Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdastjórl: Glsll Slgurðsson. Auglýslngastjóri: Steingrlmur Glslason. Skrlfstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrei&slustjórl: Slgur&ur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Ellas Snœland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnusson. Umsjónarma&ur Helgar-Tlmans: lllugl Jökulsson. Bla&amenn: Agnes Bragadóttlr, Atli Magnússon, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Frl&rlk Indri&ason, Hel&ur Helgadóttlr,lngólfur Hannesson (Iþróttlr), Jónas Gu&mundsson, Krlstinn Hallgrimsson, Kristln Lelfsdóttlr, Slgurjón Valdlmsrsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Útllts- telknun: Gunnar Traustl Gu&björnsson. Ljósmyndlr: Gu&jón Elnarsson, Gu&Jón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosl Kristjánsson, Krlstln Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorstelnsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Slðumúla 15, Reykjavlk. Slml: 86300. Auglýslngaslml: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Ver& I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrltt á mánu&l: kr. 120.00. Setning: Tœknldelld Tlmans. Prentun: Bla&aprent hf. Samið verði án frek- ari vinnustöðvana ■ Víðtæk verkföll voru sl. fimmtudag og föstudag, og allsherjarverkfall hefur verið boðað frá og með næstkomandi föstudegi. Fátt er mikilvægara fyrir afkomu alls launafólks í landinu, og þjóðarbúsins í heild, en að samkomulag takist án þess að til allsherjarverkfallsins komi. íslenskt þjóðarbú á við margháttaða erfiðleika að etja, sem nógu erfitt verður fyrir þjóðina að takast á við, þótt tekju- og framleiðslutap vegna verkfalla bætist ekki ofan á. Samkvæmt þeim fréttum, sem berast frá samnings- aðilum, virðist reyndar ekki bera svo mikið á milli vinnuveitenda og almennu verkalýðsfélaganna, að vinnustöðvun sé réttlætanleg. Pvert á móti virðist allt benda til þess, að í viðræðum þessara aðila hafi samkomulag verið í augsýn um hríð. Það, sem setti allt í bál og brand, voru fullyrðingar Vinnuveitendasambands íslands, sem fulltrúar þess lögðu fram skriflega á sáttafundi og Tíminn hefur skýrt frá í fréttum, að Meistarasamband bygginga- manna hygðist semja um mun hærri kauphækkanir en aðrir muni fá eftir að samið hafi verið við almennu verkalýðsfélögin. Þessar upplýsingar settu samninga- málin í hnút. Skoðanir eru að vísu mjög skiptar um það, hvernig beri að túlka þá hugmynd að samkomulagi, sem formaður Meistarasambandsins á að hafa reifað og frá er skýrt á margnefndu plaggi frá VSÍ. Úr því sem komið er skiptir það reyndar ekki höfuðmáli, heldur hitt, að tryggt verði að þeir, sem hærri hafa launin, hljóti ekki meiri hækkanir en láglaunafólkið í þessum samningum. Þetta verður auðvitað best tryggt með því, að allir launþegahóparnir í ASÍ semji á sama tíma. Að því verður að stefna. í viðtali Tímans við Steingrím Hermannsson, formann Framsóknarflokksins, fyrir nokkrum dögum, kom skýrt fram, hversu alvarlegar horfurnar í íslensku efnahagslífi eru. Um þær staðreyndir hefur ekki verið deilt. Það eru allir sammála um, að þjóðartekjur muni minnka á þessu ári. Óskhyggja breytir þar engu um. Það verða minni þjóðartekjur til skiptanna á þessu ári en áður. Og margvíslegur annar vandi steðjar að, ekki síst í verðbólgumálunum. Þegar slíkir erfiðleikar blasa við, er ábyrgð þeirra, sem standa í samningaviðræðum um kaup og kjör launþega í landinu, enn meiri en ella. Svo virðist, sem þeir, sem eru að semja um laun verkafólks, geri