Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 5
SUNNUDÁGUR 20. JÚNÍ 1982 fyrir. Ekki kom lögreglumönnunum þó til hugar í bili að kanna hvemig á þvi stæði að hann hefði í upphafi þvertekið fyrir að hafa með sér farangur, en settu bæði Kalla og töskuna hans upp i bil og óku sem leið iá i Kópavoginn. Fyrsta játningin Kalli var síðan yfirheyrður lengi dags. Hann kvaðst ekki eiga annað erindi til Kaupmannahafnar en heilsa upp á vini og kunningja og fara á tónleika með ensku rokkhijómsveitinni Rolling Ston- es og hefðu vinir hans í Höfn fest kaup á miða handa honum. Að öðra leyti höfum við ekki nákvæmar spumir af yfirheyrslum lögreglunnar yfir Kalia; hann var spurður i þaula um fýrmefndan reiðhjólaþjófnað og önnur þau mál sem iögreglumennimir töldu að hann myndi vera þeim fróðari um. Gekk svo um sinn að Kalli sat á tali við lögregluna, en allan timann beið ferðataska hans óopnuð. Það var ekki fyrr en forvitni lögreglunn- ar um líf og störf Kalia hafði verið fullnægt að mestu leyti að einhverjum datt í hug að úr þvi að þessi taska væri þama á annað borð væri eins gott að líta á innihaldið. Viðkomandi fór að gramsa í töskunni og rakst þar meðal annars á — Um innbrotið I Gull og silfur og hvernig málið upplýstist kunningja sina upplýsti hann þó um málið, nefnum þá bara Kalla og Halla, enda taldi hann sig þurfa aðstoð þeirra við að koma skartgripunum úr landi. Skartgripimir, eða a.m.k. meginhluti þeirra, vom faldir á heimili hér i borg og skal tekið fram að húsráðendur þar höfðu ekki hugmynd um að hjá þeim leyndist hið eftirsótta þýfi. Leið nú og beið. Tilviljun veldur því að rannsóknin kemst á skrið Pað gerðist næst í málinu að eldsnemma að morgni laugardagsins fimmta júní síðastliðinn sat maður nokkur að kaffidrykkju i kaffiteriu Hótels Loftleiða. Heimildum okkar ber öldungis ekki saman um hvort hér var á ferðinni lögregluþjónn eða leigubíi- stjóri, en það skiptir engum sköpum: margir leigubílstjórar hafa ýmsa sam- vinnu við lögregluna og þekkja vel til „undirheimanna" í borginni. Nema hvað - um það bil sem lögregluþjónn- inn/leigubílstjórinn var að Ijúka úr kaffibollanum sinum kom hann auga á ungan mann sem hann kannaðist við - og það ekki af góðu. Þarna var kominn Kalli, trúnaðarvinur innbrotsþjófsins Palla, og vissi kaffidrykkjumaðurinn ýmislegt misjafnt um Kalta þennan, þar á meðal að hann væri annaðhvort heimilisfastur eða altént tíður gestur í fbúð einni hér í Reykjavik sem meðal kunnugra gengur ýmist undir nafninu „Hassbælið" eða ,Grenið“. Liggur i' hlutarins eðli að lögreglan hefur talið sér skylt að hafa nokkurt eftirlit með stað sem kallaður er þvílíkum nöfnum, enda ku flestir þeirra sem þangað venja komur sinar vera „góðkunningjar lög- reglunnar" á einn eða annan hátt. Fyrr þessa sömu nótt hafði verið handtekinn fyrir utan umrædda ibúð annar ungur maður og var hann þá að bera inn úr stolnum bil nokkur útvarps- og kassettu- tæki, sem hann hafði þá um nóttina rænt austur á Selfossi. Um sama leyti var tilkynnt að fyrmefndur Kalli væri á ferð um borgina á reiðhjóli sem trauðla væri hans eigið. Þetta vissi hinn kaffiþurfi vinur okkar og er hann sá að Kalli fór ekkert í felur með að hann hafði undir höndum farseðil til Kaupmannahafnar, flýtti hann sér að gera Rannsóknarlög- reglu rikisins viðvart. Rannsóknarlög- reglan reyndist hafa áhuga á málinu og vom tveir rannsóknarlögreglumenn sendir suður á Keflavikurflugvöll i veg fyrir Kalla. Er rannsóknarlögreglumennirnir komu suður á völl hafði Kalli þegar „tékkað sig inn“, eins og það heitir. Þeir viku sér að honum, sögðust hafa hann grunaðan um reiðhjólaþjófnað og áreiðanlega sitthvað fleira, og siðan leituðu þeir á honum. Við þá leit fundust meðal annars tvær hasspípur, nefnilega gripir sem teljast ekki beinlínis löglegir. Sáu rannsóknarlögreglumennirnir nú öll tormerki á því að Kalli fengi að fara úr