Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR IX. JÚNÍ 1982 \ sþégli tfmansj umsjón: B.St. og K.L. j ■ Priscilla Presley - eins og hún litur út nú: falleg, rík ekkja, sem hefur lika komið sér áfram sem leikkona og I fyrirsæta. I Um miðjan þennan mánuð | mun Priscilla, ekkja'n eftir [ Elvis Presley, opna GRACE- LAND fyrrum heimili þeirra sem safn. Heimili Presleys hcfur staðið óhreyft frá dánar- degi hans, 16. ágúst 1977. Þegar Elvis Presley lést syrgðu hann aðdáendur víða um heim. Forseti Bandarikj- anna þávcrandi, Jimmy Cart- cr, lét svo ummælt við það tækifæri, að „með dauða Elvis Presleys hefur land vort misst mikið. Hann sjálfur, lög hans og persónuleiki og fjölbreytt söngvaúrval hans - frá kántrí- og vestrasöngvum til dægur- laga var hluti af bandarískri menningu. Hann átti óteljandi aðdáendur og er víða saknað". Margt fleira sagði Carter við fréttamenn nokkrum klukku- timum eftir að fréttin um dauða Elvis barst um heiminn. Á fimm ára dánardegi Pres- leys á að vcra sérstök minning- arhátið i GRACELAND og eru öll hótcl í Memphis og nærliggjandi bæjum fullbókuð um það leyti. Priscilla Presley hefur um- GRACELAND HEIMILI ELVIS VERÐUR ■ Eftir sex ára hjónaband skildu Priscilla og Elvis Presley. Þessi mynd var tekin af þeira er þau komu frá réttarsalnum 10. október sjón með stórhýsinu fyrir hönd dóttur þeirra Elvis, Lisu Mariu, sem er 14 ára. Priscilla segir að það kosti stórfé að viðhalda hinni stóru eign, og ■ Paul Granlund, formaður norska aðdáendaklúbbsins, ásamt söngvaranum. Paul kynntist honum persónulega, og hefur komið oft í GRACE- LAND, og fer sem fararstjóri norrænna ferðamanna þangað i ágúst i sumar. eins hafi aðdáendur Presleys árum saman látið í Ijós þá ósk, að fá að sjá heimili hans. Þvi hafi hún hugsað sér að selja aðgang og sýna heimili söng- varans þar sem hann lifði siðustu árin og dó. Vel var séð fyrir ekkjunni - þótt þau væru skilin - og þó einkum einkadóttur Presleys i erfðaskrá hans, en Priscilla ásakar Tom Parker, sem lengst af var umboðsmaður söngvar- ans og gerði hann að þeirri „gullnámu" sem hann var til dauðadags. Priscilla segir, að Tom hafi að vísu séð um að Elvis græddist fé, en umboðs- maðurinn hafi haft slæm áhrif á hann og breytt honum til hins verra. „Tom Parker má eiga heiðurinn af þvi að Elvis varð sú söngstjarna sem hann var, - en mér finnst hann líka bera mikla ábyrgð á þvi hvernig fór fyrir honum“, sagði ekkja Elvis við tvo formcnn nor- rænna aðdáendaklúbba, sem voru á ferð í Bandarikjunum nýlega, þá Finn Johansen frá danska klúbbnum „Flaming Star“ og Paul Granlund, for- mann aðdáendaklúbbsins i Noregi. ■ Ginger Aldens, 21 árs fegurðardís i Memphis Tennessee, var kærasta Presleys er hann lést. Hún sést hér ásamt málverki af söngvaranum, sem hefur heiðurssess i stofu hennar. Á hendinni ber hún trúlofunarhringinn, sem skrýddur er stórum demant. Lítil 8 ára stelp la var fang i mann- 0 ræni ngja í 5 mánuði en er nú frjáls og heil á húfi ■ Litil átta ára telpa, skjálf- andi á beinunum, stóð við bakdyrnar á veitingahúsi við hraðbraut nálægt Köln i Þýska- landi. Þetta var um miðnættið og þjónn dreif barnið inn, cn hún vildi ekki tala við neinn, fyrr en vekjaraklukka sem hún hélt á hringdi. Hún sagðist ■ Nina litla er aðeins átta ára, en hún þykir hafa staðið sig vel í erfiðleikunum, og er glöð yfir að vera aftur komin heim. ekki mega tala fyrr, en þá vildi hún tala við pabba sinn i sima. Starfsfólk veitingastaðarins hringdi strax til lögreglunnar, sem kom um svipað leyti á Útlitið skiptir máli ■ Auglýsing i dálkinum „Einkamál" í vestur-þýsku blaði hljóðaði þannig: „Einmana bóndi, 23 ára að aldri, óskar eftir stúlku sem á eigin uppskeru- og bindivél með hjónaband fyrir augum. Svar óskast sent tii blaðsins, og mynd af vélasamstæðunni fyigi“- staðinn og faðir Ninu litlu von Gallwitz, en svo hét telpan, sem var dóttir bankamanns i Köln. Nína hafði verið á leið til skólans 18. desember sl. þegar mannræningjar náðu henni og var hún i haldi hjá þeim fram í maimánuð sl. Allir eru undrandi yfir hvað hún er þó vel á sig komin, andlega og líkamlega. Hún var óstyrk af hreyfingarleysi, þvi hún hafði verið látin halda kyrru fyrir og stundum liggja i rúminu tím- um og dögum saman. Alltaf hafði hún hjá sér litinn tuskuhund sem hún hafði haft í skólatösku sinni, og hélt enn á honum þegar hún fannst. Hún sagði að mennirnir, sem hefðu haft sig í haldi hefðu sett hana i farangursrými á stórum bil og ekið lengi, en bundið svo fyrir augun á sér og sagt henni að taka ekki frá augun- um fyrr en vekjaraklukkan sem þeir létu í hendur hennar hefði hringt. Hún tók þessu öllu merkilega rólega, og læknar sem hafa skoðað hana, segja hana við góða heilsu. Það var Tartarotti blaða- maður frá S-Tyról sem var milligöngumaður fjölskyldu Ninu og ræningjanna. Van Gallwitz-fjölskyldan hafði gef- ist upp á lögreglunni, og vildi bara reyna að greiða það sem ræningjarnir settu upp og ná stelpunni óskaddaðri. Tarta- rotte þessi hafði orðið frægur, þegar hann hjálpaði vestur- þýsku sjónvarpsstjörnunni Dieter Kronzucker að fá aftur börn sín tvö, sem höfðu lent i ræningjahöndum. Tartarotti sá aldrei ræningjana, en hafði samband við þá i gegnum auglýsingar i „einkamála- dálki“ þýsks blaðs. Fjölskylda Ninu varð að leggja út 1.5 millj. D-mörk, eða um 7 millj. ísl. króna i lausnargjald. Pen- ingunum var kastað út úr hraðlest á fyrirfram ákveðnum stað milli Dortmund og Basel. Sagt er að peningarnir hafi verið merktir, svo vonast er til að um síðir hafist upp á þessum mannræningjum, sem geta haldið litlu barni í margra mánaða fangelsi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.