Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 28

Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 28
^‘•1 f f;> i rt'u V'f7' SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982 nútYminn Umsjón: Friðrik Indriðason VERÐUR RISAROKKHA- TH) HALDIN HÉR í SUMAR? ■ Miklar umræður eiga sér nú stað innan tónlistarheimsins hér og snúast þær um möguleikana á því að halda hér risarokkhátíð undir beru lofti i sumar, jafnvel er rætt um tvær slíkar fremur en eina. Það er einkum hluti hljómsveitanna sem komu fram í myndinni Rokk i Reykjavik sem hafa áhuga á þessu og er hugmyndin að rokkhátiðin standi yfir í þrjá daga. Aðstandendur myndarinnar Rokk í Reykjavík hafa einnig áhuga á hugmyndinni og ef af henni verður mun vera ætlunin að sýna myndina Rokk i Reykjavík á breiðtjaldi er rökkva tekur og tóniistin úr henni yrði spiluð í gegnum hljómkerfm. Ásmundur Jónsson eigandi Gramm hf. sagði i samtali við Timann að enn sem komið væri væru þetta aðeins hugmyndir sem menn væru að velta á milli sin. Óneitanlega væri það freist- andi að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd en mörg ljón væru í veginum, eins og til dæmis hentugur staður til að halda þessa hátið. Aðrir sem Nútíminn ræddi við í þessu sambandi vildu sem fæst um þetta mál segja, allt væri enn svo óljóst en flestir voru þvi sammála að ef af þessu yrði mundi þessi hátíð verða „eitt þrusugott g‘g“- -FRI ■írski söhgvarinn Bob Geldorf sem Pink Floyd The Wall i samnefndri mynd sem vakið hefur mikla athygli í Cannes NEYÐAROP PINK FLOYD í CANNES ■ „Röð skólabama, sitjandi við púlt sin, rennur framhjá á færibandi. Færi- bandið endar í stórri vél en kemur síðan úr öðrum enda hennar í formi hakkaðs kjöts“. Þannig hefst grein í danska blaðinu Politiken um kvikmyndina Pink Floyd The Wall sem nýlega var sýnd á Cannes. Fleiri atriði þessu lík er að finna i myndinni og eru þau dæmigerð um meðhöndlun leikstjórans Alan Parker á efninu sem er eins og blaðið scgir hálfur annar tími hrolls og martraðar og gengur fólk út af myndinni með hjartað i hálsinum en samtimis er klappað villt fyrir þessu verki, því myndin mun, að sögn blaðsins, vera hreint frábær, og fjallar öðrum þræði um rokk-tónlist og djúpt séð um tilveruna á annan og ofbeldisfyllri máta en við erum vön. Hótunarbréf Roger Waters, höfuðpaur Pink Floyd, var ekki viðstaddur sýningu myndarinn- ar i Cannes, né nokkur úr hljómsveit- inni. Blaðafulltrúi myndarinnar skýrði það á þann hátt að honum hefðu borist mörg hótunarbréf og óttaðist hann um líf sitt og fjölskyldu sinnar. Hið eina blaðaviðtal sem hann hefur árum saman léð máls á (Rolling Stone timaritið) er á leiðinni í vaskinn því Roger vill yfirhöfuð ekki láta taka af sér myndir meir. Myndin er lýsandi dæmi um að Roger Waters meðlimur einnar af vinsælustu og árangursrikustu hljómsveitar síðan 1967, sé hræddur maður. Það er sjaldan sem maður sér jafn mörg sjónarhorn angistarog ótta og i myndinni The Wall. Myndin fjallar um rokkstjörnuna' Pink sem hefur lokað sig inni á hótelherbergi. Þar fær hann hverja martröðina á fætur annari en vonandi fá íslendingar að berja þessa mynd augum einhvemtima í framtíðinni. Q4U þrykkir efni á plast ■ Hljómsveitin Q4U mun væntanlega taka upp efni á 12 tommu 45 sn. plötu i sumar en Fálkinn ætlar að gefa hana út. Platan verður tekin upp á ísafirði, í stúdíói Grafík, en ekki er enn komið á hreint hvenær af þessu verður. Raunar mun Q4U halda tónleika á ísafirði innan skamms og verða það fyrstu tónleikarnir eftir breytingamar sem urðu á sveitinni nýlega er Linda og Steinþór hættu og Árni Daníels úr Taugadeildinni komu inn. Má búast við gjörbreyttri sveit á þessum tónleikum. - FRI Comsat Angels koma í sumar ■ Breska hljómsveitin Comsat Angels mun koma hingað í sumar og halda hér tónleika í Félagsstofnun stúdenta dagna 9.