Tíminn - 12.06.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.06.1982, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurösson. Augiýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrei&slustjóri: Slgur&ur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnusson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indrl&ason, Heiður Helgadóttir.lngólfur Hannesson (iþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttlr, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlits- teiknun: Gunnar Trausti Gu&björnsson. Ljósmyndir: Gu&jón Einarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prótarkir: Flosi Kristjánsson, Kristln Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Si&umúla 15, Reykjavik. Slml: 86300. Auglýsingaslml: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Ver& I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrlft á mánuði: kr. 120.00. Setnlng: Tæknideild Tfmans. Prentun: Bla&aprent hf. Akureyri á að verða háskólabær ■ Á Alþingi 1964 fluttu þeir Ingvar Gíslason, Karl Kristjánsson og Gísli Guðmundsson tillögu til þings- ályktunar um eflingu Akureyrar sem skólabæjar. Efni tillögunnar var að skora á ríkisstjórnina að láta gera áætlun um framtíðarstaðsetningu hinna ýmsu sérskóla og annarra menningarstofnana, sem þjóðin þarfnast. Skal m.a. að því miðað, að efla Akureyri sem skólabæ og stefnt að því að háskóli taki þar til starfa í náinni framtíð. I framsögu fyrir tillögunni fórust Ingvari Gíslasyni m.a. orð á þessa leið: „Ég vil engu spá um það, hvenær sú stund rennur upp, að háskóli eða háskóladeild taki til starfa á Akureyri. En það kann að verða skemmra undan en margur hyggur. Og að mínum dómi er hér ekki um lítilsvert atriði að ræða fyrir framtíð landsins. Það má enn vitna til aðgerða Norðmanna í svipuðu máli. í Noregi er að taka til starfa nýr háskóli og er hann staðsettur í einnum af nyrztu bæjum landsins, Tromsö, sem ýmsum mun ekki þykja stór.“ Ingvar Gíslason vitnaði síðan til þess, að íbúar í Tromsö væru lítið fleiri en á Akureyri. Framangreindri tillögu þeirra þremenninganna var vísað til ríkisstjórnarinnar og gerðist lítið í málinu næstu árin. Ingvar Gíslason, Gísli Guðmundsson og Stefán Valgeirsson fluttu því svipaða tillögu á Alþingi 1971, þar sem enn fastara var þó að orði kveðið um, „að Akureyri verði efld sem skólabær og miðstöð mennta og vísinda utan höfuðborgarinnar.“ Alþingi féllst á þessa tillögu og hefur þetta mál síðan verið nokkuð á dagskrá en ekki komið til beinna aðgerða fyrr en nú, að Ingvar Gíslason menntamála- ráðherra hefur skipað þriggja manna nefnd til að vinna að þessu máli. í nefndinni eiga sæti þeir Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri, dr. Guðmundur Magnús- son háskólarektor og Tryggvi Gíslason skólameistari. Birgir Thorlacius verður formaður nefndarinnar. Samkvæmt fréttatilkynningu frá menntamálaráðu- neytinu ber nefndinni að gera tillögur um, hvernig vinna megi að því að efla Akureyri sem miðstöð mennta og vísinda utan höfuðborgarinnar. í þessu sambandi ber að hafa í huga margs konar menningarstarfsemi, sem n^fndinni er ætlað að kanna nánar og meta, hvort flokkast skuli undir viðfangsefni hennar að höfðu samráði við ráðherra. Sérstaklega er nefndinni ætlað að kanna, hverjir möguleikar séu á að taka upp kennslu á háskólastigi á Akureyri. Það er tvímælalaust að möguleikar eru miklir til þess að koma upp kennslu á háskólastigi á Akureyri. Þeim, sem stunda háskólanám mun halda áfram að fjölga, og framundan er því að auka þarf stórlega húsnæði Háskólans og fjölga kennurum. Þessi aukning á húsnæði og kennslukröftum gerir það auðvelt að koma upp kennslu á háskólastigi norðanlands, án þess að því þurfi að fylgja aukakostnaður. Fyrir Háskóla íslands væri þetta ávinningur, því að holl samkeppni gæti skapast milli háskóladeildanna í Reykjavík og Akureryri. Hættan á kyrrstöðu yrði minni. Þá yrði með þessu stigið stórt spor til byggðajafn- vægis. Stofnun Menntaskólans á Akureyri hefur orðið þjóðinni allri til gagns. Reynslan myndi verða svipuð af háskóla eða háskóladeildum þar. Þ.