Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ1982 % 17 jerlend hringekja * S. V iiy§É§iá Colson Woods Hvar eru söguhetjuniar nu? þátt í að koma upp um málið. um“ Watergate sem ekki hefur skrifað bók en útgáfufyrirtæki hefur höfðað mál á hendur honum til að fá endurgreiddar kr. 500 þúsund sem hann hafði fengið í fyrirframgreiðslu. Mitchell tók þátt í að stofna Global Research, ráðgjafa- fyrirtæki um kaupsýslu, og starfar þar. E. Howard Hunt, 63ja ára, var annar aðal „pípulagninga- maður“ Hvíta hússins og skipulagði innbrotið i Water- gate og fjölda annarra ólög- legra aðgerða. Játaði sekt sína og sat 33 mánuði í fangeisi. Hann fór að skrifa skáldsögur af miklum móð og bækur hans eru nú 56 að tölu. Ævisaga hans, Undercover, seldist hins vegar illa. Hann býr nú á Miami. G. Gordon Liddy, 51s. árs, var nánasti samstarfsmaður Hunts, fyrrum FBl-maður og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann neitaði sam- starfi við yfirvöldin og sat lengur í fangelsi en nokkur annar Watergatemaður, eða 52 mánuði. 1980 gaf hann út ævisögu sína, Will, og seldist hún mjög vel. Liddy er vinsæll fyrirlesari vestra en aðalstarf hans er ráðgjafi fyrirtækja er vilja vemda iðnaðarleyndar- mál sín. Charles Colson, fimmtugur, var einn aðstoðarmanna Nix- ons og sagði eitt sinn hann myndi troða á ömmu sinni ef Nixon krefðist þess. Hann var einn harðasti tappinn í „hirð“ Nixons og sat sjö mánuði inni. Hann „frelsaðist" meðan á Watergatemálinu stóð, fáir tóku það alvarlega meðan á málinu stóð en síðan hefur Colson, stofnað samtök sem reyna að veita guði leið inn i fangelsin. Samtökin voru upp- haflega kostuð af gróðanum af ævisögu hans. Hann býr í McLean í Virginíu. Jeb Stuart Magruder, 47 ára, var varaformaður nefnd- arinnar um endurkjör Nixons og kom „pípulagningasveit- inni“ á fót ásamt öðmm. Hann sat sjö mánuði í fangelsi og „frelsaðist “ þar eins og Colson, einbeitir sér nú að „jákvæðri hugsun". Hefur lok- ið guðfræðinámi frá Pinceton og var nýlega kjörinn aðstoðar- prestur i Burlingame, Kalifor- níu. Richard Kleindienst, 58 ára, varð dómsmálaráðherra er Mitchell hætti. Hann lýsti sig sekan um að hafa gefið þingnefnd rangar upplýsingar um mál sem ekki tengdust Watergate en var á siðasta ári sýknaður af ákæmm um mein- særi. Hefurengu aðsíður verið skiptur lögfræðiréttindum sin- um. Býr i Arizona. Ronald Zigler, 43 ára, var blaðafulltrúi Nixons og mæddi mikið á honum. Hann heldur því statt og stöðugt fram að hann hafi aldrei logið að blaðamönnum en aðeins gefið loðin svör. Hann er nú forseti samtaka sem áhuga hafa á flutningabilum.... Archibald Cox, 70 ára, var sérstakur rannsóknardómari í Watergatemálinu en er hann krafðist þess að fá afhentar segulbandsspólur með upptök- um frá Hvíta húsinu lét Nixon reka hann. Hann kennir lög við Harvardháskóla og telur að hið opinbera hafi ekki lært sina lexiu af Watergatemálinu. Sam Ervin, 85 ára, öldunga- deildarþingmaðurinn sem stýrði rannsóknarnefnd um Watergatemálið og varð hálf- gildings þjóðhetja á sínum tíma, sóttist ekki eftir endur- kjöri 1975 og stundar nú lög í Norður Karólinu. Leon Jaworski, 76 ára, tók við af Cox og vann baráttuna um að fá segulböndin afhent. Hann græddi stórfé á bók sinni um Watergatemálið, The Right and the Power, og notaði hluta þess til að styrkja unga lögfræðistúdenta. Hann er enn ráðgjafi lögfræðifyrir- tækis síns i Houston og situr i ýmsum opinberum nefndum. Rose Mary Woods, 64ra ára, var einkaritari Nixons um langt skeið og er kom i Ijós að 18 og hálfa minútu vantaði á eina segulbandsspóluna reyndi Woods að sannfæra rannsókn- armenn um að hún hefði tekið yfir þessa mínútur af slysni. Hélt eftirminnilega sýningu fyrir þingnefnd þar sem hún reyndi að sýna að hún hefði getað þetta með því að ýta á upptökutakka segulbandsins, stiga á fótpetal og svara i simann - allt í senn. Fáir sannfærðust. Woods hefur að- stoðað Nixon við skriftir en er nú komin á eftirlaun og býr í ibúð i Watergatehúsinu.... John J. Sirica, 78 ára, aðaldómarinn i Watergate- málinu vakti athygli fyrir skörulega framgöngu. Hann lifði af alvarlegt hjartaáfall árið 1976 og settist i helgan stein ári siðar. Hann sýslar þó enn við lögfræðistörf og verið er að búa til sjónvarpskvik- mynd eftir minningabók hans sem seldist mjög vel. To