Tíminn - 19.06.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.06.1982, Blaðsíða 16
VARAHLUTIR Sendura um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Simi (91) 7 - 75-51, (91 ) 7 - 80-30. Skem muvegi 20 Kópavogi HEDD HF. Mikiö úrval Opið virka daga 9-19 • Laug’ar- daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 BUREFSLÆBA Mæ ELLEFU YRÐUNGA UNNIN A GRENI „Kvíðvænlegt ef dýr sleppa þannig úr refabúum,” segir Þórarinn í Vogsósum LAUGARDAGUR 12. JUNI 1982 ■ „Já, við fclagarnir Pórður Sveinsson frá Þorlákshöfn og ég erum búnir að vinna tvö greni i vor og i þessu siðara greni, sem við lögðumst á siðastliðinn þriðjudag, unnum við bæði dýrin og handsömuðum tiu lifandi yrðlinga af ellefu," sagði Þórarinn Snorrason bóndi í Vogsósum í Selvogi, þegar við Timamenn litum við hjá honum i gær. Þórarinn sagði að hann hefði verið með Þórði sem stundað hefur refaveiðar i 40 ár, frá árinu 1954 og hefði hann ekki lengur tölu á þeim grenjum sem þeir hafa unnið saman. Þetta siðasta greni var þó einstakt að þvi leyti að grenlægjan var skosk blárefslæða og fjöldi yrðlinganna meiri en þeir Þórður og Þórarinn hafa nokkru sinni kynnst. „Grenin í vor hafa bæði verið alveg ný,“ sagði Þórarinn. „Við unnum þetta siðara greni um kl. 22 á þriðjudagskvöld- ið skutum bæöi dýrin með fárra minútna millibili. Yrðlingana lokkuðum við svo út úr greninu með því að líkja eftir gagghljóði móðurinnar. Ég giska á að þeir séu svo sem mánaðargamlir og á meðal þeirra tel ég að sé að finna ekta blárefi. Þetta eru sex læður og fimm rcfir. Já, þetta cr mjög óvenjulegt, því venjulega eru yrðlingarnir fjórir til fimm. Blárefurinn skoski er hins vegar ákaflega frjósamur. Okkur fannst strax að læðan væri óvenjulega stór og yrðlingarnir furðu margir. Ég reyndi að ná í veiðistjóra, en það tókst ekki og varð úr að ég fékk Sigurjón Bláfeld, loðdýraræktarráðu- naut, til þess að koma hér i gær. Hann staðfesti strax að þetta væri læða sloppin úr refaræktarbúinu í Krýsuvik, enda bar hún númer - K-359 - sem sýnir að hún er fimm ára gömul. Það er mikið áhyggjuefni að dýr skuli sleppa á þennan hátt frá refabúinu, þvi blárefurinn er stærri og öflugri en sá íslenski og viðkoman miklu meiri. Þvi miður hef ég sannspurt að þetta sé ekki eina dýrið sem vitað er um að hafi sloppiö frá Krýsuvík! Landslag er hér lika þannig að erfitt getur orðið að hafa uppi á dýrum sem sleppa.“ Eins og Þórarinn minntist á er það ótölulegur fjöldi af grenjum sem þeir Þórður Sveinsson hafa unnið. Sagði hann að misjafnt væri hve skjótir þeir cru að vinna hvert greni, - verði dýrin þeirra ekki vör, þarf ekki lengi að biða, en annars verður að liggja á greninu tvo til þrjá daga og einu sinni tók þá viku að vinna greni. Kvaðst Þórarinn mundu ■ Þórarinn Snorrason með blárcfslæðuna og þann af yrðlingunum, sem varð að farga. Á litlu myndinni má svo sjá þrjá af móðurleysingjunum tiu. Líklegt er að þeir hafni í höndum einhverras góðra refraæktarmanna. (Timamynd Róbert) fara á þriðja greniö þegar i gærkvöldi, en það ervestan í Selvogsheiðinni. í vor hafa þeir félagar leitað i 40-50 gömlum grenjum, sem þeim er kunnugt um, en ekki hafði skolli tekið sér bólfestu að nýju i neinu þeirra. Mikið var af ref á þessum slóðum á árununt fyrr og eftir 1960 en siðan hefur honum fækkað og er það áhyggjuefni ef fjölgun verður að nýju vegna dýra sem ná að sleppa úr refabúum. -AM fréttir S-Ameríkumenn sigursælir ■ Argentinumenn unnu Ungverja i Heimsmeist- arakeppninni í gær með 4 mörkum gegn einu. Þá unnu Brasilíumenn Skota með fjórum mörkum gegn einu. Argentínumenn skor- uðu tvívegis hjá Ungverj- um í fyrri hálfleik og gerðu Daniel Bertoni