Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 8
8 ffMmm Útgefandl: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stelngrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttirjngólfur Hannesson (iþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Krlstjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýslngasfmi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Byggingamenn ná samkomulagi ■ Eftir þær hörðu ádeilur, sem samningsaðilar í byggingariðnaðinum hafa orðið fyrir síðustu dagana - eftir að Vinnuveitendasamband íslands lagði fram á sáttafundi plagg með svonefndum „hugmyndum“ formanns Meistarasambands byggingamanna um hugsanlegan samningsgrundvöll hefur það nú gerst, að þessir aðilar hafa milliliðalaust gengið frá sínum málum og náð samkomulagi um nýjan kjarasamning. Óleyst samningamál byggingamanna standa því ekki lengur í vegi fyrir samkomulagi á hinum almenna vinnumarkaði um nýja kjarasamninga áður en boðað allsherjarverkfall á að koma til framkvæmda. Virðist því lítil ástæða til annars en að ætla, að almennt samkomulag takist næstu daga og að allsherjarverk- falli verði þar með aflýst. Efnisatriði hins nýja kjarasamnings hafa ekki verið birt þegar þetta er skrifað, en þó er ljóst, að samningstíminn er til þriggja ára. Það atriði samkomulagsins hlýtur að vera fagnaðarefni, því það ætti að tryggja vinnufrið í þessari mikilvægu atvinnugrein um þriggja ára skeið. Fordæmi byggingamanna ætti, að þessu leytinu að minnsta kosti, vera öðrum samningsaðilum til athugunar og eftirbreytni, því miðað við þær alvarlegu horfur, sem nú eru í efnahagsmálum þjóðarinnar vegna aflabrests og minnkandi þjóðartekna, er mikilvægt að friður ríki á vinnumarkaðinum á meðan tekist er á við vandann. Samningsaðilar í byggingariðnaði hafa nú sjálfir höggvið á þann hnút, sem komið hafði samningavið- ræðunum í strand.Miðað við fyrri yfirlýsingar talsmanna samtaka byggingariðnaðarins verður að ætla, að þær hækkanir, sem um var samið, séu í samræmi við þær kjarabætur, sem rætt hefur verið um í almennu samningaviðræðunum. Það er því á engan hátt hægt að afsaka það, ef til almennra verkfalla kemur. Þvert á móti hljóta allir að gera ráð fyrir því, að samkomulag náist á allra næstu dögum. Heimsmeistara- keppnin og sjónvarpið í flestum heimilum landsins var fylgst með fyrsta leiknum í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu, sem hófst á Spáni í fyrradag. Vegna þeirra stórstígu framfara, sem orðið hafa í fjarskiptatækni á undanföraum árum, getum við, eins og fjölmargar aðrar þjóðir, nú fylgst með atburðum af þessu tagi um leið og þeir gerast í fjarlægum löndum - það er að segja ef málunum er ekki klúðrað hér heima fyrir. Þessi fjarskiptatækni gefur ekki aðeins tækifæri til að fylgjast með atburðum úti í heimi jafn óðum og þeir gerast, heldur ætti hún líka að færa þjóðirnar nær hverri annarri, sýna þeim hversu lítill hnötturinn okkar er í raun og veru og að allar þjóðir eru hver annarri háðar. íslenska sjónvaipið getur fyrst og fremst nýtt sér þessa tækni þegar um er að ræða atburði, sem allur almenningur hefur áhuga á að sjá. Heimsmeistara- keppnin í knattspymu er dæmi um slíkan atburð. Þess vegna er það alveg ótrúlegt, hvernig staðið hefur verið að þeim málum af hálfu forráðamanna sjónvarpsins. Þar hefur verið um eitthvað annað hugsað en eðlilegar óskir almennings, þeirra sem greiða afnotagjöld sjónvarpsins í von um