Set the Record Straight. Bob Woodward og Carl Bemstein, blaðamenn við Washington Post, áttu sinn Woodward, 39 ára, var gerður að ritstjórnarfulltrúa við blað- ið en stjórnunarstörf áttu ekki við hann og hann er nú aðalrannsóknarblaðamaður W.P. á nýjan leik. Bernstein, 38 ára, er yfirmaður rann- sóknardeildar sjónvarps- stöðvarinnar ABC eftir að hafa verið rekinn úr embætti sem yfirmaður Washington- deildar stöðvarinnar. Þeir fé- lagar græddu að sögn nærri 80 milljónir dollara á bókum sinum All the Presidents Men og The Final Days. Frank Willis var maðurinn sem í raun kom upp um allt saman en hann hefur ekki grætt neitt á málinu. Hann er húsvörðurinn sem stóð inn- brotsmennina að verki i Watergate. Wills hefur ekki haft fasta atvinnu síðan þetta gerðist og er nú atvinnulaus. Og loks, Richard Nixon... TIME, Newsweek/-ij Fjórlr indverskir hermenn tóku sér 17mánaða gönguferð sjálfum en birgðimar rifu þeir i sig.“ Indversk fréttastofa dreifði nýlega þeim fréttum að á leið sinni hefði flokkurinn rekist á „steinaldarfólk" en Kohli vildi ekki taka svo djúpt í árinni. Hann sagði að þeir hefðu hitt fyrir þjóðflokk þar sem karl- mennimir gegnu lítt klæddir og konumar topplausar og þótt þjóðflokkur þessi hefði vissulega virst frumstæður og styggur væri hann kominn lengra á þróunarbrautinni en svo að kalla mætti steinaldar- fólk. Annars tókst leiðangurs- mönnum ekki að athuga þetta fólk nákvæmlega þar sem þeir fengu ekki að nálgast það. Er leiðangursmenn fóru eft- ir gömlu silkiflutningaleiðinni til Y arkand - eins og ktnverska Túrkestan er nefnt - fóru þeir með fram Pangong, sem sagt er vera stærsta stöðuvatn jarðar, á kínversku landamær- unum og síðan fóru um hið snævi þakta Pangong, sem sagt er vera stærsta stöðuvatn jarðar, á kínversku landamær- unum og síðan fóru um hið snævi þakta Prangla skarð sem liggur í 6050 metra hæð yfir sjávarmáli. Hvolpur slaest í förina. Þeir fundu hundinn Druk á fyrsta hluta ferðarinnar. „Þegar við komum út úr tjaldinu okkar einn morguninn sáum við dálftinn hund. Hann virtist vera um mánaðar gam- all. Við gáfum honum súkku- laði og hann át það. Er við slðan tókum saman föggur okkar og héldum af stað elti hundurinn okkur. Við komum okkur saman um að taka hann með og bjuggum honum bú- stað I einum bakpokanum,“ sagði Kohli höfuðsmaður. Ind- verski herinn hefur nú ákveðið að taka hundinn að sér. „Hann verður sendur til einhverrar fjallastöðvarinnar okkar,“ sagði Kohli ennfrem- ur, „hann getur ekki verið hér i Nýju Dehli“ Meðan framtíð hundsins var skeggrædd lét hann sér fátt um finnast, blikkaði framan í sjónvarps- myndavélamar og sleikti í ákafa ísklumpinn sem honum hafði verið færður til að hjálpa honum að aðlagast hitanum niðri á láglendinu. Það tók hópinn 70 daga að fara um frumskóginn í Arunac- hal en þá voru monsúnrigning- ar og skógurinn er þekktur fyrir hættulegar blóðsugur sem þar þrífast. Síðan var komið til Bhutan þann 26. mars 1980 og Sikkim mánuði síðar. 19. júní í fyrra fóru leiðangursmenn yfir landamærin milli Indlands og Nepal við Rotong La sem er í 5545 metra hæð og skammt frá þriðja hæsta tindi jarðar, Kanchenjunga. Klifu Everest 8. ágúst í fyrra. Síðan sneru þeir I suður og fóru yfir Borun-jökul og komu sér upp búðum við fjórða hæsta tind jarðar, Makalu, þann 25. júlf. Þeir fóru yfir þrjú fræg og erfið fjallaskörð, Sherpani í 7060 metra hæð, Vestur Col I 7156 metra hæð, og Amphy Labtsal I 6060 metra hæð áður en þeir komu sér upp búðum við Mount Everest. Hópurinn sem aðeins var búinn einföldum fjallgöngu- búnaði kleif þennan hæsta tind jarðar þann 8. ágúst I fyrra. Síðan lá leiðin um strjálbýl héruðin Lahaul og Spiti en slðan fóru leiðangursmenn til Ladakh I ríkinu Jammu og um miðjan febrúar i ár náðu þeir til Kashmir og hófu siðasta hluta ferðarinnar. Alls fóru þeir um 48 stór skörð á leið sinni og brutust yfir 24 jökla. Hver leiðangurs- maður eyddi átta pörum af niðsterkum gönguskóm og tap- aði um það bil 20% af líkamsþyngd sinni. Auk höfuðsmannanna tveggja sem þegar hafa verið nefndir voru i hópnum tveir fjallgöngusérfræðingar ind- verska hersins, þeir Bahadur Gurung, sem fæddur er í Nepal, og Sjerpinn Nima Dorji. AFP/-ij. ■ Leiðangursmenn lögðu leið sína um torfama stigu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.