Tíminn - 19.06.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.06.1982, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ1982 3 fréttirl Rúmlega sextugur maður grunaður um að hafa kveikt í kirkjunni íHeydal: NEITADI AÐ SVARA SPIIRNING- IIM OG VAR SLEPPT UR HALDI ■ Gamla kirkjan í Hey- dal á Breiðadalshreppi brann til grunna siðdegis i fyrradag. Um klukkan 15 varð elds vart í kirkjunni. Var þegar kallað í slökkvi- bfl, en þegar hann kom á vettvang var kirkjan í Ijósum logum og ekki fékkst við neitt ráðið. Rúmlega sextugur trésmiður var handtekinn, grunaður um að hafa lagt eld að kirkjunni. Var hann færður til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Þar neitaði hann að svara öllum spurningum. Ekki þótti ástæða til að ■ Gamla kirkjan i Hey- dal brann til kaldra kola i fyrradag. Grunur Ieikur á að um íkveikju hafí verið að ræða. Kirkjan var byggð árið 1856. krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir manninum og síðdegis í gær var honum sleppt. Maðurinn sem hér um ræðir hefur um áratuga skeið átt í útistöðum við kirkjuna. Krefst hann þess að fá ógildingu að skirnarvottorði sinu með formlegri athöfn. Gamla kirkjan í Heydal var tæplega 130 ára gömul, byggð árið 1856. Frá árinu 1976 hefur hún ekki verið notuð til messuhalds. En hins vegar var kirkjan sett á fornleifaskrá ekki alls fyrir löngu og var hún i eigu Þjóðminjasafnsins. Margt merkilegra muna var i kirkjunni, t.d. predikunarstóll og altari, jafngamalt kirkjunni sjálfri. -Sjó íþróttir um helgina Laugardagur Knattspyrna: ÍBÍ-KA 1. deild, ísafirði kl. 14 ÍBK-ÍA, 1. deild, Keflavík, kl. 14 ÍBV-Valur, 1. deild, Eyjum kl. 14. Völsungur-UMFN, 2.d., Húsavík kl. 14. FH-UMFS 2. d„ Hafnarfirði kl. 14 Fylkir-Þróttur, Nk. 2.d„ Laugardal kl. 14 Reynir-Þróttur, R, 2. d„ Sandgerði kl. 17 Einherji-Þór, A, 2. d„ Vopnafirði, kl. 14 Frjálsar íþróttir: Unglingamót UMSS verður um helgina á Sauðárkórki. Siglingar: Um helgina verður svokölluð Jóns- messuferð frá Viðey. t>á verður hið árlega minningarmót um Eric Twiname frá Skerjafirði og hefst keppnin kl. 10 árdegis. Golf: Hið árlega Jónsmessumót þeirra Nes- klúbbsmanna verður í kvöld og nótt. Sunnudagur Knattspyrna: Vikingur-UBK, 1. d„Laugardalurkl. 20 Frjáisar íþróttir: Vormót ÚÍA verður haldið að Eiðum. Þá eru Eyfirðingar með kvenna- og drengjamót á Árskógsvelli. HIVI í fótbolta: Margir hörkuleikir um helgina ■ Þrir leikir eru á dagskrá HM í knattspyrnu í dag. Pólland og Kamerun leika í 1. riðli, Belgía og E1 Salvador i 3. riðli og loks Sovétríkin og Nýja-Sjá- land i 6. riðli. Á morgun, sunnudag, er komið að hinum svokölluðu stórleikjum. 1 2. riðli mætast Vestur-Þjóðverjar og Chilebúar og þann leik hreinlega verða þýskir að sigra, ætli þeir sér framhald i keppninni. Englcndingar eiga möguleika á því, að tryggja sér sæti í milliriðli með þvi að sigra Tékka i 4. riðli. Þá leika Spánverjar gegn Júgóslövum i 5. riðli. -IngH Málverkasýning ■ Helgi Jósepsson Vopni, opnaði mál- verkasýningu i Austurborg á Vopnafirði þann 17. júní. Á sýningunni eru 39 verk, leirlist, grafik og oliumálverk. Efnið er sótt í umhverfi Vopnafjarðar og fleiri staða norðan og austanlands. Þetta er fimmta einkasýning Helga, sem áður hefur sýnt i Eden í Hveragerði, Stóru-Tjamaskóla og á Vopnafirði. Sýningin stendur til 20. júní og er opin kl. 16-22 daglega. ■ Albert Guömundsson, forseti borgarstjórnar lagði blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar. Honum til aðstoðar voru nýstúdentar. ■ Helga Jónsdóttir flutti ávarp fjallkonunnar ■ „Ég missti blöðruna mina!!...“ 17. júní hátídahöldin: 4NÆGJULEG ÍALLA STAÐI” — segir Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn ■ „Það bar engan skugga á hátiðahöldin. Þau voru ánægju- leg í aila staði frá upphafi til enda,“ sagði Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn i Reykjavik, um hátiðahöldin á sautjánda júní. Mikill mannfjöldi safnaðist saman í miðbænum, fólk á öllum aldri, enda einmuna veðurbliða. Þrátt fyrir að ölvun hafi verið talsverð urðu engin teljandi óhöpp. Eftir að útidansleikjum lauk, klukkan 01.00, fór fólk að tínast heim, en þó var slæðingur af fólki í bænum allt til klukkan fjögur um morguninn. Um- gengnin var góð og er haft eftir starfsmönnum hjá hreinsunar- deild borgarinnar að ekki hafi verið meira að hreinsa en eftir venjulega góðviðrishelgi. Hátiðahöldin fóru vel fram i flestum bæjum landsins. AHstað- ar var gott veður og yfirleitt var þátttaka mjög góð. -Sjó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.