Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982 % % Ólafur við nokkra sýningarbásanna. Tímamyndir - G.E. „Veitum fólki hlutlausar upplýsingar” Tíminn ræðir við Ólaf Jensson, framkvæmdastjóra Byggingaþjónustunnar, sem á ári hverju aðstoðar á milli 30 og 40 þúsund manns ■ Ólafur Jensson, framkvæmdarstjóri Byggingaþjónustunnar á skrifstofu sinni. ■ Að mörgu þarf að hyggja þegar ráðist er í húsbyggingar, breyta á eldra húsnæði eða fara út i viðgerðir á því. Þá er gott að geta leitað til hlutlauss aðila um upplýsingar, ráð- leggingar og hagkvæmni. Bygginga- þjónustan Hallveigarstíg 1 er einmitt slikur aðili, sem hefur yfir víðtæk- um upplýsingum að ráða á þessu sviði, og það sem meira er, hún veitir þeim sem leita til hennar upplýsing- arnar og ráðleggingarnar endur- gjaldslaust. Þeir eru hvorki fleiri né færfi en á milli 30 og 40 þúsund aðilar, sem nýta sér þessa þjónustu ár hvert þannig að ætla má að hvert mannsbarn i landinu þekki Bygg- ingaþjónustuna og starf hennar. Engu að siður teljum við Tímamenn að hópurinn sem þekkir og kann að nota sér þessa þjónustu sé ekki jafnstór og hér að framan greinir, því það eru áreiðanlega i mörgum tilvikum sömu aðilarnir sem leita aftur og aftur til Byggingaþjónust- unnar. Því töldum við ekki úr vegi að skreppa í heimsókn niður í Iðnaðarmannahúsið, en þar er Bygg- ingaþjónustan til húsa i þeim tilgangi að fá Ólaf Jensson, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins til þess að fræða lesendur Tímans um starfsemi Bygg- ingaþjónustunnar. - Ólafur þú vildir kannski byrja á þvi að greina frá þvi hverjir það eru sem standa að Byggingaþjónust- unni? „Þá er fyrst að nefna Arkitekta- félag íslands sem stofnaði þetta fyrirtæki 1959 og rak það fyrstu 20 árin. 1979 kom svo til liðs við Arkitektafélagið, Húsnæðisstofnun rikisins og Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins. Þessir þrír aðilar leituðu síðan til Landssambands iðnaðarmanna, Félags íslenskra iðn- rekenda, Iðntæknistofnunar íslands, Akureyrarbæjar og Reykjavíkur- borgar. Það eru þvi átta aðiíar sem standa að þessu fyrirtæki.” „Veitum hlutlausar upplýsingar” - Viltu lýsa þeirri þjónustu sem þið hafið hér á boðstólunum? „í fyrsta lagi er það þessi sýningar- salur sem við höfum hér niðri, en hann er um 600 fermetrar. Þar eru allan ársins hring útstillingar af tækjum, byggingavörum o.fl. frá hinum ýmsu fyrirtækjum. Auk þess eru hér alltaf öðru hvoru í gangi sérsýningar á því sem við köllum pallborðið, sem er sýningaraðstaðan í miðjum sýningarsalnum. Aðgang- ur að þessum sýningum, sem eru opnar daglega frá kl. 10 til 18 virka daga vikunnar, er ókeypis. Við veitum þeim sem til oíckar leita hlutlausar upplýsingar, þannig að þeir sem til okkar leita geta treyst þvi að upplýsingar þær sem við gefum eru réttar. Jafnframt afhend- um við fólki sem hingað kemur bækl- inga frá fyrirtækjunum þannig að fólk viti hvar varan fæst. Markmiðið er að fólk geti helst af öllu gert sér grein fyrir þvi hér á staðnum hvaða vöru það vill fá, eða kynna sér nánar, og geti þá farið beint í fyrirtækið sem hefur vöruna. Það að safná upplýs- ingunum og sýnishornunum hér sam- an á einn stað, sparar fólkinu að þurfa að leita út um allan bæ, að því sem það vill fá.” „Fagmenn veita upplýsingar hér á staðnum í viku hverri” - Er hægt að snúa sér til ykkar ef þörf er á ráðleggingum i sambandi við húsbyggingar? „Já, við erum hér með i viku hverri fagmenn, sem veita upplýs- ingar og ráðleggingar. Á hverjum þriðjudegi á milli kl. 16 og 18 eru hér byggingameistarar úr hinum ýmsu greinum byggingariðnaðarins til viðtals fyrir þá sem til þeirra vilja leita. Á miðvikudögum á sama tíma er hér arkitekt til viðtals, sem veitir þá leiðbeiningar, bæði fagurfræði- legar og tæknilegar. Nú að undan- förnu hefur verið hér til