sér grein fyrir þessu ástandi og ábyrgð sinni. Því verður ekki trúað, að samningaaðilar í byggingariðnaðinum geri það ekki líka þegar á reynir. Þess vegna hljóta þeir að ganga nú til samninga á sama grundvelli og aðrir og koma þannig í veg fyrir vinnustöðvanir og framleiðslutap. Landsmönnum hefur verið gerð grein fyrir þeim vandamálum, sem við er að glíma í efnahagsmálum þjóðarinnar. Það er vafalaust vilji alls þorra landsmanna, að samningamálin leysist farsællega svo að ekki verði aukið á erfiðleika þjóðarbúsins og jafnframt að þeir stjórnmálamenn, sem kjörnir hafa verið til þess að fara með stjórn landsins, nái samkomulagi um viðunandi lausn á vandanum. Aðeins þannig standa þeir undir þeirri ábyrgð, sem þeir hafa axlað. ESJ ■ Guiseppe Garíbaldi (t.v.) og Maurizio Merli, sem leikur byltingarhetjuna i itölskum sjónvarpsmyndailokki á þessu ári Garibaldis Hátíðarhöld á Ítalíu og í Kaupmannahöfn ✓ A.ÍTALÍU ER NÚ HALDIÐ ÁR GARIBALDI. Það eru sem sé liðin eitt hundrað ár frá því að byltingarhetjan Guiseppe Garibaldi, sem talinn er eiga heiðurinn af sameiningu Ítalíu í eitt riki, lést, þá hátt á áttræðisaldri. Hinn eiginlegi hátiðisdagur var2. júní siðastliðinn, en ítölum dugar ekki einn dagur til að minnast hetjunnar, það þarf allt árið til. Eins og við er að búast er þetta ár Garibaldi ekki síst ár prangaranna, en stjórnmálaflokkarnir, herinn, ferðamálayfir- völd og fjölmiðlarnir láta heldur ekki sitt eftir liggja. Og fræðimenn efna til um 40 ráðstefna um hetjuna og margar af þeim um 18 þúsund bókum, sem gefnar hafa verið út um Garibaldi, koma nú i nýjum útgáfum. Tískuhönnuðir hafa sent frá sér föt með Garibaldisniði, hvað sem það nú er, og ótrúiegustu vörur bera nú mynd byltingahetjunnar: skyrtur, bollar, öskubakkar, barmmerki, gosdrykkir, Íímmerki og svo framvegis. Efnt er til alls konar samkeppni, m.a. um besta málverkið af Garibaldi, hljómleika, kvikmynda, leiksýninga, sjónvarpsmyndaflokks, og endalausra þátta í útvarpi og sjónvarpi að ónefndum ítarlegum skrifum í blöð og tímarit. Og Garibaldi-hátíðir eru haldnar í bæjum um allt landið. Það er sem sagt talin góð söluaðferð á Ítalíu þetta árið að bregða fyrir sig nafni Garibaldis. Stjórnmálaflokkarnir reyna flestir að EIGNA SÉR GARIBALDI. Sósialistarnir, en svo nefnast jafnaðarmenn víst þar suðurfrá, efna til mikilla útifunda, þar sem haldnar eru hástemmdar ræður, sungið og leikið og þúsundir friðardúfna eru sendar á loft. Þykir ýmsum þetta skondið, þar sem hugsjónamaðurinn Garibaldi hafi átt litið sameiginlegt með ítölskum sósialistum nútimans, sem veki einkum á sér athygli núorðið með hneykslum. En Lýðveldisflokkurinn svokallaði, sem lýtur forystu Giovanni Spadolini, forsætisráðherra telur einnig Garibaldi á sinum snærum, þar sem maðurinn var jú lýðveldissinni þótt hann féllist á konungdæmi Viktors Emannuels til að skapa þjóðinni sameiningartákn. Og jafnvel kommúnistarnir reyna að eigna sér Garibaldi, sem var jú byltingarmaður þótt á annan veg væri en italskir kommúnistar nútímans, sem halda byltingunni lítt á lofti lengur. Erfiðast er um vik fyrir kristilega demókrata, því Garibaldi var nánast talinn skrattinn sjálfur í Páfagarði á sínum tíma og því fremur ósennilegur fylgismaður kristilegra demókrata. Munu þeir þvi hafa látið manninn í friði að mestu. Það eru hins vegar ekki aðeins stjómmálaflokkamir, sem flestir vilja eigna sér Garibaldi. Tveir smábæir á Ítalíu hafa nánast lent i styrjöld vegna deilu um, i hvorum bænum sá sögufrægi fundur átti sér