Tíminn - 19.06.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.06.1982, Blaðsíða 9
8 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1982 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1982 m ■Félagar úr Lúðrasveit Akureyrar með tryggasta fylgjunaut sinn og heillastjömu, bangsann Ebba (Timamynd G.E.) ■ Óskar Öm Ólafsson úr Lúðrasveit Vestmannaeyja er 14 ára gamall og leikur á barytonhom. (Tímamynd G.E.) ■ Þetta er yngsti félagi Lúðrasveitar Stykkishólms. Hann heitir Jón Þór Sturluson og er 11 ára. (Timamynd G.E.) ■„Lúðrasveit íslap.ds“leikur „Blásið homin“ eftir Áma Björnsson undir stjóm Hans Ploder. (Timamynd G.E.) HAFNARFIRÐI landsmóti lúðrasveita um síðustu helgi Reynir Guðnason og Ævar Hjaltason. Þeir báru hitann og þungann af [ undirbúningsstarfinu. (Tímamynd G.E.) Margra mánaða undirhún- ingsstarf Rætt við Reyni Guðnason og Ævar Hjaltason ■ Það tók vel undir i Hamrinum þeirra Hafnfirðinga s.l. laugardag, þegar hóp- ur nær 250 isienskra lúðrasveitarmanna blés mars Áma Bjömssonar, „Blásið homin" við Lækjarskólann undir stjóm Hans Ploder. í Hafnarfirði var ncfnilega haldið landsmót islenskra lúðrasveita um helgina og þangað mættu átta lúðrasveitir. Auk gestgjafanna, Lúðra- sveitar Hafnarfjarðar vora þama Lúðra- sveit Akraness, Lúðrasveit Akureyrar, Lúðrasveit Selfoss, Lúðrasveit Stykkis- hólms og Lúðrasveit Vestmannaeyja. Þá vom þama Svanurinn og Lúðrasveit Verkalýðsins úr Reykjavík. Mótið byrjaði snemma á laugardags- morgun með samæfingu lúðrasveitanna i iþróttahúsinu á þeim lögum sem siðar um daginn voru leikin af öllum sveitunum saman. Markmið landsmót- anna er ekki síst að láta reyna á hve lúðrasveitunum fer fram í listinni eftir þvi sem þær hafa gerst fjölmennari, útbúnaður þeirra betri og skólun félaganna meiri. Er þar skemmst frá að segja að á mótinu nú kom fram að lúðrasveitirnar hafa náð miklum árangri í framfaraátt. Sýndi það sig þarna hve kennsla menntaðra manna í blásturs- hljóðfæraleik er nú farin að skila árangri með hópum af ungu og vel skóluðu fólki sem fyllir raðir lúðrasveitanna. Lögin „runnu í gegn,“ eins og sagt er í lúðrasveitunum. eitt af öðru, - og Hans Ploder, sem vanur er góðum lúðrasveit- arleik frá heimahögunum í Austurríki sagði á eftir: „Ja, þetta vildi ég eiga á plötu.“ Ploder stjórnaði lagi Árna Björnssonar, eins og áður segir, en öðrum lögum stjórnuðu þeir Atli Guðlaugsson, frá Lúðrasveit Akur- eyrar, Ásgeir Sigurðsson, frá Lúðrasveit Selfoss og Ellert Karlsson frá Lúðrasveit Verkalýðsins. „Marsérað“ að Lækjarskóla Eftir hádegið, klukkan 13.30 lögðu Lúðrasveit Stykkishólms „marsérar“ á mótsstaðinn. (Tímamynd G.E.) lúðrasveitirnar af stað frá tveimur stöðum í Hafnarfirði og gengu með mikilúðlegum hornablæstri að Lækjar- skólanum. Þar lék hver sveitanna þrjú lög og loks var endað á sameiginlegum leik „Lúðrasveitar fslands." Þótt öðru hverju kæmi dropi úr lofti í Hafnarfirði á laugardaginn var enginn hrollur í neinum þegar af mótstaðnum var gengið, þvi það má vera dauð sál sem ekki hitnar í hamsi við að heyra volduga hljóma 250 manna lúðrasveitar. (En hvar voru liðsmenn sjónvarps islenska Ríkisútvarpsins? 