Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýleea bíla til niöurrífs Simi <»1) 7- 75-51, (91 ) 7 - 80-30. T-JTPTYTfc TTT71 Skemmuvegi 20 rrraiJU xlr . K«)pavogi Mikið úrval Opid virka daga 9 19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafélag labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Simi 36510 ■■■WBBM „TULKA DÆMISOGUR HINDÚA MEÐ DANSI — segir Shovana Narayan, víðfræg indversk dansmær, sem nú er stödd hér á landi ■ „Kathak dansinn á sér yfir tvö þúsund ára sögu á Indlandi. Hann var í upphafi dansaður til að túlka ræður og söngva hindúapresta og þvi er leikræn tjáning með andliti, höndum og öilum likamanum eitt aðalatriðið i dansinum. Oft eru túlkaðar dæmisögur með Kathak,“ sagði Shovana Narayan, indversk dansmær, ein sú frægasta i heiminum í samtali við Tímann i gær. Shovana er nú stödd hér á landi á vegum Indlandsvinasamtakanna á Islandi og mun hún sýna dans sinn i Gamla biói á morgun kl. 14. Jafnframt því að vera dansmær er Shovana sálfræðingur og fyrrverandi fegurðardrottning Sameinuðu þjóðanna (Miss Brain and Beauty). -Þú hefur dansað mjög víða í heiminum? „Já. Ég hef komið fram í mörgum Evrópulöndum. Ég er t.d. nýkomin frá Vinarborg. Þar dansaði ég vestrænan ballett á sviði í fyrsta skipti. Ég var látin dansa „Litlu stúlkuna með eldspýturn- ar“ eftir H.C. Andersen. Mér fannst það mjög gaman enda sagan myndræn og lík því sem ég er vön að túlka með Kathak dansinum. Ég hef líka dansað mikið i Austurlöndum, allt frá Indónesiu i austri að löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafsins i vestri.“ -Er enginn hljóðfæraundirleikur við dansinn? „Jú. Þótt svo hafi ekki verið upphaflega er Kathak dansinn núorðið yfirleitt dansaður við undirleik hljóð- færa. Oftast eru fimm til sex hljóðfæra- leikarar með mér á sviðinu en því miður var ekki hægt að fá þá hingað til íslands, það hefði orðið of dýrt fyrir félagið sem bauð mér hingað svo ég notast við segulband." -Hvaða hljóðfæri eru notuð við undirleikinn? „Það er mikið notað af allavega indverskum áslattarhljóðfærum, flaut- um, það er sungið og svo eru notuð ýmis strengjahljóðfæri. Til dæmis sítar. Að auki er dansmærin með fjöldan allan af bjöllum á sér og þær setja mikinn svip á tónlistina." -Þú hefur dansað fyrir margt frægt fólk, þjóðhöfðinga og aðra? dropar „Já, það hefur verið hluti af minu starfi að dansa fyrir hönd þjóðar minnar fyrir marga þjóðhöfðinga. Svona i fljótu fyrir Karl Bretaprins, Anwar Sadat og . bragði þá mán ég eftir að hafa dansað að sjálfsögðu Indiru Gandhi.“ Sjó. ■ Sorg Auðmýkt ■ Shovana Narayan, indversk dansmær og fegurðardis, er nú stödd hér á landi og mun hún sýna listir sinar i Garala bíói á laugardag kl. 14. Shovana túlkar allavega Tímamyndir Ari. skapbrigði i dansi sínum. 1Uf FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1982 fréttir „Yfir 90% félaga tók þátt í verkfallinu“ á Keflavikurflugvelli ■ „Yfir 90% félaga okkar , sem starfa á Keflavikur- flugvelli virtu verkfallið í dag, og því hefur þáttakan farið framar vonum að okkar mati“ sagði Magnús Gíslason, formaður Versl- unarmannafélags Suður- nesja í samtali við Tímann í gær. Verkfallsvörslu var hald- ið upp í hlíðum Keflavíkur- flugvallar allan daginn i gær, en hins vegar tókst mörgum árrisulum starfs- mönnum að komast inn á Vallarsvæðið áður en verk- fallsverðir tóku stöðu sína. Var haft á orði að sjálfsagt hefðu þeir aldrei fyrr mætt jafn snemma til vinnu og einmitt i gærmorgun. í starfsmannahaldi Vamarliðsins var 100% mæting starfsmanna, eða 100% verkfallsbrot eins og forsvarsmenn Verslunar- mannafélags Suðumesja vildu kalla það. Fékk formaður félagsins að halda fund með þessu starfsfólki til að skýra sjónarmið félagsins, en það og yfirmenn Vamar- liðsins og Vamarmála- deild em á öndverðum meiði um lögmæti þess og þýðingu. Telur hann sig hafa talið nokkram þeirra hughvarf, og kemur sá árangur væntanlega i ljós i dag. Verkfallsvörslu verður haldið uppi í dag eins og í gær, og væntanlega verða verkfallsverðir fyrr á fót- um nú til að geta gómað þá sem árrisulastir era af starfs- mönnum. -Kás Ólafsfirðing- ar láta ekki taka sig í bólinu ■ Þeir Ólafsfirðingar ætla ekki að láta koma sér i opna skjöldu ef marka má nýlega fundargerð almannavama- nefndarinnar i plássinu, en þar segir meðal annars: „Guðjón (Petersen) kynnti æfingu sem verður 8. júní n.k., þar sem gert er ráð fyrir eldflaugnaárás á Norðurland og til að kanna viðbrögð almannavamanefnda á hverj- um stað við slíku vanda- máli...“. Þama ætla menn greinilega ekki að láta taka sig i bólinu, eins og þar stendur! Neyðar- þjónusta ■ Gárongamir segja að upp sé kominn mikill urgur meðal starfsmanna Sinfóniu hljóm- sveitarinnar. Er jafnvel búist við fjöldauppsögnum á næst- unni, líkt og hjá hjúkmnar- fræðingum á dögunum. Hljómsveitin mun þó halda uppi nauðsynlegustu neyð- arþjónustu ef til þess kemur að menn gangi út frá hljóð- fæmm sinum. Davíð og Mogginn ekki með ■ Það vakti almenna hrifn- ingu á Kjarvalsstöðum i fyrra- dag, þegar Albert Guðmunds- son ávarpaði sina fyrstu há- degisverðargesti sem forseti borgarráðs, en hann bauð þá velkomna fulltrúa úr tveimur fastanefndum Evrópuráðs, sem funda hér á landi þessa dagana, og snæddu hádegis- verð i boði borgarstjómar í gær. Albert hóf ávarp sitt á reiprennandi frönsku, sagði siðan gestum sinum að nú myndi hann vinda sér yfir i enskuna, en hafði þó viðkomu í ítölskunni á leiðinni í ensk- una. Vom gestimir yfir sig hrifnir af mælsku forsetans á hinum ýmsu tungum og gátu um hrifningu sina i stuttum þakkarávörpum til Alberts. Flaug það jafnvel fyrir i salarkynnum Kjarvalsstaða að borgarstjóri Reykjavíkur, Davíð Oddsson hefði orðið hrifinn af mælsku forseta borgarstjómar, ef hann hefði verið viðstaddur. Davíð var ekki eini fulltrúi nýja meirihlutans sem lét sig vanta i þetta fyrsta hóf forseta borgarstjómarinnar þvi fuU- trúar málgagnsins, Moggans vom illa fjarri góðu gamni. Krummi... sá þessa fyrirsögn i DV: „Eyjólfur Konráð út úr víta- hringnum“. Er Eykon hættur i Sjálfstæðisflokknum?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.