Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 22
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982 eftir helgina flokksstarf Striplast á líkklædunum ■ Loksins er komiö sumar, sagði maðurinn í bankanum við mig. Verst að vera ekki í verkfalli i sólskininu eins og hinir, bætti hann við og brosti þreytulega, þvi það er vont að reikna vexti í sólskini. Flestir vinnustaðir landsins voru lokaðir i tvo daga, nema á Vestfjörð- um, þar sem þeir héldu áfram i fiski og á öðrum vinnustöðum, því Vest- firðingar vilja nú ekki lengur láta reikna kaup sitt fyrir sunnan, þar sem menn eru staðráðnir í að hækka kaup, enda þótt þjóðartekjur fari minnkandi og atvinnuvegimir séu á hausnum. Má segja sem svo, að það sé ekkert nýtt. Tekjuleysi atvinnuveganna og minnkandi þjóðartekjur á íslandi, hafa ávallt þótt vera öruggt merki um að laun eigi að hækka svo um muni. Annars telja margir að sólskins- verkfallið fyrir helgi hafi verið orðið bráð nauðsynlegt vegna samtak- anna, sumsér BSRB og ASÍ, því uppsagnaleiðin, eða fjöldauppsagnir starfshópa, hafa gefið mun betri árangur, en bensinverkföll Alþýðu- sambandsins. Er jafnvel talið að ef fer sem horfir, þá muni ASÍ og BSRB ekki verða lengur það afl, sem það var á blómaskeiði sólstöðusamn- inga á íslandi. Þá mun hið mikla fylgistap kommúnista i borgar- og sveitar- stjórnarkosningunum hafa átt sinn þátt í þeirri viðleitni, að hækka laun í kronum, þvi það hefur til þessa alltaf gefist vel að hækka laun í krónum, því það hefur til þessa alltaf gefist vel að hækka i krónum á ísiandi, þótt lifskjör versni. Krónu- hækkun skilar nefnilega alltaf fleiri atkvæðum, en kaupmátturinn gjörir. En það eru fleiri sem striplast nú um á likklæðunum og reyna að finna skýringu á tapi vinstri manna i borgarstjórnarkosningunum, en kommúnistar, eða leita skýringa á því, hvers vegna Sjálfstæðisflokkur- inn vann borgina aftur. Alfreð Þorsteinsson skrifaði t.d lærða grein um ófarir Framsóknar- manna i kosriingunum. Vill kenna þar um of nánu sambandi flokksins við kommúnista i stjórn borgarinn- ar. Framsókn lét aldrei brjóta á sér þar i neinum málum, eins og það er orðað. Og svo telur hann það líka hæpið að fara út i kosningar með stefnu, eða stefnuskrá. Ekki gengur þetta þó alveg upp hjá Alfreð. Framsókn bætti við sig atkvæðum og borgarfulltrúa. Sjöfn og Alþýðuflokkurinn stórtöpuðu fylgi og voru þó á móti Ikarusvögn- unum og friðun rottunnar. Mest tapaði þó Alþýðubandalagið sjálft og þá væntanlega af samstarfi við sig sjálft og á sprungukerfinu, sam- kvæmt rökfræði Alfreðs. Það gefur auðvitað auga leið að listar sem ekki eru rétt skipaðir, fá færri atkvæði en góðir framboðs- listar. En listar flokkanna voru samt allir prófkjörslistar, þannig að það eru flokksmenn sjálfir sem völdu sér víkingasveitirnar er verja áttu borg- ina. Að vísu er forval kommúnista ekki beinlinis prófkjör, heldur eru menn teknir inn á listana með einskonar félagsfræðilegri niðurdýfingu. Enda ber mest á sálfræðingum og öðrum vandamálafræðingum á listum þeirra. Manna sem bókstaflega eiga líf sitt og limi undir fornminjagerð, skipulagsvinnu og bæklingum. Verkamenn og eyrarkarlar fá svo að vera neðarlega á listunum, svona til skrauts. Það kom öilum á óvart að íhaldið tapaði borginni 1978. Það hafði ekki gert nein sérstök axarsköft á kjör- timabilinu þar á undan,. ef frá er talin græna byltingin, þar sem reynt var að telja mönnum trú um að Sjálfstæðishúsið við Háaleitisbraut væri göngustígur, eða reiðgata og annað eftir því. Og á sama hátt komu kosningaúrslitin i Reykjavík nú heldur flatt upp á menn, einkum þá sem voru i pólitískum andarslitrum fyrir. Og eitt er þó ljóst, að slagorð eru betri í pólitík, en vandaðar stefnu- skrár, alveg eins og fjöldauppsagnir eru betri, en verkföll og peningalegir samningar eru betri en vemdun kaupmáttarins. Skýringuna veit ég ekki. Ég býst aðeins við löngu verkfalli í sumar og háu kaupi, þvi þeir sólstöðumenn eru byrjaðir að setja á sig grímumar. Jónas Guðmundsson. Jónas Guðmundsson, rithöfundur skrifar ORÐSENDING frá Yorhappdrætti Framsóknarflokksins Dregið verður i happdrættinu 