Tíminn - 12.06.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.06.1982, Blaðsíða 16
VARAHLUTIR Sendum um land allt. Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Sími (91) 7- 75 - 51, (91) 7-80-30. tTr>r\~n tttt' Skemmuvegi 20 ntiUí' nr . Kópavogi Mikiö úrval Opid virka daga 9-19 • Laug'ar- daga 10-16 HEDD HF Gagnkvæmt tryggingaféJag labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armúla 24 Sími 36510 GAMU ERFHMÐ HEFUR MINNKAÐ OG HORFIÐ Rætt við Gest Loftsson á ísafirði ■ Einn þeirra manna sem man tímana tvenna á ísafirði, er Gestur Loftsson, fyrrum sjómaður, ættaður frá Dynjanda i Grunnavíkurhreppi í Jökulfjörðum. Hann er fæddur árið 1911 og ólst upp hjá afa sínum og ömmu, þeim Einari Bæringssyni og Engilráð Benediktsdótt- ur. Lífsbaráttan var hörð við Djúp á þessum árum og það leið þvi ekki á löngu, þar til Gestur fór að stunda sjóinn. „Já, ég fór að róa 15 ára gamall. Þá fórum við á bátnum hans afa að heiman inn til Bolungarvikur i verið og rérum þaðan með lóðir. Á bátnum auk mín voru þeir móðurbræður minir, Alexand- er og Jóhannes. Þetta voru litlir bátar, þó komnir með mótor. Það gat því verið áhættusamt í þessum róðrum og þannig gerðist það eitt sinn að báturinn sökk undir okkur. Við höfðum farið frá Bol- ungarvík vestur í Jökulfirði og vorum að fiska þar, þegar þetta gerðist. Við höfðum hlaðið bátinn of mikið. Þá varð það okkur til lifs að gamla konan, Engilráð amma mín, sem var að fylgjast með okkur, sá hvað var að gerast og kallaði á menn til hjálpar. Við vorum fimm á bátnum, sem hét Sigurvon, og höfum hugsað okkur að ná inn á Grunnavik. Björgunarmenn okkar voru þeir Elías Halldórsson á Nesi og þeir synir hans, Magnús, Jóhannes og Sigurður. Magnús býr nú í næsta húsi við mig hér á ísafirði, en hann lifir einn þeirra bræðra. Tvitugur flutti ég svo til ísafjarðar og fór að stunda róðra á Sambandsbátun- um svokölluðu. Þetta voru svona 40-44 tonna bátar og hétu þeir Ásbjörn, Valbjörn, Vébjörn, ísbjörn, Sæbjörn, Auðbjörn og Gunnbjörn. Ég var á ísbirni í fimm ár. Við vorum með lóðirnar í Djúpinu og lika suður undir Jökli." 5 ár á trillunni „Eftir að ég hafði verið þennan tima á Sambandsbátnunum fór ég að róa á Dísunum svonefndu, en þær voru aðeins 15 tonn. Árið 1940, þegar ég loks hafði nokkra peninga, keypti ég mér trillu sjálfur. Hún hét Sæunn og á henni reri ég i fimmtán ár. En árið 1955 varð ég að hætta róðrum, þvi þá varð ég fyrir þvi að lamast og hef ekki getað gert margt upp frá því, þótt ég sé vel rólfær, en ég dropar er nú 72ja ára. Ég tel að ég hafi ofreynt mig árið 1955, þegar ég fór með flokki út í Grænuhlíð, til þess að freista björgunar af togaranum Agil Rauða. í þeirri ferð örmagnaðist ég og tel að lömunin hafi komið upp úr þvi. Jú, það er orðin mikil breyting á ísafirði frá því ég kom fyrst hingað sem ungur maður. Flestar þessar breytingar eru til góðs og ég nefni það fyrst og fremst að nú hefur það minnkað og nær horfið, - þetta erfiði sem var áður á tíð. Ég nefni til dæmis lyftarana, sem leysa menn frá öllum þeim burði sem var í gamla daga og ég nefni spilin um borð. Áður drógu menn lóðirnar upp af 80 faðma dýpi á berum höndum. Fáa mundi langa til þess núna. Það var þetta erfiði hér áður sem var verst, þegar menn reyndu eiginlega meira á skrokk- inn en þeir þoldu.