Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 12
12 /0K Lestunar- áætlun GOOLE: Arnarfell 21/6 Arnarfell . . 5/7 Amarfell . . 19/7 Amarfell . . 2/8 ROTTERDAM: Arnarfell . . 24/6 Arnarfell . . 7/7 Arnarfell . . 21/7 Arnarfell . . 4/8 ANTWERPEN: Arnarfell . . 25/6 Arnarfell . . 8/7 Amarfell . . 22/7 Arnarfell . . 5/8 HAMBORG: Helgafell . . 18/6 Pia Sandved . . 28/6 Helgafell . . 12/7 Helgafell . . 30/7 HELSINKI: Pia Sandved . . 21/6 „SKIP“ . . 15/7 LARVIK: Hvassafell . . 21/6 Hvassafell . . 5/7 Hvassafell . . 19/7 Hvassafell . . 2/8 GAUTABORG: Hvassafell . . 22/6 Hvassafell . . 6/7 Hvassafell . . 20/7 Hvassafell . . 3/8 KAUPMANNAHÖFN Hvassafell.............23/6 Hvassafell............. 7/7 Hvassafell.............21/7 Hvassafell............. 4/8 SVENDBORG: Helgafell..............21/6 Dísarfell..............25/6 Hvassafell............. 8/7 Helgafell..............14/7 Hvassafell.............22/7 ÁRHUS: Dísarfell..............26/6 Helgafell..............15/7 Helgafell.............. 3/8 CLOUCESTER, MASS Skaftafell.............26/6 Skaftafell.............28/7 HALIFAX, CANADA: Skaffafell.............29/6 Skaftafell.............30/7 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Auglýsið í Tímanum 13 Sveit Ég heitl Hlynur Jónsson, og óska eftir að komast í sveit. Ég er á 13. ári, duglegur og árrisull. Ekki þætti mér verra að ungmenni á svipuðu reki væri í grenndinni. Þeir sem þörf hafa fyrir áhugasamann, afar ódýran kaupamann, hringi í föður minn, Jón Hjaltason, í Óðali, síminn er 91-11630. ■ „Kenndi mér allt sjálfur" segir Art Blakey um tonlist sma. TbumyadFU Gantast við Ijósmyndara Tímans, fyrst tungan og siðan er hlegið rosalega. I Jazz Messengers. Hún er nú skipuð þeim Perence Blanchard trompet, BUl Pierce tenórsaxófón, Donald Harrisson altósaxafón. John ONeil pianó og Charel Farmbrogh bassa. Á trommur er svo meistarinn sjálfúr Art Blakey. Art Blakey ræðir málin við Vernharð Linnet i Jazzvakningu á Keflavikurflugvelli. Timamynd FRI ■ „Við erum orðnir svolitið þreyttir enda búnir að vera 10 vikur á hljómleikaferða- lagi um Evrópu“ sagði jazzleikarinn Art Blakey i samtali við Tímann er við hittum hann út á Keflavíkurflugvelli um helgina en hann og hljómsveit hans The Jazz Messengers héldu eina tónleika hér og voru það jafnframt siðustu tónleikar þeirra á þessu mikla ferðalagi. Létt var yfir mönnum í rútunni á leið i bæinn. Tveir meðlima Jazz Messengers, þeir Farmbrough og Blanchard höfðu leikið einhvem timann i rikisfangelsinu í Arizona og sögðu sögur af þvi. „Þar vom nokkrir illvígir „kettir“ maður“ segir Farmbrough og félagi hans bætir við... „sérstaklega einn maður sem „pumpaði jámi“ allan daginn, annan hvem dag, hundrað pund á hvomm handlegg." „Já ég man eftir honum maður hann var svo stór að þig munduð ekki trúa því þótt þið sæjuð hann.“ „Af hverju annan hvem dag?“ spyr einhver. „Pað er þannig maður að ef hann hefði verið að þessu hvem dag þá hefði hann eyðilagt á sér vöðvana, eitthvað i sambandi við sýrumyndun i þeim.