Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 24
* t I I * ALFREÐ HAND- TEKINN! ! — Af mannraunum og mannránum okkar manns í undirheimum ■ Elias Bjarkason, rannsóknarlög- reglumaðurinn knái, var á vakt í miöbænum að kvöldi 17. júní. Hann hugði gott til glóðarinnar þvi hann var þessa stundina efstur i kærukeppni lögreglunnar og skimaði fránum augum eftir glæponum og fyllibyttum til að auka forskot sitt. En glæponar brugðust honum og honum tókst aðeins að handtaka tvær gamlar konur sem gerst höfðu ívið aðgangsharðar i keppni um að komast sem næst B. Morthens, poppsöngvara. Þjóðin var ekki einu sinni full! „Heimur versnandi fer,“ tautaði Elias í barm sér og ákvað að fara að heimsækja ekkjuna sem hann þekkti í Þingholtum, knúsa hana soldið. Hann gekk i þungum þönkum upp Bókhlöðu- stiginn en þá hýmaði yfir honum: þarna kom hópur af fullum unglingum. Þeir voru með apagrimur fyrir andlitunum, með pappirshatta á höfðunum og héldu á islenskum fánum eða blésu i blístrur. Elias teygði sig í kærublokkina og sagði mynduglega: „Hvað er hér á seyði?,, Aparnir námu staðar og piptu framan i hann. „Jæja, svo þið eruð með uppsteyt, drengirmínir," hélt Elíasglaðhlakkaleg- ur áfram. „Ég er hræddur um að...“ Lengra komst hann ekki. Þungt högg reið á hnakka hans og hann fann ótal hendur grípa i sig. Hann hugsaði:„Ekki fæ ég þig í kvöld, Gaua mín,“ og missti meðvitund. Alfreð Alfreðsson þreif af sér apa- grimuna og dæsti. „Djöfullinn maður! Það er ekki hægt að anda i þessu!“ Hann var staddur i laufskála sínum ásamt genginu: Arfi Kelta, Húnboga, Aldinblók og Uxaskalla. Á gólfinu við fætur þeirra lá Elías Bjarkason bundinn, keflaður og rotaður. Arfur Kelti fór að heimsækja frænku sína, níræða. Hún kom til dyra klædd rósóttum kjól, með kolsvart litað hárið uppsett, eldrauðar varir og á köflóttum inniskóm, úr flóka. „Nei, Skarfur minn, elsku drengur- inn,“ sagði gamla konan. „Komdu innfyrir, blessaður...“ „Þetta er Arfur, ekki Skarfur," sagði Arfur um leið og hann smeygði sér inn fyrir. „Hvað segirðu þá, frænka mín?“ „Ég? Hvað ætti ég svo sem að segja, Skarfur rninn?" sagði frænkan. „Arfur,“ sagði Arfur. „Jæja þá, Skarfur minn,“ sagði gamla konan. „En hvað segir þú mér i fréttum? Hvað er að frétta af honum bróður þinu, Arfi?“ „Ég er Arfur!“ hrópaði Arfur upp í eyrað á henni, en hún hristi bara höfuðið og hélt áfram fram i eldhús. „Má ekki bjóða þér mjólkursopa, drengur minn? Það er svo óralangtsiðan ég hef séð þig.“ „Heyrðu, frænka" sagði Arfur og lést ekki sjá mjólkurglasið sem hún hafði sett á borð fyrir hann. „Getur þú ekki gert mér greiða?“ „Greiða? Hvað ætli ég geti gert fólki greiða, Skarfur minn?“ andvarpaði sú gamla. „Ég er bara gamalt hró.“ „Heldurðu að ég viti það ekki...“ byrjaði Arfur en leiðrétti sjálfan sig í snarheitum. „Hvaða vitleysa! Þú ert ekki nema niræð.“ „Ojá já, svo er nú það. En vilt'ekki mjólkina, drengur minn? Það má kannski heldur bjóða þér sérri? Hún er svo væn að gauka að mér flösku öðru hvoru, hún Dísa héma i næsta húsi.“ „Ég hef ekki tíma,“ svaraði Arfur. „En ég þarf að biðja þig að gera mér greiða. manstu ekki eftir honum Ella frænda?" „Ella frænda?" sagði gamla konan og hnyklaði brúnir. „Ella frænda? Ja, ég er nú ekki alveg viss...“ „Hvað segirðu?" hrópaði Arfur Kelti hneykslaður á svip. „Á ég að trúa þvi, manstu ckki eftir honum Ella frænda? Hann sem var alltaf að heimsækja þig!“ „Elli frændi?" tautaði gamla konan. Svo lifnaði yfir henni: „Jú, auðvitað man ég eftir honum Ella frænda! Hvað er þetta, Skarfur minn, heldurðu að ég sé orðin elliær og vitlaus?" „Nei, alls ekki, frænka," flýtti Arfur sér að róa hana. „En það er sko málið. Ég þarf að biðja þig að geyma Ella frænda.