Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 4
4 SUNNUD/ýGyfl 20. JÚNÍ198? ■ íslenskir innbrotsþjófar geta vist fjarri þvi talist meðal hinna færnstu i heimi - sem betur fer, skulum við segja. Flest innbrot ku framin i ölæði og oftast i sjoppur eða aðra slika staði, þar sem þjófamir álita að auðvelt sé að verða sér úti um mikið fé, eða vaming, fyrirhafn- arlitið. Yfirleitt hafa þeir þó lítið upp úr krafsinu og meirihlutinn lendir að lokum i höndum lögreglunnar. Þvi vekur það jafnan nokkra athygli hérlendis, þegar framin em fagmannleg innbrot, ef svo má að orði komast, tala nú ekki um ef þjófamir komast upp með það. Eitt slíkt var framið aðfaramótt skírdags i vor: þá var brotist inn i verslunina Gull og silfur og stolið þaðan fjölda dýrmætra skart- gripa. Var mikið um þetta rán fjaUað, bæði í fjölmiðlum og eins manna á meðal, vegna þess að eigendur vcrslun- arinnar lýstu þvi yfir að mjög snöfur- mannlega hefði verið að verkinu staðið og þeir kváðust ætla að þjófurinn, eða þjófamir, hefðu gjörþekkt verslunina. Einnig virtist það ætla að vefjast fyrir Rannsóknariögreglu rikisins að upplýsa málið, enda þótt einn maður væri fljótlega dæmdur i gæsluvarðhald. En nú er málið að vísu leyst, eins og flestum mun kunnugt, og þjófurinn hefur játað sekt sína, sem og meðreiðarsveinar hans. Eins og fram mun koma hér að ekki ár, að vinna upp nýjan lager. Það má segja að fyrirtæki sem heil fjölskylda hefur verið að byggja upp í ellefu ár hafi horfið á einni nóttu," sagði Magnús. Dýrasti hluturinn sem hvarf sagði hann hafa verið hálsmen nokkurt, skreytt stórum rúbin og demöntum, að verð- mæti 32 þúsund krónur. Einnig hafi þjófamir tekið armband á 16 þúsund krónur og nokkra hluti aðeins ódýrari en það. Það vakti athygli að ekkert þjófavam- arkerfi var í versluninni er innbrotið var framið. Eigendurnir sögðu að þeir hefðu nokkrum mánuðum fyrr keypt mjög fullkomið kerfi en af einhverjum ástæðum hefði dregist að setja það upp. „PaIIi“ hand- tekinn, en neitar öllu Þó svo að engin sönnunargögn gegn þjófnum, eða þjófunum, hafi fundist i versluninni leið ekki á löngu, þar til lögreglan tók i sína vörslu ungan mann um tvítugt og var hann dæmdur i gæsluvarðhald vegna þessa máls. Hann var handtekinn aðfararnótt páskadags og i sama blaði Tímans og áðurnefnt viðtal við Magnús Steinþórsson birtist „Ég hafði á tilfinningunni að ég væri síðasta hálmstrá hins dmkknandi manns, það er að segja Rannsóknar- lögreglu rikisins..." Palli stóð að sjálfsögðu á þvi fastar en fótunum að hann væri alsaklaus af ákæmm um innbrotið og skýrði sina hlið málsins á þennan veg: „Þannig var að ég var í nokkra daga í slagtogi við sibrotamann sem ég þekki nánast ekki neitt. Vegna mála, sem hann lenti í, var hann færður til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni og við yfir- heyrslumar sagði hann að ég hefði brotist einhversstaðar inn til að sækja gull. Það leiddi til þess að aðfaramótt páskadags kom lögreglan heim til mín, bankaði uppá og bað mig að koma með sér út í bíl. Ég spurði hvers vegna en fékk engin svör. Heldur var ég drifinn út í bilinn, berfættur og aðeins hálfklæddur að öðm leyti. Ég var fluttur suður í Kópavog og þar hófust yfirheyrslur. Ég hafði ekki hugmynd um hvers vegna var verið að yfirheyra mig. Þegar ég spurði um það var svarið iðulega: „Þú veist hvers vegna þú ert hérna, leystu bara frá skjóðunni, það er þér fyrir bestu.“ Það var svo undir lok fyrstu yfirheyrslunnar að ég fékk að vita hvers vegna ég var þarna kominn. Þá nefndi einn rannsóknarlögreglumaður- neðan var það fyrst og fremst fyrir tilviljun að svo fór. Grein þessi er tekin saman samkvæmt mjög áreiðanlegum hcimildum úr ýmsum áttum, og skal tekið sérstaklega fram að heimildar- menn eru hvorttveggja úr röðum yfirvalda og einnig úr „undirheimum“ Reykjavikur, en þcir eru til eins og dyggir lesendur Alfreðs Alfreðssonar vita! Heimildarmenn eru ekki nafn- greindir, af ýmsum og ólikum ástæðum, en lesendur geta treyst því að frásögn þeirra er rétt. Og byrjum á sjálfu innbrotinu... Aðfaramótt skírdags, 8. april. Það var örlitið frost i Reykjavik, snjóföl á götunum og léttskýjað. Náttúrlega koldimmt. Einhvern tíma nætur var rúða brotin í versluninni Gull og silfur, Laugavegi 35; innbrotsþjófur smeygði sér inn fyrir og hafði á brott með sér skartgripi að verðmæti um það bil 800 þúsund krónur - að því er einn eiganda verslunarinnar lét hafa eftir sér í blöðum. Lögreglan, sem fer reglulegar eftirlitsferðir um Laugaveginn að nætur- lagi, komst að þeirri niðurstöðu að þjófurinn hefði verið bæði öruggur og fumiaus; i