“ „Hey, strákar muniði eftir John í Alabama?11 spyr Pierce og nokkrir játa því. „Hafiði nokkum tíma verið i mat hjá honum?“ heldur hann áfram. „Ég var það einu sinni og allir urðu að fara með eina ritningargrein úr biblíunni áður en við gátum snúið okkur að steikinni. Einhverjum tókst að stela frá mér stystu ritningargreininni sem finnst en það er „Jesú grét“, ég hafði ætlað mér að segja hana og þegar kom að mér gat ég ekki sagt annað en „Þakka þér Jesú“. Aðrir brosa að þessu og segja að máltíðimar hjá þessum náunga hafi alltaf verið nokkuð sérstakar. Art Blakey hefur fylgst með umræð- unum með öðm eyranu en allt í einu rekur hann augun i gufuna frá Svartsengi. „Þið hafið mikið af heitum hvemm hér er það ekki“? spyr hann blaða- manninn sem segir að svo muni vera. „Af hverju fyllið þið 'ekki allt af hótelum og ferðamannastöðum í kringum þessa heitu hveri og græðið billjónir. Eg á japanska konu og hef verið í Japan 37 sinnum. Þar er allt fullt af heitum hvemm, maður fer niður í þá og kemur upp og liður eins og 15 ára unglingi. Það em miklir1 peningar í þessu“ segir hann. Kemur úr fjölskyldu tón- listarmanna „Ég byrjaði að leika er ég var 13 ára og þá strax sem atvinnumaður" segir Blakey eða Boo eins og félagar hans kalla hann í rútunni. „Þannig að ég hef verið yfir 40 ár í þessu, fyrst á píanó og siðan á trommur." „Það má segja að ég komi úr fjölskyldu tónlistarmanna, allir bræð- ur hans pabba vom tónlistarmenn, ég man eftir einum þeirra sem var allur á kafi í Dixieland-tónlistinni. Pabbi hafði ekkert álit á þessu, hann var allur i viðskiptum og sagði mér eitt sinn að ég yrði sami ónytjungurinn og hann frændi minn“ segir Blakey og brosir. „Ég man eftir því að eitju sinni sagði hann við mig...Enginn fær nokkum tímann nokkuð upp úr því að sitja á rassgatinu og berja á efni sem skór em búnir til úr“ „Er ég byrjaði fyrst var ég með sveit með mér. Við lékum allsstaðar sem við fengum inni, á knæpum, næturklúbb- um, hómhúsum, bæði i Pittsburgh þar sem ég er fæddur og allsstaðar um Bandarikin." Kenndi mér allt sjálfur „Ég er ekkert lærður í þessu, ég kenndi mér allt sjálfur. Móðir mín dó er ég var ungur og faðir minn skipti sér ekkert af mér Dg bjó ég á munaðarleys- ingjahæli er ég byrjaði að spila og hafði mestar tekjur allra sem bjuggu þar.“ Aðspurður um afhverju hann breytti frá píanáoi og yfir í trommur segir Blakey: Ég skipti um þar sem ég leik betur á trommur.“ Art Blakey stofnaði Jazz Messeng- ers árið 1955 en hafði áður verið með Big band með sama nafni. Hann hefur verið höfuð JM síðan þá og alltaf haft með sér unga og efnilega spilara sem síðan hafa farið annað og orðið frægir. „Ég lit á Jazz Messengers sem skóla“ segir hann... „Inn í sveitina koma ungir og efnilegir spilarar, taka fyrstu tónana ef svo má að orði komast og fara siðan og gera sína eigin hluti.