Tíminn - 23.06.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.06.1982, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 23 JÚNÍ 1982. 3 fréttir Samniraganefndir ASÍ og VSÍ: _ RÆDDUST EKKIVU ÞRATT FYR- IR ÍTTfl KLUKKUSTUNDA FUND — hugmyndir VSÍ um minni verðbætur vegna aflabrests ekki úrslitakostir Það er ekki annað betra við skuttogarana að gera þessa dagana en mála þá. Tímaraynd: Róbert Björgunarvesti bjargaði sex ára dreng ■ „Ég held að það leiki enginn vafi á því að það var björgunarvestið sem bjargaði syni minum frá drukknun. Hann var að leika sér á hjóli niðri við hafnarkantinn og kikti út yfir sjóinn eftir bróður sínum sem var væntanlegur inn í höfnina á árabát. Strákurinn, sex ára gamall, tefldi of djarft og missti jafnvægið á kantinum, féll i sjóinn, en tókst, vegna björgunarvestisins að kom- ast á þurrt af sjálfsdáðum." Það er Ingibjörg Sigfúsdóttir, hús- móðir á Suðureyri við Súgandafjörð, sem segir þessa sögu af sex ára gömlum syni sinum, Njáli Jónssyni. En hann féll í sjóinn s.l. miðvikudag án þess að nokkur yrði vitni að. „Það var óvenjumargt fólk við höfnina, það var verið að landa úr togaranum og fólk var að bóna bíla sína í góða veðrinu, en þó varð enginn var við strákinn þegar hann datt.“ - Hvað var pilturinn lengi i sjónum? „Hann var nú ekki mjög lengi. En þó datt hann nokkuð langt út og fór á bólakaf, og ég er viss um að það hafa verið nokkrir metrar sem hann þurfti að svamla." - Er strákurinn syndur? „Nei. Það er nú varla. Það var bara björgunarvestið sem bjargaði honum. Og ég vil endilega koma þvi á framfæri við forcldra, að þeir láti börn sín nota vesti þegar þau eru að leika sér við sjóinn," sagði Ingibjörg. - Sjó. ■ „Ég hugsa að það megi fyrst og fremst telja gagnlegt að menn skuli vilja setjast niður aftur á morgun", svaraði einn ASI-samningamanna, er spurður var hvað sáttasemjari ætti við með þvi að fundurinn i gær hafi verið gagnlegur. A.m.k. kvað hann ekkert hafa þokast í samkomulagsátt að neinu leyti. Að- spurður kvað hann þó komið á daginn að VSÍ setti aflabrestsfrádráttinn ekki fram sem algera úrslitakosti. Það má þó segja að þessi samninga- fundur hafi gengið fyrir sig með friði og spekt, þar sem samninganefndirnar ræddust ekki við einu orði þrátt fyrir átta tíma langan fund í Karphúsinu i gær. „Menn bara bíða, bíða eftir laginu, auk þess sem sáttasemjari kallar menn fyrir sig til þreifinga öðru hverju", sagði annar samninganefndarmaður, sem Timinn spurði hvað menn væru að gera á daglöngum fundum úr þvi þeir væru ekki að ræða saman um samninga. - HEI Samþykkt borgarráds: ^ Fyrirkomulag Útimark- aðarins endurskoðað ■ Borgarráð samþykkti á fundi sinum . gær að endurskoðað yrði fyrirkomulag svokallaðs Utimarkaðar á Lækjartorgi. Þessi samþykkt var gerð i framhaldi af erindi sem borginni barst frá blómasölu- konu sem selt hefur vöru sina á Utimarkaðnum, sótti hún um leyfi til torgsölu, þar sem henni hafði verið úthýst af fyrri stað sinum. Endurskoðurnin snýr ekki að þvi að draga úr þessari starfsemi á neinn hátt, heldur þvert á móti að koma henni á fastan grundvöll. Hefur þótt óeðlilegt að aðstandendur Útimarkaðarins geti út- hýst ákveðnum aðilum, og eins verður gjaldtaka í þessu sambandi athuguð, en dagssöluleyfi mun kosta nálægt 250 kr. Þykir það nokkuð mikið miðað við leyfi sem Reykjavíkurborg geíur t.d. til kvöldsölu. Kemur til greina að borgar- ráði verði falið úrskurðarvald ef ágrein- ingur kemur upp á milli aðstandenda Útimarkaðarins og seljenda og upphæð dagsöluleyfa. Á meðan endurskoðunin fer fram hefur blómasölukonunni verið veitt bráðabirgðaleyfi til torgsölu á Lækjartorgi. _ K- Kubota Japanskir traktorar Komnir aftur! Og núna beint frá Japan Með beinum flutningi frá Japan hefur okkur tekist að fá einstakiega hagstætt verð á vinsælu KUBOTA traktorunum. KUBOTA traktorarnir eru fáanlegir með og án framdrifs. KUBOTA traktorarnir eru gangvissir í kuldum, neyslugrannir og þýðgengir. Verð og greiðsiuskilmálar, sem allir ráða við! KUBOTA L245, 25 hö.........................verð frá kr. 60.390.- KUBOTA L345, 35 hö.........................verð frá kr. 88.180.- (verð miðað við gengisskráningu 21.6.1982) Tryggið ykkur KUBOTA traktor tímanlega. SÍMI B1500‘ÁRMÚLA11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.