Tíminn - 12.06.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.06.1982, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1982 .7 ■ „Það hefur vakið athygli margra sem lesið hafa æviminningabók Tryggva, hvað hann ber fram lítið af jákvæðum frásögnum af samtíðarfólki sínu, utan síns ættarhrings, en aftur á móti mikið af neikvæðum ásökunum, sem þá gjarnan eru alrangar og alvarlegar.“ ekki hafa haft áhuga fyrir að koma i bók sina frásögnum um fólk i Þormóðsdal eftir 1917, þótt alla tið síðan hafi hann sem þá, átt heima i Miðdal, næsta bæ við Þormóðsdal. Ég undrast þetta mjög. Og ég reyni að skyggnast inn í hugar-fylgsni Tryggva í Miðdal varðandi hinar, me'r óskiljanlegu árásir hans á minningu þessa löngu látna fólks. Ekki síst föður minn, Gísla Jónsson listmálara. En nú kom upp i huga minum, „orðrómur", sem mér hafði borist til eyrnafyrir mörgum árum, þess efnis, að Valgerður, síðar móðir Tryggva, og Gísli Jónsson listmálari, hafí verið vel kunnug hvort öðru, áður en hún giftist Einari í Miðdal. Hafði Tryggvi kannski heyrt þennan „orð- róm“? Þótt svo hefði verið, gat það þá staðið fyrir skrifum hans nú, i bók sinni, um Gisla Jónsson? Ekki fannst mér, að ég hefði þar fundið ástæðuna fyrir þeirri, að virtist, sjúklegu ósvífni frá hendi Tryggva. Valgerður og Einar í Miðdal, foreldrar Tryggva, hafa (samkvæmt kirkjubók) gengið i hjónaband, i Lágafellssókn, 1. nóvember 1895, en tæpum þremur mánuðum áður, 5. ágúst, hafði Valgerður fætt dreng, sem síðar varð kunnur sem listamaðurinn Guð- mundur Einarsson frá Miðdal. Ekki fékk ég séð í æviminningabók Tryggva, að hann þar minnist á þann heiðursdag í lífi foreldra sinna, sem er brúðkaupsdagur þeirra. Margir sem lesið hafa æviminningabók Tryggva frá Miðdal telja, að þar hefði hann átt að segja meira sannsögulegt um sitt nánasta ættfólk. Að bókin fengi við það sagnfræðilegt gildi, i stað þess að draga þar fram þær mörgu rangsagnir, sem hann virðist vilja halda til haga, með því að láta skrá þær í þessa bók. Tony Muller, tjáði mér, að á blaðsíðu 81 í bók Tryggva væri minnst á foreldra sína. Þannig: „Muller var Norðmaður sem fyrst kom hingað til lands ásamt konu og börnum". Þetta segir Tony, dóttir þeirra hjóna, að sé ranghermi. Foreldrar hennar hafi gift sig á lslandi og þar séu öll böm þeirra fædd. Tony telur, að eftir frásögn Tryggva um móður hennar i !ER 1978 Svona missagn'r. eða ætti kanski i þessu tilviki að kalla þetta feilskot er leiðinleq og óþörf, jafnvel þó menn komist í hókmenntalegan veiðihug. Skrásetjara bóka af þessu taei verður ekki álasað þó þeir riti niður missagnir. en þeim ætti aö vera ljós sú ábvrgð sem fyleir því að birta pajmrýnislaust frásajrnir manna er komast á visst aldurskeið. Við skiótan yfirlestur hefi ée ekki fur.dið fleiri rar.e- færslur sem tii skaða séu, þó ymisleRt mætti tína til. Marut er t.d. sapt frá ætt og uppruna Miödalsbóndans sjálfs oc vcnandi er þar rétt tiundað og samkvæmt kirkjubókum. Hitt, þó að refa- skyttan frá Miðdai geri sér það til dundurs í ellinni að varpa tað- kögglum á leiði latinna samferða- manna sinna ýmissa, tekur ekki um að fást. Þar ræður lunderni og meðfædd smekkvísi hvers og eins. ■ Með þökk fyrir biríinguna - EJ. Stardal. þessari grein, muni hann lítt hafa þekkt hana. Og segist ekki fá skilið, hvaða tilgangi þessi frásögn um foreldra hennar á að gegna í bók Tryggva. í þeirri miklu frásagnar- og