman myndir af fátæklegum hreysum. 3. Þá er ótalinn fyrirferðamesti hluti myndasafnanna hér en það eru plötusöfn atkvæðamestu ljósmyndara sem við höfum átt, svo sem Sigfúsar Eymundssonar, Péturs Brynjólfs- sonar, Ólafs Magnússonar, Lofts Guðmundssonar, Sigriðar Zoega, Jóns J. Dahlmann og eru hér aðeins talin þau stærstu. Mannamyndir eru þar i meirihluta, þó að mikið sé líka í safninu af öðru myndaefni og er nú unnið kappsamlega að þvi að kopiera það, eftir því sem fjárráð leyfa. Einn síðasti stórfengur safnsins af plötum er safnið frá Teigarhorni, sem er uppi- staða sýningarinnar sem nú er i Bogasalnum. Mörg smærri plötusöfn eins og Teigarhornssafnið geta verið mjög merkileg. 4. Þá eru ótalinn sérsöfnin. Þar vil ég telja fyrst hið merkilega skipa- og sjávarútvegsmyndasafn Guðbjarts sgeirssonar sjómanns í Hafnarfirði. ■ Halldór J. Jónsson með myndamöppu sem einn mesti frömuður Ijósmyndunar á íslandi, Sigfus Eymundsson, limdi margar sinna bestu mynda inn {. Viðskiptavinir hans gátu svo fengið eftirtöku af myndunum og notað sem stofuprýði. (Timamynd G.E.) Nielsen faktor á Eyrarbakka við laxveiðar fyrir aldamót. f A: í Vatnsfirði og Sæmund Hólm og frá 19. öld myndir Helga Sigurðsson- ar, Þorsteins Guðmundssonar og síðast en ekki sist Sigurðar Guð- mundssonar. Við vitum af meir en 100 mannamyndum eftir hann, en þar af virðast allmargar þeirra sem voru i einkaeign hafa glatast. Annars eru ekki til teiknaðar eða málaðar myndir Póstkortasafnið Á póstkortasafnið var áður minnst, en það er mikil náma. í sérsöfnum Tryggva Gunnarssonar og Þorvalds Thoroddsens er líka margt góðra mynda. . Sérstöðu hafa hinar afar verðmætu myndagjafir Mark Watsons sem verð- ur að teljast einn mesti velgerðarmað- ur Þjóðminjasafnsins fyrr og síðar. Þar á ég við vatnslitamyndirnar frá íslandi eftir W.G. Collingwood, Ed- ward Dayes og Nicholas Pocock, alls 5* ■ Fráfærur um 1910. hátt á annað hundrað myndir. Auk þess gaf Watson safninu ljósmyndir sem Collingwood tók hér á ferð sinni 1897. Ég hef ekki enn nefnt þær mörgu myndir sem starfsmenn safnsins hafa tekið við rannsóknir og á ferðalögum. Sem sagt, hér er af nógu að taka og alltaf bætist við. Mikinn meiri hluta myndaforðans hefur safnið fengið að gjöf, en kaupir þó alltaf talsvert. Myndasöfnin hafa til' allrar hamingju notið mikillar velvild- ar almennings i landinu eins og margar höfðinglegar myndagjafir fólks vitna um. Þetta er ómetanlegt fyrir stofnun með takmörkuð fjárráð sem ekki getur keppt við fésterka aðila sem gera fólki tælandi tilboð. Starfíð er margt Starfið er margt við myndasöfnin. Þær myndir sem berast þarf að skrásetja og ganga frá þeim i viðeigandi hirslum og umbúðum. Stefnt er að þvi að koma myndasöfn- unum fyrir i sérhönnuðum ljósmynda- umbúðum sem framleidd eru í Sviþjóð. Því að vel þarf að vanda til geymslu mynda sem eiga að varð- veitast komandi kynslóðum. í þessu og einkum skráningunni felst mikil vinna, og þó að sá eini starfsmaður sem annast myndasöfnin hér hafi sig allan við, hefur hann ekki undan að sinna nema brýnustu verkefnum í sambandi við myndasöfnin. Myndasöfnin veita (t.d. útgefend- um) mikla þjónustu sem er afar timafrek, svo að mörk aðkallandi störf í þágu safnanna sjálfra verða að sitja á hakanum vegna þess. Notkun mynda úr söfnunum fer sivaxandi vegna aukinnar notkunar myndefnis i bókum og á sýningum. Sýningar Ekki skortir myndefni til að halda myndasýningar sambærilegar þeirri sem nú er í Bogasalnum og sannast sagna vildum við halda slíkar mýnda- sýningar miklu oftar en við gerum. En svona sýningar kosta meiri vinnu og fjármuni en svo að við getum haldið þær á hverju ári, þvi miður. Safnið ráðleggur öllum sem eiga gamlar myndir að merkja þær, þ.e. af hverjum eða hverju þær eru, meðan til einhverra næst sem vita þetta. Og siðast en ekki síst beinir safnið þeim tilmælum til allra sem vilja láta af hendi gamlar myndir hvort heldur er að gjöf eða til kaups að hafa samband við Þjóðminjasafnið. Mynd- um sem fólki er annt um að varðveitist til frambúðar er ekki á annan hátt betur borgið. -AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.