Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 25

Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 25
SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982 25 jerlend hringekla boys. Peir voru að yfirgnæf- andi meirihluta úr verka- mannastétt (Nonni Lennon vildi vera einn þeirra), og sem einkennisbúning tóku þeir fatasnið sem upphaflega hafði verið hannað fyrir yfirstétt- arspjátrunga: the Edwardian suit. Og nú tekur Elo Nielsen til máls að nýju: „Fatastíll þessi byggðist upp á fremur siðum, þröngum jakka, þröngum buxum og hvitri skyrtu með bindi sem hnýtt var svokölluðum Winds- or-knút. Teddarnir keyptu föt þess notuð og breyttu þeim siðan rækilega. Jakkinn var sikkaður, fóðrið var oftar en ekki úr skræpóttu flaueli, þeir smurðu feiti í hárið á sér og greiddu i piku. Útkoman var einhvers konar blanda af klæðnaði yfirstéttarinnar og verkalýðsins, og var tilgangur að gera gys að klæðaburði hinna finu. Undir niðri bjó svo draumurinn um að vera tekinn gildur af samfélaginu." Allir strákarnir saman í hóp! Spekingslegt. En aftur af stað: „í stað bindisins kom oft á tíðum lykkja af einhverju tagi, stundum reimar, en slíkt er tákn spilamannsins í amerísk- um vestrum. Spilamaðurinn stendur yfirleitt utan þjóð- félagsins, eins og ensku tedd- amir, en kunni samt að notfæra sér það. Og nefna má að ekki var hugsanlegt að gera tedda nokkuð verra en hia á tauið hans. Slikt leiddi í nokkrum tilfellum til mann- drápa. Það sem við kunnum að lita á sem saklaust spaug var fyrir teddana alvarleg árás á sjálfsvitund þeirra og þeir bmgðust við af hörku. Sama má segja um „skinheads“ sem skutu upp krúnurökuðum koll- inum nokkru síðar: stór hluti af orku þeirra fór í að mynda sér, og fylgja síðan, formúlum i klæðaburði.“ „Skinheads" em enn við lýði: krúnurakaðir, leður- klæddir, gera sér far um að vera brútal og grófir bæði í framkomu og útliti: gripa oft til ofbeldis. Og em stoltir af ímynd sinni, það gefur að skilja. Nielsen enn: „Líta má á „skinheads" sem tilraun til að halda í verkalýðs- menninguna, halda í gildi sem annars er hætt við að hverfi" - nefnilega macho móral, allir strákamir saman i hóp! - „Með því að skipa sér í flokka tókst þeim að halda hinum mjög svo mikilvægu hópein- kennum sem, með síauknum breytingum á samfélaginu, hlutu að Iáta undan siga.“ Hver einasta neðanmáls- menning af því tagi sem hér er sagt frá er í rauninni tilraun til að skapa nýtt ritúal í stað þeirra sem eiga undir högg að sækja. En ritúöl hafa að visu aldrei leyst neinn vanda. Eða er það? Allur máttur úr pönkinu? Þeir visu fræðimenn sem þetta rannsaka af einhverjum ástæðum gera auðvitað grein- armun á þessari unglinga- menningu og hinni. Annað- hvort væri nú. Það má til að mynda skipta þeim i þá sem tjá óánægju sina og óöryggi með sérstökum klæðaburði og tónlist, og hina sem reyna að skapa frá grunni „alternatifa" menningu og þarf varla að taka fram: miklu betri. Hipparnir voru slíkir. Og þó pönkarar virðist ef til vill vera niðurrifs- seggir hinir verstu má greina með þeim markvissar tilraunir til að búa til eigin stil - í tónlist, bókmenntum, lifinu sjálfu. Elo Nielsen: „Pönkið er i vissri írónískri fjarlægð frá sínum eigin stíl og krefst þess yfirleitt að afstaða sé tekin til vandamála sem við blasa. Þannig hafa textar pönkhljóm- sveita næstum alltaf eitthvert þjóðfélagslegt innihald, en sú var ekki raunin um hinar stóru rokkhljómsveitir áratug- arins á undan.“ — Um neðanmálsmenningu unglinga: hippa, pönkara, tedda o.s.frv. Bandarísk leyniþjónusta veitti 300 nasistum hæli eftir stríð ríkjunum. Bandaríkin hrós- uðu sigri: „Okkar menn,“ sagði John Loftus, „náðu i alla nasista- stjórnina í Hvíta-Rússlandi; forsetann, varaforsetann, ráð- herrana, fylkisstjórana, borg- arstjórana og lögreglustjórana. Þeir búa nú allir í Bandaríkjun- um. Á fyrstu misserunum eftir stríðið vorum við því i næsta fáránlegri aðstöðu. Hluti leyni- þjónustu okkar lagði sig allan fram um að finna stríðsglæpa- menn nasista, en annar hluti gerði það sem hann gat til að fela þá til að geta teflt þeim fram í kalda stríðinu gegn Sovétmönnum." Níxor var kunnugt un núAVS Og það vill svo undarlega til að þó fortíð þessara manna sé nú öllum kunnug, þá er ekkert hægt að gera. Hvorki virðist ■ ...en Nixon lét það gott heita - eius og fleira. unnt að sækja 300-mennina til saka, né flytja þá úr landi. Árið 1980 var reynt að fá einn þeirra, Tsjerím Súbzókov, fluttan úr landi en málið fór út um þúfur þegar CIA viður- kenndi að stofnuninni hefði verið fullkunnugt