veiðigleði sem einkennir frásagnir Tryggva í æviminningabók hans, þá minnist hann ekki á í þeirri bók þann þátt í lífshlaupi sínu sem er dóttir hans, Áróra, og afkomendur hennar. Það var 16. ágúst 1979, að frú Guðlaug Norðdal, þá til heimilis að Selásbletti 2b Reykjavík, talaði við mig um æviminningabók Tryggva í Miðdal. Þá sagði hún mér, að hún hefði eignast dóttur með Tryggva, áður en hann giftist, sem væri Áróra Tryggvadóttir, fædd 2. apríl 1931. Áróra væri búin að ala honum sjö afabörn hans, sem þá þegar hefðu fætt af sér ellefu langafa- börn hans. Satt að segja, þótti Guð- laugu bamsmóður Tryggva, slá skökku við að ekki var minnst á þetta fólk í þessari bók. Ekki síst með tilliti til þess sem fram hafði komið þar, rangsagnir um börn, sum sem aldrei höfðu fæðst hjá vandalausu og höfundi ókunnu fólki. Um svipað leyti sem æviminningabók Tryggva, „í veiðihug", er skráð eftir honum, minningum hans og frásögnum, þá er það, að 25. október 1978 birtist í dagblaðinu Vísi eftirfarandi grein, sem mér finnst athyglisverð. Visir miðvikudagur 25. október 1978 Hver fann haglabyssu á Mosfellsheiði? Ungu mennimir á hvíta Landrover- bílnum sem fundu haglabyssuna á Mosfellsheiði miðvikudaginn 18. októ- ber s.l. em vinsamlega beðnir að koma henni til blaðsins sem mun koma henni til rétts eiganda. Tryggvi Einarsson í Miðdal í Mosfells- sveit kom að máli við Visi og sagðist hafa glatað haglabyssu sinni er hann var á rjúpnaveiðum á Mosfellsheiði á umræddum tíma. Skömmu áður en hann ætlaði að vitja byssunnar á þeim stað er hann taldi sig hafa gleymt henni mætti hann ungum mönnum á hvitum Land- roverjeppa og ræddi stutta stund við þá. Hins vegar var byssan horfin þegar Tryggvi kemur á staðinn þar sem hann hafði verið áður. Hann var á Subarubil og sagði að engin önnur umferð hefði verið á þessum slóðum um þetta leyti. Heitir hann góðum fundarlaunum þeim sem koma haglabyssunni til skila. - KS Ekki er það góðs viti, um minni og skarpskyggni, byssu- og skotglaðs veiði- manns, að hann týni skotvopni sínu á heiðum uppi. Ef til vill kemur þarna fram, að Tryggva hafi verið farið að förlast um þetta hvorutveggja, þegar skrásetjari bókar hans ritar eftir honum hinar mörgu rangsagnir, sem fram koma í þeirri bók. Ég tel að öll rök mæli með því, að skrásetjara og útgefendum bókarinnar „f veiðihug" hafi borið að vera á verði varðandi hinar mörgu neikvæðu rang- sagnir Tryggva, er þar koma fram, um fólk sem flest er löngu látið. Um margar þessar rangsagnir hefði mátt fá upplýst við athugun þar um í dóms- og kirkjubókum, hvað þar væri skráð varðandi þær. Og einnig, hvað var ekki skráð i þeim heimildum einfaldlega vegna þess, að það hafði aldrei átt sér stað, eða verið til, nema i hugarfylgsn- um Tryggva bónda i Miðdal. Það skal segjast hér, að fyrir um það bil tveimur árum talaði ég við þau bæði, skrásetjara, Guðrúnu Guðlaugsdóttur, og útgefandann, Örlyg, um mér kunnar rangsagnir i bókinni „í veiðihug", um látið fólk. Og sagðist ég telja, að þessar rangsagnir hlytu að verða að leiðréttast og þá helst frá þeirra hendi, með yfirlýsingu um ranghermi þeirra. Mér vitanlega hafa þessir aðilar ekki enn séð sóma sinn í þessu efni. En þess í stað, nú fyrir skömmu enn auglýst bók þessa, sem góða og fullgilda vöru í islenskum bókmenntum. Já með auglýsingu sem að sögn útgefenda, skyldi borin á hvert heimili hér á landi. En nú sendi ég frá mér i framan- skráðri grein, hugleiðingar og athuga- semdir minar vegna bókarinnar „í veiðihug". Bið Timann fyrir þetta,,með fyrirfram þökk fyrir birtingu. 