Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982 22 á bókamarkaði ThePARJSREVIEWÍ KINGSLEV AMIS-JOHN CMEEVB? |S JAMES DICKEY-JOAN DIDION WILUAM GASS * HENRY GREEN JOSEPH HEU.ER. JERZY KOSINSKI ' • ARCHI8AID MACIBSH * DA8E0 NESUDA JOYCE CARCK. OAIES ISAAC BASHE VIS SfNGER • I8WIN SHAW ’ GÖRE VIOAl • P G. WODEHOUSE EdHecl by Geotge Hlmpton mmí William Golding: Rites og Passage. Faber & Faber 1982 ■ Þessi nýjasta skáldsaga Goldings þykir aðgengilegri öllum almenningi en bækur hans hafa verið, æ síðan Lord of the Flies kom út. Rites of Passage kom fyrst út í Bretlandi í fyrra og fékk mikið lof gagnrýnenda, sem veittu henni hin eftirsóttu Booker-bókmenntaverðlaun, og almennings. Golding sagði sjálfur um bókina að hún væri „einhvers konar sjó-saga“ og má það til sanns vegar færa. Hún gerist fyrir sirka 150 árum eða svo, um borð i gömlu herskipi Breta sem nú flytur farþega til Ástralíu. Söguna segir Edmund Talbot, ungur yfirstéttarstrák- ur, í formi ferðasögu til guðföður sins og ber margt til tiðinda. Persónurnar eru margar og liflegar, frásögnin oft mjög skemmtileg og Golding kann hvað sem öðru líður að skrifa góða ensku. Það segir sig sjálft að söguna má skoða i táknrænum skilningi, siglingin verður e.k. ferðalag i gegnum lífið, manndóms- vigsla stráksins. Writers at Work - The Paris Review Interviews. Penguin 1981 ■ Við höfum áður getið þessarar bókar og bókaflokksins Writers at Work að góðu hér í blaðinu. 1 þessum bókum eru viðtöl sem útsendarar tímaritsins Paris Review hafa við þekkta rithöfunda um vinnubrögð þeirra, ævi, skoðanir á lifinu og tilverunni og þó kannski ekki sist öðrum rithöfundum. Mörg þessara við- tala eru ómetanlegar bókmenntasöguleg- ar heimildir - nefnum viðtal við franska höfundinn Céline, gamlan og skapvond- an, Evelyn Waugh á náttfötunumog Jack Kerouac drykkjusjúkan og aðframkom- inn. Þetta er fimmta bókin i röðinni og ekki alveg laust við að nokkur hörgull sé farinn að verða á viðmælendum. Alla- vega eru hér i bland frábærir rithöfundar eins og Pablo Nerunda, Isaac Bashevis Singer og P.G. Wodehouse (jú, hann var frábær) og svo aðrir lakari eins og Joan Didion, Joyce Carol Oates, Jerzy Kosinski og Gore Vidal. En þær eru ósvikin skemmtilesning þessar bækur - fyrir utan allan fróðleikinn. Evelyn Waugh: Brideshead Revisited. Penguin 1981 ■ Það getur vart liðið á löngu þar til sögupersónurnar í Brideshead Revisited verða orðnar heimilisvinir flestra íslend- inga, því nú hafa Bretar gert mikla sjónvarpsþætti eftir þessari vinsælu skáldsögu Evelyn Waugh eins og þeim einum er lagið. 1 einu aðalhlutverkinu er ekki minni maður en sjálfur Laurence Olivier. Kannski er Brideshead Revisit- ed ekki besta bók Wauhgs, en hún er ábyggilega sú mest lesna, enda er þetta örlagasaga heillar fjölskyldu með róman- tisku ivafi. Waugh snerist til kaþólsku árið 1930 og áhrif úr þeirri áttinni gera mjög vart við sig í bókinni, eins og T.S. Eliot sér Waugh i verðmætum kaþólskr- ar trúar lausn frá glundroða nútímans. Kaþólsk fjölskylda, ástir, heimstríð, hnignandi yfirstéttarlíf, stór örlög...ég hlakka til að sjá sjónvarpsþættina. IlowtofrvofdíljíiHj Clilf Parker: How lo avoid flying. New English Library 1982 ■ Ertu hræddur við að fljúga? í þessari bók segir að svo sé um áttatíu prósent allra farþega, undaskilin séu aðeins börn, elliær gamalmenni og þeir sem hafa verið svo forsjálir að drekka sig dauða. Á bókarkápu segir að þetta sé bókin fyrir þá sem vita undir niðri að Wright bræðurnir höfðu á röngu að standa. Hins vegar er líka tekið fram að tölur sýni að fleira fólk deyi úr elli á flugvöllum en i flugslysum og að það sé öruggara að ferðast með flugvél en að riða á asna. En það er svo margt annað sem getur komið upp á í flugferðalagi - flughafnir eru staðir þar sem fólk