um fortið hans er honum var veitt dvalarleyfi. Brottrekstur úr landi er eiginlega aðeins leyfi- legur ef í ljós kemur að viðkomandi hafi komist inn i landið á fölskum forsendum eða leynt mikilsverðum upp- lýsingum. Einnig má reikna með að erfiðlega muni ganga að afla traustra sönnunargagna gegn þessum mönnum; Sovét- ríkin hafa aldrei reynst sam- vinnufús að þessu leyti. Nú er fyrir dómstólum mál á hendur Vilis nokkrum Hazn- er en hann er einn stríðsglæpa- mannanna grunuðu. Er mála- reksturinn hófst var Hazner sagt upp starfi sinu hjá Radio Free Europe en útvarpsstöðin viðurkenndi fyrir skömmu að hafa endurráðið hann. Og hann prédikar frelsi fyrir Slava. Þótt innflutningurinn á nas- istunum hafi verið brot gegn fyrirmælum forsetanna Roose- welts og Trumans upplýsti Loftus í fyrrnefndum sjón- varpsþætti að í forsetatíð Eisenhowers hefði málið orðið kunnugt á hæstu stöðum. Æðstu menn sem fengu um það að vita voru þáverandi varaforseti (getiði hver) Richard Nixon, Nelson Rocke- feller, sem seinna varð vara- forseti og C.D. Jackson aðstoð- armenntamálaráðherra. Nix- on er sá eini þeirra sem lifir en hann hefur neitað að tjá sig um málið. Hefur vist nóg á sinni könnu... Hvergi friður fyrir Philby? Eftir að Loftus kom fram i sjónvarpsþættinum neituðu ut- anrikisráðuneytið, varnar- málaráðuneytið og FBI að segja nokkuð um málið; kváðu það vera i athugun. Fulltrúa- deildarþingmaðurinn Bamey Frank hefur á hinn bóginn sagt að hann muni taka málið upp, enda hafi Bandaríkjastjórn hegðað sér fullkomlega sið- laust i þessu máli. Eftirmáli: það sem ef til vill er kaldhæðnislegast i þessu öllu saman er að Hvítrússarnir 300 urðu bandarísku leyni- þjónustunni ekki að nokkm gagni i kalda stríðinu. Fyrir utan að reka áróður i útvarps- stöðvum skipulögðu þeir ýms- ar njósna- og undirróðursað- gerðir gegn Sovétríkjunum en allar fóm út um þúfur. Þar kemur til sögunnar gamli refurinn sem jafnan fylgdist vel með starfsemi Hvítarúss- anna: Kim Philby. - ij endursagði. — Eða: Raunar bissnessmanna ■ Bretar fengu páfann i heimsókn og vom býsna glaðir með það. Nema bissness- menn; þeir komust að þeirri niðurstöðu að páfinn hefði alls ekki borgað sig. Páfinn söng messur um landið þvert og endilangt: í London, Liverpool, York, Glasgow, Cardiff, Manchester og Coventry. Hvarvetna var „aðsókn“ mjög góð en á þremur síðastnefndu 'stöðun- um var hún þó miklu minni en búist hafði verið við. í Coven- try hafði verið gert ráð fyrir að 800 þúsund kæmu að sjá páfann en það gerðu „aðeins“ 350 þúsund. Þeir i Manchester bjuggust við milli 600-1000 þúsund en niðurstaðan var 300 þúsund. Og í Cardiff voru heimamenn búnir undir 300 þúsundir en aðeins 100 þúsund létu sjá sig. Kaupsýslumenn, sem höfðu útbúið alls konar varning til minningar um komu páfa, urðu fyrir miklum vonbrigðum og sitja, sumir hverjir, uppi með lagerinn næstum óseldan. Eða hvað á Mr. John Monks (Monks.') hjá fyrirtækinu Polman Marketing Ltd að gera við 45 þúsund innrömmuð plaköt af Jóhann- esi Páli II?Hann vælir: „Við förum á hausinn." Sömu sögu er að segja af mörgum öðrum fyrirtækjum sem ætluðu nú aldeilis að krækja sér í spón í askinn og græða á heimsókn páfans. Fjölmörg fyrirtæki lögðu allt undir og settu allt sitt veltufé i að láta búa til hverskonar drasl sem átti að pranga inn á fólk en i áðumefndum þremur borgum fór sem sagt allt i vaskinn. í Cardiff er ókeypis matarpökkum nú útbýtt til skólakrakka; þennan mat átti að selja þeim sem kæmu að hlusta á páfa söngla dálítið þar á staðnum. Kaupsýslumenn ásaka hver annan; sagt er að þau fyrirtæki sem höfðu hönd í bagga með skipulagningu heimsóknarinnar hafi ofreikn- að fjöldann á þessum þremur stöðum alltof mikið. Ýmis verslunar- og framleiðsluráð eru einnig komin i spilið og endir málsins ekki í sjónmáli. Illa horfir fyrir kaþólsku kirkjunni af þessum sökum, en hún átti að fá prósentur af að minnsta kosti hluta þess varn- ings sem seldur var meðan á heimsókninni stóð. Hafði kirkjan gert ráð fyrir að fá þannig eina milljón sterlings- punda upp í hendurnar, og ■ Jóhannes Páll og Elísabet drottning. Landar hennar höfðu hann ekki að þeirri féþúfu sem þeir hugðust... veitti ekki af, vegna þess að kostnaður af heimsókn páfa var áætlaður sex milljónir punda og er ekki reikituð inn i það skotferð hans til Skot- lands. Þrautaráðið verður lik- lega að efna til samskota í kirkjum á sunnudögum, til að borga tapið. Satt að segja hlakkar i mörgum vegna þessa... - ij endursagði. Tap á páfannm!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.