Tíminn - 08.06.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.06.1982, Blaðsíða 13
OMRON M OMRON búðarkassar fyrir minni og stærri fyrirtæki fyrirliggjandi. Verðfrá 6.670,- kr. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 Simi 20560 Tjaldsvæðin á Laugarvatni, verða opnuð fimmtudaginn 10. júní með afgreiðslu í Tjaldmiðstöðinni er hefur til sölu fjölbreitt vöruúrval. Tjaldmiðstöðin Laugarvatni. Hverfisteinar Rafdrifnir hverfisteinar 220 volt. Steinninn snýst 120 snúninga á min. i báð- ar áttir. Verð kr. 1346.- m. söluskatti. Sendum hvert á land sem er. IVPTARA-OG VÉIAMÓAUfTAA fréttafrásögn VEÐURBUÐAN SETTI HÁTÍÐIRNAR ■ Reffilegar stúlkur i kappróðrínum, en þar varð sveit ísbjamaríns hlut- skörpust í kvennaflokki. Smiðjuvegi 54, Kópavogi Sími 7-7740 ■ Sjómannadagsins var minnst um allt land með hefðbundnum hætti um helgina og var víða bliðuveður og vel mætt i hátíðahöldin af þeim sökum, til dæmis sagði fréttaritari okkar á fs- afirði Guðmundur Sveinsson að heitasti dagur ársins, hingað til, hefði verið sjómannadagurinn og af þeim sökum allir úti við hátíðahöldin sem á annað borð hefðu getað verið úti. í Reykjavík var ágætisveður og því vel mætt á hátiðahöldin sem fram fóru í Nauthólsvik. Ávörp fluttu þeir Steingrímur Hermannsson sjávar- útvegsráðherra, Haraldur Sturlaugs- son útgerðarmður á Akranesi og Guðjón Ármann Eyjólfsson skóla- stjóri Stýrimannaskólans. Kappróður Að venju fóru fram kappróðrar1-- k eppnir í Nauthólsvikinni.í kvenna flokki sigraði sveit ísbjarnarins og tók þar með titilinn af sveit BÚR sem unnið hefur þennan flokk undanfarin ár. f róðrarkeppni karlasveita sigraði Sendibilastöðin hf. keppni landssveita i sjöunda sinnið í röð en í keppni sjómanna vann áhöfnin af Ásbirni RE-50 og hlaut hún verðlaunaskjöld þann sem gefinn var til þessarar keppni í fyrsta sinn 1929. Stakkasund Nokkuð skemmtileg úrslit urðu í stakkasundinu. Þar voru keppendur sex talsins og þar af þrir bræður en þeir gerðu sér Iitið fyrir og skipuðu sér i þrjú efstu sætin, Jón Sigurðsson sigraði, en i öðru sæti var Einar bróðir hans og i þriðja sæti Pétur Sig- urðsson. Þá má og ge(,a þess að í tilefni af 25 ára afmæli Hrafnistu í Reykjavík og 5 ára afmæli Hrafnistu i Hafnar- firði voru kaffiveitingar á báðum stöðum til styrktar starfinu og var að- sóknin mjög góð á báðum stöðun- um. „Þær eru harðar af sér stelpurnar“ Hátíðahöldin i Vestmannaeyjum hófust á laugardag með kappróðri, stakkasundi og koddaslag. Sigurveg- arar i karlaflokki i kappróðrinum voru sveit sem kallaði sig Gamlingja, en í kvennaflokki voru það sveit Sjóstangaveiðifélagsins og settu þær jafnframt brautarmet kvenna. í koddaslagnum var keppt i tveim- ur flokkum, karla og kvenna og voru 10 i hvorum flokki, en eins og Guðmundur Sveinbjörnsson formað" ur Sjómannadagsráðs í Vestmanna- eyjum sagði i samtali við Tímann þá „eru þær harðar af sér stelpum- ar“. Keppt var um sérstök verðlaun í báðum flokkum. Á laugardag kom þyrla Landhelg- isgæslunnar i heimsókn og sýndi björgunaræfingar og í framhaldi af því sýndi björgunarsveitin i Vest- mannaeyjum einnig slikar æfingar. Á sunnudag voru hátíðahöldin svo formlega sett, lúðrasveit lék og fór siðan fyrir skrúðgöngu. Kirkjan var troðfulí við messuna um daginn, eins og ávallt, lagður var blómsveigur að minnismerki drukknaðra og hrap- aðra og vigt var minnismerki um Oddar heitinn Kristjánsson tónskáld. Um kvöldið voru svo veittar