Tíminn - 23.06.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.06.1982, Blaðsíða 5
MIÐVJKUDAGUR 23 JUNI1982 fréttir Hvad segja stjórnmálaforingjarnir um horfurnar samkvæmt „svörtu spánni „ÞYDIR 10-15% MINNI GJALDEYRISTEKJUR” — segir Steingrímur Hermannsson ■ „Það er Ijóst að það verður að taka þessa spá mjög alvarlega. Stóra spum- ingin er líka sú, hvaða launahækkanir aðilar vinnumarkaðarins ætla að semja um ofan í svona spá. En kannski ætla menn bara að stinga höfðinu i sandinn og neita að viðurkenna þessar stað- reyndir", sagði Steingrimur Hermanns- son i gær, er Tíminn ræddi við hann um nýendurskoðaða þjóðhagsspá, sem gerir ráð fyrir 3-6% samdrætti þjóðartekna á yfirstandandi ári. Gengið er út frá tvennum forsendum. 3% samdráttur er miðaður við 400 þús. tonna þorskafla og 200 þús. tonna loðnuafla. 6% samdráttur er miðaður við 350 þús. tonna þorskafla og enga loðnuveiði. Steingrimur kvaðst álíta að „Árangurinn af niðurtalningunni?” — spyr Sighvatur Björgvinsson ■ „Er þetta ekki árangurinn af niðurtalningunni? Þessi rikisstjórn er búin að sitja í tvö og hálft ár og er hún bara ekki ánægð með hvemig gengur?“, svaraði Sighvatur Björgvinsson, þing- flokksform. Alþýðuflokksins spumingu Timans um álit hans á nýjustu þjóðhags- spá. En í Ijósi hennar var Sighvatur spurður hvort hann telji möguleika á samningum um almennar kjarabætur. „Það er auðvitað ljóst að þegar þjóðartekjur dragast saman um 3-6% þá er engin viðbót til að skipta. Eigi að semja um launabreytingar til hækkunar verður það ekki gert nema með því að flytja frá einhverjum öðrum. Spumingin er því frá hverjum á að flytja? Annars ættir þú heldur að spyrja miðstjórnar- mennina á Alþýðubandalaginu að því. Þeir gerðu samþykkt á miðstjórnarfundi sínum í vetur um það að grundvöllur væri fyrir hækkun til þeirra lægst launuðu, og þeir hafa þetta allt í sínum höndum. Alþýðubandalagið ræður verkalýðshreyfingunni, öflugasta at- vinnurekendavaldinu i landinu - ríkis- sjóð og rikisfyrirtækin - og er nýlega búið að semja við lækna og hjúkrunar- fólk um kauphækkanir umfram það sem ASÍ ræðir um. Nú formaður Verkalýðs- málaráðs Alþb. er jafnframt form. Sambands byggingamanna og nýlega búinn að semja um 20% launahækkun fyrir sitt fólk. Getur þú ekki spurt 3. miðstjórnar- mann Alþb. - forseta ASÍ - að þvi hvort honum finnist ekki réttlátt að láglauna- fólkið hans fái eitthvað svipað og Ragnar og Benedikt hafa samið um við lækna og byggingamenn. Ég held að ■ Sighvatur Björgvinsson Alþýðubandalagið ætti bara að halda nýjan miðstjórnarfund og útkljá þetta mál“, sagði Sighvatur. - HEI „Ættum að vera í stakk bú- in til að mæta samdrætti” — segir Geir Hallgrímsson ■ „Það er Ijóst af endurskoðaðri spá Þjóðhagsstofnunar að líklegt er að syrti i álinn á þessu ári vegna loðnuveiði- banns, sölutregðu á skreið og minni sjávarafla, þó við skulum vona að úr þessu rætist betur en á horfir“, sagði Geir Hallgrimsson, form. Sjálfstæðis- flokksins, er Timinn ræddi við hann um ástand og horfur i Ijósi fyrmefndrar spár. Geir benti hins vegar á að verðmæti sjávarafla hafi aukist um 70% á síðustu fjórum árum þannig að við ættum að vera i stakk búin til að mæta tímabundnum samdrætti. Þvi væri þó ekki að heilsa vegna þess að stjórnvöld hafi ekki skapað skilyrði til þess að sú verðmætaaukning leiddi til aukins kaup- máttar eða betri stöðu atvinnuveganna, sem gleggst kæmi í ljós á togaraútgerð- inni sem væri nú að stöðvast. En hvað er þá til ráða? „Ég tel að stjórnvöld verði að breyta algerlega um stefnu, draga úr skatt- heimtu og skapa skilyrði fyrir atvinnu- vegina og nýjar atvinnugreinar með markvissri sókn i orku- og iðnaðarmál- um“. Spurður álits á möguleikum til kjarabóta svaraði Geir. „Ég held að rétt sé að aðilar vinnumarkaðarins séu látnir um að semja um kaup og kjör og það sé á þeirra ábyrgð að gera santninga sem séu í samræmi við getu þjóðarbúsins og atvinnuveganna.