“ mwm ■ Gestur Loftsson er meðal mæl- ustu borgara á ísafirði. Hann er nú 72ja ára, kvæntur Jónu Bjamadótt- ur. Þau hafa búið að Aðalstræti 21 á ísafirði í 37 ár og eiga tvo syni, þá Bjama og Sævar. (Ljósm. G.S.) Tollstjóra- skrifstofan selur sig dýrt ■ Eitt af þvi sem verðiagsyf- irvöld, neytendasamtök og kannski einhverjir fleiri ættu að beina athyglinni að eru prisarnir á Ijösritunarþjónustu hji hinum ýmnsu fyrirtækjum og stofnunum. Fýrir skömmu var ágætt fyrirtæki í Reykjavik að velta vöngum yftr þvi hvort hag- kvæmt væri að festa kaup á Ijósritunarvél. í því sambandi var reiknað út að raunveruleg- ur kostnaður við hvert Ijósrit af stærðinni A4 væri þrettán aurar. Er þá meðtalinn kostn- aður við pappír, vökva og endumýjun þeirra hluta sem slitna i tækinu. Algengasta gjaldið sem tek- ið er fyrir Ijósritun á A4 blaði hjá hinum ýmsu fyrirtækum og stofnunum er tvær krónur, og lætur þá nærri að álagningin sé um 1.438%, sem verður bara að teljast nokkuð gott. Á stöku stað, eins og til dæmis Tollpóstinum, er gjaldið lægra eða ein króna. Sumstaðar er gjaldið líka hærra og sennUega á ToUstjóraskrifstofan íslands- metið, ef ekki heimsmetið, en þar kostar tiu krónur að taka eitt Ijósrit. Álagningin er þá 7.692%! Páll á Krókinn ■ í kjölfar sveitarstjóma- kosninganna hefur losnað um ýmsa bæjarstjóra viðs vegar um landið. Sérstaklega á þetta auðvitað við þar sem skipt er um meirihluta, en þó þarf það ekki að koma tU eins og dæmin sanna. í Vestmannaeyjum féU vinstri meirihluti, eins og mönnum er kunnugt, erttr langa valdasetu og hinn nýi meirihluti Sjálfstæðisflokksins lét verða sitt fyrsta verk að reka Pál Zóphoniasson, sem stýrt hefur bænum um margra ára skeið, og ráða i staðinn Olaf nokkum EUasson. lúf LAUGARDAGUR 12. JUNÍ 1982 fréttir Fyrrum Dana- drottning kemur ■ Hennar hátign Ingi- ríður drottning kemur i heimsókn til íslands dag- ana 19-23. júni nk. og verður hún gestur forseta íslands meðan á dvölinni stendur. Bauð AJþýðubandalagið Kvennaframboðinu sam- starf? „Þetta er vitleysa” ■ „Petta er vit- leysa“, sagði Ingi- björg Sólrún Gfsla- dóttir, annar borgar- fulltrúi Kvennafram- boðsins í Reykjavík í samtali við Tímann, að Alþýðubandalagið hafi boðið Kvenna- framboðinu til sams- tarfs um kjör í nefnd- ir og ráð borgarinnar, og meiningin væri að Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur stæðu þar fyrir utan, en Kvennaframboðið hefði hafnað því. „Við fengum aldrei neitt samningstilboð frá Alþýðubandalag- inu og litum svo á að það hefði aldrei kom- ið eitt eða neitt frá þeim. Hins vegar hefðum við ekkert haft á móti því að Alþýðubandalagið . hefði komið inn í samstarf hinna minni- hluta flokkanna, en þá hefði það þurft að láta eitthvað af hendi í staðinn eins og við hin. Samstarf virðist hins vegar aldrei hafa staðið til af þeirra hálfu“, sagði Ingi- björg Sólrún. -Kás PáU þarf þó ekki að vera atvinnulaus lengi því við heyr- um að menn á Sauðárkróki vilji óðir og uppvægir fá hann til að stjóma því plássi... Krummi... ■ „Vinnuveitendasamband- inu barst til eyraa“, sagði Þorsteinn Pálsson,þegar hann ræddi um hugmyndir for- manns Meistarasamband bygg- ingamanna. Það er ein sog mig minni að önnur persóna segði alltaf „ólygin sagði mér“ þegar svipað var á statt...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.