versluninni fundust engin merki sem bent gætu til þess hver hann hafi verið. Fagmaður, var samdóma álit lögreglunnar og verslunareigenda; i samtali við Tímann eftir páska sagði Magnús Steinþórsson, gullsmiður og meðeigandi i Gulli og Silfri, meðal annars: Ekkert þjófa- varnarkerfí „Þjófamir hafa gjörþekkt verslunina og auk þess haft talsvert vit á skartgripum, það er greinilegt því þeir hafa valið úr dýrustu hlutina. Þeir möskuðu rúðuna i útidyrahurðinni, fóru inn og síðan hafa þeir gefið sér nægan tíma til að velja úr 400 dýrustu hlutina í versluninni, og taka þá úr öskjunum. Ég held að þeir hafi verið inni i versluninni i að minnsta kosti hálftíma, jafnvel klukkutima.“ Magnús bar sig eðlilega nokkuð illa vegna tjónsins, sem sagði, eins og að framan greindi, nema nálægt 800 þúsund krónum: „Það tekur marga mánuði, ef var frá þvi skýrt að Rannsóknarlögregla rikisins vilji ekkert gefa uppi um það hvað hafi orðið til þess að ungi maðurinn var handtekinn. Síðan sagði: „Hún (Rannsóknarlögreglan) sagði að vel rökstuddan gmn þyrfti til að menn yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald.“ Nú vita liklega flestir að þarna hafði lögreglan gómað rétta manninn, nefni- lega sjálfan innbrotsþjófinn, en hins vegar er það varla rétt að hún hafi þá þegar haft vel rökstuddan grun um að hann væri í raun og vem sökudólgurinn. Ungi maðurinn, við skulum kalla hann Palla, var sem sé handtekinn ekki síst vegna þess að hann hafði áður sýnt ámóta fagmannleg vinnubrögð við innbrot, en eins og lögreglan veit betur en nokkur annar er fáum islenskum afbrotamönnum treystandi til að fremja innbrot af þessu tagi skammlaust. Því var Palli dæmdur í gæsluvarðhald en vegna þess að lögreglan hafði i raun- inni ekkert i höndunum gegn honum veittist honum létt að þræta fyrir allt saman fram í rauðan dauðann. í 19 daga var Palli hafður í haldi og yfirheyrður oftsinnis, en lét aldrei bilbug á sér finna. Að lokum gáfust rannsóknarlögreglu- mennirnir upp í bili og Palli var látinn laus. Með tilliti til þess að hann var sögudólgurinn í málinu var fyrsta verk hans, eftir að hann gat um frjálst höfuð strokið á nýjan leik, kænskubragð. Hann stormaði hér inn á ritstjórn Tímans, þóttist vera fullur af réttlátri reiði i garð lögreglunnar og fór fram á að tekið yrði við sig viðtal um málið! Innbrotsþjófurinn lætur taka við sig viðtal Fréttadeild Tímans komst að þeirri eðlilegu niðurstöðu að ekkert mælti þvi í mót að birta viðtal við Palla, enda hefði hann verið látinn laus eftir miklar yfirheyrslur og með birtingu viðtalsins væri auk þes enginn dómur lagður á hvort hann væri sekur eða saklaus. Palli, sem fór fram á nafnleynd i viðtalinu, sagði meðal annars: inn innbrotið i gullverslunina. En ekki vissi ég hvernig þeir tengdu mig því...“ Fjarvistarsönnun þjófsins Og Palli var með fjarvistarsönnun sína á hreinu: „Nóttina sem innbrotið var framið var ég ásamt fleirum að þvælast uppi á Hlemmi. Ég var á fyllerii og lenti í þvi að vera sleginn niður, ég rotaðist og skömmu seinna tók lögreglan mig. Fjör- tiu og fimm mínútum eftir að ég var sleginn sat ég í lögreglubílnum og þá heyrði ég tilkynningu um innbrotið í talstöð bílsins. Sem sagt átti ég, samkvæmt kokkabókum rannsóknarlög- reglunnar, að hafa farið i verslunina, stolið skartgripunum, farið upp á Hlemm, lent i slagsmálum á þeim tíma sem leið á milli þess að innbrotið var framið og þar til fjörtiu og fimm minútum áður en það var tilkynnt. Það getur hver einasti maður séð að það er engum manni fært.“ Ojújú: Palli fór létt með það! En i viðtaiinu lék hann heilagan engil, gagnrýndi lögregluna harkalega fyrir slæm vinnubrögð og illan aðbúnað í Síðumúlafangelsinu, þar sem hann var í gæsluvarðhaldi, og lýsti því að nú mætti hann ekki sýna sig á götum úti án þess að á hann væri bent og hvíslað um að hann hefði framið innbrotið i Gull og silfur. Er lögreglufréttaritari Tímans spurði um fyrri afbrotaferil Palla var svarið á þessa leið: „Hann er mjög stuttur. Ég komst fyrst í kast við rannsóknarlögregluna tiu dögum áður en ég var handtekinn á aðfaramótt páskadags. Og þá vegna innbrota sem ég siðan gekkst við.“ Og við þetta sat. Lögreglan grunaði Palla eftir sem áður um innbrotið, en hafði engar sannanir i höndunum. Palli var sömuleiðis ákveðinn i því að færa lögreglunni ekki þær sannanir sem hana skorti og hafði fremur hægt um sig næstu vikur. Samkvæmt heimildum okkar þagði hann þunnu hljóði um innbrotið og sagði ekki einu sinni nánum vinum frá því að hannliefði verið að verki. Tvo

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.