Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 6
■ „Jæja lið. Nú er kominn tími til að við tökum til höndinni." Alfreð Alfreðsson, okkar maður í undirheimum, dustaði af sér vinar- brauðsmylsnu og saup slefið úr siðustu límonaðiflöskunni. Liðið - Arfur Kelti, Aldinblók, Húnbogi og Uxaskalli - leit upp. Þeir voru staddir í laufskála Alfreðs i Þingholtunum og það var letilegt laugardagssiðdegi. Uxaskalli var enn með munninn fullan af vínarbrauði. „Héddna, Alfreð... smjatt smjatt... það er héddn aa... k j ams... það er sko... “ „Ekki tala með fullan munninn - jú brút!“ skipaði Alfreð. „Og ég hlusta ekki á þínar uppástungur. Ekkert nema lási sjoppuhnupl og bísa buddunni af gömlum konum. Nei , nú þurfum við að meika eitthvað stórt. Eitthvað sem tekið verður eftir.“ Alfreð hafði kvöldið áður verið að glugga í úrklippubókina sem hann geymdi heima hjá Herborgu móður sinni á Barónsstignum og komst að þvi, sér til ómældrar skapraunar, að það voru margar vikur siðan blöðin höfðu eytt nokkru plássi að ráði undir klæki — Þáttur um A. Alfreðsson kóng í undirheimum flokksins. í mesta lagi nokkrir eindálkar innblaðs um sjoppuþjófnaði Uxaskaila. Við svo búið mátti ekki standa, en gallinn var sá að á sumrin var Alfreð latur og sljór og fékk fáar hugmyndir - veturinn var hans timi. „Jæja þá, Alfreð,“ sagði Arfur Kelti, og stangaði sykurinn úr töngunum á sér með brotinni eldspýtu. „Hvað ertu með i huga?“ „Ja,“ svaraði Alfreð og gerði sig ibygginn á svipinn. „Ég er með böns af 52-80 HESTAFLA MEÐ FULLKOMNASTA BÚNAÐI SEM VÖL ER Á LEITIÐ UPPLÝSINGA HJÁ SÖIJUMÖNNUM OKKAR $ VÉLADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík Sími38900 hugmyndum. En það er best að heyra fyrst hvað ykkur dettur í hug. En þegi | þú, Uxi “ Uxaskalli tautaði eitthvað í barm sér en það sló þögn á hina. Þeir hugsuðu svo stift að það brakaði í kollunum á þeim og augabrúnirnar veltust upp og niður um andlitin. Nema hvað Hún- bogi, meistari flokksins í undirferlum, gerði sér far um að sýnast kæruleysis- legur. Hann hallaði sér aftur á bak í sólstólnum og blistraði lagstúf: „When Johnny comes marching home... „Al- freð ákvað að gera honum það til geðs að spyrja: „Ert þú með einhverja ídeu, Hún- bogi?“ „ídeu og ideu ekki,“ ansaði Húnbogi og dró seiminn sjálfbirgingslegur. „Mað- ur er ýmislegt að pæla...“ „Nú út með það!“ „Hvaða æsingur er þetta“ sagði Húnbogi og þóttist vera pirraður. „En það er sko þannig...“ Hann þagnaði og leit á Aldinblók. „Hei, hvemig væri að kýla á eina pipu.“ Félagarnir sperrtu eyrun. Þegar Húnbogi taldi sig hafa efni á að haga sér svona var eitthvað á seyði. Þeir vom á nálum meðan Aldinblók, pipuvörður flokksins, dró upp hólkinn og kveikti í en þegarpípan hafði farið einn hring fannst Alfreð nóg komið af látalátum. „Jæja Húnbogi, koddu með það!