Tíminn - 12.06.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.06.1982, Blaðsíða 1
50 ára af mæli Framsöknarf éiags Árnesinga - bls. 8-9 Blað 1 Tvo blöd í Helgin12.-13.júnM982 131.tölublað-66.árg. Siöumúla 15- Pósthólf 370 Reykjavík- Ritstjór glýsingar 18300 — Afgreiösla og áskrift 86300 — Kvöldsímar 86387 og 86392 Erlent yfirlit: Óvðssa í Póllandi — bls. 5 Uppistandid hjá sjálfstæðismönnum íbæjarstjórn Njarðvíkur: NEYDDU BÆJARFULLTRÚA TIL AÐ SEGJA AF SÉR! ¦ Júlíiis Rafnsson, einn af fjórum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisfiokksins í Njarðvik, sagði af sér embætti á fundi i bæjarstjórninni i gærdag, og var afsögnin tekin til greina með sam- hljóða atkvæðum. Agreiningur hefur verið um það innan meirihluta Sjálf- stæðisfiokksins í Njarðvik, hvort auglýsa eigi stöðu bæjarstjóra. Varð Júlíus einn undir í þeirri baráttu við flokksbræður sina. VUdi hann auglýsa stöðuna í samræmi við gefin kosninga- loforð fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar. Tehir Júh'us að meðframbjóðendur sínir hafi svikið loforð, sem þeir hafi gefið honum, um að staðan yrði auglýst. Á mánudaginn var fundur haldinn í fulltrúaráði sjálfstæðisfélag- anna í Njarðvik. „Þessi fundur samþykkti starfsreglur fyrir bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, þar sem þeim er meinað að hafa aðra skoðun eða greiða atkvæði i bæjarstjórn á annan hátt en meirihlutinn ákveður," sagði Július Rafnsson á fundi bæjar- stjórnar Njarðvikur i gærdag. Jafn- framt samþykkti fundurinn að leita hófanna með meirihlutasamstarf með öðrum flokkum ef hann gæfi sig ekki í málinu um auglýsingu stöðu bæjar- stjóra. „Ljóst er að þessari samþykkt er Tókíó írúst bls. 15 Snjall trúdur — bls. 14 Otti Colombo — bls. 2 ¦ Það var áfram sumarbliða í höfuðborginni i markaðstorgsstemmning. gær, og óvenjumargt fólk á ferii í miðborginni, þar sem rikti sannkölluð (Timamynd: Róbert) beint gegn mér vegna afstöðu minnar til auglýsingar stöðu bæjarstjóra, og gefið i skyn að mér sé nú þegar ofaukið í þessum meirihluta. Vegna framan- greindra kosningaloforða og sam- komulags, sem meirihlutinn hefur nú samþykkt að svikja með fulltingi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Njarðvík, sé ég mér ekki fært að taka þátt i meirihlutasamstarfi sjálfstæðis- manna", sagði Júlíus Rafnsson.- Kás BENSIN HÆKKAF UM 132% ¦ Verðlagsráð hefur samþykkt hækkun á bensíni, gasolíu, svart- olíu, neyslufíski og unnum kjöt- vörum, og koma þær til fram- kvæmda í dag. Eru hækkanimar á bilinu 10-20%. Hver lítri af bensíni hækkar úr 9.45 kr. i 10.70 kr. eða um 13.2%. Af hækkuninni sem nemur 1.25 kr. renna 79 aurar i rikissjóð, eða 63% hækkunarinnar. Hækkunin stafar af gengissigi, hækkun á dreifingarkostn- aði, en þó fyrst og fremst hækkun opinberra gjalda. Hver lítri' gasoliu hækkar um 15%, úr 3.65 kr. í 4.20 kr. Hækkunin stafar af gengissigi, auknum dreifingarkostn- aði og hækkun opinberra gjalda, en þó vegur þar þyngst tillag til að greiða niður óhagstæða stöðu innkaupa- jöfnunarreiknings, en hann er nú óhagstæður um 25 millj. kr. i stað 9 millj. kr. i lok janúar sl. Svartolíutonnið hækkar um 19.8%, úr 2470 kr. í 2960 kr. Hækkunin stafar af gengissigi og erlendum verðhækkun- um. Verðlagsráð tók siðast ákvörðun um hækkun á oliuvörum um má: '^a- mótin janúar-febrúar sl., en á þv." tímabili sem liðið er siðan hefur bandaríkjadollar hækkað um 16.3%. Auk oliuvaranna hefur Verðlagsráð samþykkt 10.5% hækkun á neyslufiski sem er bein afleiðing nýtilkominnar fiskverðsákvörðunar yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins, og 13-16.7% hækkun á unnum kjötvörum sem er á sama hátt bein afleiðing nýs búvöruverðs sem tekin var ákvörðun um á dögunum. -Kás

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.