Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 12
16 Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík Þjóðleikhúsið Föstudagur 11. júni kl. 20:00 Bolivar Rajatabla-leikhúsið frá Venezuela Leikstjóri Carlos Gimónez Fyrri sýning Laugardalshöll Föstudagur 11. júni kl. 21:00 Hljómleikar Breska popp-hljómsveitin The Human League Fyrri hljómleikar Norræna Húsið Laugardagur 12. júni kl. 16:00 Trúðurinn Ruben Síðari sýning sænska trúðsins Rubens (uppselt) Þjóðleikhúsið |kl. 20:00 Bolivar Rajatabla-leikhúsið frá Venezuela Leikstjóri Carlos Gimónez Síðari sýning Laugardalshöll kl. 21:00 Hljómleikar Breska popp-hljómsveitin The Human League Síðari hljómleikar Háskólabíó Sunnudagur 13. júni kl. 15:00 Tónleikar Kammersveit Listahátiðar, skipuð ungu íslensku tónlistarfólki, leikur undir stjóm Guðmundar Emilssonar Gamla Bió kl. 21:00 African Sanctus Passíukórinn á Akureyri Þjóðleikhúsið Mánudagur 14. júni kl. 20:00 Forseti lýðveldisins Rajatabla-leikhúsið frá Venezuela Leikstjóri Carlos Giménez Fyrri sýning Laugardalshöll Mánudagur 14. júni kl. 20:30 Sinfóniuhljómsveit íslands Stjórnandi: David Measham Einleikari: Ivo Pogorelich Rossini: Forleikur Chopin: pianókonsert nr. 2 í F moll Joseph Haydn: Sinfónia nr. 44 í E moll Francis Poulenc: Dádýrasvita Xlúbbur Listahátiðar i i Fólagsatofnun stúdenta við Hringbraut Matur frá kl. 18.00. Opið til kl. 01.00 föstudagur: Hálft í hvom laugardagur: Karl Sighvatsson og félagar sunnudagur: Rajatabla- Suður-amerisk tónlist mánudagur: Trió Jónasar Þóris Miðasala í Gimli við Lækjargötu. Opin alla daga frá kl. 14-19.30. Sími Listahátíðar: 2 90 55. I ■ Vestur-Þýskaland er eitt af þremur liðum i HM sem ekki töpuðu einu einasta stigi í undankeppninni. Árangurinn hljóðar þannig: Átta sigrar i átta leikjum, markahlutfall 33:0. Það þarf þvi ekki að koma á óvart að þýskir séu álitnir sigurstranglegir. ■ Brasilia og Pólland voru hin tvö löndin sem fóru ósigruð í gegnum undankeppn- ina. Bæði löndin unnu fjórar sigra i fjórum leikjum. ■ Fjórar milljónir áhorfenda sáu leikina í undan- keppninni í hinum 106 leikjum sem fram fóru i Evrópu. Okkur hér reiknast til að þetta séuum 36 þúsund áhorfendur að meðaltali á leik. ■ í framhjáhlaupi má geta þess að Suður-Amerikön- um þykja þessar tölur víst hlægilegar. Þegar Brasiliumenn lögðu Bólivíumenn i undan- keppninni á Maracana-leikvell- inum í Ríó voru 121.733 áhorf- endur til staðar. HM punktar IL.. m39.5 h3 13.5 f3 ■ Menotti og Ardiles hafa setið á löngum og ströngum fundum undanfarið við að „kort- leggja" lið Ungverjanna, en þeir eru í sama riðli og Argentinu- mennirnir. Reyndin er sú að Menotti hefur ekki séð Ungverj- ana leika í vor, en það hefur Ardiles hins vegar gert er Eng- lendingar léku gegn þeim í undankeppninni. Á þeim leik var eftir þvi tekið að Addi var með blokk og penna uppivið og skrifaði í gríð og erg á meðan á leiknum stóð. ■ Það þætti skritið ef islenskir landsliðsþjálfarar færu að dæmi kollega síns hjá belgíska landsliðinu, Guy Thys, en hann hefur séð til þess að landar hans í blaðamannastétt búi á sama hóteli og landsliðið á meðan á HM stendur. „Ég er áfjáður í að leikmenn minirsleppi við að fá upphringingar á öllum tíma sólarhringsins. En við skul- um einnig hafa í huga að blaða- mennirnir eru i vinnu sinni hér, rétt eins og við,“ sagði Thys í viðtali fyrir skömmu. ■ Enn meira um áhorfendur. Áhorfendafjöld- inn sem minnst var á