Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 13. JUNl 1982 aii'iiiiiil menn og málefni Láglaunaf ólk tagar á aukinni verðbólgu Timamynd Róbert. Mikil áföU Eins og búast mátti við hefur viðtalið við Steingrim Hermannsson, formann Framsóknarflokksins, sem birtist hér i blaðinu á þriðjudaginn var, orðið fjölmiðlum mikið umtalsefni. Hin raunsæja lýsing Steingríms Her- mannssonar á efnahagsástandinu hefur gert mönnum ljósar en áður hversu gifurlegur efnahagsvandinn er. Menn voru að vísu byrjaðir að átta sig á þvi, að stöðvun loðnuveiðanna og stórfelldur samdráttur þorskveið- anna, hlyti að verða þjóðinni áfall. Alltof fáir höfðu hins vegar gert sér grein fyrir því, hvilikt áfall þetta væri. Það er orðið mönnum ljósara eftir hina glöggu lýsingu Steingrims Her- mannssonar á vandanum. Efnahagsvandinn hefur aukist geysi- lega síðan um áramótin, þegar ríkisstjómin gerði sér von um, að hægt væri að koma verðbólgunni niður í 35 af hundraði. Til viðbótar nær algerri stöðvun loðnuveiðanna, hefur komið stórfelldur samdráttur þorskaflans fyrstu fimm mánuði ársins. T.d. varð þorskafli togaranna ekki nema 3 þúsund lestir í maímánuði en hann varð 23 lestir i sama mánuði í fyrra. Haldi þannig áfram er hrun fyrir dymm. Jafnvel þótt þorskafli glæðist eitthvað siðari hluta ársins verður hann alltaf miklu minni á þessu ári en i fyrra Af þessum ástæðum em togararnir nú reknir með slikum halla, að tekjumar nægja aðeins fyrir greiðslu til áhafnar og á oliu. Verðlag hefur svo lækkað erlendis á mörgum útflutningsvömm sjávarút- vegsins og enn veit enginn hvaða verð fæst fyrir skreiðina, en meira hefur verið framleitt af henni nú en nokkru sinni fyrr. Allar horfur em á að verðið á skreiðinni lækki, ef hún þá selst. Horfumar hjá sjávarútveginum em því hinar ískyggilegustu. Nokkur bót væri i máli, ef staðan hjá öðmm atvinnugreinum væri skárri, en því er ekki að heilsa. Stóriðjufyrirtækin eru rekin með miklu tapi. Flestar aðrar greinar útflutningsiðnaðar vom reknar með vemlegu tapi á siðastliðnu ári. Iðnaðurinn er sannarlega ekki aflögu- fær. Hjá landbúnaðinum blasir ekki betra við. Þar mun hmn norska markaðarins fyrir kindakjöt valda hinum mestu vandræðum. Offram- leiðsla á dilkakjöti verður meiri á þessu ári en nokkm sinni fyrr. Fyrirsjáanlegt er að gripa verður til dýrra og róttækra aðgerða til að draga úr framleiðslunni. Almenn launahækkun eykur vandann Um áramótin gerðu menn sér vonir um nokkra aukningu þjóðartekna á þessu ári og miðuðu áætlanir við það. Nú er fyrirsjáanlegt, að þjóðartekjum- ar munu dragast saman á árinu um 2-3 af hundraði eða meira. Eftirgreind ummæli Steingríms Her- mannssonar i viðtalinu em þvi ekki ofsögð: „Fyrir launahækkunum er ekki til einn einasti eyrir í þjóðarbúinu. Staðreyndin er sú, að minna er til nú en var i fyrra. Ljóst er, að i stað þess að hækka laun, þurfum við. að dreifa þeim byrðum, sem af ástandinu skapast, sem sanngjamast á alla þegna þjóðfélagsins. Þá verða þeir að taka þyngstu byrðamar, sem þola mest. En ég fæ ekki séð að neinn hópur i röðum þeirra betur launuðu sé tilbúinn að taka siíkt i mál. Það er sama hvað samið er um. Það getur ekki orðið almenn kjarabót þegar þjóðartckjumar fara minnk- andi.