Tíminn - 08.06.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 08.06.1982, Blaðsíða 17
17 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1982 Iþróttir Nýja-Sjáland: Ekki verið hátt skrifað ■ Prátt fyrir að saga knattspyrnunnar nái allt aftur til síðustu aldar, þá hefur Nýja-Sjálandi aldrei fram að þessum tima tekist að sýna fram á að þar sé á ferðinni landslið á meðal bestu liða heims. Þetta er í fyrsta skipti sem Nýja-Sjálandi tekst að komast i úrslita- keppni HM.En það fólk sem telur að þeir hafi enga stórleiki að baki mættu hafa það hugfast að þeir unnu Indónesiui 2-0 á útivelli í undankeppninni fyrir framan 100 þúsund áhorfendur. Landsliðsþjálfarinn er borinn og barnfæddur í Lancashire i Englandi og hlaut nafnið John Adshead. Hann var m.a. leikmaður hjá Exeter og Hartle- pool, en varð að leggja skóna á hilluna á besta aldri, aðeins 23 ára vegna meiðsla. Það lá því beinast við að verða sér úti um þjálfarastöðu og tók hann tilboði frá vestur Ástralíu og þaðan lá leið hans til Nýja:Sjálands. Hann gerðist landsliðsþjálfari 1979. Leið þeirra í úrslitin nú var með léttara móti og m.a. unnu þeir Fiji 13-0. í þeim leik skoraði Stevie Sumner sex mörk, en af honum er mikils að vænta á Spáni í þessum mánuði. Þá má geta framherjans Biran Turner, sem hefur um 100 landsleiki að baki. Litlar líkur eru nú taldar á þvi að þeim takist að sigra svona glæsilega í HM-keppninni eins og í leiknum gegn Fiji. Enn minni líkur eru á því að þeim takist að komast upp úr riðlinum sem þeir leika i, því hann er talinn sá erfiðasti. Nýja-Sjáland leikur í 6. riðli ásamt Sovétrikjunum, Brasilíu og Skot- um. Tvær þjóðir komast áfram. - röp. Chile: Þriðja sinn í úrslitum HM-keppnina. Þekktasti leikmaður Chile er mið- vörðurinn Figuera 35 ára gamall og lék hann með Fort Lauderdale í Norður. Ameríku. Kappinn hefur verið kosinn knattspyrnumaður Suður Ameriku þrí- vegis. Áðrir þekktir kappar eru, Caszely nú kominn aftur til Chile og leikur með Colo-Colo eftir að hafa átt misheppn- aðan feril á Spáni með Levante og Espanol. Caszely hefur skorað fleiri mörk en nokkur annar leikmaður i Chile. Chile leikur i riðli tvö með Alsír, Austurríki og Vestur-Þjóðverjum. - röp. ■ Chile hefur ekki tekið þátt i úrslitakeppni HM síðan 1974, þetta er því í þriðja sinn sem lið þaðan er í úrslitum, en 1962 voru þeir gestgjafar. Sigur þeirra í forkeppninni kom mjög á óvart, fyrirfram hafði ekki verið búist við þvi að Chile myndi takast að sigra i sínum riðli, þar á meðal Suður Amerikumeistarana Paraguay. Landsliðsþjálfari Chile er Luis Santi- banez og hafði hann í hyggju að lið Chile yrði sem best undirbúið fyrir keppnina á Spáni og ráðgert var keppnisferðalag um Evrópu. Santibanez hafði í hyggju að hætta sem landsliðsþjálfari, en var beðinn um að halda áfram fram yfir ■ Nýja-Sjáland hefur ekki verið hátt þjóð í knattspymu. Brasilía: Þrisvar orðið meistarar — eina þjóðin sem alltaf hefur verið í úrslitum ■ Brasilía er eina þjóðin sem hefur alltaf tekið þátt i úrslitakeppnum heimsmeistarakeppninnar. Brasilía er einnig eina þjóðin sem hefur unnið heimsmeistarakeppnina þrisvar sinnum. Þá varð Brasilia fyrsta þjóðin til að vinna sér þátttökurétt á Spáni með því að vinna undankeppnina. Flamengo félagið sem þykir einna sterkasta félagslið i Brasiliu vann Liverpool nýlega 3-0 i keppninni um heimsbikarinn. Landsliðsþjálfari Brasiliu er Tele Santana 50 ára gamall og lék á árum áður i landsliði Brasilíu. Santana tók við störfum landsliðsþjálfara árið 1980. Landslið Brasilíu hefur marga þekkta kappa innan sinna vébanda. Má þar nefna Derezo 26 ára gamlan miðvallarleikmann sem i fyrra var kosinn knattspyrnumaður ársins. En sá leikmaður sem Brasilia bindur mestar vonir við i þessari keppni er Zigo 28 ára gamall framherji. Hann hefur skorað yfir 60 mörk fyrir landsliðið og var maðurinn á bak við sigur Flamengo yfir Liverpool í Tokyo. Zigo er hæst launaði knattspyrnumaður i Brasilíu og er talið að hann hafi um 75 þúsund islenskar krónur á viku. Brasilia leikur i 6 riðli sem þykir einn sterkasti riðillinn, með þeim i riðli eru Sovétrikin, Skotland og Nýja-Sjáland. röp -. ■ Brasilia hefur þrisvar orðið heimsmeistari í knattspymu. ^Baukne cht ,m\ i-OG tISKÁPAP PD 2601 Hseoj.gocm Bfpeeo^ - Staðgreiösluve Sta( ^greiös luverö w«ö;iÁlcrTL «r.7.300' s^eoSn 8.250 magn RAFBUÐ Ármúla 3 ■ Sími 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.