týnir öllu, ekki sist sjálfu sér, starfsmenn á flugvöllum og í flugvélum geta reynst skeinuhættir, annað hvort með yfirdrifinni alúð eða hreinræktaðri skapvonsku. Og svo má ekki gleyma öllum þeim hættum sem stafa af samferðalöngunum. Þessi bók gefur nokkur hollráð um hvernig menn eigi að komast heilir á húfi úr flugferðum og reifar flestar hliðar ferðalagsins. En ekki læknar hún mann af flughræðsl- ■ Bxkumar hér að ofan eru fengnar í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Tckið skal fram að hér er um kynningar að ræða en öngva ritdóma. listahátld ■ Ivo Pogorelich: „Eg er snjallasti ungi maðurinn í heiminum.“ „Maðurinn er séní!” — Ivo Pogorelich, næsta óvenjulegur píanóleikari, treður upp á Listahátíð ■ Svo James Galway viðbeinsbrotnaði en í staðinn kemur Ivo Pogorelich á Listahátíð. Júgóslavi í stað {ra, píanó í stað flautu. Það verða tónleikar í Laugardalshöll á mánudagskvöld 14. júní og hefjast klukkan hálfníu, þar ieikur Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn David Measham og Pogorelich er einleikari, eftirfarandi verk verða leikin: forleikur eftir Rossini, píanókonsert númer tvö i f-moll eftir Chopin, sinfónía númer 44 í e-moll eftir Haydn og loks Dádýrasvítan eftir Francis Poulenc. Ivo Pogorelich - aðeins 24ra ára! - er að mörgu leyti óvenjulegur pianóleikari, það ber svo vel í veiði að i ágúst i fyrra birtum við Helgar-Tímamenn sexdálka grein um hann, við skulum nú gripa niður á nokkrum stöðum í þeirri grein. „Eins og stiginn útúr Oscar Wilde“ „Hann er uppábúinn eins og popp- stjarna. Er klassisk tónlist tekin að læra á stjörnuleiki popptónlistarinnar? Nú orðið leikur hann alltaf á pianó fyrir troðfullu húsi, yfirleitt ganga áhorfend- ur af göflunum af hrifningu, það mætti frekar álykta að Rolling Stones væru á ferðinni en ungur Chopin-túlkandi. Enda er það einna helst ungt fólk, jafnaldrar Ivo Pogorelich, sem kemur til að hlýða á hann. Á tíma skefjalausrar tæknilegrar fullkomnunar i hljóðfæra- leik þykir hann slá á nýja strengi. Það er ekki bara að maðurinn sé laglegur, óneitanlega meira spennandi en kjól- klæddir pianóleikarar, enda viðbrögðin i samræmi við það, heldur þykir lika fersklegt að heyra klassiska tónlist túlkaða af einlægni og af fítónskrafti á þessum tíma virtúósanna... Hann gengur fram á sviðið, klæddur í niðþröngar gallabuxur, hlammar sér á pianóbekkinn líkt og á barstól og lætur hendurnar dansa yfir nótnaborðið á Steinway-flyglinum... Hann lætur allt fjúka, kveðst ekki hafa minnimáttar- kennd gagnvart neinum píanóleikara i heiminum, hann er drjúgur með sig og sér ekkert óeðliegt við það, segist „láta áheyrendum loks í té raunverulegan píanóleik eftir að þeir hafa orðið að láta sér lynda allt allt of mikla meðal- mennsku." Jafnframt er hann allhress með eigið útlit sem hvort tveggja speglast i gljábónuðum flyglinum og í blaðaummælum. „Klaus Kinski meðal píanista“, sagði Reinischer Merkur. „Stertimenni, eins og stiginn út úr Oscar Wilde“, stóð í Newsweek. Og Stern skrifaði, sem og reyndar fleiri: „...lítur út eins og yngri bróðir rússneska balletdansarans Nurejevs." Flestar um- sagnirnar eru í þessum dúr, menn vita ekki alveg hvernig þeir eiga að taka þessu fyrirbæri... „200 árum á undan tímanum!“ Klæðaburðurinn er lika harla óvenju- legur i kreðsum klassískra tónmennta. Þegar piltungurinn frá Zagreb ieikur einleik er hann oftast nær klæddur i leðurbuxur og hvítan smóking-jakka frá klæðskera sínum í Amsterdam, undir jakkanum er hann í italskri silkiskyrtu með uppbrettum flibba og með til- gerðarlega bindisómynd um hálsinn. En á stórhátiðum, likt og þegar hann leikur með hljómsveitinni í Stuttgart, iklæðist Pogorelich kjólfötum... Við slik tæki- færi má líka greina i fari hans eilitið meiri hógværð en þegar hann er einn um hituna á einleikstónleikum... Hann segir: „Menn eins og Swatoslav Richter og Emil Gilels hafa enga ekta list fram að færa, þeir láta ekkert eftir sig.