Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982 » 15 Iþróttir Walter Meeuws „sópari" belgiska landsliðsins lék ekki gcgn Argentínumönnum sl. sunnudag. Valli, sem leikur með Standard Liege, var rekinn útaf i úrslitaleiknum í Evrópukeppni bikarhafa gegn Barcelona og lenti þvi i leikbanni. Reyndar var starfsmaðurinn einnig rekinn útaf nokkru áður, í Icik gegn Hollandi í undankeppninni. Þrátt fyrir að sóparinn þyki æði harður af sér er hann hinn ljúfasti piltur utan vallar, fyndinn og hress. „Það er fint að hafa Valla með í hópnum. Hann róar taugastrekkinginn hjá öðrum leik- mönnum liðsins með sinum hressu bröndurum,“ segir þjálfarinn Guy Thijs. Leiður markvörður er hann Tony Schumacher hjá vestur-þýskum. „Ég öskra og öskra á vnrnarmennina hjá okkur i Köln á hverjum laugardegi, en enginn virðist heyra i mér. Þegar ég kem heim reyni ég hið sama, en enginn heyrir, ekki einu sinni krakkamir. Ég er búinn að fá mig fuilsaddan af þessu,“ stynur Tony þungan. Antonio Carabal (Mexico) er sá knattspymumaður i heiminum sem ofast hefur leikið í úrslitakeppni HM. Hann var með i Brasiiiu 1950, Sviss 1954, Svíþjóð 1958, Chile 1962 og Englandi 1966 (við héma á Timanura þoram hreinlega ekki að spá í hvað kappinn hefur verið orðinn gamall þá). Ungverjar hafa átt öllu meira gengi að fagna i knattspymukeppni 01. en í HM. Þeir urðu sigurvegarar i 01.1952, 1964 og 1968 og þeir unnu silfurverðlaun 1972. Tjallinn lá fyrir Könum í HM i Bre.siliu 1950 og þótti það miklum tiðindum sæta á þeim áram. Kanarnir höfðu þó nokkra maðka i þeirri mysu, þvi að i liði þeirra vora m.a. Eddie Mcllvenny, skoskur starfsmaður hjá Wrexham, og Joe Gaetjens, markaskorari frá bananalýðveld- inu Haiti. Medalíuhundurinn er hann kallaður vofBnn Pickles vegna þess að hann er eini hundurinn i sögu HM sem hefur fengið verðlaunapening frá móts- höidurum HM. Hann fékk verð- launapeninginn (og 17 þúsund krónur að auki) þegar hann þefaði uppi hina frægu Julcs Rimet- styttu eftir að henni hafði verið stolið frá Centrai Hall í Lundún- um um árið. Voff, voff, sniff, sniff.... Argentína - Belgía 0:1 Heimsmeist- ararnír lágu í fyrsta leik Baráttugledi Belgíumanna kom þeim í opna skjöldu ■ Erwin Vanderbergh sá um að tryggja Belgiumönnum glæsilegan sigur með góðu marki um miðjan seinni hálfleik. ■ Landslið Belgíu sem lagði heimsmeistarana, Fréttaritari Tímans á Spáni um leik Brasilíumanna f gær: Stórkostlegt, stór kostlegt... Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tímams á Spáni: ■ Stemningin á S’Pizjuan-leikvangin- um í Sevilla á leik Brasilíu og Sovétríkjanna hér á HM i dag (mánu- dag) var með ólikindum og magnaðist eftir því sem á leið. Þvilíkt lið sem Brassarnir hafa á að skipa. Sovétmennimir gáfu hinum frægu andstæðingum sinum ekkert eftir í fyrri hálfleik og áttu mörg stórhættuleg færi i byrjun, m.a. Ball og Sergihno. Þeim tókst furðuvel að róa niður spilið, en af og til tóku Brassamir af skarið og i fyrri hálfleiknum fengu þeir 9 hornspymur. Sovét tók síðan forystuna á 34. min. og var þar Ball að verki með hörkulangskoti. Brasilíumenn pressuðu stift i seinni hálfleik og sýndu þá hvemig leika á knattspymu í hæsta gæðaflokki. Socra- tes jafnaði á 74. mín. og úrslitamarkið kom á 88. min. (Eder). Bæði mörkin komu eftir langskot og þar á undan frábært spil. í liði Sovét áttu Blokhin, Chenguelia og Ball bestan leik, en í stórkostlegu liði Brasilíu bar mest á Eder, Socrates, Serginhi, Leandro og Zicho. Þá gerðu Ítalía og Pólland jafntefli, 0:0, i jöfnum og ágætum leik. EM/IngH ■ Brassamir taka létt samba-spor i upphitun fyrir æflngu. í gær sýndu þeir hvemig sameina má