“ Almenn launahækkun, sem ekkert er til fyrir, getur ekki endað nema á tvo vegu. Annað hvort verður að lækka gengið eða láta atvinnuvegina stöðvast. Fyrri kosturinn getur haldið atvinnuvegunum gangandi um stund, en hann mun leiða til stóraukinnar verðbólgu og meiri efnahagsvanda, sem getur ekki endað nema með hmni. Sá möguleiki hefði verið til og væri æskilegur, að aðeins þeir lægstlaunuðu fengu nokkra hækkun. Sú leið er hins vegar lokuð af þeim, sem betur em settir. Þeir heimta nú eins og áður meiri hækkanir en hinir, sem verr era settir. Fyrir valdi þeirra munu jafnt forustumenn Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands beygja sig nú eins og jafnan áður. Hlutur láglaunastéttanna Efnahagsþróunin hefur orðið sú á þessu ári, að verðbólgan er komin í um 50 af hundraði. Fyrirsjáanlegt er, að hún muni stóraukast enn á þessu ári, ef ekkert er aðhafst. Það mætti jafnvel búa sig undir það, að hún gæti á skömmum tima tvöfaldast, ef fylgt yrði óbreyttu visitölukerfi og við það bættist veruleg almenn gmnnkaupshækkun. Hér er óhjákvæmilegt að bregðast við af raunhyggju og einbeitni. Steingrimur Hermannsson segir í viðtalinu, að hann vilji ekki neinu spá um það á þessu stigi til hvaða ráðstafana verði gripið, en hann lýsir þvi siðar i viðtalinu sem sinni skoðun, að við næstu visitöluákvörðun verði að telja niður bæði verðbætur á laun, búvömverð og fiskverð og gera þá jafnframt hliðarráðstafanir eins og frekast er unnt til að bæta kaupmátt þeirra, sem lægst laun hafa. Bæði hér og víðar í viðtalinu leggur Steingrimur Hermannsson áherslu á að reynt verði eftir megni að tryggja hlut þeirra, sem minnst bera úr býtum. Það er þvi alrangt, sem hefur komið fram í túlkunum Svavars Gestssonar félagsmálaráðherra og Þjóðviljans, að Steingrimur Hermannsson hafi í við- talinu látið i það skína, að ekki eigi neitt að reyna að tryggja hlut láglaunafólks. Er verðbólgan kiarabót? Það kemur glöggt i ljós i umræðun- um um viðtalið við Steingrim Her- mannsson, að enn er reynt að viðhalda þeirri falstrú, að láglaunafólk græði á verðbólgunni. Þess vegna muni niður- talning á henni leiða til kjaraskerð- ingar. ^ Þessi fullyrðing er byggð á því, að láglaunafólk tapi ekki á verðbólgunni, heldur fái hana bætta með vísitölubót- um. Mörgum sinnum er þó búið að færa rök að því, að verðbætur samkvæmt framfærsluvisitölu nægja ekki til að bæta láglaunafólki tapið, sem hlýst af vaxandi verðbólgu. Því meiri, sem verðbólgan verður, því meira verður þetta tap láglauna- fólksins. Niðurtalning, sem dregur úr verð- ■ Verkfallsverðir að störfum. bólguhraðanum, dregur úr tapinu, sem verðbólgan veldur láglaunafólki, og tryggir jafnhliða atvinnuöryggið. Þetta sannaðist greinilega á síðast- liðnu ári, þegar gripið var til nokkurrar niðurtalningar í ársbyrjun. Það sýndi sig þá, að þessar ráðstafanir frekar juku kaupmáttinn en hið gagnstæða. Jafnframt styrktu þær atvinnufyrir- tækin og treystu þannig atvinnuörygg- ið. Það er ekki á góðu von, meðan stjómarandstæðingar og jafnvel sumir stjómarsinnar, ala á þeirri trú, að launafólk græði á verðbólgunni og þvi skipti það engu máli fyrir það, þótt verðbólgan fari upp i 70-80 af hundraði, eins og orðið