Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982 íslenskar lúðra ■ í dag, laugardag stendur yfír 10. landsmót íslenskra lúðrasveita suður i Hafnarfírði og þar sem margir munu efalaust bregða sér þangað að hlusta á hressilegan hornablástur, - þama verða átta lúðrasveitir, - er ætlunin að bregða hér upp nokkrum myndum og atriðum sem varða íslenskar lúðrasveitir. Nú eru 106 ár liðin frá þvi er fyrsta lúðrasveitin á íslandi lét til sín heyra. í>að var 1876 í marsmánuði sem Helgi Helgason tónskáld og trésmíðameistari í Reykjavík kom frá Danmörku eftir þriggja vikna volk í hafi og hafði í farangrinum sex lúðra, sem hann hafði keypt þar ytra. Með honum var bróðir hans, Jónas Tómasson, en þeir bræður höfðu siglt út til þess að „frama sig í sönglist“ eins og það hét á máli þeirra tíma. Helgi og Jónas voru báðir í stjórn söngfélagsins Hörpu sem sá siðarnefndi stjórnaði og eflaust hefur hugmyndin um að koma upp lúðraflokki á íslandi kviknað innan söngfélagsins. En bagga- muninn hefur það þó riðið er þeir bræður heyrðu tveimur árum áður hve fagurlega danskir, prússneskir, sænskir og franskir soldátar léku á lúðra sína við konungskomuna 1874. Þá komu hér herskip frá öllum þjóðum í kurteisis- heimsóknir og glöddu íbúa islenska höfuðstaðarins með leik sínum. Jerome prins Samt höfðu íslendingar heyrt „hljóð úr horni" áður, því árið 1855 kom hingað til lands bróðursonur Napóleons mikla, Jerome prins, og lét skipshljóm- sveit sína leika á Austurvelli. Þar hafa íslenskir lúðurþeytarar síðan staðið meira og minna árlega frá 1876 í öllu því veðurlagi sem hugsast má, sól, regni, hagli, frosti og snjókomu. En nóg um það. Dönsku varðskipin komu svo skömmu seinna til sögunnar og höfðu lúðraflokka um borð, sem skemmtu mönnum með leik sinum og hafa margir eflaust beðið þeirra „konserta“ með eftirvæntingu. Sagt er að Helgi Helga- son hafi oft spurt varðskipsmenn, þegar þeir komu á skipsbátnum að bryggju í ' Reykjavík: „Har I hornene med?“ •• Oxar við ána Ýmsir mektarborgarar studdu Helga Helgason til kaupanna á lúðrunum sex og það reyndist góð fjárfesting, því ekki er vitað annað en Reykjavík hafi lúðrasveit á að skipa upp frá því. Sagt er að það hafi tekið all nokkra mánuði að koma mönnum i Reykjavik upp á lag með að spila á homin, enda tónfræði- þekking eflaust litil fyrir og kennarinn, Helgi Helgason, hafði ekki verið ytra við námið nema í fimm mánuði. Hann lærði hjá Baldwin Dahl, sem stjórnaði Tívólíhljómsveitinni í Kaupmannahöfn og arftaki hins fræga Lumbye i því starfi, - þess er samdi „Kampavinsgalopp" sem margir þekkja. Margt bendir til að lúðraflokkurinn hafi fyrst leikið á afmælisdegi Kristjáns IX þann 8. april 1877. í lúðraflokki Helga voru einkum ýmsir iðnaðarmenn, klæðskerar, smiðir, járnsmiðir o.s.frv. og þetta framlag þeirra til skemmtanalifs í bænum varð að sjálfsögðu vel þegið. Tónleikar flokksins á Austurvelli urðu brátt ómissandi liður i bæjarlifinu og þar stóðu félagarnir uppi við styttuna af Bertel Thorvaldsen og blésu „En flot Studiosus," „Vift stolt pá Codans Bölger", „Bjarnaborgarmars- inn“ og „Marseillasinn," meðan ást- fangnar stofustúlkur leiddu herra með harðkúluhatt umhverfis völlinn og hund- ar flugust á í grasinu. Helgi Helgason var prýðilegt tónskáld og mundi lifa sem slíkur, þótt ekki væri nema fyrir „Öxar við ána“ sem hann samdi fyrir Þingvallafund 1885, við ljóð Steingrims Thorsteinssonar. (Hann orti reyndar viðlag kvæðisins - „Fram, fram, aldrei að vikja etc.) En hann samdi líka önnur góð lög, t.d. við ljóð Hannesar Hafstein, „Skarphéðinn i brennunni," og „Nú er glatt í hverjum hól“ o.fl. Lúðrasveitunum fjölgar Lúðrasveitirnar hafa á annað hundrað ár verið ein ákjósanlegasta aðferð sem almenningi víða um lönd stóð til boða til iðkunar tónlistar og eftir að farið var að framleiða lúðra þeirra tegundar sem nú er spilað á í lúðrasveitum (um 1840) fór lúðrasveitum fjölgandi með ótrúleg- um