“ En hafa menn samið á sína ábyrgð undanfarna áratugi? „Það er i raun og veru það sem ábóta ■ Geir Hallgrimsson er vant i okkar þjóðfélagi, að menn bera ekki ábyrgð á sínum geróum, og það verður að snúa við á þeirri braut", sagði Geir Hallgrimsson. - HEI „Stöðva á inn- flutning fiskiskipa” — segir Svavar Gestsson ■ „Aðalatriðið í minum huga núna er að fyrst verði hugað að þvi hversu mikið er hægt að framleiða og hversu mikil verðmæti er hægt að skapa áður en ákvarðanir verða teknar um aðrar ráðstafanir. En þessi vandi sem hér er um að ræða stafar fyrst og siðast af aflabresti“, sagði Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra er rætt var við hann um nýja þjóðhagsspá og viðbrögð við henni. „En jafnframt því sem auka verður framleiðsluna eins og mögulegt er, er nauðsynlegt að spara i okkar þjóðarbú- skap. Það er ekki skynsamlegt að bæta ofan á yfirbygginguna i þjóðfélaginu við þessar aðstæður. Ég tel að hana eigi að grisja. Það sama má segja um innflutn- ing fiskiskipa, sem ég tl að eigi að stöðva. Það verður að koma til spamaður á öllum sviðum, því að það er ekki hægt að gera kröfu til þess að láglaunafólkið i þjóðfélaginu leggi nokkuð að sér við ríkjandi aðstæður, nema að þeir sem meira hafa gangi þar á undan og tryggt sé að milliliðirnir skili nokkru af sinum hlut aftur“. En hvað um möguleika á kjarabótum? „Ég segi ekki orð um það. Ég haga mér ekki eins og ráðherrar Framsóknar- flokksins, að gefa yfirlýsingar um kjarasamninga í miðjum kjarasamning- um“. Aðspurður um ráðstafanir gegn þeim gífurlega innflutningi sem verið hefur á þessu ári sagði Svavar t.d. hægt að hugsa sér að skattleggja innflutning og að grípa til ráðstafana eins og að takmarka lán vegna stórvirkra vinnuvéla sem fluttar eru inn á lánum í verulegum mæli. „Það verður að draga úr þeirri hættu sem nú er af vaxandi viðskiptahalla. ■ Svavar Gestsson Með fjölþættum aðgerðum á mörgum sviðum ætti að vera hægt að draga úr gjaldeyriseyðslu og þar með innflutningi á vörum og þjónustu", sagði Svavar. - HEI raunverulega verði þetta einhversstaðar þarna á milli. „En þetta hefur í raun og veru miklu meiri afleiðingar en þessar lágu pró- sentutölur gefa til kynna, því þjóðar- framleiðslan samanstendur af svo ótal- mörgum hlutum og þetta veltir upp á sig. Þetta þýðir 12 til 20% minna verðmæti sjávarafla og jafnframt 10 til 15% minni gjaldeyristekjur, sem segir fljótlega til sin“, sagði Steingrimur. Mörgum er sjálfsagt i fersku minni viðtal við Steingrim i Timanum, sem mikla umfjöllun fékk í öllum öðrum fjölmiðlum. „Ég held að mönnum hljóti nú að vera ljóst - eftir þessa nýju þjóðhagsspá - að ekkert var ofsagt í þvi viðtali. Þar var ég þó aðeins að tala um 2 til 3% samdrátt þjóðarframleiðslu, en nú er jafnvel verið að tala um tvöfalt meira. Við stöndum nú einnig frammi fyrir þeirri vandasömu spurningu hvort sjálf- ur grundvöllurinn sem við höfum byggt á - þ.e. ákveðinn afli af loðnu og þorski - sé rangur. Aukning þjóðarframleiðslu hefur að mestu verið vegna aukins sjávarafla undanfarin ár. Þaðan er nú ■ Steingrimur Hermannsson ekki hægt að vænta frekari aukningar. En snúist dæmið svo við, að við förum að fara niður tröppurnar hinumegin, þá hlýtur öllum að vera ljóst að við byggjum á fölskumgruiyiiog þurfum því að aðlaga lifnaðarhætti okkar þeim grundvelli sem til staðar er. Það verður þó að reyna að gera á þann hátt að það komi sem minnst við þá er lægst launin hafa“, sagði Steingrimur. En ekki ber nú gífurleg aukning á innflutningi það með sér að íslendingar séu almennt á þeim buxunum? „Þessi mikli innflutningur er verulegt áhyggjuefni og ber merki um það að þjóðin hefur alls ekki meðtekið þær staðreyndir sem við blasa. {stað þess að „leggja fyrir til mögru áranna", eins og ráðlagt var eitt sinn, þá er nú eytt af vaxandi krafti. Með því er ákaflega hætt við að við séum að fjármagnaeyðsluna með erlendum lántökum, sem er, vægast sagt, ekki skynsamlegt." HEI Bilaleigan\S CAR RENTAL ÍU> 29090 52SSIÍJ REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063 ISSKAPA- OG FRYSTIKISTl) VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum i frystiskápa. Góð þjónusta. aslvBrk REYKJAVIKURVEGI 25 Hafnarfirði sími 50473 HOMELITE keójusagir D Þ APMULA11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.