hefði á síðastliðnu ári, ef engar efnahagsráð- stafanir hefðu verið gerðar. Þessu hefði þó bæði fylgt rýmun kaupmáttar og atvinnuleysi. Það má vel vera, að þeim stjórn- málaöflum veiti nú betur, sem telja fólki trú um, að það græði á almennum grunnkaupshækkunum, þótt ekkert sé til fyrir þeim, og að vaxandi verðbólga sé eiginlega fundið fé fyrir láglauna- fólk. Þessi stjómmálaöfl taka þá á sig ábyrgð þess, sem af því leiðir, en ekki þeir, sem vöruðu við hættunni og reyndu að afstýra henni. Staðaní gjaldeyrismálum steingrímur Hermannsson lýsti því greinilega í áðumefndu viðtali, að horfumar í peningamálum og gjald- eyrismálum væm ekki sist alvarlegar. Horfur em nú á, að gjaldeyris- tekjur þjóðarinnar rými um 15% á þessu ári. Það gerist svo á sama tíma, að eftirspum eftir erlendum gjaldeyri eykst stórlega. Hún hefur leitt til þess, að á fyrstu fjómm mánuðum þessa árs hefur gjaldeyrisstaða bankanna versn- að um 679 milljónir króna. Ekkert virðist draga úr eftirspurninni. Ef þannig héldur áfram blasir við eins konar gjaldþrot, sem mun hafa ófyrirsjáanleg vandræði og höft í för með sér. Viðskiptaráðherra hefur þegar gert ráðstafanir til að draga úr gjaldeyris- eyðslunni, t.d. hert reglur langtíma- lánanefndar. Neitað hefur verið mörg- um umsóknum um vinnuvélar og fleira af þvi tagi, sem nóger til af i landinu. Ein afleiðing þessa mikla gjaldeyris- útstreymis er sú, að fé hefur verið tekið úr bönkum í vaxandi mæli, en lítið hefur verið lagt inn í þá. Bankarnir eru komnir i um 500 milljóna króna skuld við Seðlabank- ann. Þeir hafa orðið að herða mjög ailar útlánareglur sinar. Þetta hefur ekki hvað sist bitnað ,á atvinnuvegun- um. Mörg atvinnufyrirtæki þola þetta ekki, enda litil sveigja, þegar afli dregst saman svo sem raun ber vitni. Steingrimur Hermannsson segir orðrétt um horfumar i peninga- og gjaldeyrismálum: „Ég tel að þetta ástand i peninga- og gjaldeyrismálum sé e.t.v. það alvarlegasta, sem að þjóðinni snýr í dag. Með svona mikilli ásókn i gjaldeyri, langt umfram það sem aflast, emm við að éta upp forðann. Enginn vafi er á að á þessu þarf að taka og það án tafar.“ Ríkisstjórnin Tíminn beindi þeirri fyrirspurn til Steingrims, hvort samstaða yrði innan ríkisstjórnarinnar, þegar liði á sumar- ið. Svar hans var: „Ég get fullyrt að öllum ráðhermm er fyllilega ljóst að til róttækra ráðstafana þarf að grípa. Við höfum átt nokkra fundi með efnahagssérfræð- ingum þeim sem fyrir ríkisstjómina vinna og í gangi em athuganir á öllum þeim liðum, sem ég hef nefnt. Auk þess er efnahagsnefnd okkar fram- sóknarmanna starfandi og þar er verið að móta ýmsar hugmyndir. Hvað gert verður ræðst m.a. af samningum vinnumarkaðarins og aflabrögðum. - Er rikisstjórninni sætt ef ekki næst samkomulag innan hennar um nauð- synlegar aðgerðir? - Með tilvísun til stjórnarsáttmálans og samkomulagsins frá því i janúar um efnahagsmál geri ég alls ekki ráð fyrir að rikisstjórnin komi sér ekki saman um aðgerðir í efnahagsmálum. Hins vegar að ef svo færi af einhverjum ástæðum, að samkomulag náist ekki, er ríkisstjórninni að sjálfsögðu ekki sætt, því þá stefnir allt efnahagslíf þjóðarinnar i voða.“ Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.