Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 18
18 immm SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982 Evrópu á siðasta keppnistimabili. Mið- framherjinn Andras Torocsik er frægur fyrir slæma hegðun á leikvelli en hefur lofað að „slappa af“ á Spáni. Aðrir helstu leikmenn ungverska liðsins leika með erlendum félögum - markvörður- inn Ferenc Meszaros leikur með Sport- ing Lissabon, varnarmaðurinn Gyozo Martos leikur ásamt Lárusi Guðmunds- syni hjá Waterschei í Belgíu og Laszlo Balint, markheppinn varnarmaður, leik- ur með Toulouse í Frakklandi. Ungverjar munu að líkindum veita Belgum harða keppni um annað sætið í þessum riðli. E1 Salvador t>að gæti kannski virst kraftaverk að menn stundi enn iþróttir í hinu striðshrjáða El Salvador, þar sem um 50.000 manns hafa týnt lífinu síðustu tvö árin. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti' sem E1 Salvador vekur athygli á sér fyrir knattspyrnu - 1970 braust út tiu daga stríð milli E1 Salvador og Hondúras eftir að E1 Salvador hafði tryggt sér þátttöku á HM i Mexíkó á kostnað nágranna sins. Það var með miklum herkjum að El. Salvador-liðið komst til Spánar í þetta sinn, fyrst sigraði það með naumindum í forkeppni undanriðils og varð svo í öðru sæti í sjálfum undanriðlinum með aðeins sex stig en betra markahlutfall. Sigurvegarinn í riðlinum var Hondúras, en þjóðirnar sem sitja heima voru Mexíkó, Kanada, Kúba og Haiti. Þjálfari E1 Salvador er Mauricio Rodriquez, sem lék með liði E1 Salvador í Mexikó 1970. í áðurnefndum undan- riðli skoraði lið E1 Salvador aðeins tvö mörk i fimm leikjum (eitt úr vafasamri vitaspyrnu) og fékk á sig eitt - sem hlýtur að benda til þess að vörnin sé sterk en sóknin veik... Riðill 4: í Bilbao og Valladolid England Gengi eTíska landsliðsins hefur verið svo misjafnt siðustu árin að erfitt er að spá um hvernig þvi muni reiða af á Spáni - stundum hefur liðinu gengið allt i haginn, en þá er oftastnær eitthvert stóráfall bak við næsta horn - líkt og tapið gegn Norðmönnum i riðlakeppn- inni. Eins og alkunna er hafa Englend- ingar verið illa fjarri góðu gamni i siðustu tveimur heimsmeistarakeppnum sem auðvitað þykir miður gott i þessu föðurlandi knattspymunnar. Og i þetta sinn var leiðin i undankeppnina ekki heldur bein og breið, enska liðið tapaði leikjum gegn Rúmenum og Svisslend- ingum auk Norðmanna og má þakka vegsemdina innbyrðis úrslitum i leikjum þessara þjóða. En Englendingar hafa góðan mann- skap, það efast enginn um, en aftur á móti er orðið langt síðan að þeir hafa getað stillt upp samstilltu og traustu landsliði og er þar ekki síst hinni ströngu deildakeppni um að kenna. Góður árangur enskra félagsliða í Evrópu- keppnum sýnir þó svo ekki verður um villst að knattspyrnan þar stendur með ágætum blóma, jafnvel þótt enskur fótbolti hafi löngum þótt stórkallalegri en sá evrópski. Allir islenskir knattspyrnuunnendur þekkja stóru nöfnin i enska liðinu mæta vel - markvarslan er ýmist í höndum Ray Clemence eða Peter Shilton, i vörninni tróna Liverpool-leikmennirnir Phil Thompson og nafni hans Neal, á miðjunni er liklegt að mæði helst á þeim Bryan Robson, Steve Coppell, Trevor Brooking og Glenn Hoddle og í framlínunni eru stjörnur á borð við Kevin Keegan, Paul Mariner, Trevor Francis og Tony Woodcock. Enginn þessarra leikmanna hefur tekið þátt i heimsmeistarakeppni áður, en allt eru þetta þó snjallir og reyndir leikmenn. Framkvæmdastjóri enska liðsins sið- an 1977 er Ron Greenwood, fyrrum leikmaður