leiðbeining- ar landslagsarkitekt, og hefur hann veitt þéim sem til hans leituðu leiðbein- ingar í sambandi við garðinn og útivistarsvæði. Þessi þjónusta er jafnframt ókeypis.” - Hafið þið yfir einhverjum ritum að ráða, sem fólk getur fengið hjá ykkur og lesið sér nánar til um ákveðin málefni? „Við erum með öll tæknirit og laus blöð sem rannsóknastofnun byggingariðnaðarins gefur út, ss. niðurstöður rannsókna þeirra o.fl. Við seljum þessi rit hérna, en nemendum frá iðnskólum, tækni- skólum og Háskólanum veitum við hins vegar fullan afslátt, þ.e. þann afslátt sem við fáum hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins. Það er sömu sögu að segja með staðlana frá Iðntæknistofnun, þeir eru hér til sölu, auk ýmissa annarra gagna frá öðrum stofnunum. Við erum hér með hálfgerðan vísi að bókasafni og tímaritasafni, en ekki til útláns. Fóiki er hins vegar heimilt að koma og skoða þessi gögn að vild hér á staðnum.” „Erum afskaplega ánægðir með þátttöku almennings” - Er þessi þjónusta ykkar mikið notuð af almenningi? „Já við erum afskaplega ánægðir með þátttöku almennings. Það leita til okkar ár hvert á milli 30 og 40 þúsund aðilar. Flestir þessara aðila koma hingað á staðinn en talsverður hluti leitar þó til okkar í gegnum síma. Það er því gífurlega mikii aðsókn í þessa þjónustu, sem sýnir og sannar nauðsyn þess að hafa hana á boðstólunum. Það fer t.d. alltaf meira og meira í vöxt að fólk utan af landi hringi i okkur, enda er gífurlega mikil þörf fyrir upplýs- ingamiðlun til landsbyggðarinnar. Við erum oft vör við það hér, hversu afskiptir ibúar landsbyggðarinnar geta verið á þessu sviði. Það getur t.d. komið fyrir að aðeins ein verslun sé i kjördæminu, sem verslar með byggingavörur, og býður þá ef til vill aðeins upp á eina vörutegund, þannig að valið er ekkert.” - Liggur ekki ykkar styrkur að miklu leyti i því að fólk getur treyst þvi að fá hlutlausar upplýsingar frá ykkur? Þið rekið ekki áróður fyrir einstökum vörutegundum, heldur segið kosti og gæði hverrar tegund- ar, eða er það ekki svo? „Þetta er rétt, en það kemur náttúrlega upp sú staða alltaf öðru hvoru, að það er erfitt að svara fólki þegar það spyr beint út, „Á ég að taka þetta eða hitt?” Okkar hlutleysi liggur kannski oftast í þvi að útskýra fyrir fólki þetta vandamál okkar að geta ekki sagt þvi alveg ákveðið eða afdráttarlaust. „Þetta áttu að kaupa.” Við leiðbeinum hins vegar fólki, þannig að það geti sjálft gert sér grein fyrir þvi hversu mikilla gæða það þarfnast hverju sinni. Fólk ætlar t.d. að kaupa sér málningu, og hefur hug á að mála hjá sér svefnherbergin, en ætlar siðan að kaupa málningu sem er ef til vill framleidd fyrir mjög mikið veðrunar- þol. Þá bendum við viðkomandi á að þétta sé óþarfa kostnaður, þvi mikið ódýrari málning nægi. Aðrir ætla ef til vill að fá sér gólfflisar og vilja kaupa flísar sem eru ef til vill hannaðar fyrir verksmiðjur eða jafn- vel flugstöðvar. Þá bendum við þeim á að þarna sé einnig óþarfa útgjöld að ræða því mun ódýrari flísar komi að fullum notum í heimahúsum. Við getum þvi oft gefið fólki ábendingar sem verða til þess að verulega er dregið úr stofnkostnaði, eða við- haldskostnaði. Við getum einnig verið fólki innan handar, þegar það vill gera samanburð á hinum ýmsu vörutegundum eða efnum. Það þarf að kynna sér vel t.d. þykktina á efnum, þykktina á lökkum, húðina sem er á efninu og fleira og fleira. Með þetta allt í huga, þarf síðan að líta á verð vörunnar, og svo það hvað kostar að setja upp þessa ákveðnu vörutegund. Þá vakna spurningar eins og: Er þetta fljótlegra? Spara ég eitthvað annað? Get ég gert þetta sjálfur? Og því getur niðurstaöan orðið sú, þegar þessir póstar hafa verið athugaðir að dýrasta varan út úr búð, getur verið orðin sú ódýr-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.