250 manna lúðrasveit, - ágæt lúðrasveit að auki, - hlýtur þó að vera boðlegt efni? Varla síðra en sýning á nokkrum vatnslitamyndum?) Bæjarstjóm Hafnarfjarðar efndi til kaffisamsætis í Flensborgarskóla að leik lúðrasveitanna loknum og þar fluttu þeir ávarp forseti bæjarstjórnar, Árni Grétar Finnsson. frv. forseti bæjarstjórnar, Stefán Jónsson og frv. bæjarstjórnar- maður Árni Gunnlaugsson og hlutu þeir viðurkenningargripi og þakkir Lúðra- sveitarinnar í Hafnarfirði, en hún hefur lengi átt hauka í horni, þar sem þessir menn eru. Þá bárust Lúðrasveit Hafnar- fjarðar góðar gjafir frá lúðrasveitunum og einnig hlutu formenn og stjórnendur sveitanna að gjöf veglegan minnispening sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar lét slá í tilefni af mótinu. Boðið til móts á Akureyri Mikinn fögnuð vakti þegar einn lúðrasveitarmannanna, Sigtryggur J. Helgason frá Akureyri tók á móti fagurri silfurkönnu frá stjórn SÍL fyrir 50 ára lúðrasveitarstarf. Var það formaður SÍL, Eiríkur Rósberg Áreliusson sdem afhenti Sigtryggi viðurkenningu þessa. Kom formaðurinn að hljóðnemanum öðru sinni skömmu síðar og tilkynnti að Lúðrasveit Akureyrar hefði boðist til að taka að sér að sjá um næsta landsmót árið 1985 og var boðinu fagnað með langvinnu lófataki. Mótinu lauk með dansleik i Ártúni um kvöldið og auðvitað var ekki farið yfir lækinn eftir vatninu, því félagar úr Lúðrasveit Akureyrar spiluðu dynjandi dansmúsik á hornin fram eftir kvöldinu. Lúðrasveit Hafnarfjarðar hlaut verð- ugt lof gesta sinna fyrir prýðis vel heppnað og vel skipulagt landsmót, en það kostar ekki litla vinnu að bjóða á þriðja hundrað manns heim. Hafnfirsku félögunum bárust lika margar þakkirfrá gestum þeirra i lok mótsins, - þvi eins og einhver komst að orði á laugardag- inn: „Tíunda landsmótið mun geymast og safna vöxtum i sjóði endurminning- anna.“ - AM ■ Það kostar talsverða vinnu og undirbúning að bjóða á þriðja hundrað manns heim, en þeir létu þaö samt ekki vaxa sér i augum forystumenn Lúðra- sveitar Hafnarfjarðar og við Timamenn fundum þá að máli við Lækjarskólann, Ævar Hjaltason, formann lúðrasveitar- innar og Reyni Guðnason framkvæmda- stjóra mótsins. „Við byrjuðum að undirbúa mótið þegar i haust,“ segja þeir félagar" og fyrsta verkefnið var að velja og síðar að senda lúðrasveitunum þau lög sem leikin voru sameiginlega. Við annan undirbún- ing þurftum við að leita eftir aðstoð frá bæjaryfirvöldunum i Hafnarfirði og við viljum koma á framfæri þökkum til þeirra fyrir ágætar viðtökur og rausnar- skap sem okkur var sýndur. Sama er að segja um aðra þá sem við þurftum að leita til, - menn voru alls staðar boðnir og búnir til þess að leysa allan vanda og koma til móts við okkur með hvað sem var. Jú, við erum harla ánægðir með framkvæmd mótsins. Þátttaka lúðra- sveitanna er góð og við höfum fengið hér talsvert af áheyrendum þótt við hefðum getað óskað okkur betra veðurs. En við hefðum líka getað fengið verra veður en þetta.“ Þeir Ævar og Reynir eru báðir reyndir liðsmenn í Lúðrasveit Hafnarfjarðar og við spyrjum um starf sveitarinnar. „f sveitinni eru nú 30 félagar og starfið hefur verið liflegt á þessu starfsári. Við héldum okkar árlegu hljómleika fyrir styrktarfélaga nú fyrir skömmu og höfum leikið að vanda við hin margvis- legustu tækifæri, - auk þessara venju- lega tilefna, á sjómannadaginn, 1. mai og 17. júní.“ - AM Gróska í starfi lúðrasveitanna segir Eiríkur Rós- berg, formaður SÍL ■ „Það er tíunda landsmót SÍL, sem við höldum hér i Hafnarfirði i dag,“ sagði Eiríkur Rósberg Areliusson, formaður Sambands islenskra lúðra- sveita, þegar við hittum hann að máli i Hafnarfirði á laugardaginn. Eirikur Rósberg leikur i Lúðrasveit Akureyrar og hefur verið formaður SlL frá 1978. Áður lék hann lengi með lúðrasveitinni Svanur í Reykjavík og hann hóf feril í lúðrasveitum í annarri af fyrstu islensku skólalúðrasveitunum árið 1955, aðeins tíu ára gamall. „Fyrsta landsmót