Tíminn - 12.06.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.06.1982, Blaðsíða 3
Ráðstefna um landbúnaðarmál hófst í Miðgarði í gær: 1500 TONN AF KINDAKJÖTl ÓSELD ER SUTRUN HEFST? — innleggjendur sauðf járafurða í landinu 40-50 þúsund talsins! ■ AUar líkur benda tU að um 1.500 tonn af kindakjöiti verði óseld i landinu þegar sauðfjárslátrun hefst i haust, að þvi er fram kom í umræðum um stöðu landbúnaðarins á fjölmennri ráðstefnu um stöðu landbúnaðarins í Miðgarði i gær. Jafnframt var vakin athygli á því að innleggjendur sauðfjárafurða i land- inu séu á milli 40 og 50 þús. talsins. „Ég vil ekki gera niðurskurð á sauðfé að opinberri stefnu“ sagði Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra. „En það eru ýmsar leiðir til að fækka sauðfé. T.d. hef ég gert tillögur um það, að þeir bændur sem fá opinbera aðstoð til að skera niður fé vegna riðuveiki, verði að skuldbinda sig til að setja ekki upp sauðfjárbú án samþykkis ráðuneyt- isins“, sagði Pálmi. Ingi Tryggvason, form. Stéttarsam- bands bænda sagði á sömu ráðstefnu að það væri skylda rikisvaldsins að veita aðstoð til hagræðingar landbúnaðar- framleiðslunnar til hagsbóta bæði fyrir bændur og þjóðfélagið i heild, þegar jafn. mikil og stór vandamál skella yfir og nú í sambandi við sauðfjárframleiðsl- una. Benti Ingi á að fjölmargir bændur væru þannig i stakk búnir að þeir geti á engan hátt dregið úr sauðfjárframleiðslu og þvi siður orðið fyrir verðskerðingu á þeirri framleiðslu sem þeir nú hafa. Þvi verði að finna leiðir til að óumflýjanleg- ur samdráttur komi fyrst og fremst hjá þeim sem eygja aðra tekjumöguleika. T.d. þá að koma upp öðrum búgreinum svo sem loðdýrarækt eða öðru þesshátt- ar. Ingi vakti athygli á því að i hinum gífurlega fjölmenna hópi sauðfjárinn- leggjenda séu fjölmargir sem engu máli skiptir fjárhagslega hvort þeir fái fullt verð fyrir sína framleiðslu. Það sé því þegnskylda þessara aðila að draga úr framleiðslu sinni þegar vandamálin eru jafn stórfelld og nú, og stuðla með því að tryggingu á afkomu þeirra sem enga tekjumöguleika eiga aðra en framleiðslu diikakjöts. Fram kom að vetrarfóðrað sauðfé i landinu sé nú um 100.000 kindum færra en var árið 1978. Ráðstefnan sem haldin var af Fjórð- ungssambandi Norðlendinga í tilefni 100 ára afmælis búnaðarfræðslu á Hólum sóttu hátt á annað hundrað manns. Rætt var um nýjar leiðir í landbúnaði og búnaðarfræðslu og tækniþjónustu i sveitum, auk stöðu landbúnaðarins eins og áður er getið. -M.Ó/HEI Eggjaræn- ingjar gripnir á Keflavíkur- flugvelli BJÖRGUÐU 220 SVÍNUM ÚR ALELDA GRIPAHÚSI ■ Tveir belgiskir eggjaræningjar voru gómaðir á Keflavikurfluvelli i gærmorg- un. Höfðu þeir i fórum sínum milli 150 og 160 egg sem þeir ætluðu að flytja með sér til Luxemburgar. Það voru yfir 100 húsandaregg, nokkur svartfuglsegg, þrjú straumandar- egg og eitthvað af hávellueggjum sem komu upp úr farangri ræningjanna. Hávellur og straumendur eru alfriðaðar á íslandi og algjörlega bannað að tína undan þeim egg. Húsandaregg og svartfuglsegg má hins vegar hirða, en ólöglegt er að flytja þau úr landi. Belgamir höfðu undanfarna daga dvalið i tjaldi við Mývatn. Heimamöhn- um fannst eitthvað grunsamlegt við Iþróttir helgina Knattspyma. Laugardarur: ÍA-Fram, 1. deild, Akranesi kl. 14.30. Valur-ÍBÍ, 1. deild, laugardal kl. 14. UBK-ÍBV, ;. deild, Kópavogi kl. 16. Frjálsar íþróttir: Meistaramót ísland (tugþraut, sjöþraut, ferðir þeirra og létu þeir útlendingaeftir- litið vita. Greinilegt var á því hvernig búið var um eggin að ætlunin var að unga þeim út. Belgamir voru við yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu ríkisins allan gær- dag. Var yfirheyrslunum ekki lokið þegar þetta var skrifað. -Sjó. Ölvaðir ökuþór- ar í Kópavogi eyðilögðu tvo bíla ■ Ung stúlka var flutt á slysadeild talsvert slösuð eftir bílveltu sem varð vestast á Nýbýlavegi í Kópavogi laust fyri kl. 3 i fyrrinótt. . Fyrir slysið var bifreiðinni ekið, að því að talið er á mikilli ferð vestur Nýbýlaveg. Þegar kom að veginum til Reykjavikur missti ökumaðurinn, sem grunaður er um ölvunarakstur, stjórn á bifreiðinni. Og það skipti engum togum, bifreiðin valt og stórskemmdist. Aðeins um fjörutiu mínútum síðar var annarri bifreið ekið á Ijósastaur við gömlu brúna yfir Kópavogslækinn. Var henni ekið i átt til Reykjavíkur og þegar komið var að brúnni missti ökumaður- inn, grunaður um ölvun, vald á bifreiðinni og ók á staur sem brotnaði i tvennt. Kastaðist