hjá Chelsea og þjálfari hjá West Ham. Það er vanþakklátt starf að vera landsliðsþjálfari Englands og Greenwood mun ætla að draga sig i hlé eftir keppnina á Spáni. Enska liðið er til alls liklegt - riðill þeirra er ekki sá sterkasti, en það gæti af einskærum klaufaskap fallið út þegar í fyrstu atrennu, ef því tekst að yfirvinna óstöðugleikann er hins vegar allt eins liklegt að það standi uppi sem sigur- vegari að lokum. Tékkó- slóvakía Tékkar búa að gamalli og góðri fótboltamenningu, árin 1934 og 1962 urðu þeir silfurhafar í heimsmeistara- keppnum. Nú birtast þeir aftur í úrslitum HM eftir tólf ára hlé. En á meðan hafa þeir þó sýnt að þeir kunna sitthvað fyrir sér á knattspyrnusviðinu - þeir urðu Evrópumeistarar 1976 og í þriðja sæti í Evrópukeppninni 1980. Tékkar komust áfram í úrslitakeppnina á markahlutfalli og máttu teljast heppn- ir, í síðasta leik sínum gerðu þeir stórmeistarajafntefli við Sovétmenn, en það nægði til að keppinauturinn Wales sæti eftir með sárt ennið hafandi gert jafntefli við ísland í Swansea. Þjálfarinn er Josef Venglos, sá sami og gerði Tékka að Evrópumeisturum 1976, hann tók aftur við liðinu 1978 eftir að hafa verið landsliðsþj álfari Ástralíu um nokkurt skeið. Þekktasti leikmaður Tékka er hinn leikreyndi Antonin Paneka, útsjónar- samur miðjumaður sem skoraði sigur- markið í EM 1976 úr vítaspyrnu. Hann leikur nú með Rapid Wien i Austurriki. í framlinunni hafa tvær gamlar kempur lengi átt drjúga samvinnu - Marian Masny og markavélin Zdenek Nehoda, fyrirliði Dukla Prag og leikreyndasti landsliðsmaður Tékka fyrr og síðar. Allir þessir leikmenn eru komnir á fertugsaldur og meðalaldur tékkneska liðsins þykir óvenju hár. Frakkland Frakkar hafa sjö sinnum tekið þátt i úrslitakeppni HM, en aðeins einu sinni náð umtalsverðum árangri - þriðja sæti i Svíþjóð 1958. Það var þá að Frakkinn Jean Fontaine setti markamet keppninn- ar fyrr og siðar, skoraði 13 mörk. Eftir nokkra lægð voru Frakkar með í Argentínu 1978 og veittu ítölum og Argentínumönnum mjög harða keppni í fyrsta riðli keppninnar. í þetta sinn urðu Frakkar i öðru sæti i sinum undanriðli, á eftir Belgum en á undan Hollendingum og írum og unnu alla sina leiki á heimavelli. Aftur á móti hefur árangur franska liðsins upp á siðkastið þótt heldur slaklegur, til dæmis töpuðu þeir um daginn fyrir Perúmönnum í Paris. Framkvæmdastjóri franska liðsins er Michel Hidalgo, einn af þremur fram- kvæmdastjórum frá 1978 sem enn heldur starfi sinu. Á gullöld fransks fótbolta var Hidalgo leikmaður með Reims og Monaco. Hidalgo hefur gert talsverðar breyt- ingar á liði sinu síðan ’78 - eins og þá óttast andstæðingarnir mest Michel Platini, 26 ára sóknarmann sem leikur með St. Etienne. Aukaspyrnur hans þykja þær hættulegustu í Evcópu. Kjarninn i vörninni er enn miðvörður- inn Marius Tresor sem leikur með Bordeaux og í sókninni eru þeir höfuðverkur markvarða Dominique Rocheteau, kantmaður sem hefur fært sig nær miðjunni, og hinn hugvitsami Didier Six. Margir af þekktustu leikmönnum Norður-írlands leika með enskum liðum og 'hafa margoft sést í íslensku sjónvarpi. Allir þekkja markvörðinn Pat Jennings, sem enn er í fullu fjöri þrátt fyrir að hann sé kominn hátt á fertugsaldurinn. Vörnin er sterk með þá Jimmy Nicholl frá Manchester og Chris Nicholl frá Sunderland í lykilhlutverk- um. Á miðjunni hafa þeir náð ágætlega saman Martin ONeill frá Norwich og Sammy Mcllroy, áður hjá Manchester United en nú hjá Stoke, og i framlínunni eru þeir helstir