Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 12
SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982 12_____________ spurningaleikur „Galeiðuþræll hjá Almansur...” ■ Númer hvað skyldi þessi spurninga- leikur vera?Við erum ekki gefnir fyrir tölur, hér á Helgar-Tímanum. En hvað um það, here we go again! Formið er hið sama og fyrrum - við gefum vísbendingar að ákveðnu svari og fást fimm stig fyrir að hitta á rétt svar við fyrstu vísbendingu, takist það ekki liggur leiðin að þeirri næstu en hún gefur fjögur stig, sú þriðja þrjú stig, fjórða tvö stig og sú fimmta og siðasta gefur aðeins eitt stig. Athugið að gá aðeins á eina visbendingu i einu! Fyrir hálfum mánuði gerðist það að Magnús Torfi Ólafsson, sem ásamt öðrum hafði tekið þátt í spurningaleikn- um lesendum til samlætis.var sleginn út eftir ótrúlega sigurgöngu sem við vorum farnir að halda að yrði endalaus. Magnús hafði lagt hvern keppinautinn af öðrum mjög örugglega og i leiðinni sett stigamet sem seint verður slegið: 44 stig! Magnús var víst hálffeginn að losna undan þessari pligt en nú er að sjá hvað sigurvegarinn frá því siðast endist lengi - ef svo má segja. Við munum að hann entist býsna lengi i spurningaþáttum útvarpsins hér um árið: Baldur Símonar- son. Neðst á síðunni etjum við Baldri gegn fyrsta keppinaut sinum eftir að hann sigraði Magnús... Svör eru á bls. 29. En kikið ekki fyrr en önnur ráð eru fyrir bi! Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórða vísbending Fimmta vísbending I. spurning Þessi jurt er af sömu ætt og fífa og stör en verður meira en mannhæðarhá Hún mun varla hafa vaxiö norðar en á Sikiley og Suður- Italíu Af sömu ættkvisl er stofujurt sem er vinsæl á íslandi um þessar mundir Jurtin kom að góðu gagni hjá Egyptum, Gríkkjum og Róm- verjum Af tegundarnafni hennar er dregið algengt orð um algengt efni sem m.a. er notað i þetta blað 2. spurning Rússneska tónskáldið Rimskí- Korsakoff samdi synfóníska svitu með nafni þessarar konu árið 1888 Helstu upplýsingar um hana er að finna í ríti sem má rekja a.m.k. aftur á lOdu öld Faðir hennar gaf hana nauðug- ur húsbónda sínum fyrír konu og á hún að hafa ráðið því sjálf Hún vann fyrír lifi sinu með einum tima i næturvinnu í u.þ.b. tvö ár og niu mánuði Manni hennar þótti svo gaman að hlusta á hana segja sögur að hann timdi ekki að láta taka hana af lífi 3. spurning í þessum dal stendur Beina- kerling, ein sú frægasta á íslandi Þar eru einnig Hrúðurkarlar, Langihryggur og Sléttulág Og þar er Skúlaskeið Um dalinn liggur einn af hæstu fjallvegum á íslandi sem var ruddur fyrstur allra fjallvcga á landinu áríð 1830 Dalur þessi liggur milli jökl- anna Oks og Langjökuls 4. spurning Þessi kona var um tima gift hornaboltustjörnunni Joe di Maggio Hún lék ásamt Clark Gable í kvikmyndinni Misfits, það reyndist vera siðasta mynd þeirra beggja Annar frægur eiginmaður hennar var leikritaskáldið Art- hur Miller Miklum tröllasögum fer af ástarævintýrí hennar og Kenn- edys Bandaríkjaforseta Réttu nafni hét hún Norma Jean 5. spurning Hann þýddi: Mont Blanc er fjallanna hilmir há,/ sem hefur um aldir og ár/ setið hamrastól i,/ hans skikkja er ský... Og orti: Hvað er Hel -?