Tíminn - 23.06.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.06.1982, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 23.JÚNÍ 1982. Slæmt ástand í fódurbætismálum rætt á aðalfundi Sambandsins: ,í ATHUGUN AÐBYGGJA NfJA FÚDUR- BLÖfOUSTÖÐ' — segir Hjalti Pálsson ■ „Við erum að athuga með byggingu nýrrar fóðurblöndustöðvar og hér hjá okkur hefur verið danskur sérfræðingur undanfarna daga sem hefur farið yfir þetta með verkfræðingum okkar“ sagði Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri Inn- kaupadeildar í samtali við Timann en á aðalfundi Sambandsins sem haldinn var á Húsavik kom fram fyrirspurn um ástæður þess sem kallað var „ófremdar- ástand“ i fóðurbætismálum. Hjalti Pálsson varð fyrir svörum og sagði þá að ýmsar ástæður lægju til þessa. í fyrsta lagi hefði vorið verið mun kaldara en menn áttu von á og því meiri eftirspurn eftir fóðurbæti. Síðan hefði komið áfallið þar sem var gin- og klaufaveikin í Danmörku en þaðan kaupum við á milli 30 og 40 þús. tonn af fóðurblöndu árlega. Ekkert hefði fengist frá Danmörku vegna veikinnar og þvi þurft að leita annað en svipuð fóðurblanda hefði svo fengist í Þýska- landi. Þá hefðu kaupfélögin átt mjög litlar birgðir af þessu nú í ár og afkastageta þeirrar stöðvar sem við nú ættum hefði ekki verið nóg og því hefði verið gripið til skömmtunar. Hjalti sagði enn fremur á fundinum að óskað hefði verið eftir því að ný stöð yrði byggð, vonandi í haust, sú gamla væri orðin 11 ára, en vegna ástandsins hefði verið unnin gífurleg yfirvinna í þeirri stöð - allt að 80 tímar á viku. „Upphaflega var aðeins áætlað að stöðin sem við höfum nú framleiddi einungis fyrir suðurlandsundirlendið en nú erum við farnir að keyra fóður til Hrútfirðinga og meira að segja til Hvammstanga þannig að afköstin eru ekki nógu mikil í gömlu stöðinni" sagði Hjalti við Timann. Hann gat þess enn fremur að bygging nýrrar stöðvar væri aðeins í athugun þar sem stjórnin hefði ekki gert neinar samþykktir það að lútandi enn sem komið væri. - FRI veiðihornid Stórir laxar úr lAðal- Idal Nú eru komnir á land úr | Laxá í Aðaldal 72 laxar en veiðin hefur verið treg þar að undanförnu vegna mikillar veðurblíðu. Glaðasólskin hef- ur verið þar undanfarna viku og tekur laxinn illa af þeim sökum. Laxinn er nú farinn að veiðast þar í auknum mæli | fyrir ofan fossana i ánni. Af þessum 72 löxum eru aðeins 2 sem eru 7-8 pund aðrir eru yfir 10 pund, sá stærsti 17 pund, en áin er þekkt fyrir að þar fást yfirleitt mjög vænir og stórir laxar. Af öðrum ám i Þingeyjarsýslu hefur Veiðihornið fregnað að 5 laxar séu nú komnir úr Reykjadalsá. 29 úr Miðfjarðará Miðfjarðará opnaði þann 14. júní sl. og hefur veiðin þar verið treg framan af. Veitt er á 9 stangir i ánni og eru komnir þar á land 29 laxar, sá stærsti 12 pund en mest hefur veiðst á maðk i ánni. Svipað og í Aðaldal hefur verið sól og bliða ■ Ekki er amalegt að fá bolta á borð við þennan í veiðitórnum. við ána, eða of gott veður, sem er ein af orsökum fyrir tregri veiði. Veiðin i Miðfjarðará i fyrra nam 1213 löxum, meðalþyngd 6.1 pund sem er mun minna en næstu ár á undan er veiðin fór allt í 2581 árið 1977. 21 úr Víðidalsá 21 lax er nú kominn á land úr Víðidalsá en áin opnaði þann 15. júní sl. Fyrstu dagana var sæmileg veiði í ánni en undanfarið hefur þetta verið aðeins 1 og 2 á dag. Stærsti laxinn er 16 pund en hann fékk Sverrir Sigfússon. í Víðidalsá veiddust 1392 laxar í fyrra sem er ívið minna en árið þar á undan, meðalþyngd var 8.2 pund. Mesta veiðiárið á undanfömum sex árum var hinsvegar 1979 er áin gaf af sér 1948 laxa. - FRI ■ Að loknum 80. aðalfuudi Sambandsins var haldinn hátiðarkvöldverður á Hótel Húsavík þar sem voru allir fulltrúar á fundinum auk eriendra og innlendra gesta. Við enda háborðsins eru þeir Valur Arnþórsson stjómarformaður Sambandsins, Erlendur Einarsson forstjóri þess, Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra og Finnur Krístjánsson fyrrverandi kaupfélagsstjóri KÞ ásamt eiginkonum sínum. 