Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 21

Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 21
SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982 a'ntaiii* 21 skák Gamlingjarnir spjara sig ■ Átti ég ekki eftir að birta lokastöðuna frá Bugojno: 1. Kaspa- rov 9.5, 2.-3. Ljuboievic og Pólúga- évskíj 8, 4.-5. Spasskíj og Húbner 7.5, 6.-8. Andersson, Petrósjan og Larsen 7, 9. Ivanovic 6,10. Timman 5.5, 11.-12. Najdorf og Kavalek 5, 13. Gligoric 4.5 og 14. Ivkov 3.5. Ég er auðvitað óánægður með frammi- stöðu mína en sótti þó í mig veðrið eftir því sem á leið. Undir lok mótsins skorti mig einbeitni og ég glutraði vinningsstöðum gegn Spasskíj og Petrósjan. Atburðir sem ekki snerta skáklistina koma þar við sögu. Siðasta umferðin. Barist til siðasta blóðdropa. Fyrir tveimur árum varð Gligoric neðstur á móti i Bugojno og nú leit lengi út fyrir að hann yrði að sætta sig við að verma neðsta sætið á nýjan leik. Það eru lika ýmsir veikir púnktar í byrjana- kerfum hans. En i síðustu umferð bjargaði hann sér með þessari skák, Ivanovic hefur svart. 1. d4 - d5 2. c4 - e6 3. R13 - Rf6 4. Rc3 - Be7 5. Bg5 - 0-0 6. e3 - Rbd7 7. Hcl - He8 (Venjulegast er c6, eða jafnvel a6. Hróksleikurinn er frá aldarbyrjun, Lasker tefldi svona. En hann nældi sér líka oft i vafasamar stöður með þessu...) 8. Bd3 - c6 (?) 9. 0-0 - dxc4 10. Bxc4 - Rd5 (Svartur fylgir meginlínum teóríunnar, He8 og hvítri hrókun hefur bara verið skotið inn í. Mjög slæm hugmynd.) 11. Bxe7 - Dxe712. Re4 - R5f613. Rg3-c5 (?) (Kannski var 13. - b6 14. e4 - Hd8 best.) 14. e4 - Hd8 (Hinn hugsunarsami getur frá og með þessum leik litið á 7. He8 sem tempótap.) 15. e5 - Re816. Hel - cxd4 17. Dxd4 - b6?? (Ivanovié er sóknarskákmaður og í vörninni er hann enginn Lasker. Staðan var erfið en baráttunni mátti halda áfram með Rb6 eða Rf8. Hvað gerir hvitur nú?) Wí m HriW0k rm H 0 ö s að ákveða það. Maður á ekki alltaf að vera að breyta reglunum segir hann. Skákinni lýkur ekki fyrr en eftir átta tima, nákvæmlega á miðnætti. Á hótelið að borða. Najdorf segist vera þreyttur. Hann ætlar ekki að tefla á fleiri skákmót- um. Tveimur timum síðar uppgötvar hann að hann missti af vinningi í tímahrakinu. Hreinasta kjaftæði, en ég þykist vita um hvað hann er að tala. Fram með skákborðið. a b c d(e f g h 18. Rf5! - DI8 (Eftir 18. - exf5 19. e6 - fxe6 20. Hxe6! vinnur hvitur lið.) 19. Dh4-f6(Vonlaust. En sama má segja um 19. - Bb7 20. Re7+ - Kh8 21. Rg5 - h6 22. Rxe6.) 20. Bxe6+ - Kh8 21. Bd5 og Ivanovié gafst upp. Áhorfendur í Bugojno fögnuðu Gligoric vel og lengi, enda er maðurinn ótrúlega vinsæll i sinu heimalandi. Og eins og ég hef frá sagt varð hann i öðru sæti (á eftir Ljuboievic) á skákþingi Júgóslavíu í ár svo hann er enn i fullu fjöri. En fleira gerðist i síðustu umferð. Hubner sigraði þreytulegan Ivkov. Timman hafnaði tvívegis jafnteflis- boði Pólúgaévskíjs sem auðvitað sigraði að lokum og var, sér til undrunar, kominn i annað sætið. Eftir fimm tima taflmennsku er skák mín og Najdorfs ein eftir. Skákstjóri kemur og spyr hvort við viljum matarhlé, ég læt gamla manninn um abcd_efgh Framhaldið varð: 36. - Bf8 37. h4 - Dc8(?) 