“ Hann vill meina að aðeins hjá átrúnaðargoði sinu Vladimir Horowitz megi finna „raunverulega upphafn- ingu“, þar sé að finna „list sem er upplifuð út í æsar, sem er frumleg en ekki aðeins eftiröpun." Hann klappar sjálfum sér á kollinn með einhverjum tónvisustu fingrum siðustu ára: „Ég er snjallasti ungi maðurinn í heiminum!“ Þetta er ekki bara meinloka sem hann hefur talið sjálfum sér trú um. Blaðaum- mælin eru í svipuðum dúr: „Hamingju- hrólfur!“ „Stórskrýtið séní.“ „Segul- mögnuð persóna.“ „Stórkostleg uppá- koma!“ „Ótrúleg tækni!“ „Öll tæknileg vandamál verða að barnaleik í höndun- um á honurn!" „Spilar eins og heil hljómsveit!“ „Er 200 árum á undan timanum!" Svona skrifar heimspress- an... Hálf dómnefndin gaf hæstu einkunn, hinn helmingurinn þá lægstu! Ivo Pogorelich tók þátt í Chopin- pianóleikunum í Varsjá í fyrrahaust (þ.e.a.s. árið 1980). Hann varð ekki i fyrsta sæti, vann ekki einu sinni til verðlauna. Þegar hann lauk leik sinum þá klofnaði dómnefnd þessarar virðu- legu og hátt skrifuðu keppni í tvennt. Fjórir gáfu hæstu einkunn og aðrir fjórir lægstu einkunn, þar með var hann úr leik. Einn dómnefndarmeðlimur, Martha Argerich, sem sjálf hlaut verðlaunin i Varsjá 1965 og er að skapferli eigi allólík fallistanum Pogore- lich, upphóf áköf mótmæli, fór í sjónvarpið og sagði þetta hneyksli. „Maðurinn er séní,“ sagði hún án þess að hika. Þar með var komið slagorð sem umboðsmenn hafa notað sér óspart. Tónlistarfélagið í Varsjá reyndi að forða þjóðarskömm, maðurinn var jú orðinn viðurkenndur snillingur á al- þjóðavettvangi, með því að úthluta fallistanum sérviðurkenningu fyrir „ein- staklega frumlega píanógáfu". í flýti var efnt til sérstakra tónleika, þangað komu að bragði 3000 aðdáendur. Hundruðum saman umkringdu þeir sviðið og hróp- uðu: „Ivo! Ivo! Ivo!“ Einhverjir tóku sig til og máluðu nafnið hans á veggi, eftir að hann hafði verið hylltur ákaft í tuttugu mínútur var hann fluttur á hótelið undir lögregluvernd... Það var ekki bara tæknin - „nauðsyn- leg en heldur ekki meira,“ segir hann sjálfur - eða skortur á hefðbundinni tækni sem olli því að Pogorelich náði ekki lengra i Varsjá. Heldur líka það að hann setti sig upp á móti kennisetning- um sem nú eru hvað mest í heiðri hafðar, að nóturnar séu afsprengi tæknilegrar fullkomnunar og þurfi að umgangast sem slíkar, en ekki lyklar að innstu hólfum hjartans. „Yil skilja eftir mig spor eins og Tító...“ Nú á dögum spila menn á píanó af meira öryggi en nokkum tíma hefur áður heyrst, en ennfremur hefur aldrei heyrst jafn mikil og leiðinleg síbylja. Nákvæmni og samviskusemi eru fyrstu boðorð pianistans í dag, sem oft er ekki annað en vandlega dulin hugmyndafá- tækt. Þannig slá flestallir góðir pianistar nótnaborðið á sama hátt, afbragðsvel tæknilega séð - en taka um leið enga áhættu. Virðingin fyrir því sem í nótnabækur er skrifað hefur borið túlkunina ofurliði. Pogorelich tekur áhættu, leggur sjálfan sig allan i það sem hann spilar hverju sinni - þannig vekur hann veika von um að kynslóð hans geti fundið túlkun á tilfinningum sínum i strengjum slaghörpunnar... Fyrir Pogorelich er ekkert jafn mikilvægt og hann sjálfur og ekkert viðlika alvarlegt og tónlistin sem hann spilar sjálfur. Hann vill kenna, hugsa, „verða betri og betri“, „ná fram nýjum hljómi úr pianóinu", „uppgötva Moz- art upp á nýtt...“ Hann vill spila öll klassísku tónskáldin að hætti Pogore- lich, marka spor i sögu. pianósins - „skilja eftir mig spor eins og Tító“. „Hann virðist hafa alla burði til þess.“ Það verður líklega sjón að sjá i Laugardalshöllinni á mánudag... eh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.