Þ. á vettvangi dagsins Hugleidingar og at- hugasemdir vegna bók arinnar „í veiðihug” eftir Ingveldi Gfsladóttur ■ Eftir að hafa lesið þessa bók, tel ég, að margt af því sem Tryggvi hefur þar fram að færa séu algjörar rangsagnir, sem hljóti að vekja undrun allra þeirra sem þar þekkja til. í Morgunblaðinu 29. desember 1978, er grein eftir Egil Jónasson cand. mag. frá Stardal. Þar bendir hann á nokkrar rangsagnir í þessari bók Tryggva, og setur fram athugasemdir við þær óg leiðréttingar. Þvi sem Egill ræðir þarna er ég ekki kunnug, en trúi að þar leiðrétti hann rangsagnir í bók Tryggva. En aftur á móti er ýmislegt sem Tryggvi ber fram í bók þessari, sem mér er kunnugt um að eru algjör ranghermi. Og vil ég bera fram athugasemdir við það. Á blaðsíðu 54, segir Tryggvi frá bóndanum i Þormóðsdal, Ólafi Þor- steinssyni og börnum hans. Allt sem þar er skráð, varðandi börnin og foreldra þeirra er ranghermi. Það rétta er, að Ólafur Þorsteinsson bóndi í Þormóðsdal og Guðrún Jóns- dóttir, eignuðust aðeins þrú börn. Það skal sagt hér, að Ólafur Þorsteinsson og Guðrún Jónsdóttir, bjuggu i Þórmóðsdal á árunum 1902 til 1917. Böm Ólafs Þorsteinssonar og Guðrún- ar Jónsdóttur i Þormóðsdal. (Varðandi þetta skal vísað í Kirkjubækur). 1. - María Lára, f. 7. des. 1899 að Lækjarbotnum, d. 1918 í Reykjavík. 2. - Inga Bergrós, f. 23. maí 1906 í Þormóðsdal, d. 27. júli 1911. 3. - Június, f. 8. júni 1911 í Þormóðsdal, d. 25. júlí 1911. María Lára var fædd mállaus, en hafði heyrn og var ekki óeðlileg i háttum á þann veg sem Tryggvi segir frá. Engin breyting varð á heilsu hennar á þann veg sem Tryggvi segir frá. Trúlega mun það hafa verið þungur kross að bera, fyrir Maríu Láru og foreldra hennar, að húij sem bam og ung stúlka, á ámnum 1899 - 1918, var mállaus. Og síst mun það sæma Tryggva í Miðdal að smjatta á því i flimtingum, í æviminningabók sinni, að þeim öllum látnum. Inga Bergrós var heilbrigt og efnilegt barn. En hún nýlega 5 ára og bróðir hennar, Júníus 1 1/2 mánaðar að aldri, dóu bæði, með tveggja daga millibili í júlí 1911, í Þormóðsdal, úr bamaveiki, er þá herjaði mjög á börn. Þar sem Tryggvi hefur látið setja á prent, að börnin í Þormóðsdal hafi verið 5 að tölu og öll orðið aumingjar um 5 ára aldur, þá segir hann, að þessar hörmungar hafi verið taldar afleiðingar þess, að foreldrar bamanna væm systkinabörn. En ekki vom þau systkinabörn. - Það hefur vakið athygli margra sem lesið hafa æviminningabók Tryggva hvað hann ber þar fram lítið af jákvæðum frásögnum af samtíðarfólki sinu, utan sins ættar- hrings, en aftur á móti mikið af neikvæðum, sem þá gjaman em alrang- ar, alvarlegar ásakanir. Ég tel satt að segja, að Tryggvi hafi í æviminningabók sinni lagt meiri áherslu á að leita uppi og koma á framfæri hæpnum og alröngum frásögnum um látið fólk, utan síns ættarhrings, en að draga fram glöggar og sannar frásagnir um ættfólk sitt lífs og liðið. - Hvað er Tryggvi að fara, er hann segir á blaðsiðu 48, „Einar hét maður og var sagður Jónsson,,? Einnig er hann segir, að þessi maður hafi verið ættlaus. Er ekki erfitt að átta sig á þvi sem Tryggvi vill þama segja lesandanum. Ég verð að segja, að ég fékk ekki skilið það, frekar en það, að hann skuli leyfa sér, að segja frá dómi og hrikalegri hegningu yfirvalda, sem aldrei hefur átt sér stað. (Á blaðsíðu 49 í bók Tryggva). Á blaðsíðu 65 og 66 í æviminningabók Tryggva í Miðdal, kynnir hann Gisla Jónsson, á þann svívirðilega máta, er þar kemur fram. Og til þess, að sem best komi þar fram, hver sá maður var, sem hann hér vill segja frá á þar fram kominn máta, þá segir hann, að fólk þessa Gisla, hafi búið í Þormóðsdal, og að hann hafi verið bróðir Guðjóns Jónssonar sem verslaði á Hverfisgötu 50. En hvers vegna segir Tryggvi ekki, að þarna sé um að ræða, listmálarann Gísla Jónsson. Þá hefðu ömgglega enn fleiri lesendur bókar hans áttað sig á, hvaða mann hann var þama að reyna að kynna, sem ótindan glæpamann. Já, þótt Gísli sé búinn að hvíla í gröf sinni nær hálfan fjórða áratug, er Tryggvi tekur sér fyrir hendur, að láta rita eftir sér, i æviminninga bók sina, það sem þar kemur fram um Gisla. Þá em enn margir lifandi, sem þekktu vel Gisla og muna hann enn. Margir