16. þ.m. ogeruþeir, sem fengið hafa heimsenda miða vinsamlega beðnir að gera skil næstu daga. Drætti verður ekki frestað. Greiðslum má framvísa samkvæmt meðf. giróseðli i næsta pósthúsi eða peningastofnun. Einnig má senda greiðslu til Happdrættisskrifstofunnar, Rauðarárstig 18, Reykjavik. Þar eru einnig lausamiðar til sölu. Vesturland Viðtalstimar alþingismannanna Alexanders Stefánssonar og Daviðs Aðalsteinssonar, verða sem hér segir á eftirtöldum stöðum: Borgarnes 15.6. kl. 21. Logaland 16.6 kl. 21. Hellissandi 18.6. kl. 21. Búðardal 19.6. kl. 21. Breiðablik 20.6. kl. 21. Ólafsvik 21.6. kl. 21. Grundarfirði 22.6. kl. 21. Stykkishólmi 25.6. kl. 21. Hlaðir 28.6. kl. 21. Auglýsing um verkamannabústaði Stjórn verkamannabústaða í Mosfellshreppi auglýsir tvær íbúðir til sölu í Arnartanga, Mosfellssveit. Réttur til kaupa á íbúð í verkamannabústöðum er bundinn við þá sem uppfylla eftirtalin skilyrði: a) Hafa átt lögheimili í Mosfellshreppi 1. maí 1982. b) Eiga ekki íbúð fyrir, eða samsvarandi eign í öðru formi. c) Hafa haft í meðaltekjur þrjú síðustu árin áður en úthlutun fer fram, eigi hærri fjárhæð en 91.500 krónur fyrir hjón eða einstakling og að auki 8.100 krónur fyrir hvert barn á framfæri innan 16 ára aldurs. fbúðirnar eru í tveimur raðhúsum (1 íbúð í hvoru húsi) og er stærð íbúðanna 93,8 ferm. Lágmarks fjölskyldustærð er 2-4. Áætlaður afhendingartími er 15. ágúst 1982. GREIÐSLUSKILMÁLAR. Kaupandi greiðir 20% af verði íbúðar og greiðist í tvennu lagi. Fyrri helmingurinn greiðist innan sex vikna frá dagsetningu tilkynningar um úthlutun íbúðar, en síðari helmingurinn á 6. mánuðum skv. samkomulagi. Áhvílandi skuldir verða yfirteknar af kaupanda og auk þess lánar Byggingarsjóðurverkamanna80% afverði íbúða að frádregnum áhvílandi skuldum. Lánið er með 0,5% ársvöxtum og er afborgunarlaust 1. árið, en endurgreiðist síðan með jöfnum greiðslum vaxta og afborgana (annuitet) að viðbættum verðbótum samkvæmt lánskjaravísitölu Seðla- banka íslands á 42 árum. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Mosfellshrepps, Hlé- garði, þarsemjafnframtfástnánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 1982. Virðingarfyllst, Stjórn verkamannabústaða í Mosfellssveit. Yinnuskúr óskast Notaður vinnuskúr óskast til kaups hið fyrsta. Upplýsingar í síma 42612. Kvikmyndir Sími 78900 Patrick Patríck cr 24 ára coma-sjúklingur sem býr yfir miklum dulrænum hæfilcikum sem hann nær fullu valdi á. Mynd þessi vann til verðlauna á Kvikmyndahátlðinni f Asíu. Leikstjórí: Richard Franklin. Aðalhlutverk: Robert Helpmann, Sus- an Penhaligon og Rod Mullinar. Sýnd Id. 5, 7, 9 og 11. Eldribekkingar (Seniors) Stúdcntarnir vilja ekki útskrífast úr skólanum vilja ekki fara út I hringiðu lifsins og ncnna ckki að vinna hcldur stofna félagsskap sem nefnist Kyn- fræðsla og hin frjáKskólastúlka. Aðalhlutvcrk: Priscilla Barncs, Jeffrey Byron, Cary ImhofT Sýndkl. 5, 7,9 og 11 Texas Detour Spennandi ný amcrisk mynd um unglinga scm lenda I alls konar klandri við lögrcglu og ræningja. Aðalhlutvcrk: Patríck Wayne, PrisdUa Barnes, Anthony James Bönnuð innan 12 ára Sýnd U. 5, 7 og 11.20 Allt i lagi vinur (Hallcluja Amigo) Sérstaklega skemmtileg og spennandi vestern grinmynd með Trinity holanum Bud Spencer sem er f essinu sínu i þessarí mynd. Aðalhlutverk: Bud Spencer, Jack Palance Sýnd U. 5, 7 og 9. Morðhelgi (Dcath Weekend) t»að er ekkert grin aö lenda i klón- um á þeim Don Stroud og félög- um, en þaö fá þau Brenda Vacc- | ! aro og Chuck Shamata aö finna ! fyrir. Spennumynd I sérflokki. ' AÖalhlutverk : Don Stroud, Brenda Vaccaro, Chuck Sha- j mata. Richard Ayres , Isl. texti. i Bönnuö innan 16 ára Sýnd U. 11 Fram i sviðsljósið (Being There) (4. mánuður) Grinmynd i algjörum sérflokki. Myndin er talin vera sú albesta sem Peter Sellers lék i, enda fékk húntvenn öskarsverðlaun og var | útnefnd fyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers fer á kostum. Aöalhlutv.: Peter Sellers, Shirley MacLane, Melvin Douglas, Jack Warden. tslenskur texti. Leikstjóri: Hal Ashby. l.Sýnd kl. 9 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.