“ Meðal þeirra sem alist hafa upp hjá Blakey eru menn eins og Wayne Shorter, Freddie Hubbard, Wynton Marshalis, Jackie MaLean og Johnny Griffin en um þessa menn og aðra sem leikið hafa með honum segir Blakey: „Þetta voru allt frábærir menn og það var unun að spila með þeim“. Aldrei aftur til Pittsburgh {viðtalinu kemur fram að Blakey býr nú i New York, nánar tiltekið i Greenwich Village. „Ég fer aldrei aftur til Pittsburgh þar sem ég fæddist enda er sú borg eingöngu fyrir vinnandi fólk i stál og kolaiðnaði*1 segir hann. „Ég hef búið víða en helst vildi ég setjast að í Brasilíu, það er besta land sem ég hef komið til. Fólkið þar er gott, það á fætur í afrískri menningu og svo er þar nóg al sandi og sól sem er gott fyrir heilsuna og sálina". Þetta er í annað sinn sem Blakey kemur hingað til lands, kom síðast 1979. Hann er spurður um álit sitt á landinu. „Það hefur breyst gifurlega á síðustu fjórum árum, þú mundir ekki þekkja til þess þvi þú býrð hér“ segir hann við blaðamanninn og brosir. „Það er gott að koma hingað, fólkið er vinalegt en hinsvegar haftð þið engin tré hér, ég sakna þeirra“ „Hey Boo þama eru nokkur tré“ segir Blanchard er rútan keyrir fram hjá Hafnarfirði, og út um gluggana má sjá litið rjóður af jólatrjám. „Já mikið rétt, kannski er þetta einhver framkvæmd sem er i gangi hér“ segir Blakey. Blakey var hér i rúman sólarhring að þessu sinni. Tónleikar hans voru haldnir í Háskólabíói fyrir fullu húsi og var honum ákaft fagnað að þeim loknum. Hann kom hingað á vegum Jazzvakningar sem á þakkir skilið fyrir, því jazz-númer Listahá- tíðar fór vist í vaskinn eins og kunnugt er. Texti FRI Myndir GE Kælitækjaþjónustan Rcykjavíkurvcgi 62, Hafnarfirði, simi 54860. Önnumst alls konar nýsmíði. Tökum að okkur viðgerðir á: kæliskápum, frystikistum og öðrum kælitækjum. Fljót og góð þjónusta. Sendum I póstkröfu um land allt Akureyrarbær Tæknifræðingur Starf byggingatæknifræðings á skrifstofu byggingarfulltrúa Akureyrarbæjar er laust til umsóknar. Upplýsingar um starfið og launakjör eru veittar á skrifstofu byggingafulltrúa. Umsóknir skulu sendar byggingarfulltrúa Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 Akureyri fyrir 25. júní n.k. Byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. Notaðir /yftarar í miklu úrvafí 2. t raf/m. snúningi 2.5 t raf 13 t pakkhúslyftarar 23 t disil 3.2 t dísil 4.3 t disil 43 t disil 5.0 t dísil m/húsi 6.0 t dlsil m/húsi eigum ennfremur fyrirliggjandi litla rafm.lagerlyftara. K. JÓNSSON&CO. HF. Vitastfg 3 Súni 91-26455 Til sölu: Tilboð óskast í pramma ætlaðan til hreinsunar olfu af yfirborði sjávar, 3.15 rúmlestir, smfðaður úr áli 1972 í prammanum eru eftírtalin aðaltæki: 1 st. Hatz diesel vél, gerð Z 782-18 hp. 1 st. Olíudæla, Cassappa, gerð 2 C 17. 1 st. Olíudæla, Cassappa, gerð 2 C 23. 1 st. Dæla 3”, Viking, gerð LL 124 m/tengi. 1 st. Pendelmotor m/tengi. Ýmis fleiri tæki eru í prammanum. Óskað er eftir heildartilboði, en þó er einnig heimilt að bjóða í einstaka hluti. Útboðsgögn m/nánari upplýsingum eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboð skulu berast oss sem allra fyrst og eigi síðan en kl. 11:00 f.h. þann 25. júní, þ.m. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.