Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982 ÁHERSIA LðGÐ A SAMSTARF V» ff FAGMENN I BYGGINGARIDNAMNUM ff segir Snorri Egilsson, aðst. framkvæmdastjóri innflutningsdeildar SÍS „Þótt hér geti allir átt viðskipti þá er byggingavörudeildin eiginlega heildsölufyrirtæki," sagði Snorri Egilsson aðstoðarframkvæmdastjóri Innflutningsdeildar SÍS þegar Tíma- menn voru að forvitnast um starf- semi byggingarvörudeildar sem er hluti innflutningsdeildar. „Við erum stærsti innflytjandinn á byggingavör- um hér á landi og því er frá mörgu að segja þegar spurt er um starfsem- ina,“ sagði Snorri. „En ef byrjað er á byggingaefninu sjálfu þá held ég að mér sé óhætt að segja að við höfum á boðstólum næstum allt sem þarf til að byggja hús. Timbur, steypustyrktarjárn, plötur af öllum mögulegum gerðum, einangrunar- efni, þakpappa o.fl. Svo erum við með girðingarefni, bæði net og gaddavír." -Þið seljið líka mikið af hreinlætis- tækjum? „Já, við höfum í mörg ár flutt inn Gustavsberg hreinlætistæki, sem eins og fólk veit er sænsk gæðavara. Við erum lika með Damixa blöndun- artæki, Huppe sturtuklefa sem mik- ið hefur selst af að undanförnu svo erum við með finnska gufubaðsklefa og margt fleira." -Borgar það sig fyrir einstaklinga að koma hingað til ykkar og panta einhverja ákveðna vöru? „Það fer nú eftir ýmsu. Ef einstak- lingar eru að leita eftir einhverju sérstöku sem ekki fæst i verslunum hér á landi þá getum við oft uppfyllt óskir þeirra. En það sem kannski fælir einstaklinga frá því að versla við okkur, eða í gegnum okkur, er það að þeir verða þá að fara í banka og tollafgreiðslu sjálfir. Að þvi leyti er það ekki eins og að versla við venjulega verslun.“ -Verðið þið ekki mjög varir við allar sveiflur í kaupmætti fólks? „Jú. Það verða þeir sem selja byggingavörur óhjákvæmilega. Það fer að sjálfsögðu mikið eftir kaup- mætti fólks hversu mikið er byggt og líkt hvernig er byggt. í fyrra t.d. var ástandið frekar slæmt en núna virðist mér það með betra móti.“ -Eitthvað að lokum? „Já, ég vildi gjarnan að það kæmi fram að við leggjum mikla áherslu á að vera í nánu samstarfi við fagfólk i byggingariðnaði, svo sem verk- fræðinga, arkitekta og aðra þá sem gerst þekkja til nýjunga á þessu sviði. f því sambandi nægir kannski að nefna að ekki alls fyrir löngu, kynntum við hér á landi nýja aðferð við að blása steinull i gömul timbur- hús,“ sagði Snorri. -Sjó Nyjar endurbætur varanlegri gluggar Enn bætum við gluggaframleiðslu okkar með breytingum, sem miða að meiri endingu og vandaðri frá- gangi. Allt frá upphafi höfum við kapp- kostað að nota eingöngu valið efni sem hefur í sér mikla fúavörn auk þess sem það er baðað í fúavamar- efnum. Nýi þéttilistinn er einnig framför og stuðlar að enn betri framleiðslu. Nýju gluggarnir okkar standast bæði þínar kröfur og þær kröfur sem íslenskt veðurfar gerir. Við gemm verðtilboð þér að kostnaðarlausu. Sendið okkur teikningar eða komið og sannfærist um framleiðsiugæðin - hjá okkur færðu meira fyrir hverja krónu. Öll undirstykki eru með hallandi falsi sem tryggir örugga framrás vatns og varnar þannig fúamyndun. Endurbættar samsetningar karmS og pósta eru sem áður kembdar og tappaðar saman. Þærtryggja enn meiri stöðugleika sam- skeytanna. Nýr, kröftugur þáttilísti tryggir bestu fáanlegu þóttingu gegn vindi og vatni. hi irAatfarl/r>miAía Listinn er festur f spor í karmstykkinu. Hann llUiUdVtimblVllOJd má taka úr glugganum, t.d. við málun eða NJARÐVÍK Sími 92-1601 Póstbólf 14 fúavörn. Fjölbreytt úrval af byggingavörum er að finna i Byggingavöruverslun Sambandsins við Suðurlandsbraut 32. Á myndinni er Anna Maria Jónsdóttir afgreiðslustúlka. Snorri Egilsson, aðstoðarframkvæmdastjóri innflutningsdeildar Sambandsins. ■ Séð inn á vörulager innflutningsdeildarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.