Tíminn - 08.06.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.06.1982, Blaðsíða 8
8 Útgefandl: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Glsli Slgurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgreiðslustjóri: Slgurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: lllugi Jökulsson. Ðlaðamenn: Agnes Bragadóttlr, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eglll Helgason, Frlðrik Indrlðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristín Leifsdóttir, Ragnar Örn Pétursson (Iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. Útlitstelknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Sfðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingaslmi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 110.00. — Setning: Tæknidelld Tlmans. Prentun: Blaðaprent hf. Alvarlegt ástand í efnahagsmálunum ■ Ljóst er, að verulegir erfiðleikar steðja að í efnahagslífi þjóðarinnar vegna minnkandi þjóðartekna. Utlit er fyrir, að þjóðartekjur dragist saman um 2-3 af hundraði, en það gæti þýtt samdrátt í gjaldeyristekjum um 10-15 af hundraði. Slíkur samdrátur hlýtur að hafa keðjuverkandi áhrif á allt þjóðfélagið. í ítarlegu viðtali við Steingrím Hermannsson, formann Framsóknarflokksins, sem birt er í Tímanum í dag, er staðan í efnahagsmálunum rakin og bent á þá erfiðleika, sem við blasa. Steingrímur fjallar í því sambandi um samningaviðræðurnar sem nú standa yfir, og segir þar m.a.: „Fyrir launahækkunum er ekki til einn einasti eyrir í þjóðarbúinu. Staðreyndin er sú, að minna er til nú er var í fyrra. Ljóst er, að í stað þess að hækka laun, þurfum við að dreifa þeim byrðum, sem af ástandinu skapast, sem sanngjarnast á alla þegna þjóðfélagsins. Þá verða þeir að taka þyngstu byrðarnar, sem þola mest. En ég fæ ekki séð að neinn hópur í röðum þeirra betur launuðu sé tilbúinn að taka slíkt í mál. Það er sama, hvað samið er um. Það getur ekki orðið almenn kjarabót þegar þjóðartekjurn- ar fara minnkandi. Spyrna verður við fótum, svona er ekki hægt að halda áfram. Ég skal engu spá um það, til hvaða ráðstafana verður gripið. Gengið hefur verið látið síga, en með þessari gífurlegu sókn í gjaldeyri er í raun og veru verið að fella gengið. En gengisfelling eykur aðeins á verðbólguna eins og nú er ástatt. Ég sé ekki betur en að stefni í svipað ástand og var 1966-1967, þegar verðfall varð á erlendum mörkuðum. Á þessari stundu vil ég ekki segja, hvaða ráðstafanir þarf að gera. Það fer mikið eftir því, hvernig semst á vinnumarkaðnum. En ef við ætlum að standa við 35% markmiðið, verður að gera mjög róttækar ráðstafanir. Með einhverjum ráðum verður mjög fljótlega að stöðva gjaldeyrisútstreymið og eyðsluna. Ég óttast, hvort sem kemur til verkfalla eða ekki, að togaraútgerðin verði í svo miklum erfiðleik- um eftir aflaleysið undanfarið, að verulegt fjármagn þurfi til að fleyta henni yfir þá erfiðleika, þótt afli batni á næstu vikum. Mjólkurkýrnar mega ekki hætta að mjólka. Við næstu vísitöluákvörðun tel ég óhjákvæmi- legt að telja niður bæði verðbætur á laun, fiskverð og búvöruverð og gera þá jafnframt hliðarráðstafanir til að bæta, eins og frekast er unnt, kaupmátt þeirra sem lægstu launin hafa. Ég held að aðgerðir í þessum dúr séu óhjákvæmilegar á næstu mánuðum“. Hér lýsir Steingrímur Hermannsson af hreinskilni þeirri alvöru, sem við blasir í efnahagsmálum landsmanna á næstu mánuðum, og eindregnum vilja til þess að takast á við þann vanda í samræmi við það markmið, sem ríkisstjórnin hefur einhuga sett sér í verðbólgu- málunum. Það er mikið í húfi fyrir landsmenn alla, að rétt verði á þessum málum tekið í sumar og haust. - ESJ ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNI 1982 tekinn tali ■ Þjóðarbúið hefur orðið fyrir ófyrirsjáanlegum áföllum á þessu ári, sem gerir það að verkum að þjóðartekjur minnka. Vitað var að loðnuveiði yrði litil sem engin i ár. Þar til viðbótar hefur þorskafli dregist verulega saman og horfur á skreiðarmarkaði eru slæmar. Mikið magn af skreið er óselt. Efnahagskreppan i heiminum