-10. júlí. Hljómsveitin er, eins og Human League, frá Sheffield i Englandi og þar gaf hún út sina fyrstu litlu plötu en komst siðan á samning hjá Polydor. Comsat Angels er stofnuð i Sheffield 1978 og þá undir nafninu Radio Earth en fljótlega var skipt um nafn. 1980 komst hún á samning hjá Polydor og jafnframt var fyrsta LP-plata þeirra gefin út „Waiting for að miracle“, síðan þá hefur sveitin gefið út nokkrar plötur, núna síðast eina litla i maí. Tónlist Comsat Angels er nýbylgju- rokk á svipaðri bylgjulengd og ÞEYR era á. Raunar hafa ÞEYR verið með eitt eða tvö lög þeirra á prógramminu hjá sér, m.a. lagið Waiting for a miracle, en þess má auk þess geta að sveitin hefur verið kynnt i Áföngum hérlendis. Comsat Angels þykir með betri nýbylgju (New Wave) sveitunum í Bretlandi um þessar mundir og því fengur að fá hana í heimsókn en veg og vanda að komu þeirra hingað hefur Guðni Rúnar Agnarsson. _ fri I Hljómplötuútgáfan SPOR: Plata með Úlvum ■ Hljómplötuútgáfan SPOR mun I gefa út nýja plötu með hljómsveitinni Úlvunum og kemur platan, sem er 4 | lagá 12 tommu, væntanlega út á mánudaginn. Upphaflcga var áætíað | að gefa hana út nú fyrir helgina en ekki I gat orðið af þvi vegna verkfallsins. I Sumir muna ef til vill eftir þessari hljómsveit en hún gerði garðinn , frægan á sinum tima i Menntaskólan- I um i Hamrahlíð og þá undir nafninu Pétur og úlfarnir, mér er allavega minnisstætt eitt lag þeirra sem náði nokkrum vinsældurruí þessum tima en | það er lagið Stjáni saxófónn sem samið var um einn meðlima sveitarinnar. Gott ef þetta lag náði ekki inn á óskalagaþættina. Hljómsveitina skipa fjórir menn, sem allir voru á sinum tima i MH enl stunda nú nám við Tónlistarskólann. Þeir eru Pétur Jónasson, Kjartan1 Ólafsson, Kristján Sigurmundsson oj Eggert Pálsson. Tónlistin sem þeir spila er ágætis, popptónlist. svolitið „flippuð“ en efl veður leyfir ‘þá ætla þeir að halda tónleika i garðinum hjá einum þeirra, Kjartani, á laugardag en hann á heima í Brekkugerði 4. - FRI Siouxsie kemur úr kuldanum ■ Siouxsie and the Banshees gáfu nýlega út litla plötu „Fireworks" eftir „eyðimerkurgöngu" sem nú hefur staðið i um eitt ár. Þótt sveitín lialdi enn fast við þá ákvörðun sina að fara ekki i fleiri hljómleikaferðalög þá munu þau halda cina tónleika í The Elephant Fayre í Cornvall þann 10. júli. Verið er að leita að hentugum stöðum í London fyrir svipaða tón- leika i sumar en á meðan er sveitin i stúdíói að hljóðrita næstu LP-plötu sina sem væntanlega kemur út i sumar. MEZZOFORTE TIL ENGLANDS ■ Hljómsveitin Mezzoforte fer vænt- anlega til Englands seinni part sumars til að fylgja eftir plötu sinni þar „Surprise, Surprise" sem gefin verður út i júli ytra en einnig mun vera ætlunin að taka upp efni á nýja plötu í förinni. ÞÚ og ÉG dúettinn er hinsvegar nýkominn að utan þar sem verið var að lcggja siöuslu hönd á nýjar upptökur þeirra. Nú er verið aðblanda og bæta við hljóðfærum á þá plötu og er Gunnar Þórðarson m.a. staddur ytra vegna þess. Platan verðurvæntan- lega gcfin út í september. -FRI Shady Owens á ■ Steinar hf. eru nú að gefa út safnplötuna „Á fullu“ sem verður svipuð að uppbyggingu og Skalla- poppsplöturnar. A þessari plötu verða 14 lög með íslenskum og erlendum listamönnum og það sem einkum er sérstakt við hana er að þar verður m.a. lag með hljómsveitinni Decoupage en þar er i fararbroddi gömul vinkona okkar, Shady Owens, sem ekki hefur verið á skifu hér um árabil. Af öðram sem .eiga lög á plötunni má nefna. Egó, Mike Óldfield, Japan, XTC, og Blondie. Af öðram plötum sem eru á döfinni hjá Steinar hf. má nefna nýja plötu með Þrumuvagninum sem heitir „Þrumuvagninn" og á næst- unni kemur væntanlega nýja plata Bara-flokksins „Lizt“ en nafn hennar hefur vakið nokkrar deilur. - FRI ■ Sólóplata Anifrid Lyngstad verður gefin hér út í ágúst Gefur út allar breiðskífur ARBA ■ Skífan hefur gert samninga við sænska ABBA-fyrirtækið Polar Music Intemational AB um útgáfu hér á landi á hljómplötum fyrirtækis- ins. Á næstu dögum verða pressaðar hér og gefnar út allar breiðskífur ABBA til þessa Þá mun Skífan gefa út hér á landi sólóplötu annarrar söngkonu ABBA, Annifrid Lyngstad. Hún hefur nýlokið við gerð þessarar hljómplötu undir stjóm Phil Collins söngvara og trommuleikara ensku hljómsveitarinnar Genesis. Plata Annifrid kemur til með að heita Something’s Going On. Hún verður gefin út í ágúst næstkomandi. f júlí kemur út litil plata með lögum af sólóplötunni. Aðallag þeirrar plötu verður I Know There Is Something Going On.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.