islenskra lúðra- sveita var raunar haldið árið 1955,“ segir Eirikur, „en það var í Reykjavik. Næsta mót var á Akureyri, þá i Vestmannaeyj- um, ísafirði, Siglufirði, Selfossi, i Keflavik, á Húsavik, í Stykkishólmi og nú hér í Hafnarfirði. Ég hef sjálfur tekið þátt i fjórum mótum og hef aðeins misst af einu frá þvi er ég byrjaði, en þá var ég erlendis við nám. Hér eru hins vegar saman komnir í dag margir eldri félagar úr lúðrasveitunum sem sótt hafa öll mótin frá byrjun. Já, það er rétt. Karl O. Runólfsson var minn fyrsti kennari á trompetinn og hann var lika einn helsti hvatamaður að stofnun SÍL og fyrsti formaður þess og siðar heiðursfélagi. Ég lýsi ánægju minni með hve mótið i dag hefur farið vel fram og þar eiga Hafnfirðingar ekki minnstan hlut að máli, sem annast hafa undirbúning. Það eru átta lúðrasveitir sem eru hér komnar i dag og ég geri ráð fyrir að fjöldinn sé nærri 250 manns. Mót sem þetta telja sumir að betra sé að halda úti á landi en i þéttbýlinu hér fyrir sunnan og það kann að vera nokkuð til í þvi, en hér hefur mjög vel tekist til eigi að síður, því samhugur lúðrasveitarmanna nýtur sin hvar sem þeir koma saman. í tengslum við mótið var komið upp sýningu á nokkru af þeim gögnum sem safnað hefur verið til sögu lúðrasveit- anna, en vonast er til að við getum komið henni út í bókarformi á 30 ára afmæli SÍL. Þetta hefur verið eitt helsta verkefni okkar að undanfömu. Á mótinu nú sést að starf lúðrasveit- anna er sífellt að eflast og æ fleiri koma til okkar úr skólalúðrasveitunum. Það er sýnilega veruleg gróska í lífi lúðrasveit- anna i dag.“ - AM ■ Eiríkur Rósberg: „Sumir gömlu félaganna hafa sótt mótin allt frá byrjun“. (Tímamynd G.E.) ■ Sigtryggur J. Helgason með viðurkenningargripinn. Heiðradur fyrir 50 ár með iúðra- sveit sinni (Tímamynd G.E.) ■ Á lúðrasveitamótinu var Sigtryggur J. Helgason frá Akureyri heiðraður fyrir 50 ára lúðrasveitastarf og hlaut hann fagurlega áletraða bjórkönnu úr silfri frá SIL sem viðurkenningu. Sigtryggur mun eflaust kunna að meta þcnnan grip vel, þvi hann er sjálfur gull og silfursmiður og ber skynbragð á slíka hluti. Blaðamaður Timans fann Sigtrygg að máli og spnrði hann um fyrstu árin í lúðrasveitum á Akureyri: „Ég byrjaði að spila með lúðrasveit- inni Heklu árið 1929, þá 17 ára,“ segir Sigtryggur, „en ég er fæddur 27.9.1912. Ég fór að blása að hvatningu Karls O. Runólfssonar, sem kom norður 1929 og endurvakti lúðrasveit á Akureyri eftir nokkurra ára svefn. Hekla starfaði svo i nokkur ár, en leið undir lok og var það 1942 sem Jakob Tryggvason stofnar Lúðrasveit Akureyrar. Þar hef ég spilað með æ síðan. Að öllum mönnum öðrum ólöstuðum álit ég að enginn hafi unnið lúðrasveitun- um jafnmikið gagn og Karl O. Runólfs- son og þar á ég ekki sist við hlutdeild hans i stofnun SÍL. Það er orðin stórbreyting á lúðrasveitunum nú frá því sem var í gamla daga og það er auðvitað að þakka skólun unga fólksins og stofnun tónlistarskóla viða um land. Ég var á móti skólalúðrasveitanna á Akureyri um daginn og þar voru komnir saman 430 unglingar. Það var gaman að sjá.“ Sigtryggur J. Helgason er sjötugur í haust. Hann hefur verið drjúgur liðs- maður i sinni lúðrasveit og til gamans má nefna að hann hefur leikið á nær öll hljóðfæri lúðrasveitarinnar og gripið það hornið sem helst vantaði hljóðfæra- leikara á við hvert tækifæri. Það leika ekki margir áhugamenn eftir. Nú er hann á barytonhorninu. Sigtryggi er óskað til hamingju og Lúðrasveit Akureyrar með Sigtrygg. _ AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.