segir til sin á mörgum sviðum. Iðnaðurinn hér á landi hefur orðið illa úti af hennar völdum. Fleira veldur þvi að úr minna er að spila í ár en áður var. Það hlýtur óhjákvæmilega að leiða til samdráttar. Á sama tíma fara launþegar fram á launahækkanir og sumir hafa fengið þær, og allt er í óvissu um hverjar aflciðingarnar verða ef almennar launahækkanir verða á sama tima og framleiðsluverðmætið dregst saman. Kakan sem til skipta er minnkar en h ver og einn ætlar sér stærri bita af henni. Tíminn snéri sér til Steingríms Hermannssonar, sjávarútvegsráð- herra, og spurði hvaða áhrif minnk- andi þjóðartekjur hafi á efnahagslíf- ið almennt og hvað sé til ráða. -Talan 2-3 af hundraði samdráttar í þjóðartekjum hljómar e.t.v. ekki svo óskaplega, sagði Steingrimur en þetta gæti þýtt samdrátt í gjaldeyris- tekjum 10-15 af hundraði. Það lýsir líklega betur áhrifunum. Þetta hefur ákaflega mikil keðjuverkandi áhrif. Minna kemur i vasann ekki aðeins hjá þeim sem loðnuna veiða og loðnuafurðir vinna, heldur fyrr eða siðar flestum öðrum þjóðfélags- þegnum. Að sjálfsögðu var vitað um samdrátt í loðnuveiðum. Hins vegar hefur orðið mjög óvænt breyting á þorskveiðunum. Fyrstu fjóra mán- uði ársins var veiðin 40 þúsund lestum minni en var í fyrra og áætlað var í ár. Sérstaklega er þorskafli togar- anna minni, eða um 20 þúsund tonn, og einnig er samdráttur í öðrum afla. Auk þessa er aflasamsetningin miklu óhagkvæmari en var. Aflinn er ekki eins verðmætur. Þetta hefur haft í för með sér að togaraútgerðin er rekin með mjög miklum halla í dag. Það eru líklega fáir túrar sem togari hefur fyrir meiru en greiðslu til áhafnar og olíu. Þetta þýðir einnig að samdráttur í frystum þorskafurðum á Banda- rikjamarkað hefur orðið um 20 af hundraði. Það er mikilvægasta útflutningsafurð okkar. Þetta getur haft þær afleiðingar að við missum af góðum viðskiptavinum í Banda- ríkjunum og þeir taki upp viðskipti við Kanadamenn. Þetta sýnir hvaða keðjuáhrif aflabrestur getur haft. Skreiðin bregst Þá bætist óvænt ofan á, að skreiðarútflutningur til Nigeríu hef- ur stöðvast. Ljóst er að verulegt verðfall verður á skreiðinni ef hann opnast aftur. Þetta er annað mikið áfall og fiskvinnslufyrirtækin mörg hver sem hafa bætt hag sinn verulega á undanförnum tveim árum með skreiðarframleiðslu, eru nú í mjög erfiðri stöðu. -Ég hef rætt um þorskinn við fiskifræðinga. Þeir telja að þorskur- inn sé nægur i sjónum, en aflatregð- una kenna þeir þvi að hann þétti sig ekki vegna þess að loðnutorfur eru ekki til staðar. Vitanlega bindum við vonir við að þetta ástand breytist og samdráttur- inn verði ekki eins mikill þegar liður á árið, en útilokað er, að við náum því aflamagni á síðara hluta ársins, sem á vantar á fyrri hluta þess. í þessu sambandi vil ég geta þess, að menn tala mikið um að fiskiskipin séu of mörg. Það má segja að þau séu það, en þrátt fyrir þessa fjölgun fiskiskipa hefur samt ekki náðst sá afli sem veiða má. Ég held að enginn geti fullyrt að fengist hefði meiri afli á hvert skip þótt þau væru færri. -Ég hef hér aðallega talað um erfiðleika sjávarútvegsins og áhrif þeirra á þjóðarbúið, en það er víðar sem að kreppir. Erfiðleikar iðnaðar- ins eru miklir. Stórtap var á flestum greinum útflutningsiðnaðar á síð- asta ári. Kreppuástandið i heimin- um hefur haft gífurleg áhrif á orkufrekan iðnað, bæði álbræðsluna og málmblendiframleiðsluna. Auk þess er landbúnaðurinn í mjög miklum erfiðleikum. Markað- urinn i Noregi fyrir dilkakjöt virðist nú lokaður. Hér blasir því við meiri offramleiðsla á dilkakjöti en nokkru sinni fyrr. Ljóst má þvi vera að nú þarf að framkvæma með miklum hraða þann samdrátt í sauðfjárrækt- inni sem lagt var til árið 1979, þegar breyting framleiðslulaganna var samþykkt. Þvi miður hefur þetta gengið miklu hægar en æskilegt hefði verið. Menn trúðu því ekki að ástandið gæti orðið svona erfitt. Verulegt fjármagn vantar til að hjálpa bændum yfir það harðræði sem þvi fylgir að slátra mikiu af fullorðnu fé. Einnig þarf að hjálpa þeim til þess að koma upp nýjum búgreinum, sem