Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 4
Bændur teknir tali um tíðar- farið og gróður- inn ■ „Gróður verður að teljast vera orðinn nokkuð góður hér um slóðir, sagði Þrúðmar Sigurðsson bóndi á Miðfelli í Hornafirði, þegar við spurðum hann tíðinda úr sinni sveit. „Kuldakastið sem kom í mars, fór alveg með það sem komið var af vetrargróðri og okkur hefur fundist jörð vera nokkuð lengi að ná sér upp eftir það. En síðan 20. mai hefur gróðri farið mjög hratt fram. Ég tel að nú sé þetta eins og í meðalári og það hefur hjálpað mest hvað var lítill klaki í jörð á vordögum. Tíðin hefur verið alveg ágæt siðasta mánuð, hér hefur verið rólegt veður, sæmilega vætusamt og vel hlýtt núna upp á síðkastið." Þrúdmar Sigurðsson bóndi á Miðfelli í Hornafirdi: „VW SKAFTFELUNGAR GETUM VERIÐ ANÆGDIR” -Við hvað eruð þið svo að bjástra þessa dagana? „Menn eru að tína út lambféð, sauðburði má heita lokið. Margir eru búnir að bera á, en þeir sem siðbúnir eru, eru gjaman að gera það þessa dagana, eða þá næstu, þegar féð fer af túnunum. Pað er að sjálfsögðu búið að setja niður kartöflur hér. Girðingavinna og önnur venjuleg vorverk eru alveg á fullu.“ -Hvemig leggst svo sumarið i ykkur? „Persónulega er ég alltaf bjartsýnis- maður og það leggst yfirleitt allt vel i mig, þangað til lakara reynist. En í ■ Þrúðmar Sigurðsson: „Þú færð eng- an bændabarlóm frá mér.“ alvöru talað, finnst okkur ekki ástæða til neinnar svartsýni. Hér finnst varla karl og þótt þessi gróður sé svolítið seint á ferðinni, þá lítur þetta vel út. Ég held að við Skaftfellingar getum verið ánægðir, hvað þetta snertir og þú færð engan slæman bændabarlóm frá mér.“ -Gekk sauðburðurinn vel? „Ég veit ekki um nein stærri skakkaföll. Á mörgum stöðum gekk hann mjög vel. Til þess að finna einhvem skugga á tilverunni, má geta þess að við emm hræddir við riðuveikina, sem er að nálgast okkur hér austan frá. Hún hefur verið á Austurlandi og mjakast hægt og þétt suðureftir. Það er verið að undirbúa bólusetningu gegn henni, en hún er ekki komin til framkvæmda. Eitt enn vildi ég láta koma fram, að er að við emm óánægðir með hvað hreindýrin mjaka sér vestur eftir sýslunni. Þau em komin vestur í Suðursveit og okkur þykir þetta vera slæm þróun. Ef þau fá að halda áfram og þeim heldur áfram að fjölga, þér er ekkert landrými til að taka við þeim hér um slóðir, þó að ekki sé rétt að kalla að enn séu þau orðin vágestur eða spillir. “ -Er mikið af hreindýmm komin í Hornafjörð? „Það hafa verið talin upp i 50 dýr i hóp, á tveim eða þrem stöðum hér sunnan fljóta í byggð.Okkur finnst það mikið orðið. Mannlífið er allt í besta lagi hér,“ sagði Þrúðmar Sigurðsson. SV. eru ■ Elías Þórarinsson i Sveinseyri að dytta að girðingu, en bændur að sinna slikum vorverkum. Elías Þórarinsson á Sveinseyri í Dýrafirði: ,,Þarf mikið til að bændur verði svartsýnir” ■ „Helst em menn hér að bardúsa við að ljúka sauðburði," sagði Elias Þórar- insson bóndi á Sveinseyri iDýrafirði, þegar Timinn náði sambandi við hann og spurði tiðinda af Vestfjörðum. „Sauðburðurinn gekk nokkuð vel, en það var með minna móti tvilembt og ég held að það hafi verið almennt hér. Hjá mér var um helmingur ánna tvilembdar, en ég held að það sé með því minna sem gerist.“ -Hvað er að frétta af tíðarfari og gróðri? „Þessa síðustu daga hefur verið með afbrigðum hlýtt veður, miðað við það sem við eigum að venjast. Sprettan er nánast engin, að minnsta kosti sára léleg héma megin fjarðarins, yfirleitt. það er auðvitað farið að grænka og hefur munað mikið þessa siðustu daga. Þetta er seint á ferðinni og sérstaklega miðað við að í apríl var þó nokkuð sæmilegt útlit fyrir gott vor. Svo kom kuldakast í maí.“ -Ertu búinn að bera á hjá þér? „Nokkum hluta. Ég er með fé á túninu, ég nenni ekki að elta það út um allan Keldudal og út í Svalvoga.“ -Er komin beit þar? „Ég tel vera komna ágæta beit í Keldudal.“ -Verður sprettan í seinna lagi í sumar? „Ég er hræddur um það og ef ekki fer að væta núna á næstu dögum, þá horfir illa.