bifreiðin síðan fram af brúnni og í lækinn. Tveir menn vom i bifreiðinni og sluppu þeir báðir ómeiddir . Hins vegar er bifreiðin talin ónýt. -Sjó. ■ Útihús við svinabúið Hamraborg við Akureyri gereyðilagðist af eldi i fyrri- nótt. { húsinu voru 200 grisir, 19 gyltur og 1 göltur og tókst að bjarga öllum dýrunum nema einum grís. Það var laust fyrir klukkan 01,30 i fyrrinótt að ábúendur á bænum Brún tilkynntu lögreglunni á Akureyri um eldin. Var þegar i stað farið frá Akureyri með þrjá slökkviliðsbila. Þegar komið var á staðinn var útihúsið alclda og einbeittu lögreglumenn og aðrir nær- staddir sér að því að ná út gripunum og gekk það vel. Hins vegar var erfitt að vinna slökkvistarfið vegna vatnsskorts. Fljótlega voru kallaðir á vettvang tveir tankbilar frá Akureyri og upp frá því gekk sæmilega að slökkva eldinn. -Sjó. Bónus at- hugaðurá skrifstofu BÚR ■ Framkvæmdastjórar Bæjarútgerð- ar Reykjavikur hafa falið rekstrarstofu Ingimars Hanssonar að framkvæma athugun á því hvort möguleiki sé að koma á bónuskerfi á aðalskrifstofu BÚR, t.d. með hliðsjón af bónuskerfi sem er á skrifstofu Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavikurborgar. Eggert G. Þor- steinsson, þáverandi stjórnarformaður BÚR, og Egill Skúli Ingibergsson, þáverandi borgarstjóri, veittu heimild sína fyrir þessari ákvörðun. Var ákvörð- unin tekin 10. maí sl. eða skömmu eftir að ákveðið var að taka þann 20% bónus sem skrifstofufólk BÚR hafði haft af þeim, þar sem ekki hafði verið staðið rétt að þeirri ákvörðun, eins og greint var frá i Timanum á sinum tima. Útgerðarráðsfundur var haldinn á uppstigningardag 20. maí sl. og var ekki minnst á þessa ákvörðun á þeim fundi. Það er síðan fyrst á siðasta útgerðarráðs- fundi sem greint er opinberlega frá ákvörðuninni. T.a.m. var Ragnari Júliussyni núverandi stjórnarformanni BÚR ekki kunnugt um ákvörðunina fyrr en föstudaginn 4. júní sl., þ.e.a.s. morguninn eftir að borgarstjórn hafði kosið hann formann útgerðarráðs. „Ég sá ekki ástæðu til að stöðva þessa vinnu, enda spurði ég að því á útgerðarráðsfundinum hvort könnunin snéri eingöngu að því að koma á bónuskerfi á skrifstofunni, eða hvort einnig ætti að athuga hagræðingarmögu- leika i leiðinni. Mér var sagt að einnig ætti að athuga hugsanlega möguleika á hagræðingu á skrifstofunni, og þvi sá ég ekki ástæðu til að stöðva vinnuna sem þegar var hafin. Þegar niðurstaða athugunarinnar liggur fyrir mun ég skýra frá henni á fundi útgerðarráðs. Hinsveg- ar er útgerðarráð ekki réttur aðili til að semja um kaup og kjör þessa fólks, og getur því lítið annað gert en mæla með þvi eða gegn við rétt yfirvöld, hvort fyrirkomulaginu yrði komið á“, sagði Ragnar Júliusson, formaður útgerðar- ráðs, i samtali við Timann i gær. -Kás. 10 km. hjl. karla, 3 km. hl. kvenna, 4x800 m kl. karla) verður á Selvossvelli um helgina. Á mánudag hefst Meistaramót Reykjavikur á Laugardalsvelli kl. 19. Allir helstu frjálsíþróttamenn höfuð- borgarinnar verða á meðal þátttakenda. Sunnudagur: Knattspyraa: Erfiðleikar við húsnæðisöflun fyrir Pólverjana: „Erum með alla undir þaki nú” — segir Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri Rauða krossins Aukaúrslitaleikir verða í Reykja- víkurmóti —. flokks á milli Fylkis og Fram n.k. sunnudag. Leikirnir (A- og B-lið) hefjast kl. 10 á Laugardalsvelli (Hallarflöt). KR-Víkingur, 1. deild, Laugardalsvelli kl. 20. ■ „Enn hafa ekki allir Pólverjarnir fengið húsnæði en við erum með þá alla undir þaki nú, þótt okkur vanti ibúðir" sagði Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri Rauða krossins i samtali við Timann er við forvitnuðumst um hvernig lífið gengi hjá Pólverjunum sem hingað komu fyrir skömmu. „Við höfum orðið fyrir erfiðleikum með húsnæðisöflun fyrir þetta fólk vegna þess hve lítið framboð er af leiguhúsnæði og sumar þeirra ibúða sem við höfum fengið eru til skamms tíma en við tökum því fegins hendi sem annað fólk mundi ekki gera og við höfum lagt geysilega vinnu í þetta“. Aðspurður um atvinnumál þessa fólks sagði Jón að langflestir þeirra hefðu fengið vinnu og i sambandi við fjölskyldumar þá hefur a.m.k. einn úr hverri þeirra fengið vinnu við sitt hæfi. Jón kvaðst ennfremur telja að þetta kæmi til með að ganga bærilega hjá fólkinu í framtíðinni. Allir Pólverjarnir væru nú i íslenskunámi sem hafist hefði daginn eftir að það kom og þetta hefði gengið snurðulaust fyrir sig hingað til. -FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.