gætu orðið arðbær- ar, eins og t.d. loðdýraræktin virðist vera. Það verður þvi að segja þvi miður, að erfiðleikarnir steðja að á öllu sviðum. Eyðslan of míkil Samfara þessu er ástandið í peningamálum þjóðarinnar mjög alvarlegt. Litið hefur verið lagt inn í bankana, en útstreymið er aftur á móti ákaflega mikið. Bankarnir eru komnir i um 500 millj. kr. skuld við Seðlabankann. Þeir hafa þvi orðið að herða mjög allar sínar útlánareglur. Þetta hefur ekki hvað sist bitnað á atvinnuveg- unum. Margir hverjir þola þetta ástand ekki. Það er litil sveigja þegar afli er svo lítill sem raun ber vitni. Gjaldeyrisútstreymi hefur og ver- ið ofboðslegt. Mér skilst að gjald - eyrisstaða bankanna hafi versnað um 679 millj. kr. á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Mér er tjáð að í byrjun mai hafi þetta litið sæmilega út, en siðan hefur það breyst aftur og ásókn í gjaldeyri virðist engu minni en var fyrr á árinu. Hallast því enn á verri veginn. -Ég tel að þetta ástand i peningamálum og gjaldeyrismálum sé e.t.v. það alvarlegasta sem að þjóðinni snýr i dag. Með svona mikilli ásókn í gjaldeyri, langt umfram það sem aflast, erum við að éta upp forðann. Enginn vafi er á að á þessu þarf að taka, og það án tafar. Nokkuð hefur verið gert i þvi efni, t.d. hefur viðskiptaráðherra hert mjög allar reglur hjá langlána- nefnd. Neitað hefur verið mörgum umsóknum um vinnuvélar og fleira af því tagi, sem þegar er nóg til af í landinu. En staðreyndin er sú að t.d. lifeyrissjóðimir halda áfram að lána út. Þeir hafa um 1.3. milljarða kr. i ráðstöfunarfé, skilst mér, og fólk virðist hafa næga peninga til ferða- laga eða á alls konar varningi. Utanlandsferðir eru flestar uppseld- ar i sumar. Enn fleira kemur til. Áætlað var að verðbótavísitalan 1. júni yrði um 7.5 af hundraði, þ.e.a.s. framfærslu- visitalan eftir niðurgreiðslur um 9 af hundraði, en varð næstum tveim prósentustigum hærri. Slik skekkja verkur furðu. Sumt af þessu gátu menn séð fyrir. T.d. varð meiri hækkun i okrugeiranum heldur en gert hafði verið ráð fyrir. Þar varð að láta þar undan. Hins vegar kom annað á óvart, svo sem að það varð viðskiptakjaraviðbót, þótt skömmu áður hafi verið spáð viðskiptakjara frádrætti. Það er furðulegt að viðskiptakjaraviðbót skuli geta orð- ið á sama tima og viðskiptahalli þjóðarinnar er upp á hundruði milljóna. Þarna er eingöngu tekið tillit til verðlagsins en ekki magnsins. -Sú mynd sem við blasir af ástandinu með þjóðartekjur og horfur i peningamálum er mjög dökk. En ofan á þetta bætist svo það, að ég sé ekki betur en að launamálin hafi losnað mjög úr böndunum. Með hnífínn á barka þjóðfélagsins Ég harma það að einstakir hópar, sama hvort það eru læknar, hjúkrun- arfræðingar eða sjúkraliðar, skuli ganga þvert á lög, segja upp störfum, hlíta ekki þvi sem lög gera ráð fyrir i neyðarástandi, þegar fólk er skyldað til að vinna í þrjá mánuði til viðbótar eftir fjöldauppsagnir, og Ástandið í peninga- og gjaldeyrismálum er alvarlegasta vandamálið beinlínis að ná fram launahækkun- um með hnifinn á barka þjóðfélags- ins. Svona getur þetta ekki gengið. Ljóst er að þetta breiðist út til annarra stétta. Mér skilst að lögregl- an sé að fara i kjölfarið og síðan kennarar o.s.frv. Þetta hlýtur að enda með þvi að enginn hefur neitt upp úr krafsinu. Ekki nokkur maður. Með þessu er ég á engan hátt að meta hvort hjúkrunarfræðingar eru of lágt launaðir eða ekki. Kjaradóm- ur á að meta það, og gerði það og hækkaði þá um tvo launaflokka. Ég viðurkenni, að hægara er um að tala en i að komast, þegar menn segja að standa eigi stíft á móti. Þessar stéttir hafa svo gifurlega mikið vald á viðkvæmum málaflokk- um. Ég er ekki að áfellast neinn fyrir að hafa samið, en það hvarflar mjög orðið að mér að e.t.v. hafi verið vitleysa að láta undan læknum og hjúkrunarfræðingum. Ég get lítið sagt um samninga ASÍ og vinnuveitenda. Ég harma að i þeim samningaumleitunum mun ekki vera hljómgrunnur fyrir þvi að engar grunnkaupshækkanir verði,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.