og Diego Maradonna mörkin. David Narrey skoraði fyrir Skota mark þeirra, en Chigo mun hafa gert flest mörk af Brasilíumönnum. Forstöðumenn skipaðir við Hollustuverndina. ■ Heilbrigðis-og trygg- ingamálaráðuneytið hefur skipað eftirtalda menn for- stöðumenn við hollustu- vernd ríkisins, skv. lögum nr. 50/1981, frá og með 1. ágúst n.k.: Þórhall Halldórsson, verkfræðing, forstöðu- mann heilbrigðiseftirlits, Guðlaug Hannesson, gerlafræðing, forstöðu- mann rannsóknastofu og Ólaf Pétursson, efnaverk- fræðing, forstöðumann mengunarvarna. SVJ Bjargað úr siónum kóldum og hröktum ■ Ungum manni var bjargað köldum og hrökt- um upp úr sjónum við Bakkavör á Seltjamarnesi um klukkan sautján i gær. Maðurinn var að æfa sig á brimbretti. Var hann kominn um tvö hundruð metra frá landi þegar hann missti stjórn á brettinu, féll i sjóinn og tókst ekki að komast upp á btettið aftur. Sjónvarvottar gerðu lög- reglunni í Reykjavik við- vart og kom hún fljótlega með gúmbát og fór út eftir manninum. Var hann i froskmannabúning, en þó nokkuð illa á sig kominn, sagði lögreglan. -Sjó. Rusl til sölu ■ Þorstcinn Viggósson, sem hefur verið iðinn við það upp á síðkastið að lokka „heims- fræga“ skemmtikrafta hingað norður i Dumbshaf, auglýsti með hamagangi að miklir. hljómleikar með „Stars on 45“ yrðu haldnir í Háskólabíói að kvðldi 17. júní. Að visu munu innan við 300 manns hafa hlýtt kallinu, en þeir fáu segja farir sínar ekki sléttar. Ekki var nóg með að öll tónlistin á hljómleikunum væri leikin af segulbandi heldur var söngurinn það líka og framlag „stjamanna“ fjögurra ein- skorðaðist við að hreyfa varim- ar i takt við segulbandið. Að visu skutu þær stöku sinnum „how are you“ inn á milli laganna frá eigin brjósti. Eftir að hafa spilað þrjár syrpur af segulbandinu i sam- anlagt 40 minútur hvarf svo listafólkið af sviðinu, en áhorf- endur vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. I örvæntingar- fullri tilraun til að fá þó eitthvað fyrir peningana byrj- aði fólkið að klappa og heimtaði meira, sem var svar- að með þvi að spóla tilbaka á segulbandinu og spila eina syrpuna aftur með tilhcyrandi' varahreyfmgum. Nú leið og beið þangað til upp á sviðið stauluðust fjórir ‘ gamlir menn og vom kynntir sem hljómsveitin Troggs, og fylgdi með að þeir hefðu verið heimsfrægir milli 1960 og 1970. Þrátt fyrir ótrúlega þolinmæði hljómleikagesta var nú ýmsum þeirra nóg boðið og kvöddu samkvæmið, þrátt fyr- ir að hafa greitt 140 krónur fyr- ir aðgöngumiðann. Höfðu menn á orði að Þor- steinn gæti reynt að bjóða rasl af þessu tagi til sölu annars staðar en á Islandi. Sérstakur tilsjónarmad- urDavíðsmeð Ragnari og BÚR ■ Það fer ekki mikið fyrir gagnkvæmu trausti á milli borgarstjórans i Reykjavík, Daviðs Oddssonar, annars vegar og stjómarformanns Bæjarútgerðar Reykjavíkur, Ragnars Júliussonar og meiri- hluta útgerðarráðs hins vegar. Á siðasta fundi útgerðarráðs, sem fer með yfirstjórn BÚR, var samþykkt að sérstakur fulltrúi borgarstjóra fengi að sitja fundi ráðsins með tUlögu- og málfrelsi. Þessi tUsjónar- maður borgarstjóra með for- manni og meirihluta útgerðar- ráðs verður Bjöm Friðfinns- son, ijármálastjóri borgarinn- ar. Ragnari Júlíussyni var fyrir kosningar bolað úr baráttusæti flokksins, sem hann þó hafnaði i við prófkjör, vegna þess að uppstUlingamefnd treysti hon- um ekki til setu þar. Nú hefur borgarstjóri skipað sérstakan' tUsjónarmann með Ragnari. Það er þvi greinUegt að honum er ekki treyst fyrir formennsk- unni frekar en öðmm. Krummi... þakkar guði fyrir meðan menn fara ekki að halda sig með isbirni til skinnaframleiðslu..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.