Tíminn - 08.06.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.06.1982, Blaðsíða 1
' Sjómannadagurinn í biíðskaparveðri bls. 12-13 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Þriðjudagur 8. júní 1982 127.tölublað-66. árg. Nóg af pundum — bls. 2 75 ára bls. 10-11 Samningavid- ræðunum miðar hægt: „EKKERT HflND- FASTAF NEINU TAGI” ■ „Það er ekkert handfast ennþá at neinu tagi“, sagði einn af samninga- nefndarmönnum ASÍ i gærkvöldi, en langir og miklir samningafundir hafa staðið nú um helgina, og er það mál ýmissa að litið hafi þokað i samkomu- lagsátt á þeim, nema kannski síður sé. „Menn hafa kannski gert sér óraun- hxfar hugmyndir um þá möguleika, sem taldir voru fyrir hendi, og þegar það kom i Ijós lokaðist allt á ný“, sagði annar úr herbúðum Vinnuveit- enda. Spurður á hverju strandi helst nú, svaraði einn ASÍ-manna. „Að sumu leyti strandar á þeirri afstöðu VSÍ, sem leggur áherslu á að samið verði við alla i einu. En sum félög, t.d. raf- iðnaðarmennimir, eru bara ekki með í þessu samfloti“. Þá mun Verkamannasambandið ennþá halda til streitu ýmsum sérkröf- um til sinna manna umfram það sem VSÍ getur fallist á. Sömuleiðis kom í ljós að byggingamenn voru ekki reiðu- búnir að standa að þeirri heildar- lausn sem um hefur verið rætt. - HEI. Erlent yfirlit: ■ Það var við við hæfi hjá þeim ungu mönnunum á myndinni að nota sjómannadaginn til fiskveiða, enda eru fiskislóðir viða góðar i Tjöminni i Rcykjavik og nýbúið að hækka fiskverðið. Ekki fylgir sögunni hvort aflinn fer i skreið eða salt. (Timamynd: ARI) Begin og Reagan — bls. 7 Steingrímur Hermannsson um efnahagsmálin og samningaviðræður aðila vinnumarkaðarins: „EKKI EINN EYRIR TIL FYRIR LAUNAHÆKKUNUM — „óhjákvæmilegt að telja niður verðbætur á laun, fiskverð og búvöruverd’’ ?! ■ „Eg get litið sagt um samninga ASÍ og vinnuveitenda. Ég harma að i þeim samningaumleitunum mun ekki vera hljómgrunnur fyrir þvi að engar grunnkaupshækkanir verði. Fyrir launahækkunum er ekki til einn einasti eyrir í þjóðarbúinu. Staðreyndin er sú að minna er til nú en var i fyrra. Ljóst er að i stað þess að hækka laun þurfum við að dreifa þeim byrðum sem af ástandinu skap- ast sem sanngjamast á alla þegna þjóðfélagsins. Þá verða þeir að taka þyngstu byrðarnar sem mest þola, en ég fæ ekki séð að neinn hópur i röðum þeirra betur launuðu sé til- búinn að taka slíkt í mál. Það er sama hvað samið er um. Það getur ekki orðið almenn kjarabót þcgar þjóðartekjur fara minnkandi.“ Þetta sagði Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins, i samtali við Tímann, þeg- ar rætt var við hann um efnahags- málin almennt og m.a. yfirstandandi samningaviðræður aðila vinnumark- aðarins. „Við næstu visitöluákvörðun tel ég óhjákvæmilegt að telja niður bæði verðbætur á laun, fiskverð og búvöru- verð og gera þá jafnframt hliðar- ráðstafanir til að bæta, eins og frek ast er unnt, kaupmátt þeirra sem lægstu launin hafa. Ég held að að- gerðir i þessum dúr séu óhjákvæmi- legar á næstu mánuðum", segir Steingrimur Hermannsson. - Kás. Sjá nánar viðtal á bls. 8-9. SEKUR! — bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.