Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982 rrARKITEKTÚR Á EKKI BARA AÐ VERA FYRIR ÞÁ BETUR SETTU’' Tfminn rædir við Hróbjart Hróbjartsson, arkitekt um íslenskan arkitektúr, þróun hans, stefnur og horfur ■ Hvort sem litið er á húsagerðar- list í Reykjavfk eða úti á landsbyggð- inni, kemur í ljós að húsin eru margvísleg og fjölbreytt að stíl. Það þarf ekki annað en aka um Þing- holtin og renna sfðan upp í Breiðholt til þess að sjá hve munurinn á húsunum er mikill. En hvaðan höfum við íslendingar helst fengið fyrirmyndir að húsum okkar og hver hefur verið þróunin í fslenskum arkitektúr? Til þess að forvitnast ögn nánar um þetta og fleiri atriði, varðandi fslenska byggingarlist, fékk Tfminn Hróbjart Hróbjarts- son, arkitekt til liðs við sig og bað hann að svara nokkrum spurningum um þessi og skyld efni. - Hróbjartur, hvenær er það fyrir alvöru, sem íslendingar fara að nýta sér þjónustu arkitekta? „Satt best að segja, finnst mér að sú stund sé ekki runnin upp ennþá. Þetta er að vísu of einfalt svar og þarfnast frekari skýringar. Framan af öldinni voru hér fáir arkitektar. Um og uppúr 1930 koma nokkrir íslendingar heim frá námi í arkitekt- úr og marka þeir fljótlega nokkur spor hér. Eftir stríðið hefur arkitekt- um fjölgað og eru þeir nú um 140 starfandi hér á landi. Hið opipbera, þ.e. rfki og sveitarfélög hafa verið til fyrirmyndar um að notfæra sér þekkingu arkitekta. Hins vegar hef- ur húsagerð almennings og fyrir- tækja þvi miður ekki enn þróast eins jákvætt. Ýmsir aðrir en arkitektar hafa leyfi til að leggja „arkitektateikning- ar” fyrir byggingamefndir: menn sem hlotið hafa menntun til annarra starfa en að vinna á sviði arkitekta.' Þetta er auðvitað fúsk, sem ekki þekkist t.d. meðal iðnstétta. Ár- angursrík samkeppni þessara manna við arkitekta byggist á þvi að bjóða fram hraðsoðnar teikningar á lægra verði en við arkitektar teljum sam- ræmast skynsamlegum vinnubrögð- um. Húsbyggjendur hafa ekki í nægilega rfkum mæli séð sér hag i að kosta til tfma og natni við að undirbúa húsbyggingar. Menn horfa í verð teikninga, en eru kærulausari um að lenda frekar i vandræðum síðar eða eftirsjá, en að kosta nokkru til í upphafi. En tímamir em að breytast. Fólk er nú opnara fyrir nauðsyn þess, að bæta umhverfi sitt. Ræktun, náttúm- vemd, húsavemd og bætt hönnun er vaxandi áhugamál fólks. Maður nokkur sagði við mig nýlega, að sín besta fjárfesting, er hann var að byggja sér fbúðarhús, hafi verið að ráða í sína þjónustu góðan arkitekt og notfæra sér þekkingu hans til hins ýtrasta, allt frá því að undirbúningur hófst þar til að byggingunni lauk. .Þetta er mikið rétt að ég tel, og t S • ■ Háskóli íslands. Arkitekt: Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins. Vxandi skilningur á því meðal fólks.” „Húsagerdarlist hér á landi frá upphafi byggðar” - Getur þú rakið í stuttu máli hvemig þróun arkitektúrs hefur ver- ið hér á landi fram á daginn í dag, og hvaðan helstu fyrirmyndimar em? „Þetta er stór spurning og mér verður sjálfsagt stirt um svör. Menn deila nú jafnvel um hvað sé arkitektúr og hvort það sé sama og byggingarlist. Húsagerð er gott orð og tekur ekki afstöðu til gæða. Húsagerðarlist hefur verið hér á landi allt frá upphafi byggðar. Land- námsmenn, norrænir og keltneskir fluttu hingað með sér erlenda bygg- ingarhefð. Næstu kynslóðir breyttu til um gerð húsa með tilliti til íslenskra aðstæðna, veðurfars, efni- viðar og samfélagslegrar þróunar. Séríslensk húsagerð varð til og þróaðist um aldir allt fram á síðustu öld. Þessi þáttur íslandssögunnar er feikna forvitnilegur og heillandi. Með auknum viðskiptum á 19. öldinni er farið að byggja hér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.