Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 5
.5 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982 ssysji'iiii Royal Viking Slar við brjggjuna i Sundahðfn. Þctta er stærsta skip sem lagst hefur að bryggju i Reykjavík. (Timamynd Ari). ■ Hákon Gangdal, skipstjóri. íTímomvn/1 A ri 1 SEGJfl HÆGT AÐ FARA I KIRKJU farþegaskip og er þetta þeirra stærst og nýjast, hóf ferðir (972. Gangdal skipstjóri segir okkur að skipið sé 30 þúsund lestir og að það hafi verið lengt fyrir nokkru um 28 metra og er heildarlengd þess nú 205 metrar. Vélar þess eru 1800 hö. og það gengur 22 mílur, þótt venjulega sé siglt á 17 milna hraða. Sem fyrr segir geta 700 farþegar verið um borð, en að þessu sinni eru þeir rúmlega 400, - mest ameriskir ferðamenn. Skipið fór frá New York fyrir nokkrum dögum og hélt þaðan til Bermuda og þá hingað til íslands. Það lagði úr höfn i gærkvöldi og var ferðinni heitið til Nord Kap niður með strönd Noregs og til Kaupmannahafnar. Þar iýkur 22ja daga ferð þess og þar verður skipt um áhötn. tn hvað kostar að takast slíka lystireisu á hendur? Gangdal skipstjóri segir að lægsta gjald sé 13.800 dollarar, en „svita“ með einkasvölum og alls lags viðhöfn annarri kostar 45000 dollara. Þjónusta segir Gangdal að sé alls staðar sú sama, - i hæsta gæðaflokki. „Þetta er eiginlega fljótandi borg,“ segir skipstjórinn, „ oe fengjum við regíulegar vistir væri ekkert því til fynrstöðu að setjast hér að til frambúðar. Hér eru verslanir, skemmtanir, videokerfi, snyrti og rak- arastofur, sjúkrahús, já, og kapella, þar sem m.a. er skriftastóll fyrir kaþólikka. Hér er séð fyrir öllu, enda er áhöfnin um 400 manns.“ „Jú, það fylgir þessu mikið selskapslíf og skipstjórinn þarf að hafa mikil samskipti við farþegana," segir Gang- dal. „það tekur upp mikinn hluta timna manns hér um borð.“ Samt er ekki ótrúlegt að margan mundi langa til að standa i sporum Gangdals. Hann hefur verið skipstjóri á farþegaskipum í tvö ár en hafði áður langa reynslu sem skipstjóri á flutninga- skipum. Hann er búsettur i Bergen og “r ^væntur maður og þriggja barna faðir. Koyal Viking Star er stærsta skip sem lagst hefur að bryggju i Reykjavik, en það lá við bryggju i Sundahöfn, þegar við komum þar um borð í gær. Það mun koma til Reykjavíkur að nýju þann 16. ágúst nk. -AM ■ Hér á landi er nú staddur dr. Frans Mixa, sem var einn helsti frömuður islensks tónUstarlifs á árunum 1930-39. í tilefni af heimsókn hans var honum boðið að sjá uppfærslu Þjóðleikhússins á Meyjaskemmunni, en dr. Mixa setti Meyjaskemmuna upp í Iðnó á þriðja áratugnum og er sú uppfærsía mörgum eldri Reykvikingum ógleymanleg. Það eru þeir Ólafur Mixa sonur hans og Sveinn Einarsson, Þjóðleikhússstjóri, sem eru með honum hér á myndinni. rnnumynd: g.e.) Arsreikningar ISAL fyrir 1981: Idnadarráðherra fer fram á endurskoðun ■ „Við höfum ákveðið að fram fari endurskoðun á ársreikningum ísal fyrir siðasta ár,“ staðfesti Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra i viðtali við ' Tímann. Endurskoðun þessi er sambæri- leg við þá sem gerð var i fyrra, fyrir árið 1980, og leiddi i ljós, að mati endurskoðunarskrifstofunnar, hækkun á nettóhagnaði um 8,7 milljónir dollara og endurmat á skatti uppá 2,5 milljónjir dollara. Hjörleifur var spurður um hvernig rikisstjómin hygðist nýta niðurstöður bandaríska lögfræðingsins Charles Lipt- ons, sem fenginn hefur verið til að gera úttekt á deilumálum rikisstjómarinnar og Alusuisse. Hann svaraði að þama væri verið að leita að réttarstöðu okkar út frá alþjóðalögum og þróun á alþjóðarétti og svo auðvitað út frá samningnum, eins og hann liggur fyrir. Auk þess er hópur innlendra lögfræð- inga að fara yfir málin fyrir rikisstjóm- ina. Hjörleifur sagðist búast við að álit Liptons muni koma í áföngum, fljótlega um suma þætti málsins, og hann sagðist vonast til að fá að njóta ráðgjafar hans eftir því sem málið þróaðist. Ekki liggur fyrir hver verða næstu skref i viðureigninni. „Við munum meta það í ljósi þeirra lögfræðilegu athugana, sem fram fara nú, bæði Liptons og annarra sem að því starfa," sagði ráðherrann. SV HAHÐAR SAMKOMA í tilefiii 100 ára aftnælis Samvinnuhreyfingarinnar verðnr haldin að Laugum í Reykjadal, S-Þingeyjarsýslu sunnudaginn 20. júní kl. 15.00 Dagskrá Hátiöin sett: Valur Arnþórsson, formaður stjórnar Sambands ísl.samvinnufélaga Ávarp: Forseti íslands Frú Vigdís Finnbogadóttir Ræöa: Finnur Kristjánsson formaður afmælisnefndar Leikþáttur „ísana leysir“ eftir Pál H. Jónsson Leikstjóri: Siguröur Hallmarsson Ávarp: Robert Davíes fulltrúi Alþjóóasamvinnu- sambandsins Einsöngur: Sigriöur Ella Magnúsdóttir Hátiðarræöa: Erlendur Einarsson forstjóri Söngur: Kirkjukorasamband S-Þingeyjarsýslu Samkomuslit: Valur Arnþórsson Á undan hátiöinní leikur Lúörasveit Húsavfkur undir stjórn Siguröar Hallmarssonar. ir landsmenn eru hjartanlega velkomnir Samstarfsnefhd um afmælishald

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.