38. Dxc8 - Hxc8 39. Rd3 - f6 40. Ha2 - K17 41. g4 - Ha7 42. Kg2 - Hb7 43. Bg3 - Rb5 44. Ha5 - Rc3 45. Hcal - Re4 46. Ha7 - Hxa7 47. Hxa7+ - Kg8 48. Hb7 - c5 49. dxc5 - Rxc5 50. Rxc5 - Bxc5 51. Hd7 - Bf8 52. Bc7 og ég vann eftir 80 leiki. En, sagði Najdorf: 36. - Rb5 37. Hxa6 - Hxa6 38. Ra4 - Hxa4 39. bxa4 - Rc3. Svartur vinnur! Nei, Don Miguel, þetta er gildra! Eftir 40. a5! vinnur hvitur. Og leiki svartur 37. - Rb5 fær hvítur amk. peð yfir ef þú fórnar skiptamun. Þetta róar hann. Staðan var hvort eð er ekki sterk, c6 er slæmur veikleiki. Tveimur dögum síðar erum við komnir til Sibenik. Þessi gamalgróni staður við Adríahafið hefur aldrei upplifað annað eins. Ásamt Ulf Andersson teflum við allan daginn. Fyrst gegn skólanemum, þá gegn hermönnum og að lokum teflir Najdorf gegn ellilifeyrisþegum. Honum liggur mikið á, þarf að komast til Rómar, Parisar og New York i viðskiptaerindum. Læknir einn horfir áhyggjufullur á hann. 72ja ára, þrjú fjöltefli, mikill hiti. „Mér líður frábærlega. Og ég ætla að tefla á fleiri skákmótum! Hvenær kemur þessi bill til Dubrovnik?" Loks úrslit á skákmótinu i Dort- mund. Það er bannað að tefla skák í íran Khomeinis svo Mehrshad Sharif er skákþjálfari í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Og kannski er hann sinn eigin besti þjálfari: 1. Hort 8.5 af 11, 2. Rómanisjin 8, 3. Psakhis 7.5, 4. Sharif 6.5, 5.-6. Karlsson og Marjanovic 6, 7.-8. Keene og Ostermeyer 5.5, 9. McCambridge 5, 10. Lobron 4, 11. Barczay 2, 12. Cuartas 1.5. Og ég átti alltaf eftir að segja frá úrslitum á nýársskákmótinu í Reggio Emilia á ítaliu. Þau teljast til tiðinda vegna þess að ungi Austurríkismað- inn Dur sigraði, varð m.a. á undan sovéska stórmeistaranum Rafael Vaganjan. Dúr er ekki keinu sinni orðinn álþjóðlegur meistari ennþá. Bent Larsen, stórmeistari, skrifar um skák Auglýsið í Tímanum ísvél og Popkornsvél óskast til kaups sem fyrst. Upplýsingar í síma 94-7751 Tónlistarskóli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar Tónlistarskóli Eskifjarðar og Reyðar- fjarðar óskar að ráða kennara á pianó og orgel. Fleiri kennslugreinar koma til greina. Umsóknir eða fyrirspurnir sendist i póst- hólf 24 Eskifirði. Upplýsingar i sima 97-6324. Skólanefnd MAMIYA U ER FÆDD. HUN ER 35MM, 11,5CM Á BREIDD, 6,5CM Á HÆÐ, VEGUR 230G OG SEGIR BÍÍÍB! Náðirðu öllu þessu? Þó nýja MAMIYA U sé.eins og þú sérð, ótrúlega fyrirferðar- lítil, er hún samt meðal fullkomnustu 35 mm myndavéla á markaðnum. Enda má segja að fæðing hennar hafi gengið framar vonum í alla staði. Hún er hlaðin tækninýjungum þó hún beri það ekki utan á sér. Engu var til sparað svo þessi knáa myndavél yrði eins auðveld í meðförum og skilaði jafn frábærum myndum og raun ber vitni um. 1 Mjög fullkominn Ijósmælir vinnur með lokaranum sem stillir á réttan hraða og Ijósop eftir birtuskilyrðum hverju sinni alltfráf. 2,8 á hraða 1/8 úrsek. til f. 16 á hraða 1/500 úr sek 2. Þegar hraðinn fer niður fyrir 1/30 sek. lætur vélin vita að nota þurfi þrífót eða flass með því að gefa frá sér bæði hljóð (bíííb) og Ijósmerki. 3. Mjúkur afsmellari kemur í veg fyrir að vélin hreyfist þegar smellt er af og gefur því skarpari myndir. 4. Innbyggt lok fyrir linsuna. Ef lokið er fyrir er ekki hægt að smella af. 5. Sjálftakari. 6. Fyrirferðariítið verð, aðeins kr. 1810.- MAMIYA U - TEKUR ALLT NEMA PLÁSS. I” ——— o T1 > * 2 cn HfíNS PETERSEN HF H i 3J I m Í2 BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR AUSTURVER UMBOÐSMENN S. 20313 S. 82590 S. 36161 UMALLTLAND

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.