Tíminn - 19.06.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.06.1982, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1982 15 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið ■ Orson Welles ieikstýrði ekki aðeins Citizen Kane, heldur lék hann aðalhlutverkið líka. Myndin er úr kvikmyndinni. Tíu bestu kvikmyndir sögunnar? ■ Ahugamenn um kvikmyndir hafa oft velt því fyrir sér, hverjar séu bestu myndir allra tima. Skoðanir hafa auðvitað verið mjög skiptar, og eru enn, þvi afstaða til kvikmynda er fyrst og fremst persónuleg. Samt sem áður hefur verið reynt nokkrum sinnum að setja saman lista með 10 bestu kvikmyndum sögunnar. Bandaríska kvikmyndastofnunin, AFI, lét félagsmenn sína greiða um þetta atkvæði árið 1977. Niðurstaða þeirrar atkvæðagreiðslu varð mjög umdeild, kannski fyrst og fremst vegna þess, hversu litið var um kvikmyndir frá fyrri hluta aldarinn- ar. Aðeins var spurt um bandarískar kvikmyndir. Atkvæðagreiðslan fór fram i tvennu lagi: úr niðurstöðum fyrra kjörsins var búinn til listi með þeim 50 kvikmyndum, sem flest atkvæði hlutu, og svo voru greidd atkvæði aftur um tíu bestu myndirnar úr þeim hópi. Og niðurstaðan hjá félagsmönnum í AFl var sem hér segir (þess skal getið, að fyrstu þremur myndunum er raðað i samræmi við atkvæða- magn, en i 4.-10. sæti er raðað eftir stafrófsröð enskra heita myndanna): 1Á hverfanda hveli, frá árinu 1939. Þessi mynd, sem gerist á timum borgarastyrjaldarinnar í Bandaríkj- unum á siðustu öld, er með þekktustu kvikmyndum sögunnar, en vissulega er umdeilt hvort hún á að teljast til þeirra bestu. 2. Citiz.cn Kane, sú fræga mynd Orson Welles, sem yfirleitt er alltaf nefnd þegar minnst er á bestu kvikmyndir sögunnar. 3. Casablanca, fræg kvikmynd frá árinu 1942 með Humphrey Bogart og Ingrid Bergman í aðalhlutverkum, en Michael Curtiz leikstýrði. 4. Afríkudrottningin, frá 1952, leikstjóri John Huston, aðalhlutverk Humphrey Bogart og Katherine Hepburn. 5. Þrúgur reiðinnar, sem gerð var árið 1940 eftir samnefndri skáldsögu John Steinbecks. 6. Gaukshreiðrið, eftirminnileg kvikmynd um meðferð geðsjúkra, frá árinu 1975. 7. Syngjandi i rígningunni, dans- og söngvamynd frá árinu 1952 með hinum óviðjafnanlega Gene Kelly í aðalhlutverkinu. 8. Stjörnustríð, kvikmynd Georg Lucasar sem varð upphafið að geimkvikmyndum síðustu ára, og mun auk þess vera sú kvikmynd, sem gefið hefur af sér mestar tekjur frá upphafi kvikmyndagerðar. 9. 2001: A Space Odyssey, frábær kvikmynd Stanley Kubricks frá árinu 1968. 10. Galdramaðurinn i Oz, frægur söngleikur frá 1939 með Judy Garland í aðalhlutverkinu. Forvitnilegt er að bera þennan lista saman við annan, sem varð til fimm árum áður, eða 1972. Það var breska tímaritið Sight and Sound, sem lét hóp kvikmyndaleikstjóra og gagnrýnenda velja 10 bestu kvik- myndir sögunnar. í það skipti var valið ekki bundið við bandariskar kvikmyndir, enda rcyndust þær aðeins vera þrjár á listanum þegar upp var staðið. Sight and Sound listinn frá 1972 er annars sem hér segir: 1. Citizen Kane (Welles, 1941). 2. La Régledu Jeu(Renoir, 1939). 3. Potemkin (Eisenstein, 1925). 4. 8 1/2 (Fellini, 1963). 5. -6. L Ávventura (Antonioni, 1960) og Persona (Bergman, 1967) 7. JóhannaafÖrk(Dreyer, 1928). 8. -9. Hershöfðinginn (Keaton, Bruckman 1926) og The Magnificent Ambersons (Welles, 1942). 10. Ugetsu Monogatarí (Mizog- uchi, 1953) og Villt jarðarber (Berg- man, 1957) Gera má margvíslegar athuga- semdir við báða þessa lista, ckki sist vegna þess, að á þá báða vantar kvikmyndir eftir ýmsa af bestu kvikmyndaleikstjórum sögunnar, svo sem Chaplin, Bunuel og marga fleiri. - ESJ. £lias Snaeland Jónsson skrifar ★★★ Lola ★★ Huldumaðurinn ★★★ Ránið á týndu örkinni ★★★ Fram í sviðsljósið O Skæruliðarnir Stjörnugjöf Tímans * * * * frábær • + * * mjög góð • + + góö - * sæmlleg ■ O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.