sömbuna og knattspymu. Þrír leikir í HM í dag ■ Heimsmeistarakeppnin heldur áfram í dag með þremur leikjum. Fyrstan skal telja leik Skota og Ný-Sjálendinga i 6. riðli og verða Skotamir að vinna stórsigur ætli þeir sér áframhaldandi keppni i milliriðium. Þá leika Ungverjar gegn hinum stríðshrjáðu E1 Salvador-mönnum og verður það væntanlega leikur kattarins að músinni. Þessi viðureign er i þriðja riðli (þar leika einnig Belgia og Argentína). Hið sama verður væntan- lega uppá teningnum i leik Perú og Kamerún í 1. riðli, Perúmenn vinna næsta víst. - IngH Frábær leikur Belgíumanna Frá Erik Mogensen, fréttamanni Timans á Spáni: ■ Stórgóður leikur belgíska landsliðsins í opnunarleiknum gegn heimsmeisturun- um, Argentinumönnum, i Barcelona sl. sunnudag hefur vakið mikla athygli hér á Spáni. Menn eru á einu máli um að sigur Belga var fyllilega verðskuldaður, þeir léku af mun meiri skynsemi en andstæðingarnir og nýttu til fulls einu verulegu mistök varnar þeirra. Eftir fremur rólega byrjun fengu Argentínumenn fyrsta marktækifæri leiksins. Pfaff varði vel hörkuskot frá Daniel Bertoni. Bæði liðin léku ákaflega „passíft", lögðu höfuðáherslu á sterkan varnarleik og vel útfærða rangstöðutaktík. En smám saman fóru Belgar að ná tökum á leiknum og undir lokin munaði minnstu, að Czernaiatynski og Vandermissen tækist að skora. Argentinumenn komu ákveðnir til leiks eftir leikhlé, en sú dýrð stóð ekki lengi og Belgar gerðust æ aðgangsharðari. Á 61. mín brást rangstöðutaktik Argentinumanna hroðalega, Erwin Vanderberg komst á auðan sjó og skoraði auðveldlega, 1-0. Eftir markið sóttu Argentínumenn nokkuð i sig veðrið og hið mesta fjör hljóp í leikinn. Hið næsta sem þeir komust því að skora var er Maradona skaut i þverslá eftir aukaspyrnu. í annars jöfnu liði Belga fannst mér no. 10, Coecki, no. 2, Gerets, no. 21, Czeriantynski og markvörðurinn Pfaff sýna snilldarleik. Kempan Mario Kempessetti aðra leikmenn Argentínu í skuggann að þessu sinni. Leikur Maradona olli vonbrigðum. EM/Ingh Þúsundir studnings- manna með skoska landsliðinu á Spáni Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tím- ans á Spáni: ■ Skömmu fyrir byrjun heimsmeist- arakeppninnar var andrúmsloftið í Malaga orðið lævi blandið. { siðustu viku var byrjað að selja miða til innfæddra á þá 3 leiki sem fram fara á Rosalda-leikvanginum endurbættum og stækkuðum. Nýja-Sjáland er eina liðið sem komið er til bæjarins, en á föstudag kom skoska liðið og þúsundir stuðningsmanna þess. Rússarnir komu i bæinn í dag (mánudag). Það hefur verið staðfest að með skoska liðinu eru u.þ.b. 7 þúsundir stuðningsmanna þess, sem er i sjálfu sér ánægjuefni frá sjónarhorni ferðamála- jöfranna. Á hinn bóginn eru lögregla og öryggisverðir við öllu búin, minnug látum þeim sem skoskir fótboltaáhang- endur hafa valdið í borgum og bæjum víða um Evrópu, t.d. i Barcelona 1972 eftir úrslitaleik Glasgow Rangers og Dynamo Moskva. Til aðstoðar hafa Spánverjarnir feng- ið skoska lögreglumenn, væntanlega i og með til að stuðningsliðið haldi ró sirini, þ.e.a.s. ef hún er til staðar. EM/IngH. Guy Thys ■ Það hefur tekið bclgíska landsliðs- einvaldinn, Guy Thys, aðeins 5 ár að koma liði sinn á toppinn i knattspyrau- heiminum, liði sem jafnvel sjálflr heimsmeistaramir óttast (og tapa fyrir). Thys ákvað þegar í upphafí að byggja fraintiðarlið sitt á kjamanum úr liðinu sem vann EM unglingalands- liða 1976. Fjórum áram seinna komst landsliðið undir stjórn Thys i úrslit EM. Og nú i HM??? Guy Thys lék i framlinu Antwerpen, Beveren, Bragge o.fl. liða á sjötta áratugnum. -IngH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.