Tíminn - 11.06.1982, Qupperneq 1

Tíminn - 11.06.1982, Qupperneq 1
„Helgarpakkirm” fylgir Tímanum í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Föstudagur11.júní1982 130.tölublað-66.árg. Erlent yfirlit: Ástandið ÍEI Salvador — sjá bls. 7 Fassbind- er látinn -sjá bls. 23 Heimili Presleys — sjá bls. 2 Tré og runnar -sjá bls. 10 Allt gert til þess að leysa samningana fyrir lok næstu viku: raðherrar og sAtta- NEFND SAMAN A FUNDI ■ Sáttanefnd ásamt sáttasemjara rík- isins kom á fund ríkisstjómarinnar í gærmorgun. Guðlaugur Þorvaldsson, sáttasemjari, gaf ríkisstjóminni þar skýrslu um stöðu samningaviðræðna aðila vinnumarkaðarins. Á eftir ræddi ríkisstjómin lauslega um þessi mál. Samkvæmt beimildum Tímans vora ráðherrar sammála um að leyfa yrði samningsaðilunum og sáttanefnd að reyna til þrautar að koma á samning- um. Eins og komið hefur fram i Timanum undanfama daga ber tiltölu- lega litið á milli vinnuveitenda og Alþýðusambands fslands, en hins vegar hafa hugmyndir Meistarasam- bands byggingarmanna og Sambands byggingarmanna um lausn þeirrar deilu sett strik í reikninginn. Er nú leitað allra hugsanlegra leiða til að leiða deilur þessara aðila friðsamlega til lykta. í þeim tilgangi að auðvelda ríkissáttasemjara og sátta- nefnd mat á sáttamöguleikum hefur sambandsstjórn Vinnuveitendasam- bands íslands ákveðið að fresta framkvæmd verkbannsákvarðana um skamman tíma. Jafnframt hefur sam- bandsstjórn VSÍ falið framkvæmda- stjórn samtakanna að taka þau mál upp að nýju jafnskjótt og nauðsyn krefur, bæði að því er varðar viðsemjendur innan Alþýðusambands íslands og utan. í gær sat sáttanefnd ásamt ríkissátta- semjara á rökstólum og ræddi hugsan- legar sættir i stöðunni. Framhald verður á þeim fundarhöldum í dag. Er þess vænst að boðað verði til formlegs sáttafundar með aðilum vinnumarkað- arins á morgun, eftir að óformlegar viðræður hafa þá staðið yfir í tvo daga. Allsherjarverkfall hefur verið boð- að eftir nákvæmlega viku,*.e. föstudag- inn 18. júní nk. Verði ekki farið að hylla undir lausn málsins þegar sú dagsetning nálgast, má búast við að ríkisstjórnin taki málið að nýju til umfjöllunar og til alvarlegrar yfirveg- unar. - Kás Verkfallsbrot: ■ Til stimpinga kom milli verkfallsvarða VR og reiðra viðskiptavina, sem meinað var aðgangur að Grensáskjöri, eftir að ákveðið hafði verið að loka versluninni vegna grans um verkfallsbrot. Tímamynd Róbert. ■ „Þið farið ekki að leggja hendur á mig hjartveikan manninn." „Við höfum ekki lagt hendur á neinn. Eins og þú sérð þá erum við með hendur i vösum.“ Þessi orðaskipti áttu sér stað fyrir utan Grensáskjör á Grensásvegi eftir hádegi í gær, þegar til stimpinga kom á milli verkfallsvarða frá Verslunarmanna- félagi Reykjavikur og reiðs viðskipta- manns sem, freistaði inngöngu i verslun- ina, og tókst það með hjálp verslunar- eigenda. Töldu Vr-menn að a.m.k. einn maður væri ólöglega að störfum í versluninni og lokuðu henni þvi þar sem eigendur þverskölluðust við að fylgja fyrirmælum þeirra. Annars varverkfalls- vaktin fremur róleg hjá Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur i gær og litið um stórárekstra. Mestur ágreiningur varð við Flug- leiðir í gærmorgun. Töldu VR-menn að stór hluti skrifstofufólks væri að störfum hjá fyrirtækinu, og eins félagstnenn þeirra sem starfa við afgreiðslu Loft- leiðahótelsins. „Við teljum okkur hafa unnið góðan sigur á Flugleiðum, því upp úr hádeginu fréttum við að flestir starfsmennirnir hefðu verið sendir heim, nema fram- kvæmdastjórar og deildarstjórar fyrir- tækisins“, sagði Pétur A. Maack, formaður verkfallstjómar VR í samtali við Tímann i gær. Sagði hann að verkfallsvarslan hefði að mestu leyti farið friðsamlega fram, þó voru hótelin i borginni og þrjú kvikmyndahús VR óþægir ljáar í þúfu, og þurfti félagið að sina allan sinn styrk til að stöðva meint verkfallsbrot. -Kás

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.