landi í þetta sinn og sögðust mundu taka hann til yfirheyrslu i Kópavogi. Kalli var ekki i neinni aðstöðu til að hafna því kostaboði. Um það bil sem þeir þremenningar vom að ganga ut i bil spurði annar lögreglumannanna Kalla hvort hann hefði haft með sér einhvern farangur. Kalli flýtti sér að neita því, en rétt i þann mund var nafn hans kallað upp i hátalarakerfi flugvallarins. Það hafði nefnilega ekki farið framhjá afgreiðslu- mönnum að Kalli mundi ekki úr landi i bili og þegar hann kom að afgreiðslu- borðinu ásamt fylgdarmönnum sínum spurði einn afgreiðslumaðurinn hvort hann ætlaði ekki að taka með sér ferðatöskuna sina. Þama átti Kalli sem sé ferðatösku sem hann gat ekki þrætt ullarsokk einn vænan sem hann fann fljótt að eitthvað var falið i. Og viti menn: gull og silfur!! í sokk þessum fundust alls 68 hringir og 3 gullarmbönd og þótti lögreglunni nú liggja i augum uppi að Kalli hefði átt að selja þennan vaming í Kaupmanna- höfn eða annars staðar á meginlandi Evrópu. Breyttu yfirheyrslunar nú um svip og þar kom að Kalli játaði og nefndi sér samseka þá Halla og Palla. Fóm hjólin nú að snúast fýrir alvöra. Aðfaramótt sunnudags eða snemma sunnudagsmorguns var Halli færður til yfirheyrslu og hlaut að játa. Palli fannst hins vegar hvergi. Innbrotsþjófurinn sjálfur hand- tekinn Palli var farinn i felur. Hann hafði frétt af handtöku Kalla og bjóst þegar i stað við að nú væri spilið búið. Hann Ieitaði hælis í húsi nokkra hér í Reykjavík, þar sem bjuggu vinir hans og hafði hægt um sig yfir helgina. Á sunnudagskvöldið hafði hann hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að þýðing- arlaust væri að vera i felum og mun hafa hugsað sér að gefa sig fram daginn eftir. En lögreglan varð fyrri til. Seint um nóttina, eða undir morgun, hringdi síminn i áðurnefndu húsi. Kalli var í símanum og spurði eftir Palla. Er Palli fór i simann sagði Kalli honum að allt væri komið upp á yfirborðið og nú yrði hann að gera svo vel að koma og upplýsa málið að fullu og öllu. Annars yrðu þeir Halli dæmdir í langt gæsluvarðhald. Palli kvaðst skyldu koma og talaði einnig við lögregluna. Rannsóknarlögreglumaður- inn sem talaði við hann sagði að nú kæmu þeir að sækja hann, hann skyldi vera tilbúinn. Palli jánkaði því. Skömmu síðar staðnæmdist bill lög- reglunnar fyrir utan húsið, hurð var opnuð og rannsóknarlögreglumaður benti Palla - sem kominn var útúr húsinu - að stiga inn. Palli gerði það, hann var fluttur i yfirheyrslu og játaði greiðlega. Var þeim Palla, Kalla og Halla siðan sleppt eftir að þeir höfðu bent á hvar afgang þýfisins væri að finna. Kom mestur hluti þess i leitirnar og biða þeir þremenningar nú dóms. Það fór þvi aldrei svo að þetta fagmannlega innbrot yrði ekki upplýst... - ij tók sarnan Starf bæjarstjóra Starf bæjarstjora á Sauðárkróki er laust til umsóknar. Upplýsingar um starfið gefur bæjarstjóri í síma 95-5133. Umsóknarfrestur er til 28. júní n.k. og skulu umsóknir stílaðar til bæjarstjórans á Sauðár- króki. 16. júní 1982 Bæjarstjóri ARGERÐ 1982 Pétur Sigurðsson fv. forstjóri Landhelgisgæslunnar segir: „Þetta er 2. Wartburginn mini og það segir sína sögu" TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Ingvar Helgason Stóri bíllinn á lága verðinu Loksins kominn aftur Til afgreiðslu Pantanir óskast staðfestar. • Þeir sem kaupa einu sinni WARTBURG kaupa hann aftur og aftur Byggður á grind, með 65 ha. tvigengisvél (gamla Saab vélin) Gormar á ölium hjólum og billinn þvl dúnmjúk- ur Eiginleikar I snjó og iausamöl frábærir. Stálklætt stálgrindarhús Framhjóladrifinn Eúðuþurrkur, fjórar stillingar (m/biðtfma) Óvenju stórt farangursrými StiIIanleg sætabök Rafm. rúðusprautur, aftan og framan Rúðuþurrkur á afturrúðu Höfuðpúðar á framsætum Upphituð afturrúða Gólfskiptur. Sýningarsalurinn v/Rauðagcrði, sími 33560

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.