Gerry Armstrong frá Watford og Terry Cochrane frá Middlesbrough. Þetta er lítill og samstilltur hópur sem mætir til Spánar hafandi engu að tapa og getur án efa gert sterkari og stærri þjóðum ýmsar skráveifur. Kúwait Kúwait varð sigurvegari i Asiu-Eyja- álfu riðlinum og lagði þar m.a. að velli Kina, Nýja-Sjáland og Saudi Arabiu. Kuwait er fámenn þjóð og aðeins 14 félagslið starfandi í landinu - en oliuauðurinn bætir upp það sem vantar á mannskapinn. Alls mun Kuwait hafa varið um 30 milljónum í undirbúning undir heimsmeistarakeppnina, leikmenn liðsins fengu til dæmis Rolls Royce-bíla í bónus fyrir að sigra í riðlinum. Framgöngu sina geta Kuwaitbúar ekki hvað sist þakkað brasilska þjálfar- anum Carlos Alberto (ekki varnarmað- urinn sem var fyrirliði brasilsku heims- meistaranna 1970) sem var keyptur fyrir svimandi há laun og sannaði fyrst ágæti sitt þegar Kuwait komst í undanúrslit knattspymumóts Olympíuleikanna i Moskvu 1980. Þar töpuðu þeir naumlega fyrir gestgjöfunum Rússum. Til marks um getu kuwaitska lands- liðsins má geta að það gerði jafntefli við íslenska landsliðið á heimavelli nú i vor. Þá borguðu Kuwaitmenn brúsann og finnst fótboltinn ábyggilega skemmtilegt sport þótt dýrt sé. Riðill 5: í Valencia og Zaragossa Spánn Heimavöllur hefur löngum reynst drjúgur í heimsmeistarakeppni: Urugu- aymenn unnu keppnina á heimavelli 1930, sömu sögu er að segja af ítölum 1934, Englendingar urðu heimsmeistar- ar i London 1966, Vestur-Þjóðverjar i Múnchen 1974 og nú siðast Argentína í Buenos Aires 1978. Einnig hafa smá- þjóðir eins og Sviss, Sviþjóð og Chile náð furðu langt þegar keppnin hefur farið fram á þeirra heimaslóðum. Þvi er ekki furðulegt að margir telji Spánverja liklega til að ná langt á HM í sumar. Þótt Spánverjar hafi löngum átt mikil og fræg félagslið geta þeir ekki státað af miklum árangri í heimsmeistarakeppn- um. Þeir urðu i fjórða sæti 1950, en siðan hafa þeir aðeins þrisvar sinnum unnið sér rétt til þátttöku og alltaf fallið út i forkeppninni, nú siðast i Argentinu ’78. Þjálfari liðsins, Jose Santamaria, hefur löngum kvartað yfir þvi að undirbúnigstími landsliðsins sé ónógur og aðstaðan slæm, en hann veit líka að slíkar afsakanir muni hinir kröfuhörðu spænsku áhorfendur ekki taka til greina ef illa fer. Santamaria á sér annars nokkuð merkilegan feril að baki - hann lék fyrir Uruguay i heimsmeistarakeppninni 1954, gerðist síðan leikmaður hjá Real Madrid, spænskur ríkisborgari og lék níu sinnum með spænska landsliðinu. Hann tók við sem þjálfari eftir úrslit Evrópukeppninnar 1980. í fyrra fór hann með lið sitt i keppnisför um Suður-Ameriku, sem án efa hefur verið lærdómsrik þótt úrslitin hafi verið fremur óhagstæð fyrir Spánverja. Stjörnuleikmenn Spánverja þykja flestir hverjir heldur óstöðugir og mistækir - markvörðurinn Luis Arcon- ada hefur verið ákaflega klaufskur upp á síðkastið, en eftir siðustu Evrópu- keppni álitu margir hann besta mark- mann i heimi. í vörninni eru þeir helstir Rafael Gordillo, vinstri bakvörður, og Jose Ramon Alesanco, miðvörður sem nýverið var seldur frá Bilbao til Barcelona fyrir metfé. En frægustu leikmenn Spánverja eru leiknir og fljótir framlínumenn - Juanito og Carlos Santillana frá Real Madrid, þótt aðdá- endur Real Sociedad vildu frekar sjá þá Jesus Satrustegui og Roberto Lopez Ufarte i þeirra stað. Aðdáendur Barce- lona heimta aftur á móti að fá að sjá Quini, réttu nafni Enrique Castro, sem varð heimsfrægur þegar honum var rænt i fyrra. Hann hefur