Tíminn - 19.06.1982, Side 1

Tíminn - 19.06.1982, Side 1
Þá tók undir í Hamrinum í Hafnarfirði - bls. 8-9 Blað 1 Tvö blöð ídag Helgin 19.-20. júní 1982 136. tölublað - 66. árg. Nýtt fjár- festinga- félag stofnað ■ „Aðalmál þessa fundar er af- greiðsla á stefnuskrá Samvinnuhreyf- ingarinnar, en auk þess mun ég halda hér framsöguræðu um stofnun nys fjárfestingarfélags, Samvinnusjóðs ís- lands, og er markmið með honum að efla og byggja upp atvinnulif aðila innan hreyfmgarinnar", sagði Erlend- ur Einarsson, forstjóri Sambands isl. samvinnufélaga i samtali við blaða- mann Timans á Húsavík, cn þar er nú haldinn 80. aðalfundur Sambands isl. samvinnufélaga. Valur Arnþórsson, stjórnarformað- ur Sambandsins, setti fundinn og flutti siðar skýrslu stjórnar. Par sagði hann m.a. að unnið hefði verið markvisst að því, að efla hlutdeild Samvinnuhreyf- ingarinnar í verslun á þéttbýlissvæðun- um sunnanlands með stofnun stór- markaða i Hafnarfirði, Keflavík og Reykjavik. Það kom ennfremur fram i máli hans, að horfið hafi verið frá því að byggja hugsanlega nýjar höfuðstöðvar Sambandsins í Reykjavík, og hefði i því máli verið tekið mið af örðugum aðstæðum í efnahagslifinu. Í stað þess hefði húsnæði Prentsmiðjunnar Eddu verið keypt og yrðu því höfuðstöðvar áfram við Sölvhólsgötu um all langa hrið. Erlendur Einarsson flutti skýrslu forstjóra og i máli hans kom fram að heildarvelta Sambandsins á sl. ári nam 2383 millj. kr., en það er aukning um 770 millj. kr. eða 47.7% frá árinu þar á undan. Tekjuafgangur á rekstrarreikningi er 6.8 millj. kr., þar af er endurgreiðsla til frystihúsa 3.7 millj. kr. og er þvi endanlegur tekjuafgangur til ráðstöf- unar á aðalfundi 3 millj. kr. FRI - Húsavik/Kás. ■ Fyrír hálfum mánuði varð Hafsteinn Jónsson, vörubQstjórí á Grundarfirði, þess var, að skógarþröstur hafði valið sér hreiðurstæði j undir vélarhlífmni á bQnum hans. Bættist eitt egg við á hverrí nóttu og nú eru þau fimm. Verður Hafsteinn að aka eins og hann sé með bQpaUinn fúUan af gleri, tQ þess að spilla ekki hreiðrínu og fær strangar áminningar i þá átt frá dætrum sinum, þeim Maríu og Sigrúnu, sem hér virða þetta óvanalega hreiður fyrír sér. (Ljósmynd: Arie Licberman). Kvikmynda- hornid: ICosning- ar í USA — bls. 5 mdeildur píanisti - bls. 5 íslenskir flugumferðarstjórar neita ad vinna með Ólafi Haraldssyni eftir að hann var rekinn úr félagi þeirra: ÚTLENDINGAR SETT- í ÞEIRRA STÖRF? ■ íslenskir flugumferðarstjórar neita að vinna með Ólafi Haraldssyni, flugumferðarstjóra, eftir að samþykkt hafði verið með miklum mcirihluta i allsherjaratkvæðagreiðslu i félaginu að visa honum úr félagi þeirra. Brottreksturinn hefur þegar tekið gildi, en hins vegar reyndi ekki á áhrif hans i gær, þar sem Ólafur var ekki við stórf á Keflavikurflugvelli. Elías Gissurason, formaður Félags ísl. flugumferðarstjóra, vildi ekki tjá sig i gær í samtali við blaðamann Timans um hverjar ástæður réðu því að Ólafi var vikið úr félaginu, en talaði um áralangt sundurlyndi milli Ólafs og félagsins. „Ástæðurnar vil ég ekki gefa upp að svo komnu máli.“ Samkvæmt lögum Félags ísl. flug- umferðarstjóra er félagsmönnum ó- heimilt að starfa með þeim sem vikið hefur verið úr þvi. „Við munum framfylgja lögum okkar“, sagði Elías Gissurason. Hins vegar hefur Ólafur Haraldsson ekki gegnt störfum flug- umferðarstjóra i eiginlegri merkingu þess orðs, heldur haft með höndum ýmis stjórnunarstörf á Keflavíkurflug- velli sem tengjast flugumferðastjórn- inni, s.s. þjálfun, samningu vaktskrár o.fl. Flugumferðarstjórar munu lita á þessi störf sem igildi starfa flugumferð- arstjóra „ þar sem hingað til hafa félagar í FÍF unnið þessi störf“, sagði Elías Gissurason. Yfirstjórn flugstjórnar á Keflavíkur- flugvelli er i höndum Varnarmála- deildar utanrikisráðuneytisins, eins og önnur málefni Keflavíkurflugvallar. Helgi Ágústsson, deildarstjóri Varnar- máladeildar, sagði i samtali við Tímann i gær að brottvikningin stæðist ekki lögum samkvæmt. Hins vegar hefði ráðuneytið ekki gert upp við sig hvernig brugðist yrði við i þessu máli. Yfirvöld munu væntanlega ihuga þann möguleika að fá erlenda flugum- ferðarstjóra til starfa, jafnvel frá Varnarliðinu, eða freista þess að mennta nýja menn, láti þeir sem fyrir eru af hótunum sinum verða. Hins vegar reynir ekki á það fyrr en Ólafur Haraldsson kemur til starfa sem væntanlega verður fljótlega eftir helgina. -Kás. Bianca Jagger — bls. 2

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.