Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 4
4 mmm ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982 Forrádamenn í Heklu h.f.: „I vetur skall skyndilega yfir okkur hvítur litur" ■ Varla verður hús talið fullbyggt, nema inn i það sé komin slatti af heimilistækjum t.d. eldavél, kæli- skápur, frystikista, þvottavél, þurrk- ari og jafnvel uppþvottavél og sorp- kvöm. Eitt þeirra fyrirtækja sem flytur inn og selur slík tæki er Hekla hf. Við hittum Árna Bjarnason framkvæmdastjóra og Guðmund Jó- hannsson verslunarstjóra og röbbuð- um við þá um heimilistæki. Heimilistækjasalar eru að vísu sjaldnast beinir aðilar að bygginga- áætluninni hjá ibúðarhúsabyggjend- um,en þeir leggja fram hjá arkitekt- um upplýsingar um mál á tækjum sinum og að sjálfsögðu fylgja eitt eða tvö orð um ágæti þeirra. Og fólk, sem sjálft stendur í að byggja eða breyta, leitar til þeirra og ákveður hvaða gerð eigi að falla inn í innréttinguna, áður en smiðin hefst. „Það er full ástæða til þess fyrir fólk að kynna sér þetta vel, þvi að tækin eru ekki öll af sömu stærð,” fræddi Guðmundur okkur. „Við seljum hér tæki frá Bandaríkjunum, General Electric, og þau eru ekki í evrópskum staðli eins og mörg önnur, sem hér eru á markaðnum. Þau eru stærri.” - Amerísk tæki hafa löngum þótt góð, er það svo enn ? „Jú, þau eru vönduð, skemmtileg- ar vörur.” - Dýrar? „Ekki miðað við stærð. En þetta eru stærri tæki,” segir Guðmundur. Nú kemur Árni inn í samtalið. „Siðast liðin fimmtán ár hefur verið mest selt hér af heimilistækjum frá Evrópu, mest framleitt á ítaliu og selt undir mismundandi merkj- um. Þar af leiðir að staðlaðar teikningar eru yfirleitt miðaðar við það. Þess vegna þarf fólk sem er ákveðið i að fá sér amerísk tæki að láta teikna innréttinguna eftir þvi.” - Hvernig er þá salan hjá ykkur? „Hún er góð, og vaxandi,” segja báðir i einu og Árni bætir við. „En á sama tima getum við boðið ensk framleidda skápa frá Kenwood, sem falla inn í evrópskan staðal, að vissu marki, þeir eru að vísu heldur mjórri. En við seljum mest af stóru tækjunum frá Bandaríkjunum. Þess- ar amerisku vörur er tvímælalaust mun vandaðri en þær evrópsku, og innréttingin í þeim er mun sterkari.” - Er ekki óþarfi að kaupa sterk heimilistæki nú til dags, eru ekki svo örar breytingar á okkar tölvutímum að fólk endurnýjar hvort sem er eftir örfá ár? „Nei, þetta er alrangt. Þegar fólk kaupir heimilistæki, ætlast það til þess að tækið endist i 25-30 ár,” segir Guðmundur. „Er þetta ekki full langt gengið?” skaut Árni inn í. „Þetta er staðreynd,” svarar Guð- mundur. - Hefur tölvutæknin lítil áhrif á heimilistæki? „Það hefur engin stórbylting orðið í áratugi í heimilistækjum. Við erum t.d. búnir að vera með alsjálfvirkar þvottavélar, siðan við byrjuðum að flytja inn Bendix 1948. Auðvitað hefur þetta þróast og er orðið allt einfaldara heldur en það var og tölvustýrt og ekki eins mikill mekan- ismi. Tölvutæknin kemur auðvitað inn i ýms þessi tæki, t.d. uppþvotta- vélum, mikróofnum og eldavélum, en þetta er engin bylting.” - Hvernig er svo ykkar þj ónusta? „Okkar hlutverki er ekki lokið, þegar við afhendum tækin. Við rekum okkar eigið viðgerðaverk- stæði með þremur mönnum og varahlutalager. Við reynum að þjóna viðskiptavinunum eftir bestu getu. Við reynum að eiga alltaf til alla hluti i mest seldu tækin okkar eins og Kenwood Chef hrærivélina og G.E. þvottavélina.” - Hvernig eiga heimilistæki að vera á litinn um þessar mundir? „Núna á allt að vera hvitt eða beige. Það koma öðru hvoru upp tískufyrirbæri að varan á að vera í einhverjum sérstökum litum, og svo breytist þetta þegar minnst varir. í vetur skall allt í einu yfir okkur hvítur litur og ekkert annað. í fyrra kallaði fólk hvitt ekki lit, en tilfellið er að hvitt blífur.” - Hvað viltu segja okkur um fyrirtækið, Ámi? „Við byrjuðum 1942 á innflutningi á heimilistækjum. Þó að deildaskipt- ing hafi orðið síðan og bilar og þungavinnuvélar séu orðin stór þátt- ur í rekstrinum, er þessi deild enn rekin af fullum krafti, með sér þjónustu, eins og allar aðrar deildir i Heklu. Því að eins og ég sagði áðan, er ekki nóg að selja vöruna, það verður að halda henni gang- andi.” gy Sími 77440 Dœmi: Frá 15. júní höfum við lokað á laugardögum þangað til er opið til kl. 4 laugardag og kl. 2—5 sunnudag. Bæsuð eik Lengd 2,85 cm. Dýpt 30/48 cm. Hæð 1,80 cm. Verð kr. 13.345,- GO£)(j ?&U>/ I!1I!!!!I!I!IIIIiI!I!!!1IIIIII! Mikið úrval vegghúsgagna á ótrúlega lágu verði Bæsaður askur Lengd 2,55 cm. Hæð 1,78 cm. Verð kr. 9.575,- Bæsaður askur Lengd 2,55 cm. Hæð 1,78 cm. Verð kr. 11.100,- Þetta verð getum við boðið vegna hagstæðra samninga og magninnkaupa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.