Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 3
MUÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982 Áhrif skrefatalningarirmar á símakostnad Reykjavíkurborgar: UMFRAMSKREFUNUM FJÖLGAÐ UM ÞRHMUNG AÐ MEÐALTAU aukningin yfir 50% hjá aðalsímum borgarinnar ■ Umframskrefumvegna símnotkunar hjá Reykjavíkurborg hefur fjölgað um þríðjung að meðaltali fyrir áhríf „skrefa- talningarinnar" svonefndu sem tekin var upp rétt fyrír sl. áramót, samkvæmt samantekt sem borgarendurskoðandi, Bergur Tómasson, hefur tekið saman . Hefur hann þá borið saman simareikn- inga Reykjavíkurborgar frá fyrstu mán- uðum þessa árs og sama timaabils i byrjun siðasta árs. Sem fyrr segir er meðaltals aukning umframskrefa um þriðjung, eða 31.3%. Hún segir hins vegar ekki alla söguna þar sem aukningin er mismikil eftir þvi hvaða stofnanir eiga i hlut. Ef tekin eru þrjú stærstu skiptiborðin, þ.e. sími aðalskrifstofu borgarinnar, sími borgar- verkfræðings og simi Heilsuvemdar- stöðvarinnar, sem innihalda fjölda simtækja, kemur i Ijós að aukning umframskrefa er 53.8% Hins vegar er aukningin ekki nema 20.7% hjá 177 öðrum simaviðtækjum sem öll hafa sér simanúmer, og því fæst meðaltalið 31.3% Heildarskrefafjöldi umfram vegna simnotkunar Reykjavikurborgar var á fyrstu mánuðum síðasta árs rúmlega 295 þús. talsins, en voru hins vegar tæplega 388 þús. á fyrstu mánuðum þessa árs. Aukningin er því unr 92.500 skref á þessu ári. Borgarendurskoðandi mun fljótlega ganga frá niðurstöðum sinum i þessu efni og senda borgarráði. Þar mun væntanlega kom fram hversu mikil útgjaldaaukning „sk. :fatalningin“ sem slík hefur haft á borgarsjóð. í sumum tilfellum hefur aukning umframskrefa orðið gífurleg hjá einstaka skrifstofum, að þvi er ætla má umfram áhrif „skrefatalningarinnar." Verða þau atriði könnuð sérstaklega, þ.e. hvort starfsemisaukning eigi í hlut, eða aðrar ástæður komi þar til greina sem hægt er að ráða bót á. Borgarendurskoðandi hefur áður tek- ■ Ákvörðun hefur veríð tekin um stofnun rekstrarfélags um steinullar- verksmiðju í Þorlákshöfn og stofnsamn- ingur þar að lútandi hefur veríð undirritaður. Stofnfundurinn hefur ver- ið boðaður á sunnudaginn kemur i Gagnfræðaskólanum á Sclfossi. Það var á aðalfundi Jarðefnaiðnaðar h.f. 13. júni, að þessi ákvörðun var tekin ið saman yfirlit um áhrif „skrefatalning- arinnar“ á kostnað borgarsjóðs við rekstur simaviðtækja borgarinnar, en þetta er i fyrsta sinn sem hægt hefur og „lýsti fundurinn fyllstu vanþóknun á þeirri ákvörðun iðnaðarráðherra og rikisstjórnarinnar að brjóta á bak aftur frumkvæði einkaframtaksins og hafa að engu arðsemislíkur, með þvi að ætla steinullarverksmiðju stað á Sauðárkróki í stað Þorlákshafnar," eins og segir í frétt frá fundinum. „Iðnaðarráðherra sagði að tillaga sín verið að bera saman hrein timabil, annars vegar simnotkun fyrir „skrefa- talningu" og svo hins vegar eftir. -Kás til rikisstjórnarinnar byggist á pólitiskri ákvörðun, en við teljum réttara að byggja á hagkvæmnisatriðum," sagði Jón Helgason alþingismaður og stjórnar- formaður jarðefnaiðnaðar h.f., þegar Tíminn bað hann um að skýra þessa ákvörðun. SV Sunnlendingar láta ekki deigan sfga: Ætla að reisa steinullarverk smiðju án þátttöku ríkisins Meirihluti myndadur á Akranesi ■ „Fólk er hér ákaflega undrandi á hinum tvöföldu vinnubrögðum Alþýðu- bandalagsins, og einnig vegna þess að fáir munu hafa reiknað með þvi að þetta samstarf yrðu uppi á teningnum miðað við þau kosningaúrslit sem hér urðu“, sagði Jón Sveinsson á Akranesi i gær. En þar hefur verið samið um nýtt og óbreytt meirihlutasamstarf milli sjálf- stæðismanna og A-flokkanna. Fyrsti fundur bæjarstjómar verður í kvöld og þá gengið frá forsetakjöri og skipun bæjarráðs auk þess sem hinn nýi málefnasamningur verður kynntur. Jón sagði það alrangt sem haldið hefur verið fram i Þjóðviljanum að Framsókn- arflokkurinn hafi ekki viljað í samstarf. Þvert á móti hafi hann strax miðvikudag- inn eftir kosningar boðið báðum A-flokkunum upp á viðræður um vinstra samstarf. Viðbrögð Alþb. voru þau að þeir teldu langeðlilegast að sigurvegarar kosninganna, Sjálfstæðisfl. og Fram- sókn mynduðu meirihluta og að Alþb. stæði fyrir utan allt saman. „Þeir lofuðu þó að láta mig vita hver viðbrögð flokksmanna yrðu strax að afloknum fundi þeirra um málið.“ Jón sagðist þó fyrst hafa heyrt frá þeim mörgum dögum eftir fundinn og þá að þeir væru tilbúnir til viðræðna, en það væri hins vegar almenn skoðun flokksmanna að þeir vildu frekar fara í samstarf með Sjálfstæðisflokknum en Framsókn. „Með slika yfirlýsingu töldum við ófært að hefja frekari viðræður við þá, þegar það auk þess lá fyrir að helgina áður höfðu fulltrúar A-flokkanna staðið í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og voru þá þegar komnir með ákveðin tilboð frá honum. Alþýðubandalagið spilaði þvi tvöfaldan leik i þessu máli,“ sagði Jón. Hann sagði viðbrögð Alþýðu- flokksins hins vegar hafa verið heldur jákvæðari á þeim fundum sem hann átti með fulltrúa hans. „f sjálfu sér erum við þó ekkert óánægðir því okkar staða er miklu sterkari nú en nokkru sinni áður. Við komum til með að fá fulltrúa í bæjarráð og 2ja, 3ja, 4ra og fimm manna nefndir og jafnvel tvo í sumar þær siðasttöldu“, sagði Jón. Eigum nú úrval af sportfatnaði á dömur og herra Austurstræti 10 Sími: 27211 -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.