Tíminn - 08.06.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.06.1982, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1982 3 fréttir Banaslys við Hólssel ■ Enskur maður um þrítugt lést þegar Range Rover jeppi sem hann var farþegi i valt út af veginum við Hólsfjöll um klukkan 14 í gær. í bíln- um voru fimm manns, og þau fjögur sem lifðu veltuna af meiddust öll talsvert. Lögreglan á Húsavík taldi liklegt, að ökumaðurinn hefði misst stjórn á jeppanum í lausamöl áður en hann valt. Maðurinn sem lést kastaðist út úr bilnum þegar við veltuna og lenti siðan undir honum. Hann lést sam- stundis að þvi er talið er. Bíllinn er illa farinn. -Sjó. Innbrotið í Gull og silfur upplýst: FÉLAGI ÞJÖFSINS GÓM- aðurA — þegar hann ætlaði með þýfið úr landi ■ Innbrotið í skartgripaverslunina Gull og silfur er nú upplýst að mestu. Á blaðamannafundi sem rannsókn- arlögregla ríkisins efndi til i gær kom fram, að pilturínn sem við upphaf rannsóknar á innbrotinu sat í gæslu- varðhaldi í rúmlega tvær vikur, en var síðan sleppt, hefur viðurkennt, að hafa einn sins liðs faríð inn i versl- unina, og haft á brott með sér skart- gripina, sem metnir voru á um 800.000 krónur. Megnið af þýfinu er fundið. Félagi piltsins sem framdi innbrot- ið var stöðvaður. á Keflavíkurflug- velli á laugardagsmorgun, en þá var hann á leið til Kaupmannahafnar. Að undirlagi rannsóknarlögreglunn- ar var leitað i farangri hans og fund- ust þá skartgripir, sem voru hluti þýf- isins úr Gulli og silfri. Á sunnudags- kvöldið var svo pilturinn sem inn- brotið framdi handtekinn, ásamt þriðja manni sem eitthvað mun hafa komið við sögu. Játningar fengust fljótlega fram í málinu. Hallvarður Einvarðsson,' rann- sóknarlögreglustjóri ríkisins sagði á blaðamannafundinum i gær að rannsóknarlögreglan hefði unnið ötullega að því að upplýsa málið allt frá því að innbrotið var framið. Það var Þórir Oddsson, vararann- sóknarlögreglustjóri ríkisins sem hafði umsjón með rannsókninni. í lok fundarins sagði hann: „Við bú- umst við að flest kurl séu komin til grafar og finnst ekki ástæða til að ti- unda einstök málsatvik nánar.“ -Sjó. - ■ Hallvarður Einvarðsson, rannsóknarlögreglustjóri ríkisins á blaðamanna- fundinum i gær. ■ Megnið af skartgripunum sem stolið var í innbrotinu i Gull og silfur á borði hjá rannsóknarlögreglu ríkisins. DATSUN LAUREL Frábœr bíll á frábœru verði. mmmm , 2,41 bensínvél Helztu mál: L — 4,63 B — 1,69 H - 1,40 Bjóðum Datsun Laurel SGL Laurel bensín, béinsk Verð ca kr. 152.000 Laurel bensín, sjálfsk Verd ca kr. 157.000, - Tilboðið stendur aðeins út þessa viku Ingvar Helgason Vonarlandi«Sogamýri 6 simi 33560 Varahlutaverslurt Rauðagerði Simar: 84510 & 84511

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.