hér að ofan er að sjálfsögðu i mesta lagi, jafnvel i Suður-Ameríku. Á botninum geta Austur-Þjóðverjar eignað sér metið i minnsta áhorfendafjöldanum þegar aðeins tvö þúsund hræður voru til staðar í Jena er Austur-Þjóðverj- arnir léku gegn Möltu. ■ Lagfæringarnar á þeim hinum 17 leikvöllum hvar HM fer fram munu hafa kostað yfir 650 milljónir islenskra króna. Úr því tölur eru hér til umræðu má geta þess að beinn kostnaður Spánverja vegna HM mun vera um 2.7 milljarðar króna. Hvað skyldu fjárlög íslenska rikisins vera í samanburði við þessar tölur. ■ Gústaf Baldvínsson skorar sigurmark ÍBÍ gegn VOdngi á dögunum Valsmönnum og Víkingarnir gegn KR-ingum. ??Gud er brasilískur” Frá Erik Mogensen, fréttaritara Tímans á Spáni: ■ Mikill hó'pur fólks tók á móti brasiliska landsliðinu þegar það kom til Sevilla f vikunni. Öskur og glymjandi sambatónlist voru allsráð- andi í gleðistraumnum. Ungarfegurð- ardisir klæddar brasíliska þjóðbún- ingnum með kostum og tilheyrandi. Við komuna lýsti einvaldur og þjálfari Brassanna, Tele Santana, því yfir að andrúmsloftið væri hið ákjósanlegasta fyrir sig og sina menn og kvað það vera svipað og þeir væru vanir að hafa i Brasilíu. Ekki var hann svartsýnn á að komast áfram í aðra umferð, sagði hvorki Rússa né Skota þvælast fyrir. Það eru að vísu fleiri en Tele Sanana sem eru bjartsýnir á velgengni Brasi- líumanna i HM. Eftirfarandi er haft eftir brasilíska dagblaðinu 0‘Globo: „Allir Brasiliumenn vonast til þess að lið Tele Santana verði ekki spart á sigrana, leiki andstæðinga sína grátt og jafnvel flengi þá með markaregni. Guðs vilji er hið eina sem getur komið í veg fyrir sigur brasilíska landsliðsins, en Guð er brasilískur og hefur samúð með okkar liði. Var það ekki Guð sem gaf liði okkar þessa frábæru hæfileika? Júgóslavarnir púaðir niður ■ Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tímans á Spáni: Júgóslavneska landsliðið var púað niður af áhangendum (fyrrverandi??) sínum við brottförina frá Belgrad. Þeir hafa ekki verið beint ánægðir með árangur liðsins undanfarið, en Júkk- amir hafa tapað hverjum leiknum á fætur öðrum. Þjálfari Júgóslavanna, Miljanic, lét það í ljós að sér þætti betra að búa liðið fyrir brottförina en heimkomuna. Hinn nýlegi ósigur liðsins gegn „pressuliði" orsakaði mikla ólgu meðal stuðningsmanna landsliðsins og hafa svartsýnisskýin hrannast upp eftir þann leik. Þjálfarinn verðu nú að taka til baka flestar af fyrri yfirlýsingum sfnum um væntanlegan árangur og eins er hann nauðbeygður að þola hinar hörðustu árásir frá ýmsum áttum. EM/IngH Tólin seljast ekki ■ Ætluð eftirspurn eftir sjónvörpum höfðu tekið mikla áhættu, ætluðu sér og myndsegulböndum á Italíu fyrir HM að selja einhver reiðinnar býsn af brást gjörsamlega og klóra þarlendir tólum, en... kaupmenn sér nú í hnakkann. Þeir EM/lngH Nýr umsjónarmaður íþróttasíðunnar ■ Mannaskipti hafa orðið hjá íþróttasiðu Tímans. Ragnar Öm Pétursson, íþróttafréttamaður, lætur af störfum, en við tekur Ingólfur Hannesson, sem annast mun íþrótta- skrif blaðsins i sumar. Ingólfur starfaði sem íþróttafrétta- maður við Þjóðviljann i þrjú ár og hefur því langa reynslu á því sviði. Hann var síðastliðinn vetur við nám í uppeldis- og félagsfræðuni i Osló, og heldur afiur út til náms i hanst. Timinn þakkar Ragnari fyrir góð störf á Timanum og býður Ingólf velkominn til starfa. / -ESJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.