stað árið 1860, þegar Garibaldi tilkynnti Viktor Emanuel formlega að landið væri sameinað. í sögubókum mun því almennt hafa verið haldið fram, að fundur þessi hafi átt sér stað í bænum Teano, en sagnfræðingar hafa upp á síðkastið hallast að því, að svo hafi alls ekki verið, heldur hafi þeir félagar hist í bænum Vairano. Og eldurinn logar nú þar á milli. Sjónvarp og útvarp á Ítalíu hefur lagt sitt af mörkum til Garibaldi-ársins. í útvarpinu hefur t.d. verið löng framhalds- dagskrá um Anitu Garibaldi, sem Guiseppe hitti i Suður-Ameriku og sem sumir telja, að hafi verið hinn raunvemlegi byltingasinnaði hvati í lifi hans. Og sjónvarpið hefur fengið höfund spaghettivestranna, Sergio Leone, til þess að gera mikinn sjónvarpsmyndaflokk um Garibaldi. Sá mun kosta um 70 milljónir króna islenskar. Eins og áður segir leggja ferðamálayfirvöld mikla áherslu á, að nú sé ár Garibaldi í tilraunum sinum til að auka ferðamannastrauminn, og beina ekki síst spjótum sínum að Suður-Ameríkumönnum, en í þeirra hópi er hann viða einnig dýrkaður sem hetja vegna þátttöku í uppreisnum gegn harðstjórom í Suður-Ameriku. Fjárfestingin i ár Garibaldis er mikil, en allir ero sannfærðir um að þeir muni græða vel. Fáir hlusta á mótmæli bamabarnabams Garibaldis. Sú heitir Erika Garibaldi og hefur fordæmt mjög allt það prang, sem einkennir það sem gert er til að minnast Garibaldi - mannsins sem einmitt hafði fyrirlitningu á öllu slíku, og sem var sendur i útlegð eftir að hafa sameinað ítaliu einmitt vegna þess, að hann gat ekki hugsað sér að ganga i eina sæng með forréttindastéttunum. Skyldi maðurinn ekki snúa sér við í gröf sinni? KaRNIVAL í KAUPMANNAHÖFN. Slíkar útihátiðir, sem á islensku eru víst nefndar kjötkveðjuhátíðir, hafa hingað til einkum verið haldnar i suðrænum löndum. Sú frægasta er að sjálfsögðu hátiðin i Rio de Janero í Brasiliu. En nú um daginn tóku Kaupmannahafnarbúar sig til og héldu eigin kjötkveðjuhátíð, karnival, oghún sló í gegn. Kaupmannahöfn breytti um svip og varð að suðrænni borg eina dagstund í sólskininu, þar sem fólk klæddist hinum fjölbreytilegustu búningum og dansaði samba á götum úti. Þessi hátíð mun einsdæmi á Norðurlöndum, að sögn danskra dagblaða, og er talið að um 200 þúsund manns hafi fyllt miðbæ borgarinnar við sundin meðan hátíðarhöldin fóro fram. Þeir, sem að hátíðinni stóðu, voro lika yfir sig ánægðir með daginn: „Þetta er ein besta og stærsta karnival í heimi“, sögðu þeir. „Aðeins Rio og Trinidag slá okkur út“. Sérstök nefnd sá um framkvæmd hátiðarinnar, og fékk til hennar umtalsverða fjárveitingu frá danska menntamálaráðu- neytinu, hátt í hundrað þúsund krónur. Ýmsir aðrir aðilar veittu einnig fjárstuðning, en samt sem áður náðu endar ekki saman og er talið að þar vanti 50-100 þúsund krónur. Það er annars forvitnilegt, að hugmyndina að þessari hátíð, sem tókst mjög vel nema hvað fjárhagshliðina varðar, kom ekki frá Dana, heldur englending. Það var John nokkur Little, sem hefur búið í Danmörku í nokkur ár, sem fékk þessa hugmynd i fyrra, og kom henni á framfæri. Og þar með fór skriðan af stað, en öll stjórn mála var i höndum 18 manna nefndar, sem kjörin var á almennum áhugamannafundi. Talsmenn nefndarinnar segja að útihátið af þessu tagi, þar sem allir geti verið með, sé stórkostlegt tækifæri til þess að fólk kynnist og gleðjist saman þótt það komi úr mjög ólíkum þjóðfélagshópum. Kamivalið hafi gert dönsku höfuðborgina mannlegri, i það minnsta i einn dag. Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.