hraða í Evrópu og Ameríku. í Bretlandi voru lúðrasveitir og flokkar nær ótölulegur grúi um siðustu aldamót. Svo fór einnig á íslandi að menn voru fljótir að taka við sér og hagnýta sér þetta tækifæri til tónlistariðkunar og lúðrasveitirnar urðu fyrstu hljómsveit- imar á íslandi. Það voru Hafnfirðingar sem urðu næstir til þess að stofna lúðrasveit og fengu þeir lúðra sina að gjöf frá Árna Jónssyni timburkaup- manni, sem einmitt lék í lúðraflokki Helga Helgasonar. Það var um 1890. ■ „Gígjan“ 1915. Fyrir miðju er Hallgrímur Þorsteinsson. (Ljósm. Sigr. Zöega). ■ Við Oxará um 1885. (Ljósmynd Sigf Eymundsson, Þjóðminjasafn) ■ A Austurvelh 1882. Helgi Helgason er annar frá vinstrí. (Ljósmynd Sigf. Eymundsson). Árið 1892 er svo stofnuð lúðrasveitin á Akureyri og heiðurinn af því framtaki átti Magnús Einarsson organisti. Svo merkilegt sem það kann að virðast urðu Eyrbekkingar þar næstir til þess að koma á fót lúðrasveit rétt fyrir aldamótin, en þótt Eyrarbakki væri ekki stór staður, þá var menningarlif þar mikið þá sem siðar. Sá sem forgöngu hafði um stofnun flokksins var Gisli Jónsson, kenndur við Brennu. Starfið var annars mikið stutt af templurunum á Eyrarbakka og gerðu vinir Bakkusar auðvitað grín að templurunum og lúðraspili þeirraa eins og eftirfarandi vísa sýnir: „Hofmannsdropa dreypum í, drekkum öl frá Bach. Hressum oss í húsi og horfum upp á „(S)skakk“ Viðlag: „Skökum skrámar i grið, skelfist merastóð. Skal nú verða skemmtun okkar. skelfing góð.“ (Til skýringar skal þess getið að „skrámar" vora hljóðfæri lúðraflokks- ins, Bacb var bakari á Eyrarbakka, sem bmggaði og “Skakkur“ var uppnefni á foringja templara, sem var haltur). Eftir aldamótin lifnar svo yfir mönn- um á ísafirði og i Vestmannaeyjum. Á ísafirði er lúðraflokkur stofnaður árið 1903 að undirlagi Jóns Laxdal og mun kennarinn hafa verið Friðberg Stefáns- son, sem leikið hafði með lúðraflokkn- um i Reykjavík. í Eyjum var lúðrasveit stofnuð 1904. Lúðrasveit í Vík í Mýrdal og á Þingeyri Fáir munu vita um að árið 1908 var stofnuð lúðrasveit í Vík í Mýrdal, sem starfaði fram undir 1940. Það var Gisli Jónsson í Brennu á Eyrarbakka sem þá lúðrasveit stofnaði. Hann rak þá verslun í Vík. í henni voru alla tíð fimm menn. Gísli átti líka forgöngu að stofnun lúðrasveitarinnar „Þrestir" í Borgamesi um 1920, en hún var við lýði til 1940. Enn færri munu vita að árið 1910 var lúðrasveit stofnuð á Þingeyri við Dýrafjörð. Hún varð ekki langlif, en lék þó á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri 1911. Kennarinn mun hafa verið fenginn úr Hafnarfirði, liklega Hafliði Jónsson. Á Seyðisfirði var lúðrasveit stofnuð árið 1909 að frumkvæði Benedikts Jónssonar, verslunarmanns. Á Akranesi starfaði lúðrasveit undir stjóm Frið- bergs Stefánssonar frá 1913-1914. Sem von er varð sú lúðrasveit aldrei mjög fær í homablæstrinum og er sagt að faðir Haraldar Böðvarssonar hafi sagt sumar- ið 1914, þegar sveitin var að leika á svölum kirkjutumsins á Skaganum: „Þa-þa-þama var lo-loðið.“ Gamli maðurinn mun hafa stamað. Þessi lúðrasveit sálaðist, þegar kennarinn flutti til Reykjavíkur, - og tók lúðrana með sér. Enn er ógetið um lúðrasveitina í Stykkishólmi, sem stofnuð er upp úr aldamótum og lúðrasveitina á Eskifirði, stofnuð var 1926, en báðar þessar sveitir vom mjög öflugar og starfar sú fyrmefnda enn af miklum krafti og er auðvitað suður í Hafnarfirði á lands- mótinu i dag. Lúðrasveitir í Reykjavík Lúðurþeytarafélag Helga Helgasonar gegndi sínu merkilega brautryðjenda- hlutverki í langan tima og þegar Helgi Helgason fluttist til Ameríku 1902, héldu félagar hans starfinu ótrauðir áfram. Þótt ekki taki því að nefna mörg nöfn í stuttum pistli sem þessum, er þó vert að minnast hér á Gísla Guðmunds- son, bókbindara, sem var einn ötulasti lúðrasveitarmaður sem um getur. Hann starfaði um árabil með lúðraflokki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.