viður- kenningar fyrir frammistöðuna deg- inum áður svo og fyrir velunnin störf i þágu sjómannastéttarinnar, fyrir björgunarstörf, auk þess sem aflakóngar hlutu viðurkenningar. „Allir tóku þátt“ Svipaða sögu er að segja viðast hvar af landinu. Guðmundur Sveinsson fréttaritari okkar á ísafirði sagði að aldrei hefði annar eins fjöldi fylgst með hátíðahöldunum þar og nú enda veður einstaklega gott, 20 stiga hiti og bliða og allir úti við sem það gátu á annað borð. Blómasveigur var lagður á minnisvarða sjómanna en letrað var á borða blómsveigsins „Til heiðurs þeim sem horfnir eru, til heilla þeim er halda á mið“. Hefðbundnar keppnir sjómann- adagsins voru siðan á höfninni á ísaf- irði. Bliðaskaparveður var á sjómann- adaginn á Siglufirði, hitinn þetta 20- 22 stig og setti það svip sinn áhátíða- höldin eins og viðast annarsstaðar á landinu. Hátíðahöldin á Siglufirði voru með nokkuð öðrum hætti en undanfarin ár, því i stað þess að hafa keppnir í höfninni eins og áður var hátiðasvæðið flutt upp á íþróttavöll- inn. Þar var keppt i reiptogi, boð- hlaupi og knattspyrr.uleikur var, svo dæmi séu nefnd, en að öðru leyti voru hátiðahöldin með hefðbundnu sniði. Þar eins og annars staðar var mjög góð aðsókn að hátíðahöldunum. - FRI. i 11% 3 íinfi'ri % n'm Fs'a » a“» a ss íi * rtw rf!!i.láa¥I"f'ii"lia' Frá róðrarkeppninni i Vestmannaeyjum. Tímamynd: Sigfús Vestmannaeyjum. dóttir. ■ Þau sem hlutu viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu sjómanna stéttarinnar í Reykjavík eru hér með Pétri Sigurðssyni formanni sjómann- adagsráðs (t.v.) en þau eru Jónas Böðvarsson skipstjóri, Einar Bjarna- son loftskeytamaður, Siguriaugur Sigurðsson vélstjóri og Stefania Jakobs var mikið fjör i koddaslagnum Timamyndir: Ari. ■ Keppt var Sigluflrði. reiptogi á íþróttavellinum á Sigluflrði. Tímamynd: R.G. ■ Mikill fjöldi fylgdist með hátíðahöldunum Isafirði. Isafirði. Tímamynd: FISKINN VERÐIIM VW AB SÆKIA A GÓDUM OG FULLKOMNUM SKIPUM Ávarp Steingríms Hermannssonar á sjómannadaginn ungir strákar tuskast flxðarmálinu i Nauthólsvik. Tímamyndir: Ari. ■ Sjómannadaginn höldum við íslendingar hátíðlegan, m.a. til þess að leggja áherslu á mikilvægi sjómennskunnar í íslensku þjóðlifi og islenskum þjóðarbúskap. Á þeim degi minnumst við þeirra, sem látið hafa lífið á sjónum við skyldustörf sín. Við vottum aðstandendum þeirra okkar samúð. S.l. ár var því miður ekki laust við sjóslys. Á þvi ári var jafnframt mörgum mönnum bjargað úr sjávar- háska. Þessar staðreyndir minna okkur á það, hve vakandi auga ber að hafa með öryggisbúnaði á sjó. Á þvi sviði hafa, sem betur fer orðið miklar framfarir.ekki síst fyrir til- stuðlan íslenskra hugvitsmanna. Á meðan slysin verða, hljótum við þó. að vera minnug þess, að stöðugt er nauðsynlegt að bæta öryggisbúnað. Á undanförnum áratugum hafa orðið gífurlegar breytingar í ís- lensku þjóðlífi; líklega meiri en hjá flestum öðrum þjóðum. íslenska þjóðin var fátæk. Brauðstrit var almenn lýsing á lífi manna. Nú erum við íslendingar orðnir á meðal hinna auðugustu í heimi. Samkvæmt skýrslum Efnahags- og framfara- stofnunarinnar í París, voru þjóðar- tekjur ísiendinga á hvern ibúa á s.l. ári þær sjöttu hæstu i heiminum. Stærsta þáttinn í þessari hagsæld á aukinn sjávarafli. Sérstaklega var það áberandi síðasta áratuginn, með nýjum og glæsilegum togurum og útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 200 sjómílur. Á sama tima hafa orðið