80. aóalfundur Sambandsins: Saudfjárbænd- um verði bætt kjaraskerðing ■ Ólafur Sverrisson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga flutti á 80. aðalfundi Sambandsins á Húsavik til- lögu sem miðar að þvi að fundin verði leið til að bæta sauðfjárbændum þá kjaraskerðingu sem þeir verða fýrir vegna lokunar erlendra markaða og mikilla óseldra birgða kindakjöts i byrjun næstu sláturtíðar. Stjórnar- kjör ■ Á aðalfundi Sambandsins á Húsavik voru kosningar i aðalstjórn Sambands- ins en þrír menn gengu úr stjórninni. Þeir voru allir endurkjörnir (atkvæði innan sviga) en þeir eru Finnur Krist- jánsson (100), Óskar Helgason (99) og Hörður Zophaniusarson (100). Þrir menn í varastjórn voru kjörnir þeir Þorsteinn Sveinsson (78), Ólafur Ólafsson (54) og Ólafur Jónsson (25). Aðalendurskoðandi var kjörinn Hall- dór Ásgrímsson (83), varaendurskoð- andi Eiríkur Pálsson. í stjórn Lifeyrissjóðs SÍS var kjörinn Ingólfur Ólafsson, varamaður Ölafur Sverrisson. í stjórn Menningarsjóðs voru kjörnir þeir Eysteinn Jónsson, Magnús Sigurðs- son og Sigurður Haukur. ■ Ríkisstjómin hefur að tillögu iðnaðarráðherra gert samþykkt varð- andi opinbera innkaupastefnu. Gerir samþykktin ráð fyrir að beint verði fyrirmælum til allra stofnana og fyrirtækja rikisins um að þau leitist við að kaupa íslenskar vörur til opinberra nota, enda telji forsvars- menn viðkomandi stofnunar eða fyrirtækis — að kaupin séu þjóðhagslega hagkvæm Tillagan var samþykkt samhljóða á fundinum en í heild sinni er hún svo: „Vegna lokunar erlendra markaða og væntanlegra mikilla óseldra birgða kindakjöts i byrjun næstu sláturtíðar hefur orðið að ákveða há verðjöfnunar- gjöld, sem innheimt verða hjá slátur- leyfishöfum á næstu mánuðum. Innheimta þessara gjalda kemur mjög illa við fjárhag sauðfjárbænda, en kr. 4.60 á hvert kg. dilkakjöts og kr. 2.30 á hvert kg. kjöts af fullorðnu fé er stór hluti þess verðs, sem bændum ber samkvæmt verðlagsgmndwelli landbún- aðarins fyrir framleiðsluna frá 1981. Samtals munu þessi gjöld nema um 60 millj. króna. Láta mun nærri að verðjöfnunargjöldin, sem fyrirhugað er að innheimta, nemi um 30% af launalið bóndans í verðlagsgmndvelli, þ.e. 30% kjaraskerðing. Þá er einnig ljóst að innheimta umræddra gjalda hjá slátur- leyfishöfum nú yfir sumarmánuðina kemur kaupfélögunum illa. En einmitt sumarmánuðina er rekstrarfé þeirra mjög af skomum skammti m.a. vegna árstíðabundinnar fyrirgreiðslu við bændur. Þess vegna beinir fundurinn því til stjórnvalda, að þau láti kanna nú þegar hvort ekki finnist einhver leið til þess að bæta sauðfjárbændum þessa kjaraskerðingu, a.m.k. að hluta. Leið, sem gerði mögulegt að draga úr verðjöfnunargjöldunum og seinka inn- heimtu þeirra“. — að kaupverð sé eðlilegt — að gæði viðkomandi vara séu fullnægjandi. Ríkisstofnanir og rikisfyrirtæki skulu stuðla að iðnþróun og vöm- þróun í landinu á markvissan hátt, með þvi m.a. að leitast við að haga útboðum, hönnunarsamningum og verksamningum þannig, að þeir miðist við islenskar vömr og að- stæður. Þórður Sverrisson til Eimskipa- félagsins ■ Þórður Sverrisson viðskiptafræð- ingur hefur verið ráðinn fuiltrúi framkvæmdastjóra flutningasviðs Eimskips frá og með 1. júlí n.k. Hér er um nýtt starf að ræða innan fyrirtækisins þar sem einkum verður unnið að ýmsum verkefnum á sviði markaðs- og kynningarmála. Þórður Sverrisson lauk viðskipta- fræðiprófi frá Háskóia íslands árið 1976 og stundaði síðan framhaldsnám f rekstrarhagfræði um eins árs skeið við Verslunarháskólann í Gautaborg. Hann hefur gegnt starfi framkvæmda- stjóra Stjómunarfélags íslands si. fjögur ár. Þórður er kvæntur Lilju Héðinsdótt- ur, B.A., og eiga þau tvö böm. Hann er sonur hjónanna Málfríðar Jóhanns- dóttur og Sverris Valdimarssonar prentara. SVJ Vinabæjarferd til Finnlands ■ Vinabæjarferð til Finnlands verð- ur farin i sumar 30. júní - 7. júli á vcgum Norræna félagsins. Þangað fara þátttakendur til 5 bæja sem eiga vinabæjatengsl hér. Hluti af hópnum mun dvelja i Helsingfors en flogið verður beint þangað. Þá koma með sömu ferð gestir frá Finnlandi sem heimsækja 12 bæi hér á landi sem em í vinabæjatengsium við finnska bæi. Er þetta liður í að auka ferðalög um Norðurlönd en árið 1982 er norrænt ferðaár. Vegna forfalla em nokkur sæti laus i þessa ferð, en upplýsingar em gefnar á skrifstofu félagsins. íslenskar vörur til opinberra nota

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.