“ „Geyma Ella frænda?" endurtók sú gamla furðu lostin. „Já, hann er sko orðinn klikk. Alveg gaga. Hann fór yfirum á pússningunni, varð alveg spinnegal. Og það er vist ekkert pláss fyrir hann inn á Kleppi." „Þú segir fréttirnar, drengur minn. Hann Elli frændi orðinn vitlaus. En hvernig get ég geymt vitlausan mann?“ „Jú, við komum sko strákamir og lítum eftir honum öðru hverju. Svo losnar pláss eftir nokkra daga. Þú þarft bara að gefa honum að éta og passa að hann sleppi ekki út. Þá er voðinn vís.“ „Ég?“ sagði gamla konan. „Hvað ætli ég geti passað að fullorðinn maður eins og hann Elli frændi sleppi ekki út? En segðu mér, hvað era'nn aftur gamall. Því er alveg stolið úr mér.“ Arfur Kelti lést ekki heyra spurning- una. Hann klappaði gömlu konunni róandi á öxlina og sagði: „Hafðu engar áhyggjur, frænka mín. Hann er sko bundinn." Þegar Reynir og Jónas, aðstoðarmenn Eliasar Bjarkasonar, komu til vinnu sinnar eldsnemma morguns þann 18. júni beið eftir þeim umslag sem stungið hafði verið undir þröskuldinn. Þar sem Elías var ekki mættur ennþá reif Jónas, sem var betur læs þeirra tvimenninga, umslagið upp. Honum rann kalt vatn milli skinns og hömnds. í umslaginu var ein pappirsörk sem á hafði verið skrifað klossaðri röddu: „Við hövum elias Bjarkasson í heldi, hann verður drebinn ef við fáum ekki Grasið okkar tilbaka, Allt Grasið, það verður skorín af Honum hausinn annas, þettað er fulskasda alfara, Við hövum samband, ræningjadnir." Það var barið harkalega á dyr hjá gömlu konunni, frænku Arfs Kelta. Á dyraþrepinu stóð Arfur og með honum tveir laumulegir menn sem drösluðu þeim þriðja á milli sín. „Jæja, frænka,“ sagði Arfur um leið og þeir þustu allir innfyrir. „Héddna er Elli frændi kominn." Gamla konan furðaði sig á ástandi frændans. Hann var hálfmeðvitundar- laus, bundinn á höndum og fótum og auk þess með bundið fyrir augu. „Af hverju er bundið fyrir augun á honum, greyskinninu?" spurði hún áhyggjufull. „Hann er sko með augnsjúkdóm lika,“ útskýrði Arfur meðan félagar hans drösluðu Ella frænda inn í stofu og köstuðu honum þar á sófa. „Hann þolir ekki birtuna sko, þá heldur hann að hann sé aftur farinn að byggja. Eða svo segja Iækn3rnir.“ „Seise,“ sagði gamla konan. „Aum- ingja Elli frændi. Svona myndar maður.“ „Já, það gengur svona,“ sagði Arfur með hluttekningu í rómnum. „En heyrðu, við þurfum að hlaupa. Þú skalt bara skipta þér sem minnst af honum, gefa honum eitthvað að éta öðruhvoru, en ekkert vera að hlusta á rausið i honum. Hann heldur sko,“ og Arfur hallaði sér að gömlu konunni og hvíslaði í eyra hennar,„hann heldur sko að hann sé Elias Bjarkason, rannsóknarlögreglu- maður. Hefurðu vitað annað eins?“ Úti á tröppunum staðnæmdist Hún- bogi örskamma stund. „Ertu viss um, Arfur, að það heyri enginn i honum ef hann fer að öskra?“ „Blessaður vertu,“ hló Arfur, „engin hætta. Það eru allir heyrnarlausir í húsinu. Frænka er unglambið á staðn- um...“ Reynir og Jónas voru i öngum sínum. Foringja þeirra rænt af misyndismönnum sem hótuðu að myrða hann. Og niðri i kjailara beið grasið, 190 kíló, stærsta skúbb lögreglunnar i sögu hennar. Átti að afhenda það þorpurum? Þá var dyrunum á skrifstofu þeirra skyndilega hrundið upp. í dyragættinni stóð leðurklæddur maður á stfgvélum með hjálm, vörpulegur mjög og herða- breiður: Gummi kjút, yfirmaður mótor- hjóladeildar lögreglunnar. „Jæja, strákar," rumdi i honum. „Þið eruð leystir af. Ég tek við þessu máli, þið getið farið aftur i stöðumælana" Og hann hristist af innibirgðum hlátri. „Hvað..