Tíminn - 23.06.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.06.1982, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 23 JÚNÍ 1982. 2 •.í ■ S í spegli tímans; umsjón: B.St. og K.L. óvæntör^H IMÆÐRADAGINN ■ Amman og mamman Cynthia með litla Peter sinn. ■ Cynthia Gilbert, 47 ára amma i borginni Coventry i Englandi, fékk óvæntan gest á mæðra- daginn siðastliðinn. Hún fæddi þá 18 marka dreng - án þess að vita nokkuð fyrirfram að hún væri bamshafandi! Sjálf segir Cynthia: „Eg hef stundum lesið um það eða heyrt frá því sagt, að konur hafi fætt böm án þess að vita að þær gengju með bam. Þá hef ég ailtaf sagt, að þetta væri vitleysa, eða að manneskjurnar væm fá- bjánar, - en nú veit ég að þetta getur gerst! Dagurinn sem þetta ótrúlega atvik gerðist, byrjaði á allan hátt venju- lega. Þetta var sunnudag- ur - mæðradagurinn svo- kallaði - fallegur vordag- ur og afmælisdagur Jack- ie elstu dóttur Cynthiu. Cynthia fór á fætur á venjulegum tima, en þeg- ar hún fór að vinna húsverkin fékk hún verki í bakið og kviðinn, og hugsaði - nú já, ég er ekki alveg sloppin, þetta em áreiðanlega tiðaverk- ir, og ég sem hélt að það væri allt liðin tið, því að blæðingar höfðu ekki ver- ið hjá mér i um það bil ár.“ Siðan tók Cynthia inn tvær verkjapillur, en fór siðan upp í baðher- bergið, því henni var óglatt. Þá versnuðu verk- irnir, og alit i einu rann upp fyrir henni hvað var að gerast: hún var að fæða barn! Hún kallaði og hrópaði, og maður hennar kom æðandi inn og með honum Jane, stúlka sem vann hjá þeim hjónum á vcitingastað, sem rckinn var niðri i ibúðarhúsinu. Eiginmað- urinn rauk i simann og GESTUR hringdi á sjúkrabíl með Ijósmóður og lækni, en stúlkan fór að stumra yfir Cynthiu og barninu, sem ekki hafði enn grátið og var blátt í framan. Jane tók bamið upp - en það var drengur - og skellti í bossann á honum og hreinsaði öndunarfærin og bráðlega grét hann hraustlega. Síðan kom sjúkrabíllinn með hjálp- arfólk og allt fór vel. Cynthia sagðist hafa haft áhyggjur undanfarið af heilsufari sinu og fór til læknisins og kvartaði yfir að hún væri svo þrútin á fótum og höndum, og liði eins og hún væri alltaf uppþembd af vindi. Hann sagði henni að fara i megmnarkúr og gaf henni vatnseyðandi pillur til að eyða bjúg á höndum og fótum og svo átti hún að koma aftur eftir viku i betri athugun - en þá hafði hún fætt drenginn. Þau hjónin Cynthia og Peter Gilbert áttu þrjár dætur fyrir. - Dreng höfðu þau eignast 20 ámm áður, en hann dó í fæðingu. Nú rikir mikil gleði i fjölskyld unni yfir litla drengnum, sem kom svo öllum á óvart. Vinir og kunningjar kepptust um að koma með ung- barnaföt og gjafir, og Cynthia fékk heilmikið af heiUaóskabréfum og skeytum, jafnvel frá ó- kunnu fólki. „Mér finnst eins og ég hafi unnið milljón í happdrættinu”, sagði hún glöð, þegar blaðamaður frá Coven- try-blaði talaði við hana. ■ Bella virðist vera svolítið efins, en það er verið að gefa henni súrefni eftir að henni hafði verið bjargað úr elds- voða í íbúð í London. Slökkviliðsmaðurinn notar hjálminn sinn til þess að beina súrefninu til tveggja ára gamals hundsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.