sæmilega þjónustu. - ESJ • A ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982 menningarmál Stjórn Árekstur vegna mistúlkunar á 14. reglu og brots á 9. reglu um að halda sig eins nsrri ytri mörkum á bröngu sundi eöa leiö sem veit aö stjórnboröa og unnt er án hættu. ■ Þessi mynd sýnir vel vinnuaðferðina við bóklýsinguna. Þama er notuð mynd af innsiglingunni i Vestmannaeyjahöfn til þess að skýra hvemig beri að haga siglingu um þröng sund, til að forðast árekstur. STJÓRN OG SIGLING SKIPA, SIGLINGAREGLUR. Guðjón Armann Eyjólfsson. 228 bls. myndskreytt Útgefandi ísafoldarprentsmiðja. Bækur um sjómennsku og siglingalist ■ Það er ekki mikið um að gefnar séu út bækur um sjómennsku og siglingalist á íslandi, þótt ekki sé það nú alveg einsdæmi. Lengst af hafa danskar, eða bækur á erlendum tungumáium verið notaðar í Sjómannaskólanum, það er að segja í efri bekkjum Sjómannaskólans, og á það bæði við um Stýrimannaskól- ann og Vélskólann. Til þessa eru augljósar ástæður, rétt eins vel þótt við eigum margt undir menntun sjómanna. Þjóðin er fámenn og kennslubækur eru dýrar, ef uppiag er litið. Þó hafa verið gefin út nokkur rit, t.d. Verkleg sjóvinna (1951), eftir Ársæl Jónasson, kafara og bj örgunarsérfræð- ing, en han kenndi lengi verklega þætti sjómennskunnar í Stýrimannaskólan- um. Fleiri rit mætti einnig nefna, og eflaust veit undirritaður ekki um allar bækur er gefnar hafa verið út handa sjómönnum. Það geta allir verið sammála um það, að miklar framfarir hafa orðið í siglinga- tækni á síðustu áratugum. Siglingafræð- ingar hafa fengið ný tæki til staðará- kvarðana og einnig til siglinga um höfin í slæmu skyggni, eða við hinar verstu aðstæður. Eigi að síður er sjómennskan ennþá áhyggjuefni og t.d. má minnast þess að fram kom í ársskýrslu forseta Slysavamafélagsins á dögunum: að aldrei hafði eins mörgum íslenskum sjómönnum verið bjargað með fluglínu- tækjum og á liðnu starfsári. En skip okkar stranda ekki aðeins, heldur lenda þau í óhöppum, árekstmm og öðmm voða, þannig að margir hugsandi menn hugleiða hvort tæknin sé að beina sjómennsku, eða siglingalist inn á nýjar og hættulegar brautir. Tæki em góð, en oftrú á tækjum og vankunnátta i meðferð þeirra býður heim hættu. Endurmenntun Sú aðalregla hefur verið í gildi á íslenskum skipum, að menn læra sín fræði í eitt skipti fyrir öll. Það er að segja þau fræði er sjómannaskólamir kenna. Að vísu hefur verið boðið upp á endurhæfingarnámskeið fyrir yfír- menn á skipum undanfarin ár. Á hinn bóginn setur löggjafínn yfirleitt ekki nein skilyrði, er krefur yfirmenn á skipum um endurmenntun, eða tak- markar þau réttindi, sem áður voru veitt. Menn fá sitt skírteini, eða stöðuumboð, og halda því, nema ef þeir em dæmdir frá réttindum af heilsufarsástæðum, eða eitthvað hefur komið fyrir, er dómstólar álíta rétt- indasviptingu um lengri, eða skemmri tima eiga við í refsingarskyni. Þótt refsing fyrir gáleysi sé ef til vill réttmæt á stundum, þá em sjómenn og útgerðarmenn ekki að leita að réttum refsingum, né heldur aðrir er siglingum tengjast, heldur fremur að leiðum til að auka hæfni skipstjórnarmanna. í flugi, svo dæmi séu tekin, em sivirk þjálfun- arkerfi og endurhæfing í gangi fyrir flugmenn. Hefur það skilað góðum árangri. Þar fá menn ekki flugstjóra- réttindi, eða flugmannaréttindi i eitt skipti fyrir öll. Ef of langur tími liður milli þess að flogið er, falla réttindi sjálfkrafa úr gildi og