4.júni 1982. Ingveldur Gisladóttir. ■ Tryggvi i Miödal, Gróður og garðar Sykurreyr á Indlandi. Segðumér sögu um sykurinn ■ Forfeður okkar á söguöld þekktu ekki verslunarvöruna sykur, en hafa stöku sinnum „gert sætt hjá sér“ með hunangi og hunangsrikum blómum. Sætindi voru hér varla til langt fram eftir öldum. Nú erum við með mestu sykurætum veraldar, hámum i okkur alltof mikinn reyr- og rófnasykur í margvislegum myndum. Allmikill sykursafi er í ýmsum plöntum og munu frægastar: Sykur- reyr, sykurrófa, sykurhlynur, sykur- pálmi og sykurhirsi. Langmestur sykur er unninn úr sykurreyr og sykurrófu, en sykur úr hinum tegunduinum aðeins hagnýttur á takmörkuðum svæðum. Við þekkjum ekki sundur full- hreinsaðan reyr- og rófnasykur, hann er eins að bragði og efnainni- haldi. Ræktun sykurreyrs er ævagömul á. Indlandi o.fl. svæðum Suðaustur- Asiu. Það var þó ekki fyrr en á þriðju öld, að Indverjum tókst að breyta 11 sykursafanum í fast efni, þ.e. sykur, vöru sem var auðveld i flutningi. Arabar komust fljótt upp á lagið og eru, ásamt öðrum Múhameðstrú- arþjóðum, mjög gefnir fyrir margs konar sætindi. Arabar fluttu sykur- reyrinn hvarvetna með sér - til Mesópótamíu, Egyptalands, Norð- ur-Afríku og allt til Spánar. Hin frægu áveitukerfi Mára á Spáni voru að verulegu leyti gerð vegna sykur- reyrsins. Seinna var farið að rækta sykurreyr í Vestur-Indium, Brasiliu og viðar vestra. Kúba er frægt sykurræktarland. Talið er að fyrsti sykurfarmurinn hafi komið frá Ameriku til Spánar árið 1515. Spánn stóðst ekki sam- keppnina til lengdar, því að vestan hafs voru þrælar á sykurekrunum lengi nær kauplaus vinnukraftur og ræktunin rányrkja að verulegu leyti. Þetta breyttist við afnám þrælahalds- ins. Hollendingar tóku að rækta sykurreyr i stórum stil á Java og vönduðu miklu meir til ræktunar- innar og vinnslu sykurs og fengu meiri uppskeru. Svo kom siðar Sykurrófan til sögunnar, svo um munaði á 19. öld. Fyrsta sykurrófnaverksmiðjan var reist i Slesíu um 1800. Ræktun og vinnsla gekk erfiðlega framan af, en þegar leið að miðri 19. öld var kominn betri vélbúnaður og rófurnar orðnar miklu sykurauðugri en fyrr, eftir þrotlaust starf með úrval og jurtakynbætur. Sykurmagnið i syk- urreyr og sykurrófum var i byrjun aðeins 5-6% en er nú 20% eða meir. Skattur á rófur eftir þyngd, hvatti mjög til aðgerða. Framfarir i ræktun og vinnslu sykurrófna hafa e.t.v. verið meiri í 150 ár en sykurreyrs í tvö þúsund ár. Sykurrófu svipar til gulrófu að útliti, en bragðið er með væmnum sætum keim. Böm naga fremur sykurreyrinn. Sykurreyrinn er fjölært gras, oft 3-4 m hátt, en getur verið 5-6 m. ^Stráið er liðótt og mergfyllt og sykurinn er einmitt unninn úr mergnum. Sykursafmn er unninn úr reyr og rófum með pressum o.fl. aðferðum. Þið þekkið afurðirnar: Strásykur, molasykur, púðursykur, kandíssyk- ur o.fl. eftir hreinsunarstigi og aðferðum. Sykurrófan er ræktuð viða í tempruðum löndum, bæði austan hafs og vestan. Hér er of svalt sumar fyrir hana til vinnslu. Reyrsykur og rófnasykur keppa á markaði víða um heim. Sykurrófur eru einnig ræktaðar til fóðurs. Ekta romm gert úr sykurreyr og sykur- graut (melasse) gerjuðum. Ingólfur Davíðsson, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.