“ sagði Reynir. „..áttu við?“ sagði Jónas. „Bara það að hann þama upp,“ og Gummi kjút kinkaði kolli i átt að efri hæðinni, „hefur skipað mótorhjóladeild- inni að sjá um ránið á aumingja Ella. Hann segir að það veki miklu minni athygli ef þið í mótorhjólalöggunni kíkjum á keisið heldur en ef þið - sem allir krimmar í bænum þekkja - séum meðþað. Það tekur enginn eftir okkur." Bæjarbúar höfðu aldrei upplifað annað eins. Mótorhjólalögreglan fór í fylkingu um götur bæjarins og braut allar hraðatakmarkanir, það drundi i Harley Davidson-hjólunum og skein á gljápússaða búninga lögreglumann- anna, speglagleraugun glömpuðu og rafmagnskylfurnar tóku viðbragð i hvert sinn sem gefið var í. Léttþrýstinn Ijósmyndari sem lagði á sig að fylgja fylkingunni eftir komst að þvi, áður en honum var stungið inn fyrir of hraðan akstur, að lögreglan var i rauninni ekki á leiðinni neitt, hún ætti sifellt sama hringinn. Og Harley Davidson-hjólin öskruðu. „Ég er Elías Bjarkason!" hrópaði Elias Bjarkason. „Eg er rannsóknarlög- reglumaðurinn knái!“ „Já, já, Elli minn,“ heyrði hann að skjálfandi rödd einhvers staðar i nágrcnninu sagði. „Þú ert i rannsóknar- lögreglunni, ég veit það. En fáðu þér nú eina pönsu.“ Og gúlinn á Eliasi Bjarkasyni fylltist af sykraði pönnkuköku svo hann tók andköf og lá við köfnun. Hann var með bindi fyrir augunum og sá ekki gióru, hendur hans og fætur leystust ekki úr læðingi. Elías hóstaði en tókst loks að kyngja pönnukökunni. „Segðu mér, kona góð,“ sagði hann svo ákveðinn, „hvað á þetta eiginlega að þýða? Ég er Elias Bjarkason, rannsókn- arlögreglumaður, og það liggur stór sekt við að ræna mér!“ „Jájá, Elli minn,“ sagði röddin. „En fáðu þér nú mjólkursopa.“ Og Elias Bjarkason fann sér til skelfingar að gallsúrri mjólk var hellt upp i kokið á honum. Alfreð Alfreðsson sat ásamt félögum sínum i laufskálanum og úðaði i sig rojal-súkkulaðibúðingi þegar allt i einu heyrðust feiknalegar drunur að utan. „Hann er kominn," sagði Aldinblók frá glugganum, og það stóð heima þvi andartaki siðar ruddist Gummi kjút innum dymar í fararbroddi sex stæði- legra lögregluþjóna „Gummi kjút!“ sagði Alfreð hæðnis- lega. „Hvað vilt þú hér?“ „Gummi kjút?“ sagði Gummi kjút undrandi. „Hvemig tókstu eftir mér?““ „Ætli þú farir framhjá mörgum, Gummi minn,“ sagði Alfreð og sneri sér aftur að súkkulaðibúðingnum. „En áttu annars eitthvert erindi?" „Erindi," endurtók Gummi. „Þú veist alveg hvaða erindi ég á. Þú getur alvcg eins játað strax. Hinir era búnir að játa!“ „Hinir, hvaða hinir?“ spurði Alfreð og félagar hans glottu út í annað. „Þú veist alveg hvað ég er að tala um,“ sagði Gummi og var nú farið að siga i hann. „Játaðu bara, það er þér fyrir bcstu." „Ég veit ekki einu sinni um hvað þú ert að tala,“ sagði Alfreð og reyndi nú ekki lengur að fela hæðnisbrosið. „Jæja, strákar, takið ’ann,“ hrópaði Gummi kjút til manna sinna og þó Alfreð veitti enga mótspymu stukku lögregluþjónarnir sex á hann skelltu honum á gólfið og sneru upp á hendumar á honum. Hann hvæsti af sársauka en þegar hann náði andan- um aftur sagði rólega við félaga sína: Ókey lið ég þarf vist að skreppa. Þið reynið að pluma ykkur. Óg við sjáumst fljótlega aftur.“ Hann hló iskyggilegum hlátri meðan honum var hnuðlað út úr laufskálanum. Inni í skálanum glottu félagamir hver við öðram. Allt samkvæmt áætlun. „En Gumrni," sagði einn lögreglu- þjónninn, þrir metrar á hæð.“ „Hvemig eigum við að flytja fanga á mótorhjóli?" framhald

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.