stórstigar framfarir í farskipum landsmanna. Fullkomin og hagkvæm skip hafa bæst í flotann. Það er ekki siður mikilvægt fyrir þjóð, sem byggir svo mjög á útflutningi og innflutningi eins og við Islendingar. Þessar framfarir má m.a. rekja til hæfi- legrar samkeppni í flutningum. Um fiskiskipaflotann i heild sinni verður hins vegar ekki hið sama sagt. Togaramir eru að vísu margir nýir og fullkomnir og vinnuaðstaða þar hin ágætasta. Mikill hluti bátaflotans er hins vegar gamall og úteltur orðinn. Það er að vísu aðdáunarvert, hvernig harðduglegir sjómenn sækja jafnvel út á ystu landgrunnsbrún á litlum og gömlum bátum, jafnvel við ógæftir, eins og voru á s.I. vertið. Það hlýtur þó að vera þjóð, sem við allsnægtir býr, umhugsunarefni. Ég tek undir það, að fiskiskipa- flotinn er fullstór orðinn. Það breytir hins vegar ekki þvi, að fiskinn verðum við að sækja á góðum og fullkomnum skipum og mikið af eldri bátunum er orðið úrelt. Þá þarf að taka úr notkun. Á þessum bátum mörgum eru dugandi menn, sem hafa gert sjómennskuna að sínu ævistarfi. Á að neita þeim, sem ekki vilja hætta sjómennskunni, um levfi til þess að endurnýja sinn bát? Á að neyða slíka menn til þess að fara annað hvort i land eða sækja sjóinn áfram á gömlum, úreltum og jafnvel ótryggum bátum? Stað- reyndin er vitanlega sú, að á þessu sviði eins og á svo mörgum öðrum er nauðsynlegt að rata hinn gullna meðalveg. Hann er oft vandrataður, það er rétt, en hans verður stöðugt að leita. S.l. ár var að ýmsu leyti gott. Þá var sjávarafli mikill. Gjaldeyristekj- ur af útfluttum sjávarafurðum námu 78 af hundraði heildargjaldeyris- tekna þjóðarinnar. Það lýsir vel mikilvægi fiskveiða í íslenskum þjóðarbúskap. í ár eru horfur að þessu leyti þvi miður ekki jafn góðar. Loðnan hefur brugðist og verður að öllum líkindum lítil sem engin í ár. Þorskafli hefur til þessa einnig orðið minni en gert var ráð fyrir. Eins og aukinn afli skapar aukna velmegun og hagsæld, finnur þjóðin óðar fyrir samdrætti í afla. Að sjálfsögðu bera sjómenn ekki einir þá skerðingu. Hana hlýtur öll þjóðin að bera. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að gæta varúðar, draga úr eyðslu og herða mittisólina um sinn. Þótt margt gott hafi fylgt aukinni hagsæld, óttast ég, að því miður hafi skilningur manna á nauðsyn þess að rifa seglin, þegar á móti blæs, sljóvgast. Ef við látum forsjálni ráða í okkar veiðum gætum þess að eiga inni frá góðu árunum til þeirra mögru og jöfnum þannig þær sveiflur, sem ætið verða ein- hverjar, m.a. af nátúrunnar völdum. >efa ég ekki, að sjávarútvegur mun um langa framtið verða áfram megin máttarstólpi okkar efnahagslifs og þjóðfélags og hagur lands og þjóðar góður. í fáum orðum hef ég leitast við að lýsa því mikla hlutverki, sem islenskir sjómenn, bæði fiskimenn og farmenn, gegna í íslensku þjóðfélagi. Ég hef lagt áherslu á þá skoðun mina, að svo muni verða áfram. Þessir menn vinna oft við erfið skilyrði. Þeir eru meira háðir duttlungum náttúrunnar en flestir aðrir landsmenn. Þeir þurfa oft að vinna störf sín, jafrivel á litilli fleytu, í ólgusjó. Þjóðin á íslenskum sjómönnum mikið að þakka. Þeirra störf ber að launa vel. Ég lýk þessum orðum með þvi að flytja íslenskum sjómönnum þakkir og árnaðaróskir frá ríkisstjóm lands- ins. Megi starfsaðstaða fara jafnt og þétt batnandi á góðum og fullkomn- um skipum, öryggið vaxandi og afli glæðast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.