sem þekktu vel til Gísla, hafa talað við mig um frásagnirn- ar um hann í æviminningabók Tryggva i Miðdal. Og segjast ekki fá skilið, hvaða hlutverki þær eigi að gegna í þeirri bók. Helst sé svo að sjá, að maðurinn sé þar að reyna að segja frá og láta skrifa eftir sér, um mann sem hann hefur ekkert þekkt, og grípur þá bara til skáldskapar- gáfu sinnar, með framkomnum aðferð- um. Öllu ber þessu fólki saman um, að eitthvað sé bogið við kynningu Tryggva, í bók sinni, á Gísla. Þar sem að ekkert muni hafa verið fjær framkomu og afhöfnum Gisla Jónssonarlistmálara, en að fara um með skotvopn í leit að lifi, til að granda þvi. Já jafnvel bamalífum, svo sem Tryggvi segir frá. En aftur á móti gætu allir þeir, sem vitað hefðu einhver deili á Gísla, getað borið fram, að hann hafi lagt leið sína víða um land sitt, með málaraliti sína og léreft, i leit að fögru landslagi sem fyrirmyndum að myndum sínum. Þótt margar séu frásagnir Tryggva, í bók hans, niðrandi rangsagnir um látið fólk, sem líklegar væru til að kasta rýrð á manngildi þess þá hljóta þær miklu fremur að kasta rýrð á manngildi Tryggva sjálfs, sem leyfir sér, að láta setja þær í bók sina. Þegar ég hafði lesið í bók Tryggva frásagnir hans um skyldfólkið mitt i Þormóðsdal og föður minn, Gísla Jónsson, bróður Guðrúnar í Þormóðs- dal, þá fannst mér satt að segja, að Tryggvi hafi viljað leggja mikla áherslu á að reyna að niðurlægja þetta fólk, eða öllu heldur minningu þess, þar sem það var allt fyrir löngu látið, er hann sendir frá sér i bók þessari rangsagnir sínar um það. Það vekur undrun mína, að þar sem Tryggvi er fæddur 1901, þá hefur hann verið aðeins um 16 ára aldur er Ólafur Þorsteinsson og fjölskylda hans flyst frá Þormóðsdal. En Tryggvi virðist MORGUMBLAÐID, FÖSTCDAGUR 29. DESEM Örfáar athugasemdir við ævisögu Tryggva í Miðdal Ymsir hafa komið að máli við undirritaðan og beðið hann að fjera athuftasemdir við rangfærsl- ur~sem er að finna í Veiöihug Tryggva Ein3rssonar frá Miðdal. sem er e.k. æviminningabók. Hefi ég dregið það af ásettu ráði fram yfir jólaös, því ekki er vinsæl* að verða til þess að spilla sölu meðan á aðventuvertíð stendur, svo mjög sem forleggjarar og höfundar berjast í bökkum í kúltúrviðleitni sinni. En því eru þessar athuga- semdir settar hér fram, að skyldi einhver opna svona bók þegar flóð Kristmessunnar hefur skolað henni upp í þarabrúk gleymskunn- ar ásamt fjölda annarra . jafn- merkra, væri það helst til þess að huga aö einhverjum fróðleiksmol- um um manniíf í Mosfeílssveit og er þá betra að ranghermi séu einhvers staöar til betri vegar færð. í kafla sem höfundur eðs segjandi békarinnar ræðir um sveitunga sína er minnst á Odu Björnsson, sem bjó um tíma Káifakoti (nú Úlfarsá) sbr. bis. 55. Oddur þessi var alkunnur maður og bjó langa tíð í Þverárkoti næstu sveit. en hann var Einarsson ekki Bjórnsson. Hánn drukknaði ekki i Þverá eins og segir í téðri bók heldur í Grafará á leið heim til sín eða þó líklega öllu heldur eftir að hafa borist af hesti sínum út í Leirvogsá, sem var í foraðsvexti þann dag. Tryggva rangminnir lika föður- r.afn næsta nágranna síns. Ólaís sem bjó um skeið’i Sunnuhlið og nú er nýlátinn (sbr. bls. 182) og nefnir hann Benediktsson. Ólafur, sem rak síöustu ár sin alþekkt kjot og reykiðjufvrirtæki í Reykjavík og upp á Geithálsi, var sonur þeirra merkishjóna Benónýs Helgasonar og Guðnýjar Magr.ús- dóttur, sem lengi bjuggu við mikla rausn á Háafeili í Skorradal. Var hann albróðir Helga Benónýsson- ar, kunns athafnamanns og rithof- undar í Vestmar.r.aeyjum og þeirra fleiri systkina og sýnist vorkunnarlaust að vita faðerni hans rétt. Ólafur var einnig mikill náttúruskoöari og afburöa veiði- maður þótt lítt fengist hann við aö segja af sér sögur. Eitt ranghermi enn er rétt að leiðrétta. Á bls. 137 er talað um að Gísli Hansson frá Fitjakoti hafi farist af voðaskoti, en hið ,-ét.ta er að Gísli féll af hesti er fældist með hann'á Leirvogsárbrú skammt frá Varmadal og lést af völdum hofuöhöggs er hann fékk í fa'dinu. ■ Grein E.J. Stardal ■ Morgunblaðinu, sem greinarhöfundur vitnar til.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.