/ Öllum likn, sem lifa vel -/ engill, sem til Ijóssins leiðir... Ennfremur: Ó, þá náð að eiga Jesúm/ einkavih i hverrí þraut... Og: Fósturlandsins Freyja,/ fagra Vanadís,/ móðir, kona, meyja,/ meðtak lof og prís! Hann líkti sjálfum sér við eitt eilifðar smáblóm með titrandi tár 6. spurning Þetta stöðuvatn hefur einnig verið nefnt Heiðmerkurhafið og Jarðbiksvatnið í nánd við hina fornu borg Qumran sem liggur við vatnið fundust geysimerk handrit fyrr á þessari öld Vatnið hefur ekkert útrennsli en vegna mikils hita gufar það svo ört upp að yfirborðið hækkar ekki Margir telja að borgirnar Sódóma og Gómorra hafi legið þar sem suðurhluti vatnsins er nú I vatninu þrífast ekki fiskar vegna seltunnar sem er um 7 prósent 7. spurning Þessi kappi var lengi galeiðu- þræll hjá Almansur, vesir á Spáni Þar eignaðist hann sverðið Blátungu og flutti klukku heilags Jakobs frá Spáni til Danmerkur Hann læknaði tannpinu Har- alds Danakonungs blátannar og að launum eignaðist hann dóttur hans Yrsu Eftir þessa frækilegu ferð í vesturveg fór hann aðra og ekki síðri i austurveg \ Sögu hans skráði þekktur sænskur ríthöfundur á bækur sem ekki eru óáþekkar Gerplu HaUdórs Laxness 8. spurning Þetta ár var Aldo Moro, leiðtoga kristilegra demókrata á Italiu rænt af félögum Rauðu herdeildanna. Jóhannes Páll fyrsti tók við páfadómi, en lést eftir aðeins 33 daga i embætti. 900 meðlimir í bandarískum sértrúarsöfnuði frömdu Ijölda sjálfsmorð í Guyana Jimmy Carter stóð fyrir Camp David-samkomulaginu milli ísraels og Egyptalands Og Reykvíkingar hrósuðu happi yfir að eignast loks pylsuvagn í Austurstræti 9. spurning Þessi eyja tilheyrir Chile, enda þótt 3000 kílómetra opið haf skilji þar á miili Eyjan telst hluti af Polýnesiu, næsta byggða eyja liggur í hvorki meira né minna en 1700 kílómetra fjarlægð Á eynni snuddaði Thor Heyer- dahl og setti siðan fram kcnningar i bókinni Akú-Akú Hann athugaði einkum mikil furðuverk sem þar eru, rísa- stóra greftunarpalla og stein- hausa sem umlykja þá Hollendingur nokkur fann eyjuna á einní stórhátið krist- inna manna og er hún nefnd í höfuðið á henni 10. spurning Drykkur þessi mun upprunnin í borginni Atlanta Að líkindum eru verkamenn i Guatemala ekki mjög áfjáðir neytendur hans Samsetning drykkjaríns er eitt- hvert best varðveitta leyndar- mál allra tima Nýkomið er á markaðinn hér afsprengi hans: Tab Drykkurinn er sagður hafa innihaldið kókain i fyrstu, örugglega koffin MAGNUSAR TORFABANI SLEGINN ÚT! ■ í siðustu keppni vann Baldur Simonarson það afrek að slá Magnús T. Ólafsson úr keppni, en hann hafði lagt hvern andstæðing- inn af öðrum. Gegn Baldri etjum við nú Oddi ólafssyni ritstjórnar fulltrúahér á Timanum. Keppnin varð mjög spennandi, enda stóðu . þeir sig báðir með ágætum. Úrslit urðu á þessa lund: 1. spurning - Hér tók Oddur forystuna, nauma að vísu, hlaut tvö stig, Baldur eitt. 2-1 2. spurning - Hér flöskuðu þeir báðir, hlutu ekkert stig. 2-1 3. spurning - Hér fékk Oddur fullt hús, en Baldur var ekki langt undan með fjögur. 7-5 4. spurning - Aftur hlaut Oddur fullt hús og Baldur fjögur. 12-9 5. spurning - Baldur saxaði aðeins á forskot Odds, 4-3. Staðan því 15-13. 6. spurning - Jafnir með fjögur stig. 19-17 7. spurning - Þessi vafðist fyrir þeim, Oddur eitt stig, Baldur alls ■ Baldur Símonarson ekkert. 20-17 8. spurning - Oddur fékk fimm stig en Baldur þrjú og allt útlit fyrir sigur Odds. 25-20 9. spurning - Báðir með fimm stig og Oddur að hafa það. En sú tíunda er eftir... 30-25 ■ Oddur Ólafsson 10. spurning Báðir með fullt hús og úrslitin ráðin. 35-30 fyrir Oddi Ólafssyni. Baldri þökkum við svo öldungis ágæta keppni. spurningar: eh með aðstoð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.