þó ekki fundið náð fyrir augum Santamaria í meira en ár. Júgóslavía Júgóslvar töpuðu aðeins einum leik á leið sinni í úrslitakeppnina - 0-2 gegn ítölum á útivelli - og urðu efstir í fimmta Evrópuriðlinum. Þjálfari Júgóslava er hinn þekkti Miljan Miljanic, sem var þrjátíu ár hjá Rauðu Stjömunni í Belgrad, fyrst sem leikmaður og siðan sem þjálfari. Hann stjórnaði júgóslav- neska liðinu í HM 1974, þjálfaði síðan Real Madrid með góðum árangri í þrjú ár, og tók síðan aftur við landsliði Júgóslaviu 1978. Núorðið er ein helsta útflutningsvara Júgóslava leikmenn sem leika með toppliðum viða um Evrópu, margir þeirra munu styrkja júgóslavneska liðið í sumar. Markvörðurinn Dragan Pantel- ic leikur með franska liðinu Bordeaux og er ekki aðeins þekktur fyrir að verja vítaspymur heldur einnig fyrir að skora úr þeim. Eitt sinn var hann um hríð markahæsti leikmaðurinn i júgóslav- nesku deildinni. Miðjuspili Júgóslava stjórnar Ivica Surjak sem leikur með St. Germain i París, ennfremur má búast við að einhver kunnugleg andlit úr ensku deildakeppninni verði í júgóslavneska liðinu. Af öðrum þekktum leikmönnum Júgóslava má nefna Zoran og Zlatko Vujovic, tvíburabræður sem leika með Hajduk Split, og framvörðinn Vladimir Petrovic sem hefur tvivegis verið kjörinn knattspymumaður Júgóslavíu. Undirbúningur Júgóslava undir HM hefur verið góður og markviss undir stjórn hins snjalla Mijanic, sem einnig hefur drjúga þekkingu á aðstæðum á Spáni. Það ætti því að vera óhætt að spá liðinu talsverðum frama. Norður- Irland Þrjú lið frá Bretlandseyjum keppa i heimsmeistarakeppninni á Spáni, en þau hafa ekki verið svo mörg síðan í Sviþjóð 1958 þegar þau voru fjögur. Norður-irska liðið varð í öðru sæti i fjórða Evrópuriðlinum, á eftir Skotum og á undan knattspyrnuþjóðum eins og Svium og Portúgal. Þó skoraði liðið aðeins sex mörk i átta leikjum sinum - gerði t.d. jafntefli 0-0 og 1-1 við Skota - en það nægði semsagt til. Framkvæmdastjóri norður-írska liðs- ins er Billy Bingham, sem sjálfur hefur reynslu af heimsmeistarakeppni síðan hann lék með irska liðinu á HM i Sviþjóð 1958. Þetta er í annað skipti sem hann þjálfar norður-írska landsliðið, en hann hefur einnig þjálfað Everton og gríska landsliðið. Hondúras Það er víst engin hætta á að „fótboltastríöið" frá 1969 endurtaki sig, þvi nú eru bæði Hondúras og E1 Salvador með i úrslitum HM. Hondúras í fyrsta sinn, en liðið varð efst i undankeppni sex liða úr knattspyrnu- sambandi Mið- og Norður-Ameríku og Karabíahafsins sem haldin var i Tegucig- alpa, höfuðborg Hondúras. Sigurinn var öruggur, liðið skoraði átta mörk og fékk á sig aðeins eitt og virðist öllu liklegra til afreka en lið nágrannans E1 Salvador. Framkvæmdastjóri Hondúras er Jose Herrera sem einkum hefur sótt þekkingu sina og aðferðir til Menottis Argentinu- þjálfara. Þekktastur leikmanna Hondúr- as utan heimalandsins er Gilberto Jeronimo Yearwood, ungur miðvörður sem leikur með spænska liðinu Vallado- lid, en aðra leikmenn hefur Herrera sótt á heimaslóðir. Riðill 6: í Malaga og Sevilla Brasilía Brasiliumenn eru eina þjóðin sem hefur tekið þátt i öllum heimsmeistara- mótunum og sigrað þrivegis, eða oftar en nokkur annar, - i Sviþjóð ’58, Chile ’62 og Mexikó ’70. Ennfremur hafa þeir einu sinni unnið silfurverðlaun og tvívegis brons. Brasilía átti fyrsta liðið sem tryggði sér sæti á Spáni i undankeppninni, liðið lék i riðli ásamt Bólivíu og Venezúela og tapaði ekki stigi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.