þjálfun, eða æfingatímar em vor og haust, að mig minnir, fyrir þá sem starfa. Ennfremur era gefín út sérstök réttindi á hverja flugvélagerð. Þetta kann að virðast útúrdúr, en svo er ekki. Sjómenn hafa ekki mætt nýrri tækni með sama hætti og gjört er í flugi, þar sem lík siglingatæki em þó notuð. Þörf bók Ein aðferðin við að bæta siglingalist íslendinga, er að gefa út hentugar bækur, sem bæði er unnt að kenna og eins er unnt að lesa, þannig að skiptjómarmenn i starfi geti með góðu móti viðhaldið þekkingu sinni, og aukið hana líka. Einmitt þannig er bókin Stjóm og sigling skipa, eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson, sem um þessar mundir er einn best menntaði siglinga- fræðingur okkar og skólastjóri Stýri- mannaskólans. Guðjón Ármann er kunnur af öðmm ritstörfum, bæði greinum, fyrir bók um Vestmannaeyjar og eins fyrir þýðingu sína á siglingareglum skipa, eins og þær eru núna. Hann er vandvirkur höfundur og gagnorður. Guðjón Ármann skiptir bók sinni ■ 22 kafla, sem em: I. Ljós og dagmerki. II. Hljóðmerki i takmörkuðu skyggni. III. Vélskip i sjónmáli hvert frá öðro, stjómtök og viðvörunarmerki. IV. Stjóm og sigling skipa í sjónmáli. V. Gagnkvæm tillitssemi. VI. Þröngar leiðir. VII. Afmarkaðar, aðskildar siglinga- leiðir. Vm. Alþjóðleg merkjaflögg (og önnur merki). IX. Neyðarmerki. X. Alþjóðlega sjómerkjakerfið. XI. Varðstaða á siglingavakt. XII. Stefnur skipa. XIII. Neyðarstöðvun - stöðvunar- lengd. XTV. Snúningshringur skipa og stjóm- hæfni. XV. Þröngar leiðir og skipaskurðir. XVU, Siglingar í þoku. svn. Notkun öryggistækis. XVIII. Sigling með ratsjá. XIX. Um árekstur skipa. XX. Sögulegt ágrip alþj. siglinga- reglna. XXI. Alþjóðasiglingareglur 1972. XXn. Viðvaranir og tilkynningar. Merkjagjafir i sjávarháska. Eins og af framansögðu má ráða, þá fjallar bókin um siglingu skipa, eða alþjóða siglingareglur. Reglumar em skýrðar, bæði með myndum og ennfrem- ur gefur höfundur leiðbeingar i flestum tilfellum. í formála segir höfundur m.a. á þessa leið um bók sína: „í atriðaskrá er m.a að finna hvar fjallað er um einstakar siglingareglur og hugtök, en fremst í blaðsíðutilvitnunum er feitletrað hvar sjálfar reglumar er að finna í bókinni, þvi að skýringar og athugasemdir koma aldrei i stað sjálfra siglingareglnanna - lögfestar siglinga- reglur em „bókstafurinn sem blífur“.“ Kennslubók á islenskum búningi Höfundur leggur mikla áherslu á að staðfæra bókina, þótt auðvitað sé honum ljóst, að veraldarhöfin em höfð í huga,. þegar alþjóðareglur em samdar. í formála segir höfundur: „Af erlendum bókum með myndum um siglingareglumar leist mbest á líflegar myndir frönsku útgáfunnar. Franska sjómælinga- og hafrannsóknar- stofnunin (Service Hydrographique et Oceanographique De La Marine Franc- aise) veitti árið 1973 góðfúslega heimild til að nota myndir úr útgáfu stofnunar- innar - Réglement International Pour Prévenir Les Abordages En Mer - no. 2 B-Planches - SHO1966,1972 og 1977. Ég þakka forstjómnum hr. R. Grousson og hr. M-M Eyries jákvæðar undirtektir. Þeir sýndu höfundi og íslenskum sjómönnum mikla vinsemd og greið- vikni. Mikil stoð var að hafa frönsku bókina til hliósjónar við gerð I-IV. kafla, en myndir teiknaði hr. H. Simoni sjókortateiknari. Auk frönsku útgáfunn- ar var litið til danskra, enskra, ame- riskra og þýskra bóka um sama efni. Lengur en skyldi dróst að koma

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.