“ -Em bændur þá ekki bjartsýnir? „Það þarf ansi mikið til að bændur verði svartsýnir," svaraði Elias á Sveinseyri. SV. Jóhann Helgason bóndi í Leirhöfn á Sléttu: „VARLA FARIÐ AÐ ■ „Það hefur verið heldur erfitt tíðarfar hjá okkur, þó hafa komið ágætir dagar, t.d. var ágætur dagur í gær, en í dag er suddaþoka, fýla,“ sagði Jóhann Helga- son bóndi í Leirhöfn á Melrakkasléttu i rabbi við Tímann. „Það er nú samt að byrja að sjá á landi, úthaginn er rétt að byrja, en það er nokkuð síðan túnin urðu græn.“ -Er þetta ekki óvenjulega seint? „Vist er það seint, en ennþá seinna var það í fyrra og ennþá seinna 7 9. Það var djöfulsins kuldi þama á timabili." -Em bændur þá ekki famir að sleppa fé? „Það er verið að byrja á því héma inni í sveitunum, en varla hægt að segja það hérna útfrá. En gróðurinn kemur með hverjum deginum núna, það er farið að springa út á fjalldrapa, svona aðeins, héma vestan við fjallgarðinn, þó hann sé ekki merkilegur, þá er strax munur á.“ -Er sauðburði lokið? „Yfirleitt er hann búinn. Hann hefur gengið sæmilega víðast hvar, en tvilembt með minna móti. Ég held að lömb hafi verið hraust hér.“ -Við hvað fáist þið svo þessa dagana? „Það er verið að fást við rollumar, fyrst og fremst, og sumir em byrjaðir að ■ Jóhann í Leirhöfn: „Þá værum við famir i sumarfrí." bera áburðinn á, að eins, það er svona rétt að byrja núna í vikunni. Svo emm við að vinna i flögum, vinna fyrir grænfóður og það var mikið kal hérna í fyrra og er enn.“ -Hefur kalið í vetur? „Mér skilst að það sé ekkert nýtt kal héma í vor, en það sé mjög slæmt á hluta af Langanesinu. Svo emm við i girðingavinnu og þessum venjulegu vorverkum." -Em bændur þama í grásleppuveiði? „Ekki nema fáir starfandi bændur, en menn hafa stundað þetta hér og þetta hefur gengið mjög hörmulega, bóksta- flega ekkert að hafa, bæði vegna aflatregðu og tiðarfars." -Hvemig em teiknin um útlit fyrir sumarið? „Við vonum auðvitað allt það besta, en gömlu mennimir sögðu að það yrði aldrei hlýtt, meðan væri kuldi á Jan Mayen og sjórinn er víst kaldur hér i kring. Það má þá líklega búast við kulda hérna ef andar að norðan eða austan, en þetta er allt hverfult með veðrið og það hafa verið bara hlýir dagar héma, þegar hefur verið sunnanátt." -Það munar því að bændur í Homafirði em að ljúka við að bera á. „Það væmm við líka ef guð hefði lofað." -Já, ef guð hefði gefið ykkur veður eins og þeir hafa fengið þar syðra? „Ja héma, þá hefðum við verið famir í sumarfrí," sagði Jóhann í Leirhöfn. SV Sveinn Jóhannesson bóndi á Varmalæk í Skagafirði: ,,Vsd höfum svolitlar irmantökur” ____________________c__ ■ „Maður er í þeim verkum núna, sem maður telur að öllu venjulegu að eigi að gera í mai,“ sagði Sveinn Jóhannsson bóndi á Varmalæk i Skagafirði, þegar við slógum á þráðinn til hans nýlega. „Við emm að bera á tún og lagfæra girðingar og svo er nú stóra málið, sem er að veltast fyrir okkur sumum hér, landsmót hestamanna, sem verður haldið hér í sumar, við höfum svolitlar innantökuraf þeim hugleiðinguirMaður var orðinn dálítið hræddur um að klakinn i jörð ætlaði að tefja okkur svo að við næðum ekki að verða tilbúnir í tíma, en þetta er ailt komið í fullan gang núna og ég held að það hafist nú,“ -Hvað er að frétta af gróðrinum? „Hann er nú heldur seint á ferðinni, en hinsvegar hefur verið mjög gott hér siðan á laugardag og gert mikið að þessa viku.“ -Verður þetta eðlilegt árferði? - „Það gæti orðið það. Það er nú ekki mjög mikill klaki í jörð hér, svo það getur orðið fljótt að lagast. Það er þó allt með seinna móti fram að þessu. Að I Sveinn Jóhannesson. Myndin er tekin i Stafnsrétt. vísu voraði snemma og menn voru famir að tala um hvort þeir ætluðu einu sinni að lifa gott vor, en bjartsýnin hjaðnaði fljótt aftur. Það varð alveg kyrrstaða í mai. Þessa viku hefur svo verið mjög gott héma og mikil hlýindi hér frammi i sveitinni, alveg indælis veður, en andkaldara úti við ströndina. Það kom héma ansi góð demba um það leyti sem þessi hlýindi vom að byrja og kom gróðrinum vel af stað, en úr þessu fer að verða þörf á skúmm, til að þessi hlýindi nýtist til fulls.“ -Er ekki sauðburður alls staðar búinn? „Það held ég að megi segja og ég held hann hafi yfirleitt gengið sæmilega. Það er þó nokkuð góð frjósemi i fénu héma, svona 70-80% tvílembt, viðast hvar,“ sagði Sveinn á Varmalæk. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.