„ „Já, það er sko þannig að mér datt til hugar að við gætum framið mannrán,“ Alfreð skellti upp úr. „Mannrán! Híh- ihíhíhí, ég hef nú aldrei heyrt annað eins, hihíhihí, mannrán maður lifandi!,, Og Alfreð veltist um moldargólfið af hlátri. Þegar hinir sáu hvernig foringinn brást við tillögu Húnboga hlógu þeir lika og brátt nötraði laufskálinn af ógurleg- um hlátrasköllum. í miðjum skálanum sat Húnbogi sármóðgaður á svip, og þegar mestu hlátramir vora rannir út hreytti hann útúr sér: „Þetta er ekkert fyndið. Ég er búinn að pæla alveg svakalega mikið í þessu. Og þetta er vel hægt. Eins og að drekka djús!“ „Það er bara svona,“ stundi Alfreð og hélt um magann á sér. „Mannránnn!" tisti svo i honum. „Hverjum hafðirðu huxað þér að ræna?“ „Sko, ég veit það ekki ennþá,“ sagði Húnbogi og var nú úr honum allur hundur. „En ég er sko með þetta allt á hreinu. Pottþétt plön. Og svo fær maður lausnargjaldið, svoleiðis glás af seðlum, og þá getum við bara stimplað okkur út, meikað það tii Amsterdams og haft það næs.“ „Hvar era þessi plön?“ spurði Alfreð og var nú búinn að ná sér að mestu eftir hláturskastið. Húnbogi svaraði ekki en drap fingri á höfuð sér, alveg að rifna af monti. „Og hvað,“ spurði Alfreð hastur. „Ætlarðu að segja frá þessu, eða...“ Og Húnbogi leysti loks frá skjóðunni. Og það mátti hann eiga, hugsaði Alfreð með sjálfum sér, að hann hafði úthugsað þetta vel. Hvert smáatriði á sínum stað. Með apagrímur á andlitun- um skyldu félagamir ráðast inn á heimili einhvers mektarmannsins eina nóttina, slá ann í rot og drösla honum út í bíl. Síðan átti að fela hann í íbúð Bóbós i Breiðholtinu en hún stóð auð af því Bóbó hafði farið á vit móður sinnar á Vestfjörðum eftir erfiða fangavist í Síðumúla. Svo mundu þeir setja fram kröfur, fá allt lausnargjalið í hreinum gjaldeyri, taka við peningunum á útspekúleraðan hátt og skilja manninn svo einhvers staðar eftir. Loks áttu þeir að bíða rólegir væna stund en stinga svo af til útlanda. Pottþétt. Allt nema fómarlambið. „Hvernig væri að ræna Jónpáli?“ sagði Uxaskalli. „Ég væri til í að fara i sjómann við hann.“ „Asni,“ hvæsti Alfreð. „Nei við þurfum að finna einhvern æðislegan milla:“ „Rolf?“ stakk Arfur upp á. „Eða Pálma í Hagkaup." „Fossedanum," sagði Aldinblók. „Gunnar tór,“ hugsaði Húnbogi upphátt. „Tomrna," reyndi Uxaskalli á nýjan leik. „Eða apanum hans.“ „Alberti Guðmundssyni,“ reyndi Ald- inblók. „Elínu Pálmadóttur," sagði Arfur. „En Ragnari í ÍSAL,“ prófaði. „Við gæfum siglt með hann til útlanda, hann myndi hækka i hafi og við fengjum meiri pening!“ „Nei, við rænum Sigurði Helgasyni, þessum í Flugleiðum,“ þetta var Arfur aftur. „Ómar Ragnarsson!" hrópaði Uxa- skalli. „David Scheving!“ hrópaði Húnbogi á móti. „Hann er maðurínn!" „Mér líst betur á Ólaf Ragnar Grimsson," sagði Arfur. „Held nú ekki,“ Alfreð lét loks í sér heyra. „Hann mundi drepa okkur úr leiðindum. En strákar - kött ol ðe krapp, ég er með á hreinu hverjum við rænum. Þegar að er gáð liggur það í augum úti!“ Hvar er maðurinn? Og hvemig gengur flokknum við mannrán? Og síðast en ekki síst: hvað étur hópurinn í laufskálanum næst? Fylgist með í næsta þætti af Alfreð Alfreðssyni og hinum kátu köppum hans... framhald.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.