Tíminn - 23.06.1982, Síða 1

Tíminn - 23.06.1982, Síða 1
íslendingaþættir fylgja blaðinu í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Miðvikudagur 23. júní 1982 139. tölublað-66. árg. FalklandS" eyjar: Enn er deilt — bls. 7 Skilnað- armyndir - bls. 23 Mæðra dagur - bls. 2 bls 10 Ólafur Haraldsson mætti til starfa í gær: FLUGUMFERÐARSTJÓR- ARNIR GENGll EKKI ÖT — eins og þeir höfðu haft í hótunum að gera ■ Ólafur Haraldsson, flugumfcrðar- stjóri, sem vikið var úr Félagi islenskra flugumferðarstjóra i siðustu viku að undangenginni allsherjaratkvæða- greiðslu i félaginu mætti til vinnu sinnar á Keflavíkurflugvclli í gærdag eins og ekkert hefði í skorist. Samstarfsmenn hans, flugumferðar- stjórar á Keflavikurflugvelli, höfðu hótað þvi fyrir helgina að þeir myndu leggja niður vinnu og ganga út ef af þvi yrði, en þeir létu ekki verða af þeim hótunum sinum í gær. Eins og kunnugt er segir fyrir um það í félagslögum FÍF að félagsmönn- um sé óheimilt að starfa með þeim sem vikið hefur verið úr því. Töldu flugumferðarstjórar að öll störf Ólafs féllu undir flugumferðarstjórn i viðri merkingu þess orðs, og því giltu ákvæði félagslaga um þau. Að vísu mun Ólafi hafa verið fengin ný störf að hluta, til að kljást við í starfi sínu, en að stærstum hluta til sinnir hann sínum eldri verkefnum. Samkvæmt heimildum Timans þá mun afráðið að Ólafur fari sér hægt i starfi sinu til að byrja með til að styggja flugumferðarstjóra ekki um of. Yfirmenn hans eru hins vegar ekki í nokkrum vafa uni ólögmæti frávikn- ingar hans úr félaginu og þá mann- réttindaskerðingu sem í þvi felst að ætla að útiloka einn mann úr starfi, án þess að vinnuveitandi hans, í þessu tilfelli ríkið, komi þar nærri. Hræðslan við það ógnarástand sem skapaðist ef flugumferðarstjórar gengju út er aftur á móti yfirsterkari. Flugumferðarstjórar hafa í hendi sér alla flugumferð til og frá landinu, og gangi þeir út eru engir til staðar til að gegna þeirra störfum. Slikt ástand gæti haft óbætanleg áhrif á ferða- mannastraum hingað til lands. t>að eru þvi praktisk atriði sem eru ofarlega i huga yfirstjórnar flugmála á Keflavik- urflugvelli, en princip-sjónarmiðum hefur verið ýtt til hliðar, a.m.k. i bili. Hins vegar er flugumferðarstjórum hugsuð þegjandi þörfin, samkvæmt heimildum Timans. _ Kás HORKUAREKST VESTURLANDSI ■ Hjón og ungt bam þeirra voru flutt á slysadeild eftir hörkuárckstur milli Cortinu og vöruflutningabfls með tengivagni, sem varð á Vesturlands- veginum, nálægt Álafossi, á sextánda timanum i gær. Að sögn lögreglunnar i Hafnarfirði varð slysið með þeim hætti, að vöruflutningabíllinn, sem var á leið til Reykjavikur, tók framúr kyrrstæðum bíl sem var úti i vegarkantinum. Cortinan var á leið i Mosfellssveitina og lenti hún beint framan á vöruflutn- ingabílnum. Áreksturinn var mjög harður og mun Cortinan vera gjörónýt. Það var konan sem ók Cortinunni og þegar sjúkrabill kom á vettvang var hún meðvitundarlaus og mjög skorin i andliti og á handlegg. Maðurinn og barnið sluppu betur. Lögreglan í Hafnarfirði sagði, að miðað við aðkomuna á slysstað væri mesta mildi að ekki hefði farið enn verr. —Sjó. ■ Lögreglan í Hafnarfiröi, sagði þaö niesta mildi, að ekki hefði farið mik- ið verr í árekstrinum, sem varð á Vestur- landsveginuin í gær. Eins og sjá niá er Cortínan illa leikin eftir áreksturinn við vöruflutningabílinn. Ljósmynd Sverrir Vilhelmsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.